Morgunblaðið - 28.10.1995, Side 34
34 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
GREINARGERÐ
Tjónaskuld vátrygg-
ingafélaga í öku-
tækj atryggingum
VÁTRYGGING á tjóni sem ökutæki
valda er lögboðin hér á landi sem
annars staðar, einnig slysatrygging
ökumanns samkvæmt umferðarlög-
um frá 1987. Iðgjöld til vátrygginga-
félaga vegna lögboðinna ökutækja-
trygginga námu um 4 milljörðum kr.
á árinu 1994 og tjónabætur ásamt
rekstrarkostnaði við þessa grein
námu svipaðri upphæð. Þetta eru
háar fjárhæðir og að undanförnu
hefur mikið og ítarlega verið fjallað
um þessar vátryggingar og öku-
tækjatryggingar almennt frá ýmsum
hliðum. M.a. hefur sjónum verið beint
að iðgjöldunum og horft tii þess að
tjónaskuld félaganna nam um 11
milljörðum króna í árslok 1994 og
bent er á að hún hafi hækkað mjög
mikið á seinustu árum. Þær raddir
heyrast að hér sé ofílagt, unnt sé
'að lækka iðgjöld í þessari vátrygg-
ingagrein, vátryggingafélögin þurfí
ekki á svo digrum sjóði að halda til
að bæta áfallin óuppgerð tjón. Hér
verður reynt að varpa nokkru ljósi á
þetta mál og skýra ýmsa þætti sem
að baki áætlunum tjónaskuldar vá-
tryggingafélaga eru, greint frá að-
ferðum sem Vátryggingaeftirlitið
beitir .við mat á tjónaskuldinni ’ og
birtar verða nokkrar niðurstöður at-
hugana sem fyrir liggja hjá eftirlitinu
í þessu efni.
Vægi tjónaskuldarinnar í
vátryggingarekstri
Tjónaskuldin, sem samsvarar mati
vátryggingafélags á skuldbindingum
sínum vegna tjóna sem ber að bæta
samkvæmt þeim vátryggingasamn-
ingum sem gerðir hafa verið, er
ásamt iðgjaldaskuldinni jafnan lang-
stærsti efnahagsliðurinn skuldameg-
in í ársreikningi, jafnvel um 2/3 eða
meira af niðurstöðutölu efnahágs-
reiknings. Það skiptir meginmáli í
rekstri sérhvers vátryggingafélags
að mat þetta endurspegli með öryggi
á hverjum tíma skuldbindingar þess
og að í því felist nægilegt álag á
hverjum tíma til að mæta þeirri
óvissu sem í matinu felst eðli málsins
^samkvæmt. í vátryggingum almennt
getur liðið nokkur tími frá tjónsat-
burði þar til unnt er að meta afleið-
ingar tjóns og bæta það og í lögboðn-
um ökutækjatryggingum og
ábyrgðartryggingum yfírleitt getur
það átt sér stað að áratugur eða
meira líði áður en öll tjón tiltekins
tjónaárs eru að fullu uppgerð, eink-
um þegar slysatjón eiga í hlut. Flest
tjón eru þó gerð upp á fyrstu 3-4
árum eftir tjónsatburð. Það er for-
senda starfsleyfis vátryggingafélags
og bundið í lög um vátryggingastarf-
semi (sbr. lög nr. 60/1994) að vá-
tryggingaskuldin (iðgjalda- og tjóna-
skuld samanlagt) skuli metin á full-
nægjandi hátt og að næg sérþekking
sé fyrir hendi hjá hverju félagi til
að meta þennan lið.
Vægi tjónaskuldarinnar er slíkt
að ekki er unnt að meta hvort upp-
fyllt séu sett skilyrði um íjárhags-
styrk og gjaldþol vátryggingafélaga
nema að jafnframt sé lagt mat á
styrk vátryggingaskuldarinnar. Van-
mat hennar í efnahagsreikningi þýð-
ir í reynd ofmat eigin fjár og gjald-
þols félagsins. Jafnvel þótt það nemi
aðeins örfáum prósentum af tjóna-
skuld í heild getur það skipt sköpum
fyrir félagið enda hefur slíkt van-
mat, bæði hér á landi og annars stað-
ar, ósjaldan leitt til þess að eftirlits-
stjórnvöld hafa orðið að grípa í taum-
ana og gera kröfur um ráðstafanir,
jafnvel að ráðstafa vátrygginga-
stofninum til annars félags eða koma
á slitum félags.
Reynist álag vera fólgið í tjóna-
skuldinni umfram það sem hinar
minnstu líkur eru á að þurfí til
greiðslu tjónbóta og kalla mætti
V átryggingaeftirlitið
telur ekki unnt að mæla
með því að áhættusjóð-
ur vátryggingafélaga í
lögboðnum ökutækjum
sé borgaður út í formi
iðgjaldaafsláttar. í
greinargerð Erlends
Lárussonar forstöðu-
manns er það hins vegar
ekki útilokað að svig-
rúm geti verið til aðlög-
unar og breytinga á ið-
gjöldum og jafnvel til
lækkunar.
hreint álag, er á hinn bóginn fjár-
hagsstyrkur félags meiri en fram
kemur í efnahagsreikningi og raun-
verulegt gjaldþol og eigið fé meira.
Lækkun iðgjalda á þeim forsendum
að slíkt álag sé fyrir hendi hjá vá-
tryggingafélagi jafngildir því að
greiða eigi niður tjónakostnað kom-
andi vátryggingatímabils af eigin fé.
Spumingin um það hvort fólgið sé
hreint álag í tjónaskuldinni í áður-
greindri merkingu og hvort það er
of hátt er því spurning um það hvort
eigið fé vátryggingafélags sé í raun
meira en fram kemur í reikningum
þess og meira en góðu hófí gegnir.
Það er reyndar aldrei vitað með
neinni vissu á þeirri stundu sem mat
tjónaskuldarinnar er lagt fram hvort
í því felist hreint álag eða sveifluálag
sem mætir væntanlegum ófyrirséð-
um tjónagreiðslum í framtíðinni. Á
hverjum tíma er ávallt það mikið
óuppgert af tjónum hjá vátrygginga-
félagi að gera verður ráð fyrir tölu-
verðri óvissu um endanlegt mat
þeirra. Ofan á mat tilkynntra tjóna
þarf álag fyrir ótilkynntum tjónum
sem ávallt verður að reikna með. Þá
geta ýmis utanaðkomandi áhrif vald-
ið ófyrirséðum breytingum á bóta-
grundvelli tjóna sem þegar hafa átt
sér stað og bótaskyld eru. Rangt
mat á áhættu framtíðarinnar þannig
að krafíst er of lágra iðgjalda getur
einnig valdið búsifjum í vátrygginga-
rekstri eins og dæmin sanna. Al-
mennt er þó út frá reynslu og töl-
fræðilegum og líkindafræðilegum
lögmálum unnt að áætla væntanleg-
an tjónakostnað, ella væri ekki unnt
að reka vátryggingastarfsemi. Vand-
inn er að meta frávikin frá meðaltals-
reynslunni og þá kemur m.a. til sög-
unnar hið margumtalaða álag á
tjónaskuldina sem lagt er á til að
mæta sveiflum og til öryggis og ekki
er vitað fyrirfram hvort nota þarf til
tjónagreiðslna eða hvort um ígildi
eigin fjár sé að ræða.
Hlutverk
Vátryggingaeftirlitsins
Það er eitt af meginverkefnum
Vátryggingaeftirlits hér sem annars
staðar að íylgjast með fjárhag vá-
tryggingafélaga með það fyrir aug-
um að tryggt verði að þau geti stað-
ið við skuldbindingar sínar. Hlutverk
eftirlitsins er einnig að fylgjast með
iðgjaldagrundvelli vátrygginga eins
og segir í 55. gr. laga um vátrygg-
ingastarfsemi: „með það fyrir augum
að iðgjöld sem í boði eru hér á landi
séu sanngjörn í garð vátrygginga-
taka og í samræmi við þá áhættu
sem í vátryggingum felst og eðlileg-
an rekstrarkostnað". Eftirlit með
vátryggingaskuldinni og mati hennar
hefur því frá upphafí verið og er
mjög mikilvægur þáttur í starfí Vá-
tryggingaeftirlitsins. Árlega er aflað
ítarlegra gagna m.a. um tjónaskuld-
ina og hjá Vátryggingaeftirlitinu er
að finna gögn frá yfír tuttugu ára
tímabili sem gefa glögga mynd af
tjónaskuld félaganna á hveijum tíma
í helstu greinaflokkum vátrygginga
og hvernig mat hennar hefur verið
ár frá ári samanborið við greiðslur
tjóna síðar. Má draga í efa að hlið-
stæð gögn og jafnítarleg séu til hjá
opinberum eftirlitsaðilum með vá-
tryggingastarfseminni annars stað-
ar.
Athuganir eftirlitsins hafa á um-
liðnum árum oft haft í för með sér
athugasemdir þannig að gripið hefur
verið til ráðstafana með einum eða
öðrum hætti vegna þess að tjóna-
skuldin hefur verið talin of lágt met-
in hjá vátryggingafélagi. Þá hafa
útreikningar hjá eftirlitinu oftar en
einu sinni leitt til þess að álag sem
hlutaðeigandi félag hefur talið hreint
álag og talið með við mat á gjald-
þoli hefur ekki verið viðurkennt sem
slíkt. Það hefur hins vegar aldrei
komið fyrir að Vátryggingaeftirlitið
hafi gert kröfu um lækkun iðgjalda
vegna þess að það hafí talið að of
mikið hafí verið lagt til hliðar vegna
tjónaskuldarinnar, þ.e. að eiginfjár-
staða vátryggingafélags hafi verið
slík að rétt væri að leggja til að ið-
gjöldin yrðu lækkuð. Eftirlitið hefur
aftur á móti mælt gegn hækkun ið-
gjalda í tilteknum vátryggingagrein-
um þegar slíkt hefur ekki verið talið
réttlætanlegt með tilliti til afkomu
og fjárhagsstöðu hlutaðeigandi fé-
laga.
Á árum áður var ákvörðun ið-
gjalda í lögboðnum ökutækjatrygg-
ingum í höndum stjórnvalda og var
Vátryggingaeftirlitið umsagnaraðili
til ráðherra um breytingar á iðgjöld-
um á ári hveiju frá 1974. Með til-
komu laga nr. 60/1994 var fyrirfram
eftirlit með iðgjöldum og skilmálum
iðgjalda fellt niður líkt og gert er ráð
fyrir samkvæmt vátryggingaákvæð-
um samningsins um Evrópskt efna-
hagssvæði. Hins vegar er nú í lögg-
jöf lögð meiri áhersla á mikilvægi
vátryggingaskuldarinnar en áður og
m.a. settar sérstakar reglur um eign-
ir sem eiga að mæta henni.
Mat tjónaskuldarinnar
Hér verður greint frá nokkrum
niðurstöðum athugana og mati á
tjónaskuld í iögboðnum ökutækja-
tryggingum á tveimur tímabilum,
1975-1984 og 1985-1994. í árs-
skýrslu eftirlitsins nr. 12 fyrir árið
1985 sem kom út í maí 1986 var
lagt mat á styrk tjónaskuldarinnar í
árslok 1984 (bótasjóðs eins og tjóna-
skuldin var þá nefnd), tjónaskuldin
reiknuð út með hliðsjón af þróun
tjónagreiðslna árin áður og m.a.
hreint álag tjónaskuldarinnar metið
í helstu greinaflokkum vátrygginga,
þ á m. í lögboðnum ökutækjatrygg-
ingum. Var sem sé spáð um fram-
vindu tjónagreiðslna eftir 1984
vegna áfallinna tjóna á árunum
1975-1984. í árslok 1994 voru nán-
ast öll tjón þessara tjónaára uppgerð
og því unnt að kanna eftir á raun-
verulegan styrk tjónaskuldarinnar í
árslok 1984. Samanburðurinn varpar
einnig Ijósi á notagildi ýmissa að-
ferða sem beitt er til að reikna út
tjónaskuldina. I framhaldi af því
verður spurt hvaða lærdóm unnt sé
að draga af niðurstöðum athugana
varðandi styrk tjónaskuldar félag-
anna í lok seinna tímabilsins þ.e.
31.12.1994 og loks á þeim grund-
velli metin afkoma greinarinnar út
frá iðgjöldum og tjónakostnaði. Hér
verður ekki tekið tillit til íjármuna-
tekna eða kostnaðar vegna endur-
tryggingá en allar fjárhæðir eru
færðar til verðlags 1.1.1995 sam-
kvæmt visitölu neyslu.
Grunnmat tjónaskuldarinnar fer
þannig fram hjá félögunum að tjóna-
mappa er búin til fyrir hvert einstakt
tilkynnt tjón. Þar er safnað saman
öllum upplýsingum sem borist hafa
um tjónið en það er mjög breytilegt
á hveijum tíma. Stundum er mat á
bótaskyldu félagsins reist á einu sím-
tali þar sem tjón er tjlkynnt og mjög
takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir
um afleiðingar tjóns. I sumum tilvik-
um liggur fyrir mat á örorku og
bótakrafa eða önnur gögn sem veita
mun öruggari vitneskju um væntan-
legar bótafjárhæðir. Tjónadeildir fé-
laganna standa frammi fyrir því í
hvert sinn sem ársuppgjör fer fram
og endranær að meta út frá fyrir-
liggjandi upplýsingum þær bætur
sem ekki er búið að greiða, að meta
hve mikið er ótilkynnt á hveijum tíma
og leggja á áætlanirnar fyrir óvissu
um endanlegar bótafjárhæðir. Ör-
yggisálagi er bætt við eftir efnum
og ástæðum og eftir því hver afkom-
an er hveiju sinni. Það er góð regla
í þessari starfsemi í góðæri að leggja
í forðabúr til að mæta slæmu ár-
ferði, áföllum og ófyrirséðum breyt-
ingum svo sem á bótagrundvelli og
bótafjárhæðum í framtíðinni.
Vátryggingaeftirlit verður að
styðjast við almennt mat á styrk
tjónaskuldarinnar. Ýmsum tölfræði-
legum aðferðum er beitt sem geta
gefíð vísbendingar um styrk tjóna-
skuldarinnar á hvetjum tíma en nið-
urstöður þeirra geta verið mjög mis-
munandi eins og fram kemur hér á
eftir án þess að unnt sé að segja
ákveðið að einhveijar þeirra séu
rangar. Engin algild reiknilíkön eru
til í þessu efni sem styðjast má við.
Unnt er að leggja fram spár um
framvinduna sem ekki er unnt að
sannreyna fyrr en eftir á. Það er sá
veruleiki sem búið er við í vátrygg-
ingarekstri.
Greint er frá niðurstöðum saman-
lagt hjá fímm af sex félögum sem
reka lögboðnar ökutækjatryggingar
nú á markaðnum, þ.e. Ábyrgð hf.,
Sjóvá-AImennum tryggingum hf.,
Tryggingu hf., Tryggingamiðstöð-
inni hf. og Vátryggingafélagi íslands
hf. en þessir aðilar hafa starfað allt
tímabilið 1975-1994, þó ekki öll í
núverandi mynd. Gögn félaga sem
hafa verið sameinuð eru lögð saman
fram að sameiningu. Sjötta félagið
á markaðnum, Vátryggingafélagið
Skandia hf., hóf þessa starfsemi fyrst
1991 og er ekki tekið með hér en
tjónaskuldin þar nam rúmlega 2%
tjónaskuldar í heild í árslok 1994.
Tekið skal fram að mat fer fram
fyrir hvert félag fyrir sig og niður-
Stöður eru síðan lagðar saman.
Tímabilið 1975-1984
Við mat á styrk tjónaskuldarinnar
í árslok 1984, og frá er greint í árs-
skýrslu eftirlitsins nr. 12 eins og
áður segir, var gengið út frá tjóna-
greiðslum ár frá ári vegna tjónaár-
anna 1975-1984. Hér verða ekki
raktar forsendur útreikninganna sem
gerðir voru á grundvelli fyrirliggj-
andi gagna í árslok 1984 en ein-
göngu getið niðurstaðna, þ.e. svör
eru gefin við eftirfarandi spurning-
um: Var hreint álag fólgið í tjóna-
skuldinni í árslok 1984? Ef svo er
hversu hátt var það og var það e.t.v.
of hátt? Niðurstöður er að fínna í
eftirfarandi töflu þar sem allar tölur
eru færðar til verðlags 1.1.1995:
Sjá töflu 1
I töflu 1 kemur fram að Vátrygg-
ingaeftirlitið mat tjónaskuldina
1.115 millj. kr. á grundvelli gagna
sem fyrir lágu í árslok 1984, þ.e. að
600 millj. kr. álag væri innifalið í
áætlun félaganna sem litlar líkur
væri á að þyrfti til bótagreiðslna eða
35% tjónaskuldarinnar. Nú er unnt
að sjá að álagið var í reynd 545
millj. kr. eða 32% tjónaskuldarinnar
því að alls hafa verið greidd tjón að
fjárhæð 1.135 millj. kr. frá árslokum
1984 til loka 1994 vegna tjóna er
urðu á árunum 1975-1984 og áætlað
er að enn séu 35 millj. kr. ógreiddar
vegna þessara ára. Vátryggingaeft-
irlitið ofmat því hreina álagið lítillega
en segja má að útreikningarnir hafí
gefið nokkuð rétta mynd af styrk
tjónaskuldarinnar. Minnt er á að hér
er m.a. ekki tekið tillit til ávöxtunar-
TAFLA 1
Tjónaskuld vátryggingafélaga og reiknuð ijónaskuld í árslok 1984.
Tjónareynsla til 1.1. 1995. Millj. kr. %
Grunnáætlun tjónaskuldar, reiknuð í árslok 1984: 890 52
Reiknað sveifluálag: 225 13
Reiknuð tjónaskuld 31.12.1984: 1.115 65
Tjónaskuld vátryggingafélaga 31.12.1984: 1.715 100
Alag reiknað í árslok 1984: +600 +35
Reiknuð tjónaskuld 31.12.1984: 1.115 65
Greidd tjón 1985-1994: -1.135 -66
Reiknuð tjónaskuld 31.12.1994: -35 -2
Hreint álag miðað við reiknaða tjónaskuld: -55 -5
Hreint álag í reynd: +545 +32