Morgunblaðið - 28.10.1995, Page 25

Morgunblaðið - 28.10.1995, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 25 ERLEIMT Heilsuleysi Borís Jeltsíns Rússlandsforseta er talið geta haft afdrifaríkar afleiðingar Reuter EDÚARD Netsjajev, heilbrigðisráðherra Rússlands, ræddi við fréttamenn í húsa- kynnum dúmunnar eða neðri deildar þingsins í gær. Sagði hann, að líðan Jelstíns væri nokkuð góð og blóðþrýstingurinn kominn í samt lag. Ottast aukna ólgu í stj ónimálunum Mun líklega styrkja kommúnista sem er spáð meirihluta í kosningunum í desember Moskvu. Reuter. MIKIL óvissa ríkir um pólitíska framtíð Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, jafnvel þótt hann nái sér fljótlega eftir annað hjartaáfallið á fjórum mánuð- um. Það er ekki aðeins, að líkur á, að hann bjóði sig fram eða verði endur- kjörinn í forsetakosningunum á næsta ári hafí minnkað, heldur kyndir heilsuleysi hans enn frekar undir ólgunni í rússneskum stjórnmálum nú rétt fyrir þingkosningamar í desember. Víktor Iljúshín, einn nánasti samstarfsmaður Jeltsíns, segir veikindi hans miklu minni nú en í júlí sl. og talsmaður forsetans, Sergei Medvedev, sagði, að hann hefði aldrei misst meðvitund. Hann hefði „kjarnorkuhnappinn" sér við hlið og ekki væri um að ræða, að annar tæki við störfum hans. Sagði hann, að Jeltsín yrði undir lækniseftirlit út nóvember og færi hugsarilega á heilsuhæli utan Moskvu eins og eftir áfallið í júlí. Það má kannski segja sem svo, að fréttir af andláti Jeltsíns séu stórlega ýktar eins og sum- ir þingmenn á breska þinginu komust að þegar þeir höfðu minnst hans fyrir misskilning með nokkrum vel völdum orðum en veikindin hljóta samt að vekja upp vangaveltur um eftirmánn hans eða kannski öllu heldur, að það er ekki um neinn augljósan arftaka að ræða. Sam- kvæmt stjómarskránni er Víktor Tsjemomyrdín forsætisráðherra staðgengill forseta þegar svo ber undir en hann er sjálfur á kafi í baráttunni fyrir þingkosningamar 17. desember. Stjórnarandstaðan sterk Kommúnistar og þjóðernissinnar virðast helst eiga upp á pallborðið hjá rússneskum kjósendum um þessar mundir og við þær að- stæður má Jeltsín ekki við því, að hann sé talinn vera úr leik. Hvorugur þeirra Tsjerno- myrdíns virðist þó fær um að ráða við stjórnar- andstöðuna. Að vísu bendir margt til, að meiri stöðugleiki sé að komast á í efnahagslífinu en það er lítil huggun þeim 40 milljónum manna, sem eru opinberlega undir fátæktarmörkum. Fólk hefur litla trú á tilraunum stjórnarinnar til að kveða niður vaxandi glæpi, utanríkismál- in eru erfið og hætta er á, að átökin í Tsjetsjníju gjósi upp aftur. Erkifjendur Jeltsíns eru kommúnistar og leiðtogi þeirra, Gennadí Zjúganov. Samkvæmt skoðanakönnunum munu kommúnistar vinna meirihluta í dúmunni, neðri deildinni, en mið- flokkur Tsjernomyrdíns, Rússneska föðurland- ið, sem Jeltsín styður, keppir um þriðja sætið á eftir kommúnistum og Rússneska kvenna- flokknum. Mestu máli skiptir þó forsetaemb- ættið, sem er mjög valdamikið samkvæmt stjórnarskránni frá 1993. Keppinautar Jeltsíns Bjóði Jeltsín sig fram í forsetakosningunum í júní á næsta ári getur hann alls ekki verið viss um sigur og sérstaklega ekki ef kommún- istar og bandamenn þeirra koma sér saman um einn frambjóðanda og þá líklega Zjúg- anov. Annar skæður keppinautur gæti verið uppgjafahershöfðinginn Alexander Lebed, vin- sæll maður með mikið persónufylgi. Að sögn rússneskra fjölmiðla getur hann verið viss um 10 milljónir atkvæða út á andlitið eitt. Þá má einnig nefna hagfræðinginn Grígoríj Javl- ínskíj, leiðtoga Jabloko-flokksins, en trúlega myndi hann mælast best fyrir á Vesturlöndum sem arftaki Jeltsíns. Margir telja hættu á, að til einhvers konar uppgjörs eða átaka komi í rússneskum stjórn- málum fyrir forsetakosningarnar á næsta sumri. Valdaránstilraunin gegn Míkhaíl Gorb- atsjov, forseta Sovétríkjanna, 1991 og mót- spyrna þingsiris 1993 eru mönnum enn í fersku minni. Lýðræðið er enn mjög veikburða og það vantar tilfínnanlega ákveðið kerfi varðandi valdaskipti. Þess vegna skiptir heilsufar forset- ans _svo miklu máli. „Áhugi okkar á heilsufari forseta stafar ein- faldlega af því, að við búum í Rússlandi," seg- ir Sergei Dorenko, fréttaskýrandi á sjálfstæðu sjónvarpsstöðinni NTV. „Hér er svo margt undir honum komið og þess vegna verðum við að afla okkur allra þeirra upplýsinga, sem unnt er að komast yfir.“ Myndir af tenniskappa Þótt ekki hvíli sama leyndin yfir heilsufari Jeltsíns og sovétleiðtoganna áður þá liggja upplýsingar um það samt ekki á lausu og þing- menn, sem hafa krafist reglulegra skýrslna um ásigkomulag þjóðhöfðingjans, verða eins og aðrir að láta sér nægja einstaka yfirlýsingu og myndir af Jeltsín í tennis. Hjartaáfallið nú í vikunni kom einmitt í kjölfar yfírlýsingar um góða heilsu forsetans, sem hann fylgdi síðan eftir með því að skora á Jacques Chirac, for- seta Frakklands, í tenniskeppni. Jeltsín var hinn brattasti á fundinum með Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, í New York en hann aflýsti fundi með rússneskum fréttamönnum að honum loknum og engum blaðamanni var boðið að taka á móti honum við komuna til Moskvu. Síðan hefur hann ekki sést opinberlega. o k k u r a ð : Þátttaka í fitubrennslunámskeiði hjá Ræktinni er fjárfesting í framtíðinni. ...og þegar þú setur árangurinn í samhengi við verðið kemstu að því að verðið á kílóinu er hvergi hagstæðara. • gera þér lífið léttara • rífa upp sjálfstraust þitt • fræða þig um líkamsstarfsemína. Á fitubrennslunámskeiðum Ræktarinnar er lögð áhersla á faglega þáttinn. Rafn Líndal. læknir og leiðbeinandi í líkamsrækt stýrir námskeiðunum, þar sem lögð er áhersla á samspil hreyfingar og mataræðis. Allir ræktendur eru vegnir og metnir og fylgst náið með framvindu mála út námskeiðið. likamsrækt, mataræði og matseld • snarminnka líkur þínar á hjjarta- og æðasjúkdómum og öflum þeim kvillum sem hreyf ingarleysí, rangt mataræði og of mikil fita hefur í för með sér. • verðlauna þig með 5 kolsvörtum Ijósatímum • leysa þig út með ítarlegri heílsuhandbók eftir leiðbeinanda þinn, Rafn Líndal lækni. ...og svo að: • sjá þig í jólafötunum • sjá svipinn á makanum þínum • samgleðjast þér og sjá þig aftur sem fyrst. Þátttakendur á fitubrennslunámskeiðinu fá fimm fría Ijósatíma í bekkjum sem margir telja þá fullkomnustu í heimi. RÆKTIN TÆ.lASAtU.-ÞOLFIMI -LIÓSA.tKKIR FROSTASKJÓLI SÍMI 551-2815 Námskeiðið hefst 1. nóvember Skráðu þig sem fyrst, takmarkaður fjöldi opið laugardaga kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-17 virka daga kl. 10-22 Ef þú kveöur 8 kíló á námskeiöinu, eöa sem samsvarar kartöfluhrúgunni, fœröu frítt mánaöarkort í heiöursskyni. ... o g ú 11 i t i ð e r g o 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.