Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUK 3. NÓVEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LEIKSTJÓRINN Gordon Davidson hyggst sviðsetja söng- leikinn „Birting", byggðan á skáldverki Voltaires, á Abra- hamsleiksviðinu í tónlistarhöll- inni í Los Angeles. Tónlistin við „Birting" er eftir Leonard Bernstein, sem vann með David- son að uppfærslu verksins árið 1966. EINUM af dýrgripum Konung- lega danska bókasafnsins var stolið fyrir skömmu. Um er að ræða svokallaða „Matreiðslu- bók“ frá hernámsárunum en í henni er að finna uppskriftir að heimagerðum sprengjum. Er bókin eina heillega eintakið sem til er af slíkri bók. Þjófurinn hafði greinilega skipulagt inn- brotið í þaula, sagaði glugga úr safnhúsinu, eyðilagði þjófa- varnarkerfi er inn kom og hélt á brott með feng sinn. BENDA má óperuunnendum á nokkrar stjörnur óperuheims- ins sem syngja víðs vegar um Evrópu á næstu vikum. Kana- díska sópransöngkonan Adr- ianne Pieczonka, eftirlætis- söngkona Placidos Domingos, syngur Micaelu í Carmen undir stjórn Doming- os hjá Vínaró- perunni. Á næsta ári syng- ur hún m.a. hlutverk Ara- bellu í sam- nefndu verki Strauss á Glyndebourne- hátíðinni. Edita Gruberova syngur í óper- unni Anna Bo- lena eftir Donizetti í Munchen og danska sópransöngkonan Elisa- beth Meyer-Topsoe syngur hlut- verk Desdemónu í Óþelló í Kaupmannahöfn. Þá má minna á hinar gleymdu óperur Haydns en „L’Anima del Filosofo“ verð- ur sett upp í Zurich og „L’isola disabitata (Óbyggða eyjan) verður sýnd í Flórens undir stjórn Giuseppe Mega. í LOUISIANA-safninu á Sjá- landi stendur nú yfir sýning á verkum bandaríska listamanns- ins Alexander Calder (1898- 1976). Hann á sér sérstakan sess í hugum danskra list- unnenda þar sem fyrsta stóra sýning hans á Norð- urlöndum var í Louisiana-safninu í Humlebæk fyrir réttum aldarfjórðungi og hluti byggingarinnar heitir eft- ir honum. Aðaláherslan er lögð á verk frá fimmta og sjötta ára- tugnum. Sýningin stendur til 27. janúar. HVAÐ gerir rithöfundurinn Salman Rushdie sér til dægra- styttingar í þeirri einangrun sem hann hefur lifað í frá því að hann var sagður réttdræpur af Ayatollah Kho- meini? Hvað les hann þegar hann er ekki að skrifa? Rushdie var spurður að þessu á bóka- sýningunni i Gautaborg og svarið reyndist vera „Eitthvað sem er dálítið fyndið. Þess vegna hef ég alltaf átt í erfið- leikum með Tolstoj". GUNNAR Örn. Nótt. 1994. Fyrirlestur um óhefðbundið leikhús Gunnar Orn í Gerðar- safni GUNNAR Örn opnar sýningu á verkum sínum í Listasafni Kópa- vogs, Gerðarsafni laugardaginn 4. nóvember kl. 14. Gunnar Örn hélt sína fyrstu einkasýningu 1970 og hefur síð- an haldjð 32 einkasýningar. Þar af 28 á íslandi, tvær í Kaup- mannahöfn og tvær í New York. Gunnar Örn var fulltrúi ís- lands á tvíæringnum 1988 í Fen- eyjum. Hann hefur terkið þátt í samsýningum, meðal annars á Norðurlöndunum, London, Par- ís, New York, Chicago, Sao Paulo og Tókýó (Scandinavia today 1987). Verk Gunnars Arnar eru á söfnum á íslandi, meðal annars á Listasafni íslands, Listasafni Reykavíkurborgar, Listasafni Kópavogs, Listasafni Keflavík- ur, Listasafni Borgarness, Lista- safni Flugleiða, Listasafni Sel- foss og í eigu Akureyrarbæjar. Einnig i Gugenheim-safninu i New York, Saumu Museum í Tókýó, Moderna Museet í Stokk- hólmi og National Museum í Stokkhólmi. Sibba sýnir í Fold SIBBA, Sigurbjörg Jóhannes- dóttir, opnar sýningu á mál- verkum í Gallerí Fold við Rauðarárstíg á morgun, laug- ardag, kl. 15. í kynningar- horni gallerísins sýnir Adan Nichols vatnslitamyndir. Sibba stundaði nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur, Myndlista- og handíðaskóla íslands og á Spáni. Hún hefur tekið þátt í sam- sýningum hér á landi og á Spáni auk þess sem hún hefur haldið einkasýningar hérlend- is. Adam Nichols er fæddur í London en ólst upp í Kanada. Undanfarin ár hefur hann dválist víða í Evrópu, meðal annars á Islandi þar sem hann hefur starfað við kennslu fyr- ir varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli. Hann er sjálfmenntaður myndlistarmaður, en hefur einnig fengist við tónlist, skrifað skáldsögu og kennt við háskóla. DANSKI leikstjórinn Kirsten Dehlholm mun halda fyrirlestur sunnudaginn 5. nóvember kl. 16 um leikhús í Norræna húsinu í fyrirlestraröðinni Orkanens 0je. Kirsten Dehlholm hefur á síðustu 15-20 árum komið með miklar nýjungar inn í danskt leikhús og áhrifa hennar gætir jafnvel íka í evrópskum leikhúsum. Hún hefur sett upp sýningar frá „öðrum heimi“ eins og hún sjálf kallar það í stuttri grein um verk sín. Þar má nefna „Billedestof-teatret" á hennar fyrstu árum og nú seinast „Hotel Pro Forma“. í tilkynningu frá Norræna hús- inu segir: „Kirsten Dehlholm vinn- ur óhefðbundið í tvennum skiln- ingi; í fyrsta lagi vinnur hún aldr- ei í venjulegum leikhúsum, heldur notar hún rými sem að öllu jöfnu eru nýtt til annarra athafna, t.d. Glyptoteket í Kaupmannahöfn, sundhöllin á Friðriksbergi, ráðhús- ið í árósum, lögreglustöðin í Árós- um og nú seinast Tycko Brahe Planetariet í Kaupmannahöfn. Arkitektúrinn skipar stóran sess í sýningum hennar, eins og maður getur gert sér í hugarlund eftir þessa upptalningu. Rýmið sker í raun úr um hvemig sýningamar verða. Rými og leikhús mynda eina heild. í öðra lagi vekur það at- hygli hve mikla áherslu Kirsten Dehlholm leggur á sjónræna og myndræna tjáningu; frekar en á frásögnina. Hotel Pro Forma hefur á síðast- liðnum áram verið boðið að taka þátt í leikhúshátiðum um gjörvalla Evrópu, í Bandaríkjunum og nú seinast í Ástralíu. Fimmtudaginn 26. okt. var framsýning á síðustu Hotel Pro Forma sýningunni „Dust (Wau) St0v“, og munu sýningar standa til 26. nóv. í Tycho Brahe Planet- ariet í Kaupmannahöfn. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku. Allir velkomnir og að- gangur er ókeypis. Ásdís __ sýnir í Ásmund- arsal ÁSDÍS Kalman opnar myndlistarsýningu í Ás- mundarsal, Freyjugötu 41, laugardaginn 4. nóvember. Á sýningunni verða mál- verk unnin með olíu á striga. Verkin eru máluð á árunum 1993-1995. Ásdís lauk námi frá MHÍ 1988 og hefur tekið þátt í tveimur samsýningum, en þetta er önnur einkasýn- ing hennar. Sýningin er opin frá kl. 14-18 alla daga og stendur til 19. nóvember. ÁSDÍS við eitt verka sinna. Draumlífið og merking þess BOKMENNTIR Draumaráöningar DRAUMARNIR ÞÍNIR eftir Þóru Elfu Björnsson. Oddi prentaði. Hörpuút- gáfan 1995. —175 síður. 1.990 kr. DRAUMLÍFIÐ er áhugavert viðfangsefni, enda hefur maðurinn frá örófi alda lagt merk- ingu í táknróf drauma sinna. Um það vitna elstu fornminjar veraldar, bæði ævagamlar hellaristur og handrit. I fornbókmenntum Is- lendinga segir frá fjölda merkra drauma sem boðuðu afdrif og örlög sögupersóna, og seinni tíma menn, bæði sálskýrendur og listamenn, hafa nýtt sér draumlífið í starfi og sköpun. íslendingar hafa löngum verið áhugasamir um drauma og þýðingu þeirra. Út hafa komið allmargar draumráðningabækur, að stærstum hluta erlent efni sem þýtt hefur verið á ís- lensku. Minna hefur farið fyrir innlendu efni, en af og til eru þó gefnar út íslenskar draumr- áðningabækur sem taka mið af hérlendum aðstæðum. Ein slík er bókin Draumarnir þín- ir eftir Þóru Elfu Björnsson sem Hörpuútgáf- an hefur nú gefið út. Svo virðst sem hér sé á ferðinni „endur- bætt“ útgáfa af bók sem Skjaldborg gaf út fyrir átta árum og nefndist einfaldlega Draumaráðninga- bókin (1987). Þar var einnig á ferð handhægt og fróð- legt rit eftir Þóru Elfu, sem góðu heilli tók mið af íslenskum veruleika. Hefur það jafnan legið á nátt- borði undirritaðrar síðan. Nýja bókin er minni að umfangi - þó draumskýringun- um hafi síst fækkað - og því enn hand- hægari í notkun en sú fyrri. Ráðningarnar eru að stærstum hluta þær sömu og í eldri bókinni, þó margar hveij- ar hafi verið „slípaðar" til og öðrum aukið við. Þakklátastir era lesendur sjálfsagt fyrir mannanöfnin sem eru nokkuð fleiri í þessari bók en hinni fyrri - en eins og þeir vita sem hafa gaman af draumráðningum eru nöfn þýðingarmikil í draumum. Erlendar ráðn- ingabækur mega sín því lítils þegar kemur að túlkun séríslenskra tákna á borð við mannanöfn og örnefni. Bók Þóru Elfu er ekki tæmandi að þessu leyti - einkum vantar sár- lega skýringar á örnefnum og staðarheitum. Væri það verðugt verkefni fyrir áhugasaman draumskýranda að bæta úr þeirri vöntun, jafn- vel með sérstakri nafnaráðningabók. Fáum treysti ég betur til þess verks en Þóru Elfu sjálfri, enda virðist hún allfróð um efnið. En þó draumskýringarnar séu að mörgu leyti fyllri í þessari nýju draumráðningabók, er eftirsjá að nokkrum köflum úr fyrri bók- inni þar sem fjallað var um draumlífið, og stærstu táknkerfum gerð ítarlegri skil en með almennum skýringum (t.d. vatni, eldi, um- hverfi, staðarnöfnum og litum). Hefði að ósekju mátt leyfa þeim fróðleik að fljóta með, og jafnvel vinna enn betur úr ýmsu því sem einungis var tæpt á í fyrri útgáfu. Sömuleiðis finnst mér galli að enn skuli nokkur alþekkt draumtákn ekki hafa ratað inn á síður bókar- innar, t.d. hrafninn sem í menningarsögu okkar og þjóðtrú hefur ævinlega haft mjög táknræna þýðingu. Merkingarþrungin fyrir- bæri eins og aur (eðju, leðju, forað) er ekki að finna undir ofangreindum heitum, né held- ur skriður (gijóthrun eða snjóflóð) svo dæmi séu tekin. Skylt er þó að geta þess, að í bók- inni eru fjölmörg draumtákn sem ekki er að- finna í öðrum draumráðningabókum, einkum erlendum, og öll eru táknin skýrð á skemmti- legan og glöggan hátt. Bókin er auk þess blessunarlega laus við prent- og málvillur sem settu leiðan svip á forvera hennar. Draumarnirþínirer því fróðleg bók, einkum fyrir þá sem eru að helja fyrstu kynni sín af draumráðningum. Hún er auk þess falleg og handhæg, og fer prýðisvel á náttborðinu. Ólína Þorvarðardóttir. Þóra Elfa Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.