Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 37 MINNINGAR AÐALHEIÐUR KLEMENSDÓTTIR 4- Aðalheiður * Klemensdóttir var fædd 21. októ- ber 1910 í Reykja- vík og ólst þar upp. Lengst af bjó hún á Holtsgötu 31. Hún lést í Reykjavík 26. október sl. Foreldr- ar hennar voru Klemens Klemens- son frá Brautar- holti á Kjalarnesi, f. 1. júní 1886, d. 22. nóv. 1918, sjó- maður í Reykjavík, og kona hans, Mar- grét Guðbrandsdóttir, f. 30. sept. 1888, d. 13. sept. 1946. Þann 9. júní 1934 gekk Aðal- heiður að eiga Guðmund Krist- ján Kristjánsson, vélstjóra, f. 19. júlí 1904, d. 27. janúar 1958. Guðmundur var vélstjóri á tog- urum frá 1927-1945, síðan verksljóri i Vélsmiðjunni Héðni. Foreldrar Guðmundar voru Kristján Jónasson, bif- reiðastjóri i Reykjavík, og kona hans, Ingibjörg Guðmundsdótt- ir. Börn Aðalheiðar og Guð- mundar enl: Klemens, f. 10. nóv. 1934, kaupmaður í Höne- foss í Noregi, kvæntur Astri Guðmundsson, eiga þau 4 börn. Aðalheiður Mar- grét, f. 7. okt. 1937, 10. maí 1942. Aðalheiður Mar- grét, f. 11. maí 1942, gift Jóni Helgasyni, vél- stjóra í Reykjavík, og eiga þau 3 börn. Hrefna, f. 9. sept. 1944, gift Óla Má Guðmundssyni, Reykjavík, starfs- manni hjá Lands- virkjun, þau eiga 3 börn. Kristján, f. 4. okt. 1945, húsa- smiður í Reykjavík, kvæntur Elsu Baldursdóttur, og eiga þau 3 börn. Margrét, f. 28. ágúst 1948, búsett á Englandi, gift Geoffrey Brabin húsasmið, og eiga þau 2 börn. Þá ól Aðal- heiður upp tvær dætur Guð- mundar frá fyrra hjónabandi, þær Ingibjörgu, f. 9. ágúst 1927, d. 27. jan. 1985, og Krist- ínu, f. 16. apríl 1929, d. 22. júlí 1961, en Guðmundur missti fyrri konu sína, Olgu Viktoríu Karlsdóttur, frá dætrum þeirra ungum. Utför Aðalheiðar fer fram í dag frá Fossvogskirkju og hefst athöfnin klukkan 15. FALLIN er nú eikin stóra og sterka, sem veitt hefur ungviðinu skjól og vernd í gegnum árin. Nú er ekki lengur hægt að skreppa vestur á Holtsgötu 31 og ræða málið við ömmu, fá hjá henni ráð og góðar leiðbeiningar í lífsins vandamálum og hlusta á smitandi hlátur hennar þegar henni voru sögð nýjustu afrekin og ævintýrin. Það kom fljótt í ljós hvaða mann tengdamóðir mín hafði að geyma, er hún hóf búskap með Guðmundi, sem var vélstjóri á togurum og löngum að heiman, og fékk hún það hlutverk að ala upp tvær ung- ar fósturdætur, sem voru nýbúnar að missa móður sína. En Aðalheiður brást ekki hlut- verki sínu, þá frekar en síðar á lífs- leiðinni. Hún kom þessum börnum þeirra til manns, og þegar hún missti mann sinn löngu fyrir aldur fram kom í ljós að efniviðurinn hafði verið góður, því að börn henn- ar stóðu nú eins og klettur við bak móður sinnar og hafa ætíð gert síðan. Þegar sá er þetta ritar kom fyrst á heimili tengdamóður sinnar, var það með nokkurri eftirvænt- ingu og smákvíða, en það breyttist strax þegar á móti mér kom þessi fjallmyndarlega og brosandi kona og bauð mig velkominn. Ég hef allt frá þeirri stundu tal- ið mig mikinn lánsmann að hafa tengst þessari mikilhæfu konu. Það var aldrei lognmolla og fýla á heim- ili tengdamóður minnar, þar átti söngur og gleði stóran sess. Á af- mælum og merkum tímamótum kom fjölskyldan saman á Holtsgötu 31 og fagnaði. Þá var lagið tekið oft og tíðum og ekki látið staðar numið fyrr en birta tók af degi. Seint gleymi ég þegar þær sungu saman fjölskyldulagið „Ég elska hafið“, þær tengdamóðir mín og móðursystir hennar Rósa Mort- hens, það fannst mér toppurinn á tilverunni. Það fer ekki hjá því að minningamar streymi fram þegar komið er að kveðjustundinni. Það sýndi sig best hvaða sess tengda- móðir mín átti í hjörtum afkomend- um sinna, eftir að hún veiktist og varð að dvelja á sjúkrahúsi og síð- ast á Hvítabandinu. Komu börn hennar, tengdabörn og barnabörn reglulega í heimsókn og fylgdust með heilsu hennar. Allt var gert til að henni liði sem best og átti starfsfólk á Hvítabandinu ekki síst stóran þátt í því, og eru starfsfólk- inu færðar alúðarþakkir. Tengda- móðir mín hafði fótavist fram til þess síðasta, þó að elli og sjúkdóm- ur heijaði á, gekk þessi kona tein- rétt og hnarreist eins og áður, allt þar til yfir lauk. Þannig var hún, sterk og stælt, lét aldrei bugast. Svona viljum við minnast hennar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Jón Helgason. Mig langar með örfáum orðum að minnast tengdamóður minnar Aðalheiðar Klemensdóttur, eða Öllu eins og hún var alltaf kölluð. Hún tók mér strax opnum örmum þegar ég kom með syni hennar inn í fjölskylduna. Ég fluttist inn á Holtsgötuna til hans og bjuggum við hjá henni þar í nokkra mánuði. Á þeim tíma eignuðumst við okkar fyrsta bam og var það ómældur styrkur fyrir mig sem unga stúlku með mitt fyrsta barn að búa hjá henni, sem átti svo mikla reynslu að miðia til mín. Við fluttum svo annað í nokkur ár, en keyptum fbúðina fyrir neðan hana á Holts- götunni árið 1972. Það var ánægju- legt sambýli að búa í sama húsi og hún Alla í þau 21 ár sem við bjuggum þar saman. Þar bar aldrei skugga á. Það var gott að koma heim úr vinnunni og slaka á yfir kaffibolla og rabba við hana eftir erilsaman dag. Og fyrir börnin okkar var ómetanlegt að hafa ömmu uppi. Hún var alltaf heima, það var svo ósköp þægilegt fyrir þau að hlaupa upp til hennar á morgnana á náttfötunum og skríða upp í rúm til hennar þegar við for- eldrarnir fórum í vinnuna. Hún Alla var einstök kona, virðu- leg í fasi og það var gaman að horfa á eftir henni ganga eftir Holtsgötunni á leið í vinnuna. Það var gestkvæmt hjá henni, þangað sem allir voru velkomnir. Hún var ávallt umkringd fólki þótt hún færi ekki mikið út sjálf. Það voru margar skemmtilegar veislur haldnar á Holtsgötunni, þar var oft glatt á hjalla, mikið spilað og sungið. Að lokum vil ég þakka þér, Alla mín, fyrir allar samverustundir sem við áttum. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Snert hörpu mina himinboma dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furatré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka smiðjumó. í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjöm, og sumir verða alltaf lítil böm. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfram loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinboma dís og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson) Elva Dögg, Drífa, Daníel og Ástrós Anna. Elsku tengdamamma. Mig lang- ar til að kveðja þig með örfáum orðum. Ég hefi alltaf sagt, þegar félagar mínir hafa verið að segja svokallaðar tengdamömmusögur, að ég skildi ekki hvað þeir væru að tala um, ég kannaðist ekki við neitt af þessu hjá minni tengda- móður. Ég bar mikla virðingu fyrir þér, fyrir visku þína, réttlæti þitt, og þolinmæði þína. Þú munt alltaf eiga sérstakt pláss í hjarta mínu, og mér þykir sárt að hafa ekki getað verið hjá þér síðustu andar- tökin. Ég veit í hjarta mínu, að nú ert þú búin að hitta þann sem þú hefur saknað lengst og hefur það miklu betra. Þess óskar þinn tengdasonur, Óli Már. Öll áttum við okkur annað heim- ili hjá þér á Holtsgötunni. Þú sast á stólnum þínum við eldhúsborðið alltaf öruggur punktur í tilverunni. Til þín leituðum við með allt, hvort sem það voru áhyggjur, sorg eða gleði. Við bjuggum öll í næstu hús- um við þig þegar við vorum börn og þú leist eftir okkur öllum. Ef við sáumst ekki í einhvern tíma, þá mátti heyra köll úr eldhúsglugg- anum og ef við svöruðum því ekki, þá var einhver sendur af stað til að leita. Það eru ófáar sendiferðirn- ar sem við trítluðum fyrir þig um gamla hverfið okkar í vesturbæn- um. Öll áttum við það sammerkt að inna þetta verk af hendi með jákvæðu hugarfari því amma bjó yfir þeim eiginleika að láta okkur öll fínna til stolts yfir því að leggja henni lið. Það er þér að þakka að við barnabörnin þín erum svona náin og svona rnikið saman. Aðalsam- komustaður okkar var í eldhúsinu hjá þér, þangað komum við alltaf eftir skóla til að borða matarkex og mjólk eða normalbrauð með mysingi. Þótt árin færðust yfir okkur, þá breyttumst við ekkert; alltaf fórum við til ömmu. Þegar við höfðum bprðað kvöldmatinn þá komum við til þín og horfðum á sjónvarpið með þér eða sátum og spjölluðum saman. Þú varst ekki bara amma okkar, heldur okkar besti vinur. Það var alltaf hægt að leita til þín sama hvað bjátaði á. Elsku amma, alltaf áttir þú svör við öllum okkar vanda og það mátti treysta því að ekki færi það lengra. I gegnum tíðina voru það ekki bara barnabörnin sem nutu þess að hittast á Holtsgötunni, heldur öll fjölskyldan, hvort heldur sem var á virkum degi eða tyllidegi. Gamlárskvöldin standa þó alltaf upp úr. Það var vel við hæfi að njóta síðasta dags ársins með þeirri stóru ijölskyldu sem þú hafðir svo ríkulega hlúð að í gegnum árin. Það var alltaf viss regla að meðan verið var að ganga frá fóru pab- barnir með okkur á áramóta- brennu. Eftir hana settumst við krakkarnir inn i stofu ásamt þér og horfðum dolfallin á Sirkus Billy Smart. Þessar barnslegu gleði- stundir standa ofarlega í hugum okkar nú þegar við hugsum til baka til þeirrar konu sem skipt hefur okkur sem mestu máli í þessu iífí. Elsku amma, engin orð eru nógu sterk til að lýsa því hversu mikils virði þú varst okkur og hversu mikið við söknum þin. Þó erum við í dag ósköp sátt við að þú fékkst þína hvíld, því þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar. Þín Sólrún, Guðrún Lísa, Kristján Heiðar, Klemens, Guðný Linda, Guðmundur Loftur, Guðmundur J, Kristín, Ægir, Maria, Alex, Guðmundur K., Aðalheiður, Metta, Aníta. t Okkar kæri bróðir, GESTUR STURLUSON frá Fljótshólum, lést í Borgarspítalanum að kvöldi 1. nóvember. Fyrir hönd ættingja, Einar Sturluson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDURGUÐNASON frá Súðavík, lést í Sjúkrahúsi Akraness þann 1. nóvember. Þórunn Friðriksdóttir, Ðjarnveig Guðmundsdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBERGUR INGÓLFSSON, Kirkjuvegi 1E, Keflavfk, (frá Húsatóftum, Garði), lést í Borgarspítalanum þann 1. nóvember. Magnþóra Þórarinsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 567-1800 ^ Löggild bílasala Opið laugard. kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-18 Fjöldi bifreiða á mjög góðum lánakjörum. Bilaskipti oft möguleg. Nissan Sunny SR Twin Cam ’88, svartur, 5 g., góð vél (skiptivól), sóllúga, rafm. í rúðum, spoiler o.fl. V. 590 þús. Tilboðsv. 490 þús. Grand Cherokee Limited 4.0L ’93, hvítur, sjálfsk., ek. 68 þ. km., leðurinnréttingar o.fl. V. 3.580 þús. Einnig: Cherokee Laredo 4.0L '90, sjálfsk., ek. 70 þ. mílur. V. 1.790 þús. MMC Galant GLSi 4x4 '89, álfelgur, rafm. í rúðum og samlæsingar, ek. aðeins 89 þ. km. V. 990 þús. V.W Vento GL '93, rauður, sjálfsk., ek. 47 þ. km. V. 1.250 þús. MMC L-300 Minibus ’88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km, vél yfirfarin (tímareim o.fl.). V. 1.050 þús. Mjög hagstæð lánakiör. Dodge Caravan SE V-6 7 manna '93, grænn, sjálfsk., ek. 80 þ. km., álfelgur, rafm. i rúðum o.fl. V. 2,5 millj. Hyundai Accent CS Sedan '95, 5 g., ek. aðeins 8 þ. km. V. 980 þús. MMC Lancer GLXi Station '93, grásans., sjálfsk., ek. 45 þ. km. V. 1.230 þús. Dodge Dynasty V-6 6 manna '89, blár, sjálfsk., ek. 95 þ. mílur. Fallegur bíll. V. 1.090 þús. Toyota Corolla XL Hatscback ’91, 5 g., ek. 87 þ. km. Gott eintak. V. 680 þús. Daihatsu Feroza EL lli '91, 5 g., ek. 51 þ. km. Toppeintak. V. 1.050 þús. Grand Cherokee Limited (8 cyl.) '94, sjálfsk., leðurinnr. o.fl., ek. 14 þ. km. V. 4.150 þús. M. Benz 200 '87, hvítur, sóllúga, ABS, álfelgur, 4 hauspúðar o.fl. Óvenju gott eintak. V. 1.490 þús. MMC Pajero V-6 (3000) '92, vínrauður, sjálfsk., ek. 113 þ. km. Einn m/öllu. V. 2.790 þús. Sjaldgæfur sportbíll: Nissan 300 ZX V-6 '85, m/t.grind, 5 g., ek. 135 þ. km, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.200 þús. Tilboðsv. 990 þús. Nissan Pathfinder EX V-6 (3.0L) '92, 5 dyra, 5 g., ek. 54 þ. km. Fallegur bíll. 2.290 þús. Hyundai Scoupe LS Coupé '93, rauður, 5 g., ek. 48 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 85Q þús. 55 þ. km. V. 690 þús. MMC Lancer EXE hlaðbakur '91, blár, sjálfsk., ek. 62 þ. km., rafm. í rúðum, hiti Subaru Legacy 2.0 GL Station 4x4 '92, grásans., 5 g., ek. 52 þ. km. Fallegur bíll. V. 1.550 bús. Elsa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.