Morgunblaðið - 28.10.1995, Side 37

Morgunblaðið - 28.10.1995, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 87 MIIMNIIMGAR + Arnoddur Gunn- laugsson fædd- ist á Gjábakka í V estmannaeyjum 25. júní 1917. Hann lést í Vestmannaeyj- um 19. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Elísabet Arnoddsdóttir, f. 26. ágúst 1890, d. 22. febrúar 1951, og Gunnlaugur Sig- urðsson, f. 28. sept- ember 1883, d. 20. apríl 1965. Alsystk- ini hans eru Aðal- steinn, f. 1910, d. 1991, Þórar- inn, f. 1913, Sigurbjörg, f. 1914, Guðbjörg, f. 1919, d. 1983, Jón, f. 1920, Elías, f. 1922, Guðný, f. 1928, Ingvar, f. 1930, hálf- bróðir hans var Gunnlaugur, f. 1906, d. 1992. Eftirlifandi eigin- kona Arnodds er Anna Hall- dórsdóttir frá Grenivík, f. 11. júlí 1917. Þau eiga eina dóttur, Elísabetu, f. 18. ágúst 1942. Maki hennar er Erlendur Pét- ursson og eiga þau fjögur börn. Þau heita: Arnoddur, Pétur Freyr, Anna Stefanía og Gunn- laugur. Sambýliskona Arnodds Kveðjuorð Þá var ég unpr er unnir luku fóðuraupm fyrir mér saman; man ég þó missi minn í heimi fyrstan og sárstan er mér faðir hvarf. (Jónas Hallgrímsson.) Þessi orð eru okkur efst í huga er við nú minnumst Adda, sem var svo skjótt burt kallaður. Erlendssonar er Sigurbjörg Ingólfs- dóttir. Uppeldisson- ur Onnu og Arn- odds er Birgir Vig- fússon, f. 22. júlí 1941, en hann er sonur Sigurbjarg- ar, systur Arnodds. Maki hans er Svandís A. Jóns- dóttir og eiga þau fjögur börn. Þá var Jóhannes Jóhannes- son, bróðursonur Onnu, hjá þeim í fimm til sex ár. Arnoddur hóf sjómennsku árið 1934 og var lengst af á mb. Hiimi. Hann tók hið minna fiski- mannapróf í Vestmannaeyjum 1938, en meira fiskimannapróf tók hann 1947 frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík, öldunga- deild. Hann var skipstjóri á nokkrum bátum, sem aðrir áttu fram til 1950, en þá keypti hann mb. Suðurey og var þar sjálfur skipstjóri þangað til 1976, er hún var seld til Neskaupstaðar. Útför Arnodds fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14.00. Það var í september árið 1946 að Arnoddur kom að dánarbeði mágs síns, Vigfúsar Guðmunds- sonar, á heimili hans og Sigurbjarg- ar Gunnlaugsdóttur í Vallartúni í Vestmannaeyjum. Hann kom þang- að til að hugga og styrkja og upp frá því voru þau mér sem foreldr- ar, hann og Anna kona, hans, enda buðu þau mér og móður minni strax að flytja til sín á þeirra heimili. Þar var ég síðan öll mín uppvaxtarár og naut ástar þeirra og umhyggju sem þeirra eigið bam. Þegar alvara lífsins tók við naut ég einnig hand- leiðslu hans og byijaði til sjós á báti hans, Suðurey, þegar ég var 16 ára. Þegar ég fór að heiman, kvænt- ist og eignaðist heimili íjarri heima- högum var það aldrei spuming í huga konu minnar og bama, að afi og amma bjuggu á Bakkastígnum í Vestmannaeyjum. Það er erfitt að lýsa með orðum þeim tilfinningum, sem hugurinn stendur til á svona stundu en minn- ingin um ástríkan fósturföður og góðan vin er öllu öðm ofar. Með þessum fátæklegu orðum bið ég góðan guð að styrkja ykkur, Anna mín , Elísabet og fjölskylda og vona að sárin grói fljótt. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber steinar tali og allt hvað er aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Birgir Vigfússon. Eins og þau Addi og Anna gengu pabba okkar í foreldrastað höfum við ætíð litið á þau sem afa okkar og ömmu. Það er erfítt að minnast afa án þess að amma komi upp í hugann líka. Samheldni þeirra hjóna var einstök og það er eitt af því, sem okkur er efst í huga, er við hugsum til baka. Það eru for- réttindi að hafa fengið að njóta þeirra sem afa og ömmu, fengið að koma til þeirra og eiga með þeim yndislegar stundir. Okkar tengsl við Vestmannaeyjar liggja öll í gegnum afa og ömmu og eigum við margar ljúfar minningar þaðan. Þessi tengsl hafa aldrei dofnað, enda þótt heimsóknum okkar til Eyja hafí fækkað hin seinni ár. Um leið og við vottum ömmu og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð viljum við þakka afa fyrir alla hans ást og hlýju í okkar garð. Ásta Margrét, Vigfús, Birgir Jón og Linda Björg Birgisbörn. Eftir því sem maður «ldist verða æskuárin mikilvægari. Menn skoða það atlæti, sem þeir vilja búa börn- um sínum-, í ljósi eigin reynslu. Sér- hver maður býr bömum sínum og fjölskyldu sem hann má ást, um- hyggju og ræktarsemi. Aðrir þættir í umhverfinu eru meira tilviljunum háðir eins og efnahagur, heilsufar, búseta, vinir og nágrannar. í undra- veröld Vestmannaeyja barnsára okkar með Heimaklett við himin, sæbarðar klappir fullar af forboðn- um freistingum og sögufrægan Skansinn, var gott að vera bam. Óijúfanlegur þáttur þessara æskumynda er Addi á Gjábakka. Hann var með afbrigðum bamgóður og gaf sér tíma til að bregða sér með í leikinn, slá á létta strengi eða hugga eftir því sem við átti. Það kom annar taktur í líf barnanna á Bakkastígnum þegar Addi kom austur götuna. Okkar maður var að koma heim. Aflið sem hann bjó yfir var okk- ur óþijótandi umræðuefni og ber raunar á góma enn. Þegar hann tók til höndunum við erfíð verk eða þunga hluti þá hætti þyngdarlög- málið að vera til. Samt voru engar hendur mýkri en hans þegar stijúka þurfti um vanga eða klappa á koll. Á Bakkastíg 9 hjá Adda og Önnu var okkar annað heimili. Þau hjónin ásamt börnunum í húsinu, dóttur- inni Elísabetu og systursyninum Birgi Vigfússyni, voru okkur allt í senn vinir ráðgjafar og leikfélagar. Þegar árunum fór að fjölga og við urðum meðvitaðir um hættur hafs- ins slógumst við oft í hóp þeirra sem fylgdust með því af Skansinum, þegar bátamir vom að skila sér inn í vondum veðrum. Oftar en ekki urðum við vitni að krappri siglingu í verstu veðrunum og munu fáir skilja það andrúmsloft sem þar ríkti, sem ekki hafa reynt. Þetta gat orðið löng og lýjandi staða fyr- ir unga stráka sem ekki var vaxin grön og réðst vaktstaða okkar bræðra oft af því hvenær Suðureyj- an kom inn. Þá var hlaupið heim í skjól. Okkar maður var kominn heim. Aldrei fáum við fullþakkað þeim Adda og Önnu alla þá umhyggju, sem þau sýndu okkur ungum. Þó sambandið hafí verið lítið hin seinni ár þá höfðum við alltaf af þeim fréttir hjá mömmu. Missir þeirra sem næst honum standa er mikill og vottum við ásamt móður okkar og fóstra þeim samúð okkar. Við bræðurnir minnumst Adda með hlý- hug og miklu þakklæti. Lífssiglingu Arnodds Gunnlaugssonar er lokið og hann kominn til hinstu hafnar. Það verður glatt í götunni sem hann gengur austur og gott að vera barn. Allt er eins og áður, aðeins tjald á milli. Okkar maður er kominn heim. Bræðurnir Bakkastíg 8. Þá báran fellur blítt að sandi og bátar hlaðnir koma að landi er fagurt Uf í fiskibænum. Þar fá menn lífsbjörgina úr sænum, sundin loga í sólareldi, siglt er heim með feng að kveldi. En aðra hætti Ægir hefur illa þá til róðra gefur. Ef ógnar stórar öldur rísa á enginn heimkomuna vísa. Þá stundin oft er lengi að líða, í landi ástvinimir bíða. Sumir lúta í lægra haldi líkt og forlögin því valdi. Öðmm gæfan aldrei sieppir, í afla stóran vinning hreppir, en eitt er víst að einhvem veginn endar vistin héma megin. Þá siglt er burt til sælli stranda, sviptir þraut og öllum vanda, á öðru hafi og öðram báti ætla ég, Guð oss róa láti. Þar sést í gullnum sólareldi sigla fley til lands að kveldi. (Stefán Lárus Pálsson.) Elsku Anna mín, Elísabet og fjöl- skylda. Megi minningin um góðan og traustan ástvin ylja ykkur um ókomna tíma. Blessuð sé minning Adda á Gjábakka. Þórey Þór. ARNODDUR G UNNLA UGSSON LA UFEY MARTEINSDÓTTIR + Laufey Mar- teinsdóttir fæddist á Blönduósi 28. janúar 1960. Hún lést í bílslysi 1 við Gilsstaði í Hrútafirði 22. októ- ber siðastliðinn. Móðir hennar var Þuríður Indriða- dóttir, f. 8. júní 1925, d. 25. ágúst 1993, og eftirlifandi faðir, Marteinn Ág- úst Sigurðsson, f. 17. október 1923, bóndi á Gilá, Vatnsdal. Systkini Laufeyjar eru Baldur Fjölnisson, f. 8. mars 1951 (sammæðra), Páll, f. 23. ágúst 1954, Kristín, f. 24. júní 1956, Jakob Daði, f. 21. október 1958, Einar, f. 20. októ- ber 1966, og Þór, f. 5. nóvem- ber 1967. Eftirlifandi sonur Laufeyjar er Auðunn Ágúst Hjörleifsson, f. 8. desember 1990, faðir Hjörleifur Júlíus- son, smiður á Blönduósi, f. 20. júni 1953. Þau slitu samvistum. Útför Laufeyjar fer fram frá Blönduósskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Á ÖRSKOTSSTUND tekur líf okk- ar breytingum. Tilviljanir verða til og sagan fæðist, án þess að við verði spomað eða einhveiju breytt. Laufey Marteinsdóttir, ung kona, móðir lítils drengs og einlægur góður vinur hér á Blönduósi, hverf- ur frá okkur, svo harkalega snöggt að við í hennar nánasta umhverfi emm ráðvillt og harmi slegin. Við eignuðumst ofurlitla hlut- deild í lífi Laufeyjar þegar hún á erfíðri stund lagði fyrir okkur spurningar og leitaði ráða. Við höfðum kynnst henni löngu áður, en nú urðu kynn- in náin og hlý. Hún var í vafa um framtíðina. Hún náði tökum á til- veru sinni og lagði glaðbeitt á brattann. Dugleg, umhyggju- söm og listræn, mótaði Laufey stefnu, einsetti sér að tryggja sér og syni sínum framtíð á nýju fallegu heimili. Það hafði birt til og hún bar þess greinilega merki, glaðlegri, ákveðnari, kominn roði í kinn og geisli í augun. Vegna listrænna hæfíleika var oft leitað til hennar. Hún var lista- skrifari og hafði næmt auga fyrir litasamsetningum, pijóna- og saumaskap. Hún lagði mörgum lið, bæði í vinnu og tómstundum. Hún var ávallt tilbúin að liðsinna og gerði það, kröfuhörð á eigin verk. „Æ, þetta er ómögulegt," sagði hún oft fljótmælt, þegar hún horfði á handverk sitt og brosti, nánast feimin. Við erum þakklát að hafa kynnst Laufeyju, eignast hreinskilinn vin, hafa séð hvernig hún þroskaðist frá vanda sínum og blómstraði. Þannig mun minningin um Laufeyju lifa í huga okkar. Þegar kallið kom svo óvænt hverfur hún með geisla í augum á vit þess ókomna. Það verður hér engu þokað, allt í einu er komið að kveðjustund og hún kveður um sinn, hinn unga son, vini og vandamenn. Við biðjum þess eins að hlýja hennar og kær- leikur umvefji Auðun Ágúst, veiti honum styrk, svo og öðrum að- standendum. Dagmar og Ófeigur. Stórt skarð var höggvið í vina- hópinn þegar Hrefna vinkona og mágkona þín lést fyrr á þessu ári. Og nú ert þú líka farin aðeins níu mánuðum síðar. Við sem eftir erum getum tæp- ast trúað að þetta hafí raunveru- lega gerst. Þegar uppástunga kom um það í haust að nú væri tími til kominn að fara að hittast, sagðir þú strax að þú ætlaðir ekki að láta þig vanta. Þetta voru ekki orðin tóm, þú dreifst þig hingað suður full tilhlökkunar og ekki var til- hlökkunin minni hjá okkur hinum þar sem þú hafðir ekki átt heiman- gengt síðast þegar við hittumst vinkonurnar. Margt var skrafað þetta kvöld okkar saman, þú varst svo hress og kát og sagðir okkur ýmislegt sem á daga þína hafði drifið. Við lögðum á ráðin um næstu veiðiferð okkar saman og var uppástunga þín um að fara til veiða upp á Kjöi samþykkt einróma. Enga okkar gat grunað að ferð- in þín hingað suður fengi svo hörmulegan endi og að litli dreng- urinn þinn sem þú talaðir um af svo mikilli hlýju og stolti fengi þig ekki heim til sín aftur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku litli Auðunn Ágúst og aðr- ir aðstandendur. Guð styrki ykkur. Brynhildur, Hildur, Nanna og Theódóra. Enginn veit hvað morgundagur- inn ber í skauti sér. Rútufarþegar eru á leið norður í land, flestir að koma úr fríi, aðrir til að gegna ýmsum erindum. En snöggt skipast veðurí lofti. Eins og hendi sé veifað er allt orð- ið svo umsnúið, rútan fær á sig sviptivind og lendir út af veginum, með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasast og tvær konur deyja. Önnur konan var Laufey Mar- teinsdóttir frá Gilá í Vatnsdal. Við Laufey kynntumst í húsmæðraskóla Reykjavíkur árið 1978 og höfum alla tíð síðan haldið sambandi og fylgst lítillega með hvor annarri. Eftir að Laufey flutti á Blönduós voru hæg heimatökin, því að hún og systir mín unnu á sama vinnu- stað. Það sem einkenndi Laufeyju öðru fremur var hversu vandvirk hún var, allt lék í höndum hennar. Hún var mikil handavinnukona, einnig ritaði hún stórglæsilega hönd og átti til að skrautskrifa heilu bréfín. Litli sólargeislinn hennar hann Auðunn Ágúst má nú sjá á eftir móður sinni, þótt ungur sé að árum. Megi góður Guð leiða hann og styrkja um ókomna tíð, svo og alla vini og vandamenn Laufeyjar. Nú sól er horfin sýnum og sjónum fyrir mínum er húm i heimi svart. Þó alls án ótta sef ég, þvi aðra sól æ hef ég, minn Jesú, lífsins ljósið bjart. Til hvíldar hægt mig leiddu og hlífðarvænginn breiddu um beð minn nú ( nótt. Bæg illum öndum frá mér, lát engla syngja hjá mér: Guð vill, að bam sitt blundi rótt. (H. Hálfd.) Blessuð sé minning Laufeyjar Marteinsdóttur. Sigrún H. Guðmundsdóttir. • Fleiri minningargreinar um Laufeyju Marteinsdóttur bíða í birtingar ogmunu birtast í blað- inu næstu daga. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfí í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd i Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.