Morgunblaðið - 28.10.1995, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 28.10.1995, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMI 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK „ Morgunblaðið/RAX BJORGUNARMENN leituðu fram eftir degi að litlu stúlkunni sem saknað var en hún fannst látin á fimmta tímanum í gær. Eyðileggingin á Flateyri er gríðarleg líkt og sjá má á þessari mynd sem tekin var við endamörk flóðsins skammt frá kirkjunni, en þangað barst margvíslegt brak með straumnum um langan veg. Þar á meðal er risið á húsi Guðjóns Guðmundssonar, sem áður var Unnarstígur 1. Fjöldi húsa er með öllu horfinn. Leitarstarfi á Flateyri lauk síðdegis í gær þegar 20. fórnarlamb snjóflóðsins fannst Mikið starf bíður við hreinsun o g björgun Eyðileggingin á Flateyri er gríðarleg og eignatjón er talið nema á milli 200 og 300 milljónum króna HVARVETNA getur að iíta persónulega muni Flateyringa sem dreifst hafa um snjóflóðasvæðið. LEITARSTARFI á Flateyri lauk síðdegis í gær, þegar björgunarsveitamenn fundu Re- bekku Rut Haraldsdóttur, eins árs. Hún var látin. Þar með var ljóst að tuttugu manns höfðu farist í snjóflóðinu, sem skall yfir þorpið á fimmtudagsnótt, þegar flestir íbúanna voru í fastasvefni. 21 íbúi komst úr flóðinu af eigin rammleik eða með aðstoð nágranna áður en eiginlegt björgunarstarf hófst, en fjórum var bjargað úr rústum húsanna. Enginn þeirra er alvarlega slasaður. Örmagna leitarmenn héldu heim á leið Á annað hundrað björgunarsveitarmenn leit- uðu litlu stúlkunnar í gær og höfðu hunda sér til aðstoðar. Eftir að leitinni lauk fóru leitar- menn, sem komið höfðu víðsvegar að af land- inu, að tygja sig til heimferðar, örmagna eftir að hafa lagt hart að sér við leitina. Eftir er mikið starf við að hreinsa rústir húsa, bjarga munum fólks og forða eignum frá frekara tjóni. Forráðamenn sveitarfélagsins segja að það sé ekki tímabært að ræða framtíð- ina í byggðarlaginu svo fljótt eftir þetta mikla og óvænta áfall. Eyðileggingin á Flateyri er gríðarleg, fjöldi húsa er með öllu horfinn og önnur meira og minna skemmd. Talið er að eignatjón nemi á milli 200-300 milljónum króna. Þá er miðað við að tjónabætur Viðlagatryggingar íslands vegna snjóflóðsins í Súðavík námu rúmum 180 milljónum króna, með kostnaði við hreinsun. Forseta íslands og ríkisstjórn hafa borist fjöl- margar samúðarkveðjur víðs vegar að úr heiminum vegna atburðanna á Flateyri, m.a. frá sænsku og norsku konungshjónunum, Jó- hannesi Páli II páfa, forsætisráðherrum Dan- merkur og Eistlands, lögmanni Færeyja, ríkis- stjórn Argentínu og framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins. ■ Snjóflóðið og afleiðingar þess/ 2,4,6,8,9,12,13,14,15,16 og miðopna. Litla stúlkan fannst látin LITLA stúlkan, Rebekka Rut Haraldsdóttir, sem leitað var Iengst þeirra er urðu fyrir snjó- flóðinu á Flateyri, fannst látin á fimmta tímanum í gærdag. Rebekka Rut var eins árs gömul. Foreldrar hennar, Svan- hildur Hlöðversdóttir og Har- aldur Eggertsson, fórust einnig í snjóflóðinu og eldri systkini hennar, Haraldur Jón, 4 ára og Astrós Birna, 3 ára. Fjölskyldan var til heimilis að Hjallavegi 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.