Morgunblaðið - 03.11.1995, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 03.11.1995, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 19 VIÐSKIPTI Verslunarráð íslands gagnrýnir fyrirkomulag við kaup á fimm ráðherrabifreiðum „ Utboðsreglur sniðgengnar“ VERSLUNARRÁÐ íslands hefur sent Friðriki Sophussyni, fjármála- ráðherra, bréf þar sem gagnrýnt er að við kaup á fimm ráðherrabif- reiðum að undanförnu hafi ekki verið leitað tilboða með formlegum hætti hjá öllum þeim aðilum, sem selja bifreiðar, er hæfa því hlut- verki. Tildrög málsins eru þau að í lok september óskaði Verslunarráðið eftir skýringum á nýlegum bifreiða- kaupum ráðuneytanna vegna frétta um að gengið hefði verið til þeirra án undangengins útboðs, forvals eða annars konar athugana á því hvaða valkostir væru í boði á mark- aðnum. Birgir Ármannsson, starfsmaður Verslunarráðs, segir að í svari fjár- málaráðherra sé í raun staðfest að í viðkomandi bifreiðakaupum hafi meginreglan um útboð í sérstökum reglum um innkaup og endurnýjun á ráðherrabifreiðum, sem settar voru árið 1992, verið sniðgengin. Ráðherra segi í svari sínu að litið sé á bifreiðakaupin sem mál hvers ráðuneytis fyrir sig og gera verði ráð fyrir að þau hafí kannað þá kosti sem í boði hafi verið og ákveð- ið kaup á grundvelli þeirrar könnun- ar. Fjármálaráðuneytið hafí t.d. byggt á reynslu af eldri ráðherra- bíl, sem reynst hafi afburðavei. Útboðsleiðin meginregla Verslunarráð hefur sent fjár- málaráðherra svarbréf og kemur þar fram að ráðið lýsi undrun sinni á því að ekki hafi verið viðhaft út- boð áður en gengið var til samninga um kaup ráðherrabifreiðanna fimm, sem um ræðir. Útboð hafi í senn verið eðlilegasta aðferðin við valið og um leið í bestu samræmi við reglur þær, sem settar séu fram í Útboðsstefnu ríkisins. Reglum um innkaup ríkisins, reglugerð um bif- reiðamál ríkisins og reglum fjár- málaráðuneytisins um bifreiðar, sem ráðherrar hafa til afnota. Þar sé alls staðar gert ráð fyrir útboðs- leiðinni sem meginreglu þegar um kaup af þessari stærðargráðu sé að ræða. „Fjármálaráðuneytið hef- ur haft frumkvæði að því á undan- förnum árum að auka vægi útboða við innkaup ríkisins, en í ljósi bif- reiðamálsins má spyija, hversu trú- verðugt ráðuneytið og ríkisstjórnin verði í framtíðinni í þessu sam- bandi, þegar fyrir liggur að þegar kemur að kaupum ráðherrabifreiða eru nýttar glufur og undantekning- arákvæði í reglum og reglugerðum til að komast hjá útboði,“ segir meðal annars í bréfi Verslunarráðs. Platínum snarlækk- ar í verði London. Reuter. VERÐ á platínum snarlækkaði í heiminum í gær þegar banda- ríska fýrirtækið Engelhard Corp tilkynnti að það mundi ekki nota málminn í nýja kyn- slóð lofthreinsibúnaðar til að draga úr mengun frá bifreiðum, PremAir. Verðið lækkaði um 6,50 doll- ara í 404,00 dollara únsan og hefur ekki verið lægra í rúm- lega átta mánuði. Kunnugir telja þó að verðið muni hækka aftur, þar sem ekki hafi verið sýnt óyggjandi fram á ágæti PremAir, sem ætlunin er að taka í notkun við framleiðslu bifreiða af árgerð- inni 1998. Þegar Engelhard kynnti PremAir í apríl hækkaði verð á platínum í yfir 460 dollara úns- an og hafði ekki verið hærra í íjögur og hálft ár. BORGARKRINGLAN OPIÐ VIRKA DAGA 10-183« LAUGARDAGA 10-16 MATVÖRUVERSLUN OPIN 10-23 GILOIRIOAG OG Á MORGUN DNO Nýjar spennandi vörur og ný snið Ð A N M A R K työt náttÚAufjóUí • Bakpokar, • töskur, • buddur • og margt fleira 8 bolla pressukanna Js>£55Ö Nú kr. 2.840. Súkkulaði húðaðar kaffibaunir ^pWVú kr. 245. Rautt te kr. komið og smakkið! Enskar jólakökur til vina og ættingja heima og erlendis. KAUPAUKI TAPPATOGARI í GjAFAÖSKJU EF VERSLAÐ ER FYRIR KR. 6.000,- TAPPATOGARI OG HNETUBRJÓTUR í GJAFAÖSKJU EF VERSLAÐ ER FYRIR K.R. 12.000,- GILDIRTIL 12. NÓVEMBER EÐAÁ MEÐAN BIRGÐIR ENDAST Borgarkringlunni, sínii 553-66 TÍMi ER ALLT SEM PARF AUGNHÁRA' OG AUGABRÚNALITUN ÁÐUR KR.J<??0. NÚ KR. 750. SNYRTISOTFAN NN Norðurturni, 4. hæð, sími 568 5535 hjarakauphf. Búsáhalda- og gjafavöruverslun, Borgarkringlunni, sími 568-4905. KRYDD í miiii t Handunnu bútasaumsrúmteppin £ í Borgarkringlunni. l Ný sending — lcegra verð. 'k Tilboð á silkináttfötum 20% afsl. t t Borgarkringlunni sími 588-7030 po/tuoette únal arfallegum und %ÍónuiU fyw kouub. —.,. Hfíne up eor e\es.-ua« | GLÆSILEGT TILBOÐ HERMAMNABUXUR flOUR KR. ?9G0: ^ NÚKR. 2.490. 6ALLABUXUR flÐUR KM.^00. núkr.1.490. TÍSKOVERSLONlN FLIP BORGflRKRlNGLUNNl. 2. HflS 5: 588 1760 .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.