Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 49 __________BREF TIL BLAÐSINS_____ Vegna greinar um hnefaleika Þröstur vann sjö í röö og mótið Frá Karli Gunnarssyni og Bene- dikt Pálmasyni: OKKUR óar við þeirri tilhneigingu ráðamanna að vilja banna helst allt sem þeim líkar ekki. Svo og óar okkur við því hve almenningur er gjam á að styðja eða jafnvel heimta að frelsi sitt sé skert, engum til gagns. Okkur kemur til hugar þing- maðurinn bandaríski sem vildi að hornaboltakylfur yrðu bannaðar í umdæmi síhu. Aðspurður um málið sagði hann að utanaðkomandi gætu ekki skilið vandann. Bar hann því við að kylfur þessar væru notaðar með óhugnanlegri tíðni til glæpa- verka! Hvað kemur næst? Framvís- un pípulagningamannsskírteinis til kaupa á málmpípum? Fólk hlær kannski þegar við líkjum þessu við sögu Orwells, 1984. Fólki er gjarnt að hlæja að eða kalla vitleysu það sem fellur ekki að þröngri heimssýn þess. í grein í Morgunblaðinu 21. októ- ber 1995 var fjallað um ástæður fyrir banni við hnefaleikum á ís- landi og óskum lækna um bann við þeim í Bretlandi. Ein rökin fyrir banninu hér á landi voru atvik sem átti sér stað á skemmtun árið 1956 ef við skiljum greinina rétt. Sagði greinin frá ólátum á skemmtistað þar sem lögreglan reyndi að stilla til friðar. Vildi ekki betur til en að ótilgreindur íjöldi lögreglumanna Að gefa af sjálf- umsér Frá Auðuni Braga Sveinssyni: HVAÐ er maðurinn að fara, gæti fólk hugsað sem les þessa yfirskrift: að gefa af sjálfum sér. Til skýringar set ég hér vísu eina, sem ég setti saman, og ætlaðist til að að nokkrir félagar mínir pijónuðu aftan við, en vísan sem heild hjá mér er á þessa leið: Mesta yndi mannsins er meyjan þokkaríka, gefi hún af sjálfri sér sálina helst líka. Annar bætti þessu við fyrrihlut- ann: Ef hún heiða hugsun ber og hjartagæsku líka. Vissulega vel botnað. En hvað segir þetta? Vissulega lifum við á tímum þæg- inda og tækni. Hlutir eru framleiddir af ýmsum toga. Fólk kaupir að sjálf- sögðu hluti handa sjálfu sér, en það kaupir einnig ýmsa hluti til gjafa. Þægilegt er að nota þessa hluti, til Frá Jóni Maríassyni: FRÚ Vigdís Finnbogadóttir hefir til- kynnt að hún verði ekki í framboði við forsetakjör að vori. Hún hefir gegnt embættinu í 16 ár samfellt — og með mikilli prýði allan tímann. Þar með hefir hún sannað, að kona er hæf til forsetakjörs engu síður en karlmaður. Hins vegar var ætlunin ekki í upphafi, að æviráðning gilti. Kæmi hugsanlega til mála, að heim- ila endurráðningu til fjögurra ára einu sinni aðeins. Einnig þarf að tryggja vald forseta til að synja um eða fresta undirritun laga frá Al- þingi, ef sannfæring hans býður svo. Að öðrum kosti er embætti forseta marklítið, nánast hégómi einn. Til allrar hamingju eigum við aðra konu ekki síðri til að leysa frú Vig- dísi af hólmi. Sú er frú Bryndís Schram. Hún er glæsileg í útliti, fasi hlaut varanlegt örkuml af hendi þekktra hnefaleikamanna sem þar komu við sögu. Við vitum ekki nóg um málsatvik til að leggja dóm á atburði þessa. Þó hljótum við að vilja að svona atvik ættu sér ekki stað í þjóðfélagi okkar. Ennfremur hlýtur hver eðlilega vitiborinn mað- ur að sjá að það þarf ekki hnefa- leikakunnáttu til þess að stórslasa fólk ef viljinn er fyrir hendi. Okkur sýnist að með banni við kennslu í hnefaleik sé verið að gera þessa „hættulegu" þekkingu útlæga. Hér er verið að banna ólympíuíþrótt vel til þess fallna að.efla líkama manns. Sömuleiðis er verið að banna eina af fáum vestrænum bardagalistum. Svo viljum við benda á að af sumum eru hnefaleikar taldir mun hentugri til sjálfsvarnar en austurlenskar sjálfsvarnaríþróttir og bardagaað- ferðir. Hnefaleikar eiga að gagnast manni betur en austurlensku að- ferðimar og hægt er að ná gagnleg- um árangri á styttri tíma. En lítum nú til Bretlands. Þar vilja menn leggja bann við hnefa- leikum vegna óhugnanlegra slysa sem orðið hafa þar í landi á mótum og keppnum. Hveijum er verið að gera greiða með þessu? Hnefaleika- kapparnir mega fullvel vita hvað bíður þeirra þegar í hringinn er komið. Það fylgir því alltaf áhætta að láta beija sig. Þessvegna reynum við flest að forðast slagsmál. Hnefa- að sýna vinum og vandamönnum þakkar- og vinsemdarvott. Það getur jafnvel sparað viðkomandi að heim- sækja og þrýsta hönd þess, sem þökkin beinist að. Já, mikill er máttur hlutanna. Um gjörvallan heim vex veldi þeirra. Danir nota orðið tingsliggörelse um það fyrirbrigði að hlutkenna eða láta hlutina koma í staðinn fyrir mannleg- ar tilfinningar. Og orsök þess, að slíkt fer vaxandi, á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til hugsunarleys- is og leti. í stað þess að hafa persónu- elgt tilfinningasamband við einstakl- ing, er gripið til þess ráðs að senda honum pakka, vafínn í fagrar um- búðir. Víst er fallega gert að senda hluti milli manna, en aldrei koma þeir í stað heimsókna, símtala, bréfa eða annarra persónulegra samskipta. Og þá er ég kominn að kjarna málsins, ef mér leyfist að nota það orðasamband. Hversu óendanlega meira virði er heimsókn, segjum til einangraðs manns, en pakki sem berst í pósti. Er ekki stutt símtal verðmætara, ef svo má að orði kom- ast, en matarsending, svo að dæmi sé tekið. Heimur sá er fátæklur af um- hyggju og alúð, sem lætur hlutina sitja í fyrirrúmi, en gleymir að gefa af sjálfum sér. Langt mál mætti hér um nota, en nú skal staðar numið — að sinni. og framkomu, vel menntuð og gáfuð — með áhuga á sviði lista og menn- ingarmála. Hún er á góðum aldri, geislar af gleði og frískleika. Sem ráðherrafrú Jóns Baldvins Hannib- alssonar hefir hún staðið fyrir veisl- um, ferðast mikið og kynnst stór- mennum víða um heim. Hún kann sig og sómir sér vel alls staðar. Með persónuleika sínum mun hún auka veg og virðingu íslensku þjóðarinnar, hvar sem leið hennar liggur. Hún þekktir til stjómmála og er nægilega hlutlæg til að geta gengt forsetaemb- ættinu. Kappsfullir flokksleiðtogar eiga ekkert erindi þangað. Ekki veit ég hug Bryndísar til framboðs, en ég hvet landsmenn til að muna hana. Sá er megintilgang- urinn með þessari stuttu blaðagrein. JÓN MÁRÍASSON, pósthólf 11160,131 Reykjavík. leikakapparnir hafa hinsvegar valið hlutskipti sitt og vita hvaða áhættu þeir taka. Ætlun þeirra er ekki að láta beija sig en þeir vita að annar gengur úr hringnum sigurvegari. Þeir vita líka að báðir þátttakend- urnir eiga eftir að þola þung högg áður en yfir lýkur. Það siðferði sem segir okkur að nauðsynlegt sé að banna hnefaleika ætti líka að segja okkur að banna knattspyrnu. Hnefaleikar eru að mestu hættuleg- ir þátttakendum keppninnar en mannfall meðal áhorfenda á fót- boltaleikjum í Evrópu hefur oft ver- ið óhugnalegt. En myndi bann við hnefaleikum stöðva iðkun þeirra? Voru Bandaríkin áfengislaus á bannárunum? Nei, iðkunin myndi færast úr sviðsljósinu, en í skúma- skotum myndi hún örugglega halda áfram. Hnefaleikar hafa náð fót- festu í Bretlandi og einhveijir vilja ekki verða af sinni uppáhalds skemmtun. Ólöglegu bardagamir yrðu lítt mannúðlegri en þeir lög- giltu. Grein þessi er einnig birt á Ver- aldarvefnum: „http://www.rhi.hi.is/ benedip/frelsi. html“ og þar er hægt að senda tölvupóst til höfundanna. KARL GUNNARSSON, Kársnesbraut 21D, Kópavogi, BENEDIKT PALMASON, Tjarnamýri 25, Seltjarnames. Sophia Hansen og telpumar hennar Frá Hrafnhildi Guðmundsdóttur: ÞAU mannréttindabrot, sem þær hafa mátt þola síðastlilðin fimm ár, eru þyngri en tárum taki. íslenzkur almenningur hefur eitt- hvað reynt að hjálpa móðurinni með fjármálin, en það sem furðu vekur er hvernig íslenzk stjórnvöld hafa sinnt þessu máli. Löglegur dómstóll dæmir þessari móður og litlu telpunum samveru- rétt, sem miskunnarlaust er brot- inn, án þess að heyrst hafi orð for- sætisráðherra eða dómsmálaráð- herra, sem á að hafa yfirumsjón með vogarskálum réttlætis gagn- vart þegnum landsins hafi gert op- inbera athugasemd við tyrknesk stjórnvöld vegna þessara mannrétt- indabrota eða kynnt brotin út í Evrópu til að þrýsta á að íslenzkir þegnar njóti þess réttlætis sem þeim ber samkvæmt dómi. Jón B. Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, rétti móðurinni hjálparhönd, en nú heyrist á loka- spretti málsins, og móðirin algjör- lega fjárvana og gott betur en það og spurning hvort hún kemst til að hlýða á lokaniðurstöðu hæstaréttar Tyrklands í máli hennar og barn- anna, að núverandi utanríkisráð- herra Halldór Ásgrímsson hafi ekki lyft sem svarar litla fingri til að aðstoða móður og börn í þessum erfiðleikum. Ég skora á Sophíu þegar lokanið- urstaða er fengin, og hún hefur heilsu til, að upplýsa okkur um þessa þrautagöngu sína og draga ekkert undan. Máttarstólpar stjórnmálanna sem við veljum okkur til halds og trausts í hinum ýmsu málum, þurfa vonandi ekki að bera kinnroða fyrir framgöngu sína í máli þessara barna sem eru fædd og uppalin hér sín fyrstu æviár og sannarlega ís- lenzkir ríkisborgarar sem hafa þurft á hjálp ráðamanna að halda. HRAFNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Markarflöt 37, Garðabæ. SKAK Félagshcimili 1R, Faxafcni 12 HAUSTMÓT TAFL- FÉLAGS REYKJAVÍKUR Þröstur Þórhallsson sigraði með yfirburðum á Haustmóti Taflfé- lags Reykjavíkur sem lauk á mið- vikudagskvöldið. ÞRÖSTUR hlaut níu og hálfan vinning af ellefu mögulegum, tveimur vinningum fyrir ofan Sævar Bjarnason sem varð annar. í síðustu umferðinni gerði Þröstur jafn- tefli við Arnar E. Gunnarsson. Þröst- ur fór hægt af stað en vann síðan sjö skákir í röð. Hann hækkar talsvert á stigum, en er þó enn talsvert frá 2.500 stiga markinu sem hann þarf að ná til að verða útnefndur stórmeistari. Lokaröð efstu manna í flokkunum fimm varð þessi: A flokkur: 1. Þröstur Þórhallsson 9 ‘A v. 2, Sævar Bjamason 7 '/z v. 3—4. Magnús Öm Úlfarsson og Hrafn Loftsson 7 v. 5. Jón Garðar Viðarsson 6 'A v. 6—7. Sigurður Daði Sigfússon og Sigurbjörn Bjömsson 6 v. 8. Jón Viktor Gunnarsson 5‘A v. B flokkur: 1. Ólafur B. Þórsson 8 v. 2— 3. Bergsteinn Einarsson og Páll A. Þórarinsson 7 v. af 10 4. Heimir Ásgeirsson 6'A v. 5. Einar K. Einarsson 6 v. C flokkur: 1. Jóhann H. Ragnarsson 8 v. 2. Davíð Ólafur Ingimarsson 7 v. 3— 5. Sverrir Sigurðsson, Sverrir Norðfjörð og Árni H. Kristjánsson 6'A v. D flokkur: 1. Jón Einar Karlsson 8 v. af 9 2—4. Óttar Norðfjörð, Flóki Ingvars- son og Guðmundur Sv. Jónsson 6 v. D flokkur (opinn): 1. Ingi Þór Einarsson 8'A v. 2—3. Þórir Benediktsson, Sigurður Páll Steindórsson 8 v. 4— 5. Baldur H. Möller og Stefán Kristjánsson 7‘A v. 6—7. Haukur Halldórsson og Ingi Ágústsson 7 v. Hannes í toppbaráttunni Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari, er í toppbaráttunni á öflugu opnu skákmóti á eyjunni Krít í Miðjarðarhafi. Hannes er í sjötta sæti með fimm og hálfan vinning af átta mögulegum. ásamt stórmeisturunum Tony Miles, Englandi, Kotronias, BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn Sandgerði MIÐVIKUDAGINN 25. október lauk þriggja kvölda hausttvímenningi fé- lagsins og eru hér úrslit síðasta kvöld- ið. Miðlungur er 156 Karl G. Karlsson - Karl Einarsson 209 Eyþór Jónsson - Garðar Garðarsson 189 Svala Pálsdóttir - Vignir Sigursveinsson 188 Lokastaðan er þá þessi. Miðlungur er 468 KarlG.Karlsson-KarlEinarsson 570 EyþórJónsson-GarðarGarðarsson 563 Svala Pálsdóttir - Vignir Sigursveinsson 526 MagnúsMagnússon-SiguijónJónsson 520 Kristján Kristjánsson - Kjartan Sævarsson 516 Miðvikudaginn 1. nóvember hefst 3 kvölda sveitakeppni (Monrad). Spilað verður 1x32 spil á kvöldi og verður dregið í fyrstu umferðina á staðnum. Spilarar em hvattir til að skrá sig sem fyrst hjá mótanefnd, en 8 sveitir eru búnar að skrá sig nú þegar. Svo viljum við enn og aftur minna menn á Stór- mót Samvinnuferða-Landsýn og Mun- Grikklandi og fleirum. Efstir eru þeir Atalik, Tyrklandi, Nenashev, Úsbekistan, Skembris, Grikklandi og Guliev, Azerbadsjan með sex vinninga. í síðustu umferðinni teflir Hannes við Kotronias. Eftir að hafa unnið Guliev í fjórðu umferð, tapaði Hannes fyr- ir Miladinovic, Serbíu, gerði jafn- tefli við skákkonuna Arakhamiu frá Georgíu, vann ísraelskan al- þjóðameistara og gerði síðan jafn- tefli við Tony Miles í áttundu umferð. Um helgina hefst annað opið mót á Krít og þar teflir Hannes einnig. Fjöltefli Helgi Áss hjá TR Taflfélag Reykja- víkur heldur skák- æfingar fyrir böm og unglinga á hverj- um laugardegi klukkan 14. Æfing- arnar eru opnar öll- um 14 ára og yngri. Mikill áhugi er á þessum æfingum og þangað koma bæði sterkustu skákmenn landsins í þessum aldursflokki og eins þeir sem skemmra eru komnir. Aðgangur er ókeypis. í dag, laug- ardaginn, 28. október, mætir Helgi Áss Grétarsson, yngsti stór- meistari íslendinga, á æfinguna og teflir ú'öltefli gegn þátttakend- um. Teflt verður í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Taflfélagið útvegar áhöld svo þátttakendur þurfa ekki að hafa neitt með sér til að taka þátt. Allir 14 ára og yngri eru velkomn- ir. Mikilvægt er að þátttakendur mæti tímanlega. Fjölteflið er í boði BYKO Húsavíkurmótið hófst í gær í tilefni af 70 ára afmæli Tafl- félags Húsavíkur og áttræðisaf- mæli Hjálmars Theódórssonar, skákmeistara, er haldið atskák- mót á Húsavík dagana 27.-29. október. Sérstaklega hefur verið boðið til leiks ungum skákmönn- um. Þar á meðal er sigursveitin á Ólympíumóti 16 ára og yngri á Kanaríeyjum í vor. Við þá etja kappi ungir og efnilegir skák- menn víðs vegar að af landinu, bæði drengir og stúlkur. Mótið hófst í gærkvöldi og lýkur á morgun, sunnudaginn 29. októ- ber kl. 16. í verðlaun eru eignar- bikarar. Styrktaraðilar eru Húsa- víkurbær, Landsbanki íslands, Kaupfélag Þingeyingn og Mjólk- ursamlag KÞ. ins sem haldið verður í íþróttahúsinu í Sandgerði laugardaginn 11. nóvem- ber kl. 11 stundvíslega. Nú þegar er búið að skrá 50 pör. Skráning er hjá Garðari s. 421-3632. Magnús s. 423-7759. BSÍ s. 587-9360. Bridsdeild Félags eldri borgara í Kópavogi Spilaður var tvímenningur föstud. 20.10. 20 pör mættu og var spilað í 2 riðlum úrslit í A-riðli: Jósef Sigurðsson-Júlíuslngibeigsson 144 Ásthildur Sigurgislad. - Láras Arnórsson 125 Karl Adolfsson - Eggert Einarsson 121 Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónsson 121 B-riðill: ÞorsteinnSveipsson-EggertKristinsson 117 Sveinn Sæmundsson - Þórhallur Ámason 116 HelgaÁmundad. - Hermann Finnbogason 115 Spilaður var tvimenningur þriðju- daginn 24. október. 24 pör mættu og var spilað í 2 riðlum. Úrslit í A-riðli (10 pör): JónStefánsson-ÞorsteinnLaufdal 144 SæmundurBjömsson-BöðvarGuðmundsson 132 BergsveinnBreiðfjörð-StígurHerlufsen 114 B-riðill (14 pör): Jónína Halldórsd. - Hannes Ingibergsson 198 Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónsson 177 MargrétBjömson-KristinnMagnússon 176 AUÐUNN BRAGISVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Stórkostlegnr valkost- ur í forsetakjöri Þröstur Þórhallsson Margeir Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.