Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 17 LANDIÐ Lyfsali í Siglufirði hyggst leggja inn lyfsöluleyfi vegna nýrra lyfjalaga Ríkissjóður kaupi eignir lyfsala á landsbyggðinni Siglufirði - Ásta Júlía Kristjáns- dóttir lyfjafræðingur og lyfsali í Siglufirði, segir að hún sjái sér ekki annað fært en að leggja inn lyfsöluleyfið, til að sitja ekki uppi með verðlausar eignir þegar frelsi til að opna lyfjabúðir verður auk- ið. Ásta fékk lyfsöluleyfið fyrir rúmu ári og því fylgdu fasteignir og búnaður upp á u.þ.b. 20 milljón- ir. Hún hefur þegar sent inn fyrir- spurn til heilbrigðisráðuneytisins um hvort ríkið muni kaupa eign- ina, ef hún leggi inn leyfíð, en áður keypti lyfsölusjóður þær eignir sem fylgdu óseljanlegum lyfsöluleyfum. Síðustu greinar nýrra lyfjalaga taka gildi 15. mars næstkomandi. Með þeim má auka frelsi til að opna lyfjabúðir m.a. til að skapa aukna samkeppni og þar með lækka lyfjaverð. Hingað til hafa allir landsmenn borgað sama verð fyrir lyf, en með nýju lögunum verður lyfjaverð gefið fijálst. Samkvæmt gömlu lyfsölulögun- um bar þeim lyfjafræðingum, sem fengu lyfsöluleyfi, skylda til að kaupa þær eignir sem þeim fylgdu, t.d. verslunarhúsnæði og íbúðir. Verðlausar eignir Ásta Júlía fékk fyrir rúmu ári lyfsöluleyfi í Siglufirði og því á landi standa í sínum sporum og hefur hún áhyggjur af að ef lyfja- verð lækki mikið á Reykjavíkur- svæðinu þá muni íbúar á lands- byggðinni kaupa lyfin sín þar, þar sem lítil apótek á landsbyggðinni hafi augljóslega ekki sama svig- rúm til að lækka lyfjaverð hjá sér. í kjölfar þessarar þróunar muni síðan þjónustan úti á landsbyggð- inni minnka. Ásta segir það vera réttlætismál að allir landsmenn borgi sama verð fyrir alla heilbrigðisþjónustu, þar með talið lyfín sín, og þykir henni í meira lagi undarlegt að þingmenn landsbyggðarinnar standi að þessum breytingum þrátt fyrir að þeim hafi verið bent á aðrar leiðir til að ná fram meiri sparnaði en þessi nýju lög boða. Ásta hefur þegar sent inn fyrir- spurn til heilbrigðisráðuneytisins um hvort ríkið muni kaupa eignina ef hún legði inn lyfsöluleyfið í ljósi þess að íyfsölusjóður hefur verið lagður niður, en áður en nýju lyf- sölulögin. tóku gildi bar sjóðnum að kaupa upp þær eignir sem fylgdu lyfsöluleyfum sem ekki seldust. Ásta segist leggja inn leyfið að öllu óbreyttu. „Eg hef þegar mat lögfræðings á því að ríkinu beri skylda til að kaupa af mér eignina.“ Morgunblaðið/Sigriður Ingvarsdóttir ÁSTA Júlía Kristjánsdóttir apótekari í Siglufirði. fylgdu fasteignir og búnaður upp á u.þ.b. 20 milijónir. Hún segir að fjölskyldu hennar líði mjög vel í Siglufírði og vilji ekki flytja það- an, en hins vegar sjái hún sér ekki annað fært en að leggja inn lyfsöluleyfið til að sitja ekki uppi með verðlausar eignir í framtíð- inni. Ásta kvað nokkra lyfsala úti Sprengjuleit í Vogaheiði Vogum - Nýverið leituðu landliðar og sprengjuleitarsérfræðingar í varnarliðinú ósprunginna sprengi- kúlna á fyrrum skotæfingasvæði stórskotaliðs bandaríska landhers- ins í Vogaheiði. Innan við tugur sprengikúlna úr skriðdrekavarnarbyssum, fall- byssum og sprengivörpum fundust og var þeim eytt. Leitin stóð í nokkra daga og þegar flestir tóku þátt í leitinni voru hermennirnir um 80-100. Hreinsun fór einnig fram árið 1960 þegar skotæfingasvæðinu var skilað íslenskum stjórnvöldum og hreinsun fór aftur fram árið 1986. Sprengikúlurnar sem hafa fundist ósprungnar hafa fallið og grafist í mjúkan jarðveg, en borist upp á yfirborðið sökum rofs og frostlyftinga, sem hefur orðið á þeim 35 árum sem eru liðin frá því skotæfingunum var hætt. Vinsælt útivistarsvæði Á og við skotæfingasvæðið er vinsælt útivistarsvæði, Háibjalli og Snorrastaðatjarnir og það þarf vart að ítreka að mikil hætta get- ur staðið af sprengikúlunum séu þær meðhöndlaðar af öðrum en kunnáttumönnum. Arekstur og bílvelta á Austurv eginum Selfossi - Fólksbíll valt i hörðum árekstri á Austurveginum á Selfossi framan við Landsbanka íslands upp úr klukkan 22 á mið- vikudagskvöld. BMW-bifreið, sem ekið var vest- ur Austurveginn á mikilli ferð, ók aftan á Saab sem var ekið inn á götuna og í. vesturátt. Bílstjóri BMW-bílsins reyndi að forðast áreksturinn og ók upp á miðeyju á götunni en lenti á hægra aftur- horni Saab-bílsins og valt við það eina veltu. Ungur ökumaður og tveir farþegar á unglingsaldri í 'BMW-bílnum sluppu án verulegra meiðsla. Ökumaður Saab-bílsins, sem var einn í bflnum, slapp ómeiddur. Bílarnir eru mikið skemmdir. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! HEIMABANKI Heimabanki Sparisjóöanna maetir kröfum nútímans um skýrt og myndrænt notendaviömót. SPARISJOÐIRIMIR SYIMA VIÐSKIPTAVIIMUM SÍIMUM IMOTALEGT VIÐMÓT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.