Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER1995 41 -c og virðingonni og alúðinni sem þau sýndu hvort öðru. Þó var lífið eng- inn dans á rósum hjá þeim, heilsu Guðjóns hrakaði mikið síðustu árin og fannst mér stundum Rúna sýna ofurmannlegan dugnað og kjark þar sem hún hjúkraði honum og annað- ist hjálparlítið. Ég hef aldrei treyst mér til að taka afstöðu til þessa viðkvæma máls hvort okkar bíði eitthvert ann- að líf eftir dauðann. En sé svo, þá mun Guðjón verða hrókur alls fagn- aðar þar á bæ og er sennilega þeg- ar orðinn. Þá er hann ungur á ný, hressastur allra manna og laus við stafínn sinn. Kannski við hittumst aftur við uppþvottinn þótt síðar verði! Svala Guðjónsdóttir Malargróf innkeyrsla. Hvítt hús og rautt þak. Húsið þeirra Rúnu og Guðjóns á Nesveginum. Þangað var gott að koma og þangað fórum við oft. Ekki bara vegna frændsemi, heldur miklu fremur vegna þess að þar bjó gott fólk sem gaman var að koma til. Og þarna kynntumst við manninum sem var höfuð fjöl- skyldunnar, honum Guðjóni, sem þrátt fyrir erfið veikindi lét aldrei deigan síga. En nú er Guðjón farinn yfir móð- una miklu á fund við systkini sín og aðra, sem þar hafa beðið hans. Hann er nú kominn að hásæti guðs, þar sem hann fer yfir minningamar frá veru sinni hér á jörðinni. Marg- ar af þeim minningum eru þegar til í hinu mikla safni greina og mynda úr dagblöðum, sem hann hefur safn- að í gegnum árin. Þegar maður sett- ist niður með honum sá maður ekki bara þetta stórkostlega safn, heldur líka hve stoltur hann var af sínu fólki sem þar var að finna. Þarna voru m.a. myndir af bömum hans frá unga aldri, spilandi á Arnarhóli 17. júní eða í hljómsveit á blóma- tímabilinu. Þarna vom myndir af ættingjum, vinum og vinnufélögum, já og meira segja hafði honum tek- ist að grafa upp myndir og greinar af okkur bræðmm héðan og þaðan. Við höfum þekkt Guðjón frá því við vomm litlir og bjuggum hjá þeim hjónum vestur á Nesvegi. Hann var alltaf þessi einstaki frændi með brosið sitt og spaugið nálægt. Og með sinn smitandi hlátur, sem byij- aði einhvers staðar djúpt áður en hann braust upp á yfírborðið. Ein- hvern veginn var maður ekki viðbú- inn þessu kalli, því viljastyrkur hans og dugnaður var alltaf svo mikill. Hann lét ekkert stöðva sig, ekki einu sinni undanfarin ár þegar hann gat vart farið ferða sinna án hjóla- stólsins, en þá ferðaðist hann um landið og heimsótti fjölskyldur bama sinna sem og ættingja. Skemmtilegasti tími flestra bama em jólin. Hjá okkur var hápunktur jólahátíðarinnar þegar við fómm út á Nesveg á jóladag til Guðjóns og Rúnu. Þar var dansað í kringum jólatréð og oftar en ekki átti jóla- sveinn þar leið um, framan af Stúf- ur, en síðar Stekkjastaur. Einhvern veginn æxlaðist það þó þannig að Gunni frændi, yngsti sonur Guð- jóns, þurfti að bregða sér frá í smá- stund á jóladag og auðvitað birtist jólasveinninn á meðan. Gamlárs- kvöld kom og þá var farið á Ægi- síðubrennuna. Síðan kom jólaball hjá Héðni. Þannig vom jólin hjá okkur tengd fólkinu á Nesveginum sterkum böndum. Jafnvel enn í dag sjáum við fyrir okkur hangikjötið, kakósnúðana og loftkökurnar, sem hvergi var hægt að fá annars staðar en á Nesveginum. Elsku Guðjón. Þú og Rúna frænka hafið alltaf reynst fjölskyldu okkar svo elskuleg að okkur skortir orð til að þakka fyrir vináttuna og hvað þú reyndist mömmu og ömmu hjálplegur allt frá því þegar þær komu fyrst til Reykjavíkur. Fyrir þetta og margt annað viljum við þakka þér um leið og við minnumst þeirra stunda sem við höfum átt með þér. Megi guð og englar hans vera með þér á þeirri leið, sem þú gengur nú með stolti. Við sendum Rúnu, Tedda, Svenna, Gunna og Önnu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Drottin að veita þeim styrk í sorg sinni. Guðmundur og Tryggvi. Elsku afi. Þú kvaddir þennan heim snöggt. Það var ýmislegt sem mig langaði til að segja þér en sagði þér aldrei. Ég sagði þér aldrei hvað ég dáð- ist að eljusemi þinni og atorku, þrátt fyrir þá íjötra sem þinn erfiði sjúk- dómur lagði á líkama þinn. Þú lést máttlausa fætur ekki hindra þig í að ferðast um landið og þér stóð ekki ógn af Snæfellsjökli frekar en öðru. Kraftur þinn lá í vilja þínum, en eins og þú sagðir oft við mig: „Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.“ í mínum huga varstu ekki sjúklingur. Hvers vegna skyldi ég hafa litið á þig sem sjúkling þegar þú _gerðir það ekki sjálfur? Eg sagði þér aldrei hvað þú gladdir mitt litla hjarta, þegar þú linntir ekki látum fyrr en þú fékkst vilja þínum framgengt og lést bera þig niður tröppumar heima til þess eins að sjá hvernig ég byggi. Þú lést ekki undan svo auðveldlega enda allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ég sagði þér aldrei hvað mér þótti vænt um að þú skyldir kenna mér að spila og tefla. Minningin um það er mér kær. Ég sagði þér aldrei að mér fannst aðdáunarvert að ekki bæri á neinu vfli eða voli þegar á móti blés, en þú barst tilfinningar þínar ekki á torg. Ég veit að þeir fjötrar sem lík- ami þinn var lagður í hafa reynt á þína andlegu líðan í gegnum árin. Ég sagði þér þó aldrei að ég vissi það. Oft bælum við með okkur hluti sem við hefðum viljað segja til að gleðja aðra og láta þeim líða vel. Þessi bæling kemur niður á okkur síðar þegar tækifæri til þessarar tjáningar eru ekki lengur til staðar. Þrátt fyrir að dauðinn sé jafn sjálfsagður og fæðingin erum við sjaldnast viðbúin að mæta honum. Við gerum okkur ekki grein fyrir því hvaða þýðingu við höfum fyrir hvert annað fyrr en við skiljumst. í huga mínum lifir minningin um góðan mann sem gat allt því viljinn var fyrir hendi. „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og óíjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn vold- uga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú heíja íjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. (Kahlil Gibran) Elsku afí, ég kveð þig nú. Þín, Dagrún. Allir verða einhveiju sinni sorg- bitnir og mæddir. En hversu mikil er sú sorg sem einstakur maður upplifir, samanborið við það sem þjakar aðra? Því er vandsvarað en víst er að sorgin er einstaklingsbund- in upplifun og aldrei þyngri en þeim sem eftirlætur henni að íþyngja sér. „Sorg er oftar en ekki sjálfsvorkunn og sjálfsvorkunn er víti,“ sagði afi alla tíð og það skyldi hann þekkja, enda sýnir saga hans hversu miklar raunir hann mátti reyna. Rúmlega tvítugur tók Guji úr Hátúni hæsta lokapróf við alþýðu- skólann á Eiðum í öllum fögum nema leikfimi, þar sem hann átti óhægt með hlaup og stökk. Hann var umsjónarmaður á heimavistinni og mikill sjarmör. Að lokinni út- skrift bauðst honum styrkur til frek- ara náms i Reykjavík sem hann þáði ekki. Afi var alla tíð gagntek- inn af sjónum og þangað setti hann stefnuna. Hann var þó ekki fyrr orðinn formaður á mótorbátnum Ásu en hann varð að ganga á land með sjópokann sinn þar sem að jafn- vægisskyn hans var að tapast. Ekki lét hann hér bugast heldur réð sig til starfa hjá vélsmiðjunni Héðni þar sem hann vann til sjötugs. Skömmu seinna ágerðist meinið sem enginn skildi, hvorki læknar né almenning- ur. Um þrítugt var ástandið orðið svo slæmt að afi varð að ganga við staf auk þess sem hann missti hárið og annað auga hans skekktist vegna rangrar lyíjagjafar, að talið var. Sá læknir sem annaðist hann taldi að hann yrði þá ekki langlífur, en ann- að kom á daginn. Til landsins kom síðar nýútskrif- aður taugalæknir sem rannsakaði afa og greindi hann með MS (Multiple Sclerosis eða taugasigg). Þar með var afi orðinn efniviður í doktorsritgerð og um leið fýrsti ís- lenski MS-sjúklingurinn með þá greiningu. Afi og amma áttu saman fjögur börn, Emil Theódór, Svein, Gunnar og Önnu', ekkert þeirra man eftir pabba sínum öðruvísi en sem „mið- aldra manni með staf“ og þannig var hann til sextugs. Alla tíð hefur afi verið mikill dugnaðarforkur sem bjó ömmu og bömum þeirra gott heimili þrátt fyrir fötlun í kjölfar veikinda sinna. Enda þótt afi hafi verið harðduglegur þá átti hann, líkt og allir, uppgjafartímabil sem hann mátti yfírstíga. Það má ekki gleymast að til þess að standa af sér slíkt veður verður maður að eiga sér öruggt skjól og það var vissulega til staðar. Amma mín, Dagrún Gunnarsdóttir, var svo lánsöm að næla sér í ungan og gjörvilegan námsmann á Eiðum og gekk með honum í gegnum súrt og sætt allt til enda. A síðustu árum var orðið mjög erfitt fyrir hana að annast afa þar sem að úttauga- stjómun hans var orðin lítil og hann var orðinn mikið lasinn. Þrátt fyrir það endasentust þau upp um fjöll og firnindi, m.a. með Sjálfsbjargar- félaginu. Og á síðustu þremur árum tókst þeim hjónakomum að fara um allt ísland, þ. á m. hringveginn, sigl- ingu til Drangeyjar og nú síðast með vélsleðum upp á Snæfellsjökul. Það verður að teljast nokkurt kraftaverk af konu á áttræðisaldri að ferðast um við slíkar aðstæður með fatlaðan mann í hjólastól. Afi Guðjón var alltaf mjög stoltur af bamabömunum sínum sem einn- ig þótti ákaflega vænt um hann. Hann hafði óbilandi trú á okkur og hvatti okkur óspart til að rækta þá hæfileika sem okkur vom gefnir. Það voru forréttindi að fá að þekkja þennan væna mann og bið ég góðan guð að gæta hans vel, en hann mun lifa áfram í okkur, afkom- endum sínum, og með öðmm í góð- um minningum. Guðjón Leifur Gunnarsson. Elsku afi minn, ég veit ekki með hvaða orðum ég get kvatt þig því tilfínning mín er óútskýranleg. Ég á eftir að sakna þín mikið og ég minn- ist þín sem eins duglegasta manns sem ég hef þekkt. Þú gafst aldrei upp og þó að örlögin hafi nú sein- ustu árin þvingað þig niður í hjóla- stól gerðir þú allt sem þig langaði til að gera og margir í þínum spomm hefðu aldrei látið sér detta í hug að gera. Og alltaf léstu þig hafa það að ganga ef einhver vildi styðja þig og þó ég hafi oft stutt þig og leitt þig þegar þú þurftir að ganga þá vildi ég óska að það hefði verið oft- ar, því núna þegar þú ert farinn þá finn ég hvað ég á eftir að sakna þess að geta ekki stutt þig og geng- ið með þér. Ég fann alltaf til stolts þegar ég leiddi þig, því hversu erfitt sem þér fannst að ganga þá tókst þér það alltaf og er ég viss um að í raun hafðir þú gaman af því að takast á við allt sem krafðist þolin- mæði og hugrekkis. Mér þykir sárt að missa þig, afi minn, og ég á eftir að sakna þín og þó að sagt sé að tíminn lækni öll sár þá á ég alltaf eftir að sakna þín um jólin því jólin eru ekki eins án þín. I mínum huga eru jólin ekk- ert annað en yndislegt aðfangadags- kvöld með þér og ömmu og fjöl- skylduboð á jóladag hjá ykkur ömmu, en nú ert þú farinn og ég get ekki séð hvernig jólin eiga að vera án þín. Elsku afi minn, takk fyrir allar samvemstundimar sem við áttum og guð geymi þig og varðveiti sér við hlið. Haukur Jóhann. HALLGRIMUR PÉTURSSON + Hallgrímur Pétursson fæddist í Reykja- vík 22. júní 1910. Hann lést á hjúkr- unardeild Hrafn- istu í Reykjavík fimmtudaginn 26. október. Foreldrar hans voru hjónin Pétur Bjarnason skipstjóri, f. 9. apríl 1879, d. 15. febrúar 1921, og Herdís Guðmunds- dóttir húsmóðir, f. 9. ágúst 1885, d. 19. nóvember 1918. Systkini Hallgríms voru 10, og eru nú öll látin nema eitt, Ingólfur, búsettur í Reykjavík. Hinn 23. janúar 1943 kvænt- ist Hallgrímur eftirlifandi eig- inkonu sinni Ástu Vilhjálms- dóttur frá Meiri-Tungu í Holt- um, f. 18.10.1918. Þau eignuð- ust fjögur börn. Þau eru: 1) Erna, f. 3. september 1942, bankastarfsmaður, gift Finn- boga Böðvarssyni sjómanni. Þau eiga Helga, Ástu, Elísa- betu og þrjú barnabörn. 2) Helga, f. 3. september 1942, bankastarf smað- ur, gift Konráð Beck, prentara. Þau eiga Bjarna Rúnar, Vigdísi, Hallgrím Kristján og tvö barnabörn. 3) Herdís, f. 2. maí 1947, starfsstúlka, gift Sigurði Ólafs- syni, sendibíl- stjóra. Þau eiga Hildi, Ólaf, Guð- rúnu Ástu og eitt barnabarn. 4) Pét- ur Villyálmur, f. 25. september 1955, bifvélavirki og ökukenn- ari, kvæntur Hafdísi Ragnars- dóttur, kennara. Þau eiga Ragnar Snorra, Herdísi Borg og Þórdísi Rún. Hallgrímur og Ásta bjuggu lengst af á Hólavangi 10, Hellu, eða í 48 ár. Þau fluttu til Reykjavíkur haustið 1991 í þjónustuíbúð Hrafnistu, Jökulgrunni 6. Hallgrímur starfaði hjá Kaup- félaginu Þór, Hellu, og sem ökukennari í u.þ.b. 40 ár. Útför Hallgrims fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. KÆRI Hallgrímur. Mig langar að minnast þín með örfáum orðum. Þú tókst dauða þínum með æðruleysi en þannig varstu. Gerð- ir þér ekki rellu út af smámunum og tókst því sem að höndum bar. Þú varst rólegur, traustur og vild- ir engan ófrið. Innan fjölskyldunn- ar ríkti virðing fyrir þér. Þú sagð- ir fátt, en þegar þú lést í þér heyra var það virt. Þú varst góður „hljómsveitarstjóri". Þú náðir góð- um samhljómi í hljómsveitina sem var fjölskyldan þín. Fyrstu kynni okkar urðu þegar ég var- kennari á Laugalandi í Holtum og þú búsettur á Hóla- vangi 10 á Hellu. Ég eignaðist son, Ragnar Snorra, með einka- syni þínum Pétri sumarið 1983. Við Pétur vorum ekki í föstu sam- bandi þá og óvíst að það yrði. Ég og Ragnar Snorri heimsótt- um þig og Ástu tengdamóður mína oft. Ég man hvað þið tókuð okkur vel. Einu sinni segir Ásta: „Haf- dís. Við Hallgrímur ætlum að gefa þér ný nagladekk undir bílinn. Hallgrími líst ekkert á þessi dekk.“ Þetta var þér líkt, þetta var ekki gjafmildin ein heldur umhyggja þín sem birtist einmitt svona. Líkt þér að láta Ástu segja það. Þessu gleymi ég aldrei. Eg heyrði oft sagðar sögur af þér. Þú varst mikill grallari á yngri árum. Ég man líka að það var stutt í glettnina hjá þér. Ég held að við höfum haft líkt skopskyn. Ég man þegar þú varst að lesa upp skrýtlur fyrir mig og þú hrist- ist allur af hlátri löngu áður en skrýtlan var búin. Við áttum góðar stundir sam- an, þú, Rajgnar Snorri og ég vor- ið 1984. Asta þurfti að leggjast inn á spítala og ég tók að mér húsmóðurstörfin. Pétur var þá að vinna inni á hálendi við virkjunar- framkvæmdir. Þá minnist ég þess þegar þú sagðir við mig: „Ef þig vantar aura í matarinnkaupin þá eru aurarnir mínir þarna í skúff- unni.“ Þú treystir mér strax. Þú treystir þínu fólki. Þið Ásta flutt- uð frá Hellu haustið ’91. Ég veit að þú varst ekkert sérstaklega ánægður í fyrstu en tókst því eins og þér var líkt. Breytingar hafa nú ekki verið þitt uppáhald meðan þær hafa staðið yfir en þegar þær voru um garð gengnar varstu manna ánægðastur. Fyrir stuttu vildi Ásta breyta til í stofunni. Þú varst fremur þungur á brún, en sagðir fátt. Þegar hamagang- urinn var yfirstaðinn og þú kom- inn á þinn stað stutt frá útvarpinu og rétt staðsettur við sjónvarpið varstu strax orðinn sáttur. Þú hefur alltaf haft mikinn áhuga á barnabörnunum og barnabama- börnunum þínum. Nú sjá þau á bak góðum afa og langafa. Böm- in okkar Péturs aðeins 12, 6 og 3 ára. Við höfum eytt saman 11 síð- ustu áramótum. Fyrst á Hellu og síðan í Reykjavík. Það verða tóm- leg næstu áramót án þín. En minningin um þig á eftir að ylja okkur í framtíðinni. Vertu sæll og kærar þakkir fyr- ir allt. Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þín tengdadóttir, Hafdís Ragnarsdóttir. Þegar ég frétti af láti Hallgríms helltust yfir mig minningar bemskunnar. Margar þær björt- ustu tengjast einmitt honum og íjölskyldu hans á litla en hlýlega heimilinu þeirra á Heliu. Tvíburad- ætur hans Ema og Helga gættu okkar systranna þriggja og Dísa dóttir hans var og er ein besta vinkona mín. Langskemmtilegasti tíminn á Heilu í gamla daga var gamlárs- kvöld en þá fóru þeir fullorðnu á áramótadansleiki í Hellubíó en við systumar fluttum sængurfötin okkar heim til Hallgríms og Ástu og dvöldum þar um nóttina í góðu yfírlæti. _ Ég minnist líka kvöldstundar á heimili foreldra minna þegar Hall- grímur og Ásta vom í heimsókn og hann hóf að segja okkur heimil- isfólkinu sögur. Til þess hafði hann einstaka hæfileika. Draugasög- urnar voru bestar, sagðar með mörgum mislöngum þögnum og hvíldum sem hann nýtti til að taka í nefið og brúka rauða tóbaksklút- inn. Hallgrímur var traustur og ró- lyndur maður, orðvar en orðhepp- inn. Ég minnist hans með þakk- læti og hlýju og sendi Ástu, Dísu, Ernu, Helgu, Pétri, tengdabörnum og ástvinum hans öllum innilegar samúðarkveðjur. Hrafnhildur Guðnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.