Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 57 l I I I I I ! I I I I ! í I I I í f í ( < i STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ ■n Kingsley Michael Matsen Einn mesti hasar ailra tíma. Hann er ákærandinn, dómarinn og böðullinn. Hann er réttlaetið. Sylvester Stallone er Dredd dómari. Myndin er að hluta til tekin hér á islandi. ■ t.. f. M Ti Sýnd kl. 9 og 11 . B.i. 16 ára. MAJOIl IWW Frábær grínmynd »7 /5; Baltasar sími 551 9000 SLATER KEVIN BACOM GARY 0LDMAI\l J.m I f í s IIU THE FIRST AD fFflfLÖCDU R/tDI p ?r«|ON Sýnd kl. 5 og 9. B.i. 16 ára. Dolores CLaiborne Sýnd kl. 9 og 11.25. B. i. 14 ára kagam" ÍH* Mögnuð spennumynd um endalöKTtlcatraz fangelsisins. Þessari máttu ekki missa af! Sýnd kl. 16.45, 18.50, 9 og 11.15. B.i. 12 ára. Rocky Horror Sýnd kl. 11. Kr. 300. Einmg sýnd í Borgarbíói Akureyri /D DJT H L J 0 0 K E R F I UPPA YFIKBORÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg Danstónlist nýtur sífellt meiri vinsælda að mati bandaríska tónlistarmannsins Josh Wink sem heldur tónleika hér á landi í kvöld. Hann segir að ólíkt betra sé að vinna við slíka tónlist í Evrópu en heima fyrír. LIÐSMENN Smashing Graskerin á toppnum NÝJASTA plata Chicagosveitar- innar Smashing Pumpkins fór beint í efsta sæti bandariska vinsældalist- ans í síðustu viku með 246.000 seld eintök. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin nær toppi þess lista, en þrátt fyrir að síðasta plata henn- ar, „Siamese Dream“, hafi selst í yfir 3 milljónum eintaka, náði hún aðeins 10. sæti. Nýja platan heitir „Mellon Collie and the Infínite Sadness“ og er að því leyti óvenjuleg að hún er tvö- föld. Tvöfaldar plötur eru að sjálf- sögðu mun dýrari en einfaldar og sejast því síður. Þess vegna ber áðumefnd sala „Mellon Collie and the Infínite Sadness" þess vitni að Smashing Pumpkins hafí náð mikl- um vinsældum í Bandaríkjunum. Þar kostar eintakið átján dollara, eða hvorki meira né minna en 1.150 krónur, en hér á landi kostar ein- Uikið um það bil 3.000 krónur. Aður en „Mellon Collie and the Infínite Sadness" náði toppnum á bandaríska listanum sat plata Mar- iuh Cíirey, „Daydream", í efsta sætinu. Hún féll nú í annað sæti og í þriðja sæti er plata söngkonunnar Alanis Morissette, „Jagged Little PiII“. Nýjasta plata þungarokkar- ans Ozzys Ozbournes, „Ozzmosis", er ný á lista í fjórða sæti. UNDANFARIÐ hafa lög bandaríska tónlistar- mannsins Josh Wink mikið heyrst í útvarpi hér á landi og víðar og í kjölfar laganna kemur tónlistarmaðurinn sjálfur og treð- ur upp í Tunglinu í kvöld. Josh kemur hingað á leið til Bretlands, en hann hefur haft í nógu að snú- ast undanfarið í kjölfar mikillar velgengni austan Atlantsála, en vestan þeirra, í heimalandinu, hef- ur hinum ekki gengið eins vel að koma sér á framfæri. Of mikil neðanjarðartónlist Josh White segir danstónlistar- líf gjörólíkt í Evrópu og vestan hafs, í Bretlandi; „heima í Banda- ríkjunum er slík tónlist alls ekki spiluð í útvarpi og því erfitt um vik að kynna hana og koma á framfæri," segir hann. „Til eru útvarpsstöðvar þar sem bregður fyrir stuttum þáttum, kannski vikulega, og leikin er danstónlist, en það er þá poppdanstónlist,“ segir hann og bætir við að á með- an Evrópubúar falli fyrir harðri danstónlist og slík tónlist eigi tíð- um greiða leið upp vinsældalista þá sé sú danstónlist sem helst nái eyrum manna vestan hafs mjög poppleg, „allt hitt er allt of mikil neðanjarðartónlist fyrir útvarp og plötufyrirtæki," segir hann. Dreifingin oft vandamál Josh White segir að til viðbótar við erfiðleika að koma tónlist í útvarpið þá standi dreifmgin oft í smáfyrirtækjunum, sem eru að rembast við að gefa út ferska danstónlist vestan hafs. „Það er ekki nóg að koma plötunni út ef enginn fæst til að dreifa henni," segir hann. „Það gefur augaleið að fólk kaupir ekki plötu sem ekki er til. Að þessu leyti hefur dans- tónlistin átt erfiðara uppdráttar en rokkið, því ævinlega hefur gengið vel að dreifa rokkplötum og stórfyrirtækin hafa verið mun opnari fyrir þyí að liðsinna við dreifingu á þeim.“ Josh White rek- ur eigin útgáfufyrirtæki með fé- laga sínum King Brit og segir að það skipti sig miklu máli að eiga eigin útgáfu. Hann segist þó lík- lega munu fara þá leið að semja við eitthvert stórfyrirtæki í Evr- ópu, því það sé fullmikið mas að gera út frá Philadelphiu. „Að mér sækir reyndar óvígur her útgef- enda um þessar mundir og ég á eftir að hitta þá fjölmarga á næstu vikum,“ segir Josh og fer ekki á milli mála að honum líst ekki of vel á þau fundahöld. Danstónlist sækir í sig veðrið „Það er að yissu leyti sérkenni- legt að vera sífellt að ferðast til Evrópu, leika þar sem plötusnúður eða eigin tónlist fyrir fullum hús- um hvarvetna, og árita plötur fyr- ir tugi eða hundruð manna, en heima þekkir enginn mann,“ segir Josh og kímir, „en það hefur sínar góðu hliðar, því fyrir vikið er tón- listin ekki eins útþynnt og gerist stundum í Evrópu þegar plötufyr-'*^ irtæki eru að leita að lögum sem slegið geta í gegn.“ Josh White segist þeirrar skoð- unar að danstónlist sé enn að sækja í sig veðrið, þess séu fjöl- mörg dæmi og nefnir hann vel- gengni sinna laga til sanninda- merkis, en nýjasta lag hans fór beint inn í áttunda sæti breska vinsældalistans fyrir skemmstu. „Rokkið er í uppsveiflu í Bret- landi, eins og sjá má á slagnum milli Blur og Oasis,“ segir hann, „en þess sér víða stað að danstón- listin hefur sterk áhrif á ung- menni, eins og heyrist vel í tónlist til að mynda breskra ungsveita.“ Til stóð að Josh White kæmi fram á einu balli hér á landi að þessu sinni, í Tunglinu í kvöld, en hann kemur einnig fram á balli í Tónabæ fyrr um kvöldið, sem hald- ið er til stuðnings Flateyringum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.