Morgunblaðið - 28.10.1995, Side 45

Morgunblaðið - 28.10.1995, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MESSUR LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 45 . um og var verulega í essinu sínu þegar sem flestir voru. Heyrðist þá dillandi hlátur. Á þessum tíma voru ferðalög meira fyrirtæki en nú er, margra tíma ferð var úr Reykjavík og stóðu gestir því lengur við og gistu gjam- an. Við verkstjórn var Rúna snill- ingur, stýrði bæði úti og inni. Kapp- kostað var að vinna verkin svo henni líkaði, sælan mest að fá frá henni hrósyrði, að ég tali ekki um að fá að sitja Gamla Bleik, einkagæðing Rúnu. Glæsileg var hún er hún snaraði sér á bak og reið úr hlaði, en vegna anna gáfust henni ekki oft stundir til útreiða sem hún hafði þó yndi af. Þrátt fyrir hressileikann efa ég ekki að Rúna átti sínar erfiðu stund- ir og ég man hana setjast við orgel- ið, leika og syngja sér til hugar- hægðar er stund gafst milli stríða. Hún hafði fallega söngrödd og söng af innlifun og sá til þess að börnin lærðu á hljóðfæri. Börn Rúnu urðu snemma að taka til hendinni og saman stóðu þau sem einn maður við að efla búið. Fljót- lega var hafist var handa um endur- byggingu alls húsakosts. Fyrst var byggt yfir búsmalann og að því loknu yfir mannfólkið, var það gert með þeim höfðingsbrag að ekki hef ég séð önnur glæsilegri heimili til sveita. Að Grund kom 1951 öðlingsmað- I urinn Þorgeir Þorsteinsson frá Mið- fossum í Andakíl. Hann reyndist Rúnu ætíð síðan tryggur lífsföru- nautur og saman eignuðust þau dótturina Áslaugu. Frá þeim degi er Geiri kom að Grund til þessa dags hefir hann alla daga unnið búinu sem mest hann mátti og ver- ið öllum heimamönnum ómetanleg i stoð og lifir Rúnu nú í hárri elli. ( Er börnin stálpuðust fóru þau af bæ til náms og starfa, fluttust þá að heiman öll nema Davíð sem varð eftir, móður sinni stoð og stytta. Tók hann við búsforráðum með Rúnu frá 1961. Eftir því sem árin liðu og heilsu Rúnu hnignaði færð- ust búsforráð æ meir á hendur Davíðs og hans ágætu konu Jó- hönnu Guðjónsdóttur sem kunni þá list að deila kjörum á þann veg að úr varð farsælt sambýli. Verður þeim báðum seint fullþökkuð um- hyggja og hjálpsemi í erfiðleikum langvarandi veikinda. Ungur að árum varð Davíð hreppstjóri í Skorradal eða aðeins 22 ára og var þá yngsti maður sem skipaður hafði verið í þá stöðu, síðar einnig odd- viti. Sitja þau hjón jörðina með rausn svo sem ætíð hefur verið. Samhentari fjölskylda en þau Grundarbörn er vandfundin, árum og jafnvel áratugum saman fóru þau heim flestar helgar ef þau gátu starfa sinna vegna og lögðu lið við búskapinn. Sýnir það best sam- heldni þeirra, svo og hvern hug þau báru til móður sinnar. Ekki lágu tengdabörnin heldur á liði sínu. Barnabörnin hafa öll verið á Grund meira og minna frá æsku og fram á fullorðinsár og djúpar eru þær rætur sem draga þau til föðurtúna. Öll unnu þau ömmu sinni sem heit- ast má. Miklir kærleikar voru með föður mínum heitnum, Óskari Gíslasyni gullsmið, og Guðrúnu en skyldleiki þeirra var af öðrum og þriðja. Enga áttu foreldrar mínir synina, en segja má að synir Rúnu hafí að nokkru leyti komið föður mínum í sona stað, hafði hann á þeim mikið dálæti svo sem börnum hennar öllum og veit ég að það var gagnkvæmt. Full- orðnir voru synir Rúnu allir í nánu vinfengi við föður rninn og reynd- ust honum ómetanlegir. Ótalin eru þau spor sem Bjarni átti til foreldra minna þeim og mér til liðsinnis. Meðan kaupstaðarferðir til Reykjavíkur voru enn mikið fýrir- tæki brást ekki að Rúna frænka kæmi við á mínu æskuheimili í bæjarferðum sínum og var þá kátt í ranni, mikið hlegið enda stóð gusturinn af Rúnu sem endranær og fréttir fengust af stórum frænd- garði í Borgarfjarðardölum. Ég kveð Guðrúnu frænku mína með djúpu þakklæti fyrir að hafa átt hana að. Hún var skörungur og mannvinur og gleymist ekki þeim sem fengu að vera við hana sam- vistum. Hinsta hvíla Guðrúnar verð- ur á Hvanneyri hjá manni sínum. Börnum hennar og öðrum ástvinum samhryggjumst við móðir mín og þökkum þeim öllum ævilanga tryggð og vináttu. Genginn er sveitarhöfðingi, megi Guðrún Davíðsdóttir hvíla í friði. Edda Óskarsdóttir. • Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Davíðsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. SlttCI auglýsingor Nýuppgerður Massey Fergusson 35 ultepower, árg. '78 með pow- erstýri og ámoksturstækjum. Upplýsingar í síma 553 5196. I.O.O.F. 7 = 17710287 = KKV KRISTIÐ SAMFÉI.AO Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Jón Levi prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG <§) ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferð 28. okt. kl. 13.00 Selfjall-Heiðmörk Vetri heilsað með skemmtilegri göngu. Ekið í Lækjarbotna og gengið yfir Selfjall í skógarreit Ferðafélagsins. Verð 800 kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSI austanmegin. Allir eru velkomnir í Ferðafélagsferðir. Gerist félagar og eignist árbók- ina 1995 „A Hekluslóðum" eftir Árna Hjartarson, jarðfræðing. Tilvalin gjafabók. Ferðafélag Islands. Vetrarkaffi verður i Skíðaskálan- um sunnud. 29. október kl. 15.00. Allir velkomnir. Stjórnin LIFSSÝN Samtök til sjálfsþekkingar Laugardagur 28. októ- ber: Opið hús Kl. 9.30: „Táknmál drauma". Kl. 11: Leshópur um heimspeki. Gunnar Dal heldur fyrirlestur og aðstoðar við val á bókum. Fyrir- lesturinn er öllum opinn. Hvftasunnukirkjan Fíladelfía Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Ath.: Brauðs- brotning færist fram á næsta sunnudag. Almenn samkoma kl. 16.30. Miðvikudagur: Lofgjörð, bæn og biblíulestur kl. 20.00. Föstudagur: Krakkaklúbbur kl. 17.30. Skrefið kl. 19.00. Ungl- ingamót hefst í Kirkjubæjarkoti kl. 20.30. Guðspjall dagsins: Siðbótardagurinn Brúðkanpsklæðin. (Matt. 22.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnun- um. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sið- bótardagurinn. Ræðuefni: Hvað má friðurinn kosta? Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Organ- isti Guðni Þ. Guðmundsson. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Erlu Þórólfsdóttur. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmars- son. Dómkórinn syngur. Organ- leikari Marteinn H. Friðriksson. Barnastarf í sfanaðarheimilinu kl. 11.00 og í Vesturbæjarskóla kl. 13.00. Barnaguðsþjónusta kl. 14.00. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Messudagur ferm- ingarbarna. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10.00. Prestur Guð- mundur Óskar Ólafsson. Ein- söngur Sigrún Jónsdóttir. Organ- isti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11.00. Mesa kl. 14.00. Prestur sr. Kjartan örn Sigur- björnsson. Organisti Árni Arin- bjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- erindi kl. 10.00. Trú milli vonar og ótta. Sr. Sigurður Pálsson. Barnasamkoma og messa kl. 11.00. Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastj. Gideonfélags- ins prédikar. Ensk messa kl. 14. Sr. Toshiki Toma prédikar. Kaffi- veitingar á eftir. Hallgrímshátíð kl. 17. Kammerkór Hallgríms- kirkju syngur. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Kl. 11.00. Barnaguðsþjónusta. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14.00. Organisti Pavel Manasek. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11.00. Prestur sr. Flóki Kristins- son. Gradualekór Langholts- kirkju syngur. Organisti Jón Stef- ánsson. Barnastarf á sama tíma. Kaffisopi eftir messu. Tónleikar Gradualekórs kl. 16.00. LAUGARNESKIRKJA: Siðbótar- dagurinn. Guðsþjónusta kl. 11.00 í umsjá sr. Ingólfs Guð- mundssonar. Ræðuefni: Hvað má friðurinn kosta? Barnastarf á sama tíma. Félagar úr Laugar- neskirkju syngur. Kór Mennta- skólans á Akureyri syngur undir stjórn Ragnheiðar Olafsdóttur. Organisti Gunnar Gunnarsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Munið kirkjubílinn. Guðs- þjónusta kl. 14.00. Sr. Halldór Reynisson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Fermd verður Sólveig Árnadóttir, Sævargörð- um 4. Organisti Vera Gulasciova. Sr. Solveig Lára Guðmundsdótt- ir. Barnastarf á sama tíma í um- sjá Elínborgar Sturludóttur. Fundur með foreldrum ferming- arbarna eftir messu. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14. Minnst afmælis Samein- uðu þjóðanna og beðið fyrir friði. Einar Clausen syngur stólvers. María Cederborg leikur á flautu. Organleikari Sigrún Steingríms- dóttir. Fermingarbörn og foreldr- ar þeirra velkomin í guðsþjón- ustuna. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11.00. Guðs- þjónusta á sama tíma. Organisti Daníel Jónasson. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11.00 með þátt- töku sunnudagaskólabarna. Barnakór Hjallaskóla kemur í heimsókn. Kórstjóri Guðrún Magnúsdóttir. Organisti Smári Ólason. Gunnar Sigurjonsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Prestar sr. Guðmundur Kári Ágústsson og Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþjón- usta á sama tíma í umsjá Ragn- ars Schram. Safnaðarferð til Keflavíkur. Farið verður frá kirkj- unni kl. 12.30. Prestar og söng- fólk Fella- og Hólakirkju tekur þátt í guðsþjónustu í Keflavíkur- kirkju kl. 14. Prestarnir GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11.00 í kirkjunni og 12.30 í Rimaskóla. Guðsþjón- usta kl. 14.00. Organisti Ágúst Ármann Þorláksson. Fundur með foreldrum fermingarbarna úr Rimaskóla eftir guðsþjónustuna. Guðsþjónusta kl. 20.30 á vegum Félags guðfræðinema við Há- skóla íslands. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Dr. Sigurjón Árni Eyj- ólfsson héraðsprestur þjónar. Barnaguðsþjónusta kl. 13.00 í umsjá sr. Bryndísar Möllu. Org- anisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 11.00. Altarisganga. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Altarisganga. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. Sókn- arprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Fundur í Bræðrafélaginu kl. 11.30 í dag, laugardag. Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 14. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Samkoma sunnudag kl. 17. Ræðumaður: Guðmundur Karl Brynjarsson. Barnasamverur á sama tíma. Veitingar að lokinni samkomu. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. JÓSEPSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga er messa kl. 18. HJÁLPRÆÐISHERINN: Dagur Heimilasambandsins. Helgunar- samkoma kl. 11. Hjálpræðissam- koma kl. 20. Thurid og Knut Gamst stjórna og tala. Heimila- sambandssystur mæta í Garða- stræti 40 kl. 17. MOSFELLSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Mosfellskirkju í tilefni 30 ára vígsluafmælis kirkj- unnar og 100 ára ártíðar Stefáns Þorlákssonar. Prédikun sr. Bragi Friðriksson, prófastur. Trompett- leikur: Lárus Sveinsson. Kirkju- kór Lágafellssóknar. Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Kirkju- kaffi verður í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu og þar mun Jón Guðmundsson, bóndi á Reykjum, flytja nokkur orð í minn- ingu Stefáns Þorlákssonar. Rútu- ferð frá safnaðarheimilinu kl. 13.30. Barnastarf í safnaðar- heimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfells- leið fer venjulegan hring. Jón Þorsteinsson. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjón- usta og sunnudagaskóli kl. 11. Starf Gídeonfélaganna kynnt. Hugvekja: Kári Geirlaugsson. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barna- messa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sigurður Helgi Guðmunds- son. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fyrsta fræðsluerindi Friðriks Hilmarssonar um kristniboð í Strandbergi, laugardag kl. 11. Léttur hádegisverður. Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Taizé-söngvar sungnir. Organisti Helgi Bragason. Ungir hljóðfæraleikarar leika. Strand- berg opið eftir guðsþjónustuna. Þórhildur Ólafs og Gunnþór Inga- son. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11. Organisti Kristjana Ásgeirsdóttir. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 13. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Fermingarbörn og foreldrar hvött til að mæta. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinars Guðmunds- sonar. Sunnudagaskóli kl. 11. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkju- skóli í dag, laugardag, í Stóru- Vogaskóla kl. 11. Bjarni Þór Bjarnason. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Þema: Siðbótar- dagurinn. Foreldrar eru hvattir til að sækja kirkju með börnum sínum. Munið skólabílinn. Messa kl. 14. Fella- og Hólakirkjusöfn- uður kemur í heimsókn ásamt prestunum sr. Hreini Hjartarsyni og sr. Guðmundi Karli Ágústs- syni, sem þjóna ásamt prestum Keflavíkurkirkju. Tvísöngur: Ing- unn Sigurðardóttir og Margrét Hreggviðsdóttir. Kaffiveitingar í Kirkjulundi eftir messu. Kórar kirknanna syngja við messuna. Prestarnir. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVALSNESKIRKJA: Messa kl. 14. Arngrímur Jónsson. SELFOSSKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Messa sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Úlfar Guðmundsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Úlfar Guð- mundsson. ÞORLÁKSKIRKJA: Messa kl. 14. Svavar Stefánsson. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvolsvelli: Kirkjuskóli laugardag kl. 11. Sigurður Jónsson. ODDASÓKN: Sunnudagaskóli í grunnskólanum á Hellu sunnu- dag kl. 11. Sigurður Jónsson. KELDNAKIRKJA, Rangárvöllum: Messa sunnudag kl. 14. Aðal- safnaðarfundur að henni lokinni. Sigurður Jónsson. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: Sunnudagaskólinn haldinn að þessu sinni á dvalarheimili aldraðra, Hraunbúðum kl. 11. Almenn guðsþjónusta kl. 14. I I l-krakkar koma fram og að- stoða svo við barnasamveruna meðan á prédikun stendur. Messukaffi. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta kl. 11.15. Messa kl. 14. Sr. Þorbjörn Hlynur Árna- son. FRÍK.I RKjUSÖFNUÐURINN í REYKJAVÍK í dag, laugardag, kl. 11.30. fundur í Bræðrafélaginu. Sr. Bragi Skúlason ræðir um Uppgjörið við karlmennskuna. Sunnudagkl. 14: Guðsþjónusta Þriðjudag kl.16: Kátir krakkar, bamastarf fyrir krakka 8-12 ára. Fimmtudag kl. 20: Kvenfélagsfundur. . m;

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.