Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 27 FRÁ leiklestri á íslensku mafíunni. Æfingar hafnar á íslensku mafíunni í SÍÐUSTU viku hófust æfingar á Islensku mafíunni eftir Kjart- an Ragnarsson og Einar Kára- son hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þetta leikrit unnu þeir uppúr bókum Einars „Heimskra manna ráð“ og „Kvikasilfur". Islenska mafían er margþátta fjölskyldusaga þriggja kynslóa, þar koma fram litríkir persónu- leikar og er óhætt að fullyrða að þetta er kraftmikið og að- gangshart leikrit með leiftrandi húmor. Við kynnumst uppgangi og hnignun, braski og græðgi í ís- lensku samfélagi síðustu ára- tuga. Leikarar eru: Ari Matthías- son, Árni Pétur Guðjónsson, Bryndís Petra Bragadóttir, Eggert Þorleifsson, Ellert A. Ingimundarson, Felix Bergsson, Guðmundur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Magnús Ólafssoii, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Pétur Einarsson, Sóley Elías- dóttir, Valgeir Skagfjörð og Þröstur Leó Gunnarsson. Leik- stjóri er Kjartan Ragnarsson, leikmynd gerir Axel Hallkell Jóhannesson, búninga Þórunn Elísabet Sveinsdóttir og lýsingu annast David Walters. Frumsýningin verður í lok desember. Að koma orðum að lífsgleðinni BOKMENINTIR Ljóð SYNGJANDI SÓLKERFI eftir Magnúx Gezzon. Andblær 1995. KANNSKI lætur skáldum ekkert vel að yrkja þegar þau eru í góðu skapi. I gleði sinni yfir því að „lifa“ missa þau tökin á orðunum. Eða kannski er þetta bara þjálfunaratr- iði. Ljóðmál nútímans er ekkert sér- staklega gjöfult þegar kemur að hamingjunni. Eftir að hjarðsæluskáldskap- ur fór úr tísku fyrir margt löngu, hefur eiginlega ekki fundist néinn brúklegur stíll í hans stað sem gæti nýst skáldunum þeg- ar kemur að því að tjá jákvæða hleðslu sálarinnar. Að minnsta kosti eru lífs- gleði- og ástarljóð Magnúxar í þessari nýju ljóðabók hans djúpt mörkuð þessum vandkvæðum. Ljóð- mælandi þeirra er að springa af gleði og orku. Er stöðugt að renna inn í alsælustundir sem sannfæra hann og staðfesta aftur og aftur að hann er á lífi og finnur, skynjar og elskar. Kjörorð bókarinnar er án nokk- urs vafa setningin: „Ég er lifandi“ (bls. 11). En það er líkt og Magn- úx treysti ekki lesandanum til að renna þessi sannindi í grun; ljóð- málinu hættir til að verða nokkuð hávært og hátíðlegt og um leið grunnrist: „Fylli lungun mettuðu lofti. / Víman þenur líkamann, / Ég flýg inn í alsæla kösina. / Dansa og dansa“ (bls. 11). Og það er einhver ónákvæmni í líkinga- málinu í hendingum líkt og þess- um: „Grænn andvari glitrar / hægir á öllu. / Fyllir vitin ótrúlegu lofti.“ (bls. 39). Allar þessar skynjanir og upplif- anir lýsa augnablikum sem ekki ná að þéttast nógu vel í orðmynd- um og þær eru alltof markaðar af veikum lýsingarorðum og ósam- stæðum nafnorðum sem hvorki opna ljóðið né loka því heldur rað- ast upp í línur sem loða fremur lauslega saman. Minnisstætt ljóð Aðeins eitt ljóð í bókinni verður virkilega minnisstætt: „Minning“ (bls. 36). Þar þenur Magnúx boga merkingarfræð- innar á mjög smekk- legan máta svo úr verður ágætis texti. En líkt og hjá mörgum ljóðskáldum íslenskum er það skortur á hugs- un sem vísar út fyrir einfaldar „stemning- ar“ sem hijáir þessa texta. Tungutak þeirra nær aldrei að renna saman í áhrifamiklar myndir, orðin sjálf ná aldrei að virka í krafti sínum. Það eru of lítil átök í þessum ljóðum við hug- myndakerfin sem þau rísa af. (Hvað þýðir, eða hvað getur sú „upphafning“ þýtt sem Magnúx er stöðugt að lýsa? Hvaða mögu- leika í framsetningu býður hún uppá?) Og það er skaði því slík spenna hefði án efá gefið þessum ljóðum fleiri víddir og þannig feng- ið þau til að vísa til fleiri átta en bara á eina vitund. Það er ekki létt að yrkja um hina góðu tíma, þó svo að þeir séu skemmtilegir en það er gott að vita að einhver reynir það samt sem áður. Kristján B. Jónasson Magnúx Gezzon Hver einstakur dropi MYNDLIST Viö Hamarinn - Ilafnarfiröi MÁLVERK Karl Jóhann Jónsson. Opið kl. 14-18 alla daga, nema mánud., til 12. nóv. Aðgangur ókeypis ÞAÐ er eftirtektarvert að fylgj- ast með hversu fumlaust yngsta kynslóð myndlistarmanna hefur tekið til við hið hefðbundna málverk eftir tveggja áratuga togstreitu næstu kynslóðar á undan við að forðast það, koma að því aftur, breyta því með ýmsu móti eða af- neita því gjörsamlega. Um leið má finna hjá þessum yngsta hóp sýn- enda endurnýjaðan áhuga á hlut- bundinni list, sem tengist eldri lista- stefnum; á hverri sýningunni á fætur annarri má sjá fígúratíva myndlist í fyrirrúmi, þar sem grunntónninn er gleði og saklaus undrun yfir því sjónræna lífi, sem listin getur nærst af allt um kring. Karl Jóhann Jónsson heyrir til þessum yngsta hóp, sem er að kynna sig á listvettvangi þessi miss- erin. Hann er fæddur 1968 og út- skrifaðist frá málaradeild Mynd- lista- og handíðaskóla íslands vorið 1993, og hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum frá þeim tíma, þar sem glögglega hefur mátt greina helstu einkenni verka hans, en hér er Karl Jóhann að halda sína fyrstu einkasýningu. Hér eru á veggjum rúmlega íjörutíu lítil málverk, sem hvert um sig er helgað hinu einstaka, ef svo KARL Jóhann Jónsson: Sunn- lenskur bóndi, 1995. má segja; persónum, pöddum, mó- lekúlum eða munstruðum sokkum. Ástæðu þessa ljölskrúðuga mynd- efnis má m.a. finná í orðum lista- mannsins, þegar hann segir: „Af öllu því fólki sem hefur verið til, er til og mun verða til eru engir tveir eins . . . í framhaldi af þessu hefur mér dottið í hug hvort það geti verið, að hver einasti vatns- dropi sem fellur sé frábrugðinn öll- um hinum — hafí eigin ásjónu og örlög. Það sama má segja um sokka, brauð, pöddur og óendanlega margt, margt fleira . . .“ Út frá þessari undrun verða tólf venjulegar manneskjur að læri- sveinum (nr. 2), sem vissulega hafa kristilegar tilvísanir, vetrarmorg- unn birtist í kuldalegu andliti (nr. 26), og jafnvel maturinn verður persónukenndur (nr. 17). Sérstakur heiðursgestur klisjunnar (nr. 13) fer jafnvel vel í þessum félagsskap. Einstakir vatnsdropar fá andlit, listamenn jafnt sem hin ýmsustu skordýr birtast í nýjum litum, og sokkar verða ígildi fjölskyldumynd- ar. Áhorfandinn tekur fljótt eftir öðru í þessum leik listamannsins með liti og myndefni, en það er leikur hans með mynstur. Fjöl- breytt litmynstur eru lögð yfir ein- staka myndhluta eða heilar myndir, og blúnduverkinu jafnvel gefín sjálfstæð tilvera, eins og í myndinni „Bið“ (nr. 10). Þessi fjöruga viðbót myndanna gerir þessi litlu verk að einkar sjálfstæðum listaverkum, sem þó er erfitt að ímynda sér að héldu sama llfskrafti í stærra formi. Sú einfalda gleði sem skín úr þessum myndverkum er ekki þrúg- uð af þunga hátimbraðra kenninga um lífið og listina, heldur nýtur ein- faldlega hvors tveggja eins og það birtist; hver dropi kann að vera ein- stakur, og því er sjálfsagt að sýna hann sem slíkan. Það eykur síðan á hinn persónu- lega ferskleika sýningarinnar að á einni súlu salarins er að finna ör- litla gestasýningu frá dóttur lista- mannsins; sú saklausa skoðun um- hverfisins sem þar er að hefjast og síðan endurómar með vissum hætti í sýniftgunni allri ætti að fullvissa flesta um möguleika listarinnar til að vera ætíð ný á hveijum tíma. Þeir sem vilja fylgast með nýja- bruminu í myndlistinni hér á landi ættu að líta inn við Hamarinn á næstunni. Eiríkur Þorláksson 6 vikna byijenda- rwi frmnlifflrlgnÁniglreifl fyrir þá sem vilja Qárfesta í heUsunni með bættu mataræði og hoUum lífsstíL FYRIR Aðeins kr. 7.500 Fjölbreytt líkamsrækt Næringarráðgjöf Mappa fuH af fróðleik Aðhald í mataræði / Ovæntir glaðningar Mælingar 3-5 sinnum í viku Barnagæsla Iþrottakennarar kenna Námskeiðin hefjast mánud. 6. nóvember Ps. Munið opnunarhátíð World Class þann 4. nóvember n.k. að Fellsmúla 24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.