Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fundur borffarstjórans í Reykjavík með íbúum borgarhluta 3 ÍBÚAR í borgarhluta 3 spurðu borgarstjórann um það sem helst brann á þeim INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri vill á hverfafundinum í Ráðhúsinu í fyrrakvöld. draga úr bílaumferð i borgarhluta 3. Ahugi fyrir því að draga úr bílaumferð Áhugi er fyrir því hjá borgaryfirvöldum að draga með markvissum hætti úr bílaumferð í borginni. Þetta kom fram á fundi Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra með íbúum borgarhluta 3. Guðjón Guðmunds- son fylgdist með fundinum. INGIBJÖRG Sólrún telur að nauð- synlegt sé að takmarka akandi um- ferð inn í afmörkuð hverfi borgarinn- ar. Hún segir að þetta megi gera með því að gera þeim sem eru á bíl- um erfiðara fyrir, t.d. með því að takmarka fjölda bílastæða eða hefja gjaldtöku á bílastæðum við mjög stóra vinnustaði og nefndi hún Há- skóla Islands og Landspítalann í því sambandi. „Þarna er fjöldi manns að koma og fara allan daginn og þessir staðir draga mikla umferð að sér. Þetta er því úrræði sem mætti grípa til en ég er jafnsannfærð um að það yrði ekki vinsæl aðgerð og Bílastæðasjóð- urinn er ekki vinsælasta stofnun borgarinnar," sagði borgarstjóri á hverfafundi fyrir íbúa Túna-, Holta-, Norðurmýrar- og Hlíðahverfis, borg- arhiuta 3, í Ráðhúsinu á miðvikudag. Dregið úr framkvæmdum á næsta ári Borgarstjóri vék einnig að fjárhag borgarinnar og sagði að fjárhags- staða hennar hefði aldrei verið verri en nú. Skuldir borgarinnar hefðu um síðustu áramót verið tæpir 12,5 millj- arðar kr. og ykjust um einn milljarð á þessu ári. Skuldir á íbúa hefðu verið rúmlega 120.000 kr. en 1978- 1988 hefðu skuldir á hvernýbúa ver- ið innan við 40 þúsund kr. Árið 1989 hefðu skuldir borgarinnar verið tæp- ir 3,5 milljarðar kr. Greiðslubyrði lána væri þyngri en nokkru sinni og tii þess að bregðast við vandanum yrði stefnt að 6,5% lægri rekstrar- gjöldum á næsta ári sem óhjákvæmi- lega leiddi til að dregið yrði úr starf- semi. Málefni leikskólanna og grunn- skólanna væru forgangsverkefni. Vonast væri til þess að þörfum 3ja ára bama og eldri fyrir Ieikskólavist j'rði fuilnægt á næsta ári. Þá væri stefnt að því að uppfylla þá laga- skyldu sem á borginni hvíldi að allir grunnskólar yrðu einsetnir árið 2001. Ingibjörg Sólrún sagði einsýnt að Reykjavíkurborg þyrfti að greiða 7 milljarða kr. vegna framkvæmda í skólamálum fram til ársins 2001, þar af um 3 milljarða vegna einsetningar grunnskóla. Mikil umferð og margir skólar Umferðarmál settu mikinn svip á hverfafundinn sem borgarstjóri sagði ekki frábrugðinn fyrri fundum að því leyti. Hún sagði að um þenn- an borgarhluta lægju stórar um- ferðaræðar og þar væru margir skói- ar. Sérstaklega yrði því að gæta að öryggi á gönguleiðum. 160 þúsund bílar færu hvern sólarhring um Bú- staðaveg, Miklubraut, Laugaveg, Borgartún og Sæbraut. Fram kom á fundinum að umferð í Reykjavík hefur þó lítið aukist und- anfarin ár, eða um 2-3% frá 1991. Ingibjörg Sólrún upplýsti að að á næsta ári verði hraði takmarkaður við 30 km á klst. í Lækjarhverfi og Hlíðahverfi. íbúi við Miklubraut kvartaði und- an miklum umferðarþunga með til- heyrandi hljóð- og loftmengun og vildi heyra viðhorf borgaryfirvalda til málsins. Ingibjörg Sólrún sagði að eitt brýnasta verkefnið í umferðarmálum yæri að draga úr áhrifum frá mikilli umferð um Miklubraut en þar fara að jafnaði um 37 þúsund bílar á dag. Helst sagði hún koma til greina að gera göng frá Stakkahlíð í austri að Snorrabraut í vestri. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina væri um 2 milljarðar kr. og viðræður hefðu farið fram við Vegagerðina. Ágrein- ingur væri hins vegar um hver bæri að greiða kostnaðinn. Þá sagði hún að á vegaáætlun væri bygging mis- lægra gatnamóta á Miklubraut og væri framkvæmdin á áætlun 1998. íbúar í Hlíðahverfi lýstu yfir áhyggjum af mikilli umferð um Hamrahlíð. Fram kom að umferð um Hamrahlíð væri að jafnaði um 10 þúsund bílar á dag. Ingibjörg Sólrún sagði að bent hefðí verið á að hugsan- leg lausn á þessum vanda væri að gera Hamrahlíð að einstefnugötu frá Lönguhlíð að eystri enda Stigahlíðar. íþróttasvæði í niðurníðslu íbúi í Miðtúni vildi vita hvaða áform væru uppi um íþróttasvæði Ármanns í Sigtúni sem hann sagði að væri illa hirt og engum til gagns. Borgarstjóri sagði að ráðgert væri að Ármann flytti starfsemi sína í Borgarholtshverfi. íþróttasvæðið hefur verið endurskipulagt sem íbúa- svæði en ekki er ákveðið hvenær framkvæmdir þar heíjast. Nokkuð var fjallað um grunn- og leikskóla í þessum borgarhluta. I Holtahverfi er Æfingaskóli Kennara- háskólans og tekur Reykjavíkurborg við rekstri hans samkvæmt grunn- skólalögum haustið 1996. Borgar- stjóri sagði að ósamið værí við ríkið um framtíðarskipulag skólans og þá starfsemi sem tengist endurmenntun kennara. Borgarstjóri sagði að sér- stakar viðræður myndu fara fram við ríkið um Æfingaskólann, ekki síst í ljósi þess að skólinn hafi á undanförnum árum búið við fjár- svelti. Borgarstjóri sagði að einsetn- ing Hlíðaskóla yrði ekki auðveld því lóð skólans væri mjög þröng og ill- mögulegt að koma þar við frekari byggingum. Þó væri hugsanlegt að flytja starfsemi sérdeildar sem nú væri rekin í skólanum í annan skóla. Norðan Miklubrautar eru tveir leikskólar, Nóaborg og Stakkaborg, með rými fyrir 137 börn. Á biðlista á þessu svæði eru 52 börn og sagði borgarstjóri að búið væri að sam- þykkja byggingu leikskóla á lóð við Vatnsholt og einnig hefði verið rætt um byggingu leikskóla á svæðinu við Kennaraháskólann. Sunnan Miklubrautar eru Ijórir leikskólar með rými fyrir 296 börn. Á biðlista á þessu svæði eru um 70 börn. Borgarstjóri sagði að erfiðara væri að finna lóðir sunnan Miklu- brautar undir leikskóla en nú stæðu yfir viðræður við ríkið um kaup eða makaskipti á húsi við Engihlíð þar sem Landspítalinn rak áður skóla- dagheimili. Sagt upp starfi á Landakotsspítala Biðlaun í níu mánuði HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt konu rétt til biðlauna, en henni var sagt upp starfi á Landakotsspítala fyrir þremur árum. Hæstiréttur breytti þar með niðurstöðu héraðsdóms, sem taldi konuna ekki eiga rétt á bótum þar sem henni hefði verið boðið sam- bærilegt starf þegar hennar starf var lagt niður. Hópi kvenna var sagt upp störfum á Landakotsspítala og höfðuðu átta þeirra mál og kröfðust biðlauna. Héraðsdómur dæmdi sex þeirra í vil og var þeim dómum ekki áfrýjað, en hafnaði kröfum tveggja, þar sem þeim hefði verið boðið sambærilegt starf. Onnur kvennanna áfrýjaði þeim dómi og hefur Hæstiréttur nú dæmt í máli hennar. Af hálfu Landakotsspítala var því haldið frain, að konunni hafi verið boðin endurráðning, en því hafi hún hafnað. Þessu mótmælti konan og lagði fram minnisblað spítalans til Starfsmannafélags ríkisstofnana með lista yfir þá félagsmenn, sem ekki yrðu endurráðnir, og var nafn konunnar þar á meðal. Þá hafi hún haft samband við Borgarspítalann að eigin frumkvæði og fengið þar starf. Boðið starf eða ekki? Þá kom fram í máli konunnar að hún hefði talað við rekstrarstjóra Landakotsspítala um miðjan apríl 1992. Hann hefði verið búinn að frétta að hún hefði fengið nýtt starf, en talað um að hann hefði starf fyr- ir hana. Það hafi þó aldrei komist svo langt að rætt hafi verið um hvaða starf það væri. Rekstrarstjóranum sagðist svo frá, að hann hefði talið koma til greina starf handa henni, en hún hefði lýst því eindregið yfir að hún hefði ekki áhuga á þessari vinnu. Hæstiréttur segir, að miðað við að samtal þetta hafi farið fram um miðjan apríl, og uppsagnarfrestur konunnar runnið út í lok apríl, verði að líta svo á að fyrir miðjan mánuð- inn hafi ekkert legið fyrir af hálfu Landakotsspítal^i um endurráðningu konunnar. Ekki hafi verið sýnt fram að á henni hafi verið boðin ákveðin staða, sambærileg hinni fyrri, eftir fundinn. Þá féllst Hæstiréttur á að nýtt starf konunnar hafi verið mjög ólíkt fyrra starfi, iaunin verið lægri og hún hafi flust í annað stéttarfélag og annan lífeyrissjóð. Hún ætti því rétt á biðlaunum miðað við starfsald- ur, eða í níu mánuði, samtals um 750 þúsund krónur, auk drátt- arvaxta. Gunnlaugur Sigmundsson þingmaður Vestfiarða um endurbyggingu á Flateyri Ákvarðanir bíði nýrrar sveitarstjórnar GUNNLAUGUR Sigmundsson, þingmaður Vestfjarða, segist telja að ekki eigi að taka ákvarðanir um enduruppbyggingu á Flateyri fyrr en kosningar um sameiningu sex sveit- arfélaga á norðanverðum Vestfjörð- um, sem áformuð hefur verið 11. nóvember næstkomandi, hafi farið fram. Verði sameiningin samþykkt, eigi að bíða þess að ný sveitarstjórn verði kjörin. Gunnlaugur segist jafnframt þeirrar skoðunar að endurskoða þurfi nýtingu þeirra fjármuna, sem ættað- ir séu til að styðja dreifðar byggðir. Fáir kostir á Flateyri „Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hversu hörmulegir atburðirnir á Flateyri eru,“ segir Gunnlaugur. „Ég er hins vegar ein- dregið þeirrar skoðunar að fyrst svona er komið, eigum við ekki að flana að neinu. Mér finnst að menn eigi ekki að taka ákvörðun um end- urbyggingu fyrr en þeir vita hvemig sveitarfélagið lítur út í vor. Ef ekki verður samþykkt að sameina Flat- eyri öðrum sveitarfélögum ræða menn það auðvitað við núverandi sveitarstjórn á Flateyrí hvernig þeir vilja haga uppbyggingu. Verði sam- eining samþykkt, vil ég bíða með ákvarðanir um hvernig menn haga endurbyggingunni þar til búið er að kjósa nýja sveitarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi. Heilbrigð skynsemi segir mönnum að hlaupa ekki til og taka ákvarðanir." Gunniaugur segist ekki sjá neinn augljósan kost til uppbyggingar á Flateyri. Rætt sé um að þétta byggð- ina neðariega á eyrinni, en dugi það ekki til sé lítið um annað byggingar- land. „Einn kosturinn er að byggja inni í Holtslandi og fólk sæki vinnu þaðan, en þá stendur eftir sá farar- tálmi, sem Hvilftarströndin er allan veturinn," segir hann. Þingmenn Vestfjarða áttu í gær fund með sérfræðingum um snjóflóð og snjóflóðahættu. „Þeir segja við okkur að það verði að vera pólitískt mat hvaða áhættu sé hægt að sætt- ast á. Svo fremi að menn byggi und- ir ijalli verður alltaf um áhættu að ræða. Spurningin hvort menn áætli að eitthvað gerist á 1.000 ára fresti eða 50 ára fresti. Matið á því, hvaða áhætta er viðunandi, verður að koma frá stjórnmálamönnum. Ég verð að skoða málið miklu betur áður en ég get kveðið upp úr um það hvað sé viðunandi áhætta," segir Gunnlaug- ur. Þarf að þétta byggðina Framsóknarþingmaðurinn segir að sú byggðastefna, sem rekin hafi verið frá því upp úr 1970, hafi ekki staðið undir þeim væntingum, sem aðstandendur hennar hafi gert sér um árangur hennar. „Við, sem viljum byggðum í dreifbýli vel, verðum að setjast niður og fara yfir það hvað menn hafa gert rangt. Víða hefur verið komið upp góðri þjónustu en samt fækkar í dreifbýlinu. Ef þetta er bara spurning um veður, getum við lítið gert, en þetta hlýtur að vera spurning um fleiri þætti,“ segir Gunnlaugur. Hann segist ekki hafa neinar töfralausnir á takteinum. „Fólk á auðvitað að búa þar sem því líður vel og það væri fráleitt að banna því það. Spurningin er hvernig við veij- um þeim takmörkuðu fjármunum, sem þjóðfélagið er tilbúið að nota til að styðja við dreifðar byggðir. Þótt einstaklingur búi á einhveijum ákveðnum stað, er ekki þar með sagt að þjóðfélagið elti hann með þjón- ustu,“ segir Gunnlaugur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.