Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Höfn-Þríhyrningur hf. Sölu 50 millj- óna kr. hluta- fjár nær lokið STÆRSTUR hluti nýrra hluta- bréfa í Höfn-Þríhyrningi hf. á Suðurlandi að fjárhæð 50 millj- ónir hefur verið seldur til nokk- urra nýrra hluthafa og nemur heildarhlutaféð nú alls 90 millj- ónum. Hluthafarnir hafa þegar komið sér saman um nýja stjórn og var það eitt fyrsta verk hennar að ráða Gest Hjaltason, sem verið hefur framkvæmdastjóri IKEA, í starf framkvæmdastjóra frá og með næstu áramótum. Höfn-Þríhyrningur rekur þrjú sláturhús og tvær verslanir á Selfossi, Hellu og í Þykkvabæ. Þar að auki er starfrækt kjöt- vinnsla á Selfossi. Fyrirtækið hef- ur hins vegar átt við erfiða fjár- hagsstöðu að etja undanfarin ár og hafði Hof sf., eignarhaldsfélag Hagkaups, forystu um að auka hlutaféð um 50 milljónir til að treysta reksturinn. Bjarni V. Magnússon, stjórnar- formaður fyrirtækisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að verið væri að skoða málin í heild í fyrir- tækinu og reiknað með því að gerðar yrðu áætlanir um. breyt- ingar á rekstrinum á næstunni. Hof og Bónus meðal hluthafa Hann kvaðst hins vegar ekki geta upplýst hveijir væru helstu hluthafar fyrirtækisins, þar sem verið væri að ganga endanlega hlutafjársölunni. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins keypti Hof sjálft bréf fyrir 9 milljónir og Bónus fyrir 5 milljónir. Ennig munu Sjóvá-Almennar, hlutafélagið Arðsemi hf. og fleiri aðilar kaupa hluti í félaginu. Eldri hluthafar eru um 150 talsins. I stjórn Hafnar-Þríhymings sitja auk Bjarna þeir Sigfús Ingi- mundarson, frá Hofi sf., varafor- maður, Tryggvi Jónsson, Jöggiltur endurskoðandi, Helgi ívarsson, bóndi á Hóli í Árnessýslu og Fannar Jónasson, viðskiptafræð- ingur og endurskoðandi á Hellu. Vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður um 12,9 milljarða króna Minna VORUSKIPTINA VIÐ ÚTLÖND K Verðmæti vöruút- og innflutnings jan.- sept. 1994 og 1995 (fob virði í milljónum króna) 1994 jan.-sept. , % 1995 breyting á jan.-sept. föstu gengi* Útflutningur alls (fob) 81.658,8 85.560,3 4,8 Sjávarafurðir 63.929,5 63.232,2 -1,1 Ál 7.923,3 8.960,0 13,1 Kísiljárn 1.742,4 2.300,4 32,0 Skip og flugvélar 907,2 2.289,5 - Annað 7.156,4 8.778,2 22,7 Innflutningur alls (fob) 65.259,1 72.718,9 11,4 Sérstakar fjárfestingarvörur 2.095,7 1.896,8 Skip 1.951,0 1.126,5 Flugvélar 105,3 728,5 Landsvirkjun 39,4 41,8 77/ stóriðju 3.676,9 4.541,9 23,5 íslenska álfélagið 3.174,5 3.972,1 25,1 íslenska járnblendifélagið 502,4 569,8 13,4 Almennur innflutningur 59.486,5 66.208,2 11,4 Olia 4.670,9 5.403,5 15,7 Matvörur og drykkjarvörur 6.910,6 7.580,4 9,7 Fólksbílar 2.617,4 3.400,1 29,9 Aðrar neysluvörur 14.198,5 14.852,3 4,6 Annað 31.089,1 35.043,9 12,7 Vöruskiptajöfnuður 16.399,7 12.841,4 Án viðskipta íslenska álfélagsins Án viðskipta íslenska álfélagsins, 11.650,9 7.853,5 íslenska járnblendifélagsins og sérstakrar fjárfestingarvöru 11.599,4 5.730,2 ' Míðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog: á þann mælikvarða var meðalverð eriends gjaldeyris óbreytt í janúar-september 1995 frá sama tima árið áður. He(Md. HAGSTOFAISLANDS Forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir lítið framundan í byggingaiðnaði án stóriðjuframkvæmda ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, telur að ef ekki komi til neinna framkvæmda vegna stór- iðju þá verði ekki miklar breytingar í umhverfi byggingaiðnaðarins á næstu árum. Gildi þá einu hvort ein- hveijar breytingar verði gerðar á stefnu stjórnvalda í fjárfestingu. Þetta kom fram í erindi hans á Mann- virkjaþingi, sem haldið var á Grand Hótel í gær. í erindi sínu sagði Þórður jafn- framt að þrátt fýrir það að gert væri ráð fyrir vaxandi fjárfestingu á næsta ári mætti byggingariðnaður- inn búast við minni umsvifum á Aukinríkis- umsvif óráðleg næsta ári vegna samdráttar í opin- berum framkvæmdum og minni fjár- festinga í íbúðarhúsnæði. Þórður sagði það ekki vera æski- legt að hið opinbera færi að auka framkvæmdir sínar í ljósi þess hvern- ig horfi í byggingariðnaði. „Ástæðan er einfaldlega sú að eins og nú horfir í þjóðarbúskapnum og opinberum fjármálum er ekki svigrúm fyrir auknar framkvæmdir á vegum hins opinbera. Það er einkum tvennt sem mælir á móti slíku. Annars vegar myndi það stefna afgangi af við- skiptajöfnuði í tvísýnu og hins vegar myndi það líklega halda raunvöxtum tiltölulega háum sem hefði óhagstæð áhrif á fjárfestingu atvinnuveganna og húsbyggjenda," sagði Þórður. Hann benti hins vegar á þann möguleika að hið opinbera gæti dreg- ið úr neyslu- og tilfærslugjöldum og þannig skapað svigrúm til aukinna framkvæmda. Þá taldi hann skynsamlegt fyrir hið opinbera að draga úr opinberum framkvæmdum ef til stóriðjufram- kvæmda kæmi hér á landi, til þess að draga úr þensluáhrifum vegna þeirra. verðmæti • * sjavar- g afurða FLUTTAR voru út vörur fyrir 85.6 milljarða króna en inn fyrir 72.7 milljarða fob. fyrstu níu mán- uði ársins. Afgangur var því á vöruviðskiptunum við útlönd sem nam 12,9 milljörðum en á sama tíma í fyrra voru þau hagstæð um 16,4 milljarða, skv. tilkynningu Hagstofunnar. Fyrstu níu mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutningsins 5% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 74% alls útflutningsins og var verðmæti þeirra 1% minna en á sama tíma árið áður. Þá var verð- mæti útflutts áls 13% meira en á sl. ári og verðmæti kísiljárns tæp- lega þriðjungi meira. Verðmæti fólksbíla 30% meira Verðmæti vöruinnflutningsins fyrstu níu mánuðina var 11% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Innflutningur sér- stakrar ijarfestingarvöru (skip, flugvélar, Landsvirkjun), innflutn- ingur til stóriðju og olíuinnflutn- ingur er jafnan mjög breytilegur frá einu tímabili til annars. Að þessum liðum frátöldum reynist annar vöruinnflutningur hafa orð- ið 11% meiri á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Þar af jókst innflutningur á matvöru og drykkjarvöru um 10%, fólksbíla- innflutningur jókst um 30%, inn- flutningur annarrar neysluvöru var 5% meiri en á sama tíma árið áður en innflutningur annarrar vöru jókst um 13%. í september sl. voru fluttar út vörur fyrir 10,0 milljarða kr. og inn fyrir 7,0 milljarða fob. Vöru- skiptin í september voru því hag- stæð um 3,0 milljarða kr. en í september 1994 voru þau hagstæð um 3,1 miljarð kr. á föstu gengi. í dag fagna Tékkar þj óðhátíðardegi Tékkneska lýðveldisins Sendiherra Tékkneska lýöveldislns á Islandi meö aösetur í Noregi, Tomás Pstross, vill nota tækifæriö og óska öllum tékkneskum samlöndum sem búa á íslandi, til hamingju meö daginn. Tékkneska sendiráöiö í Osló vill treysta enn frekar tengslin viö fólk af tékkneskum uppruna sem býr á íslandi. Þeim sem hafa áhuga á þessum máh er vinsamlegast bent á að hafa samband viö ræöis- mann Tékkneska lýöveldisins á íslandi, Jón Ólafsson, Sævarhöföa 4. Sími: B87 3000. Pax: 568 0645. Velvyslanee Öeské republiky v Nórsku a na Islandu Tomáð Pstross má öest poprát u prílezitosti státního svátku Öeské republiky 28. fjjna vse nejlepsí öeským krajanúm zijícím na Islandu. Soucasné tímto dává na védomí, ze Öeské velvyslanectví se sídlem v Oslo je pripraveno navázat uzéí vztahy s krajany a osobami ceského púvodu zyícími na Islandu. V prípadé zájmu se obrafte na pana Jóna Ólafssona, honorárního konzula Öeské republiky na Islandu, adresa: Jón Ólafsson, Sævarhöfða 4. Tel: 587 3000. Fax: 568 0645. Vextir halda áfram að lækka 20 ára spari- skírteini í 5,58% ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa og spariskírteina lækkaði verulega í gær. Til dæmis seldust 20 ára spari- skírteini fyrir 100 milljónir króna og var ávöxtunarkrafan 5,58%, 17 punktum lægri en í útboði Lánasýsl- unnar fyrir 2 dögum síðan. Ávöxt- unarkrafa 10 ára bréfanna lækkaði einnig umtalsvert, fór niður í 5,62% en í útboðinu á miðvikudag var krafan 5,79%. Viðskipti á Verðbréfa- þinginu námu alls tæplega 1.200 milljónum króna í lok dags og hefur ekki verið svo mikil hreyfmg á mark- aðnum frá því fyrir alþingiskosning- arnar í vor, að sögn Davíðs Bjöms- sonar, forstöðumanns hjá Lands- bréfum. Ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkaði um 8-12 punkta hjá flestum verð- bréfafyrirtækjanna og var 5,65% hjá Skandia og Kaupþingi en 5,74% hjá VÍB og Handsali. Flestum þeim sem Morgunblaðið ræddi við bar saman um að allt benti til þess að vextir myndu halda áfram að lækka á næstunni. Bjarni Ármannsson, for- stöðumaður hjá Kaupþingi, kvaðst þannig eiga von á því að ávöxtunar- krafa húsbréfa myndi iækka enn frekar fram að næsta útboði spari- skírteina í þar næstu viku. Seðlabankinn virðist hafa notað tækifærið og losað sig við mikið af ríkisverðbréfum undanfarna tvo daga, enda hafa skilyrðin til sölu á bréfum verið afar hagstæð. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur bankinn selt bréf fyrir um 900 milljónir króna undanfarna tvo daga. Að sögn Árna Odds Þórðarsonar, forstöðumanns hjá Skandia, virðist sem fjárfestar hafi verið að þreifa fyrir sér á fimmtudag í kjölfar út- boðs Lánasýslunnar og það sem hafi hleypt hrinunni af stað, öðrú fremur hafi verið sú staðreynd að lítið framboð er á langtímabréfum á markaðnum nú. Þá sé það greinilegt á öllu að markaðurinn telji umtals- verða vaxtalækkun vera framundan. Sú staðreynd að ávöxtunarkúrfan á verðtryggðum " spariskírteinum sé orðin neikvæð beri þess glöggt vitni. Ásgeir Þórðarson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar VÍB, segir hins vegar að þar á bæ séu menn ekki alveg sannfærðir um að vextir muni halda áfram að lækka og að lækkun- in muni reynast varanleg. Hann seg- ir að þar muni menn því fara sér í engu óðslega á næstunni. i € % €
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.