Morgunblaðið - 28.10.1995, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.10.1995, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 19 VIÐSKIPTI PH-snyrtivörur hyggja á útflutning á íslensku húðkremi til Evrópu Samningar liggja fyrir við belgíska aðila PH-SNYRTIVÖRUR hafa gert samning við belgíska aðila um út- flutning á lífrænum snyrtivörum, sem fyrirtækið framleiðir, til Belgíu og hugsanlega fleiri Evrópulanda. Fyrsta sendingin, sem er nokkurs konar tilraunasending, verður send utan í upphafi næsta árs og hefur belgíska fyrirtækið lýst yfir vilja til að kaupa allt að 50.000 pakkningar, ef fyrsta sendingin gefur góða raun. PH-snyrtivörur er í eigu hjónanna Ástu Kristínar Sýrusdóttur og André Raes. Þau settu þetta fyrirtæki á stofn á Akureyri seint á síðasta ári og er fyrirtækið því tæplega ársgam- alt. Framleiðsluafurðirnar eru ýmiss konar húðkrem, sem blönduð eru íslenskum jurtum. Grunnkremið er hins vegar unnið í Belgíu, en fram- leiðandi þess hefur jafnframt haft milligöngu um innflutning PH-snyrtivara til Belgíu. Að sögn Ástu á enn eftir að leysa vandamál með umbúðir utan um þennan útflutning. „Við höfum fram til þessa notast við einfaldar glerkrukkur utan um framleiðsluna. Hér er hins vegar um mjög við- kvæma afurð að ræða og því er nauðsynlegt að umbúðirnar séu þannig úr garði gerðar að loft kom- ist aldrei að kreminu, ekki heldur við notkun þess. Við höfum þegar fundið hefðbundnar umbúðir en eina vandamálið er í hversu miklu magni við þurfum að kaupa þær. Við erum því nú að leyta leiða til þess að fjár- magna þessi kaup.“ Minni hækkanir á pappírsverði Brilssel. Reuter. VERÐ á pappír og tijákvoðu, sem hefur snarhækkað á tveimur árum, nær hámarki í náinni framtíð að sögn belgíska bankans Banque Bruxelles Lambert (BBL). „Mikilla verðhækkana er ekki að vænta í náinni framtíð,“ segir BBL í skýrslu um pappírsgeirann. Mikil uppsveifla varð í greininni 1994 og á fyrri árshelmingi 1995 eftir langvarandi samdrátt, sem náði botni 1993. Batinn olli „raunverulegri verð- sprengingu," sagði BBL. „Verð tijákvoðu virðist hafa náð hámarki og hæsta verð á sumum tegundum pappírs virðist á næsta leiti,“ sagði í skýrslunni. „En staðan á næsta ári fer að miklu leyti eftir efnahagsástandinu í heild,“ segir í skýrslunni. „Þessi atvinnugrein er fjár- magnsfrek og sveiflukennd. Þegar komið er á fót nýjum vörueiningum veldur það miklum hreyfingum á verði, framleiðslukostnaði og nýt- ingu afkastagetu," segir í skýrsl- unni. Lífræn afurð Ásta segir að þessi krem séu ein- stök á markaðnum þar sem þau séu alveg lífræn. Hún segir að hugmynd- in.að þessari framleiðslu hafi kvikn- að á síðasta ári, en maður hennar hefur lengi verið mikill áhugamaður um jurtir. „Við settum okkur í sam- band við fjölmarga aðila erlendis, því ætlunin var frá upphafi að vera með 100% lífræna framleiðslu. Það gekk hins vegar mjög erfiðlega að fá grunnkrem sem uppfyllti þau skil- yrði. Belgíska fyrirtækið sýndi þessu hins vegar mikinn áhuga og hóf framleiðslu á slíku kremi í tilrauna- skyni.“ Ásta segir að þau hjónin hafi notið aðstoðar Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar og Akureyrar Apóteks við að koma fyrirtækinu á laggirn- ar. Hún segir sölu á húðkremunum hafa tekið góðan kipp strax í upp- hafi, enda hafi þá verið stutt í jóla- ÁSTA Kristín Sýrusdóttir Morgunblaðið/Þorkell vertíðina. Síðan hafi útsölustöðum landið. Hún áætlar að nú seljist að farið jafnt og þétt fjölgandi og séu jafnaði u.þ.b. 2.500-3.000 krukkur þeir nú 35 talsins víðs vegar um af kremi á mánuði. Láttu ekki flutninginn valda þér óþarfa kostnaði og óþœgindum. Auðveld leið tíl að greiða reikninginn. ♦ BÚÐIN MIKK LINE útigallar, húfur, hárbönd, lúffur og vettlingar. H - BÚÐIN á yfirbyggðu Garðatorgi, s. 565-6550. » i 5 Mikilvægt er aö tilkynna flutning tímanlega og fá flutningsálestur. Flutningsálestur á réttum tíma tryggir að hver notandi greiðir aðeins sinn hlut. Ef þú ert að flytja hafðu þá samband við flutn- ingsálestur í síma 560 4630 og tryggðu að þú borgir ekki rafmagnið fyrir pann sem flytur inn! Það er ekki aðeins þaegilegt að greiða rafmagnsreikninga með sjálfvirkum, mánaðarlegum millifærslum. Með boðgreiðslum Visa og Eurocard og beingreiðslum af banka- og sparisjóösreikningum sparar þú þér einnig peninga. Hver boðgreiðsla veitir þér 19 kr. * greiðsluafslátt og hver beingreiðsla 37 kr. greiðsluafslátt. Auk þess færð þú 623 kr. aukaafslátt í byrjun. Vilt þú vita meira? Hringdu í afgreiðslusíma okkar 560 4610, 560 4620 eða 560 4630. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 108 REYKJAVÍK SÍMI 560 4600 FAX 581 4485

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.