Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Tæplega helmingur af síldarkvótanum veiddur HEILDARAFLI á síldarvertíðinni í haust er kominn í tæp 63.600 tonn, samkvæmt upplýsingum Samtaka fiskvinnslustöðva frá því í gærmorgun, en í síðustu viku var landað um 500 tonnum. Heildar- kvóti er tæp 130 þúsund tonn, þannig að tæp 70 þúsund tonn eru í að hann náist. Af heildaraflanum hafa tæp 12.300 tonn farið í fryst- ingu, rúm 10.800 tonn í söltun og tæp 40.500 tonn í bræðslu. Hjá SR-Mjöli á Seyðisfirði hefur verið landað langmestu af síld eða 16.031 tonni. Næst á eftir kemur Fiskimjöl og Lýsi hf í Grindavík með 8.612 tonn, Vinnslustöðin hf í Vestmannaeyjum með 7.864 tonn og Borgey á Höfn í Hornafirði með 7.442 tonn. Síldarvinnslan hf. á Neskaupstað er með 5.362 tonn, en önnur fyrirtæki eru með minni hlutdeild í aflanum. „Þetta er ósköp svipað og í fyrra. Verð er heldur lægra ef eitt- Heildarafli kominn í rúm 63 þúsund tonn hvað er,“ segir Ágúst Sigurðsson, framkvæmdastjóri Borgeyjar hf. „Við stefnum á að auka við okkur í fiystingu og fá svipað í söltun." Hann segir að búið sé að frysta 2.200 tonn og salta í 18.500 tunn- ur. í fyrra voru alls fryst 4.100 tonn og þá var saltað í 35 þúsund tunnur. Hefur gengið þokkalega „Þetta hefur gengið þokka- lega,“ segir Hákon Magnússon, skipstjóri á Húnaröstinni RE. „Veðráttan hefur verið góð og gott hefur verið að ná síldinni. Það hefur verið hagstætt að veiða hana, því hún hefur ekki staðið djúpt.“ Hann segir að aflinn sé svipaður og á sama tíma í fyrra, en veiðar hafi byijað aðeins fyrr þá. Betri nýting en í fyrra Þegar Verið náði tali af Hákoni í gær var hann á útleið, eftir að hafa landað 630 tonnum á Höfn sem fékkst í tveimur köstum. „Síldin var mjög góð,“ segir hann. „Það var lítið í úrkast, sem fer beint í bræðslu." Hann segir þó að síldin sé farin að blandast, en það sé misjafnt eftir köstum: „Þetta hefur verið ágæt síld yfir það heila og mikið betri nýting á henni heldur en í fyrra.“ Hákon segir að nú orðið séu yfir 80 sjómílur á miðin, þannig að Húnaröstin nái ekki landa nema annan hvern dag. Við veiðum núna austur af Reyðarfirði, en í byijun þurftum við aðeins að sækja um 40 sjómílur á miðin.“ „Ekki mjög bjartsýnn" GRINDVÍKINGUR GK landaði um 570 tonnum af loðnu í Siglu- firði í gær. Loðnuna fékk hann töluvert norður af Straumnesi að- faranótt miðvikudagsins, en í fyrri nótt var bræla á miðunum og eng- in veiði. 5 til 6 skip verða væntan- lega komin á miðin í nótt. Rúnar Björgvinsson, stýrimað- ur á Grindvíkingi sagði í samtali við Verið í gær, að þetta væri ágætis loðna, um 16% feit og í meðallagi stór. Þetta virtist mest vera tveggja ára loðna, en þá stóru vantaði. „Það er líka smælki Skipunum fjölgar á loðnumiðunum með þessu; en það virðist fara út þegar við erum að snurpa," sagði Rúnar. „Ég er ekki mjög bjartsýnn á þetta, nema eitthvað meira fínn- ist. Það voru reyndar töluverðar lóðningar þama á 15 til 18 mílna belti, en þær voru dreifðar og loðn- an ekki veiðanleg. Hún þarf að þétta sig betur til að hún náist,“ sagði Rúnar. Grindvíkingur er annað skipið, sem landar loðnu nú í haust. Hitt skipið, Albert GK landaði í Siglu- firði á miðvikudagskvöld. Haldi veiðin áfram er búizt við að skipin verði fljótlega að minnsta kosti 10 yið veiðarnar. Loðnuveiðar hófust í byijun júlí í sumar og veiddust þá strax rúm- lega 80.000 tonn, en síðan datt veiðin alveg niður hefur að segja má engin verið í meira en þijá mánuði. Heildarkvótinn er til bráðabirgða 536.000 tonn og því eru nú óveidd um 450.000 tonn. Alyktanir á aðalfundi Sjómannafélags Reykjavíkur Almennir launamenn eru ekki þriðja flokks þegnar LÝST VAR yfir furðu á síðustu launahækkun ráðherra, þing- manna og æðstu embættismanna ríkisins á nýafstöðnum aðalfundi Sjómannafélags Reykjavíkur. Þá var skorað á önnur stéttarfélög sjómanna að halda vöku sinni varðandi störf íslenskra sjómanna LAGMARK5 OfN€MI ENQN ILMEFNl á farskipum og fískiskipum undir hentifánum. Loks var skorað á stjómvöld að tryggja Landhelgis- gæslunni fjárveitingu til rekstrar varðskipanna allt árið. Á aðalfundi Sjómannafélags Reykjavíkur var gagnrýnt að laun þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna ríkisins hækkuðu um allt að 100 þúsund krónu á mánuði: „Þetta er með ólíkindum því ráðamenn þjóðar- innar sögðu á vordögum að þjóð- in þyldi ekki meiri launahækkan- ir á hinn almenna launamann nema sem næmi 2.700-3.700 á mánuði." Síðar í sömu ályktun segir: „Sjómannafélag Reykjavík- ur skorar á alla launþega þessa lands að láta ekki Vinnuveitenda- samband íslands og forystumenn þjóðarinnar gera hinn almenna launamann að þriðja flokks þegn- umj landinu." Á aðalfundinum var líka sam- þykkt að skora á önnur stéttarfé- lög sjómanna að hald vöku sinni varðandi störf íslenskra sjómanna á farskipum og fiskiskipum undir hentifánum: „Við teljum að þar megi hvergi slaka á kröfum okkar um það að íslenskir sjómenn skulu vera á skipum sem sannarlega eru í eigu íslendinga." Loks var samþykkt að skora á stjórnvöld að tryggja Landhelgis- gæslunni fjárveitingu til rekstrar varðskipanna allt árið: „Nú er svo komið að fjárveiting nægir ein- göngu til rekstrar hvers skips í 8 mánuði á ári. Með tilliti til örygg- is sjófarenda og íbúa í hinum dreifðu byggðum landsins er þessi niðurskurður óþolandi." 'j [ J 1' rfn vaminn s ~ y*MWmi * s J os S66 H59.1 ' High Desert blómafrjókom, fersk, Iffrænt ræktuð. High Desert drottningarhunang, terskt, itfrænt ræktað. High Desert Propolis. Aloe Vera frá JASON snyrti- og hreinlætlsvörur: Húðkrem dr. Guttorms Hernes frá Boda í Noregi hefur vakið verðskuldaða athygli vegna árangurs gegn húðvandamálum. Ofannefndar vörur hafa áunnið sér sess og virðingu á (slandi og víðar vegna yfirburða gæða óg árangurs. Oræni vagninn - sérfræðiþjónusta. 2. hmt Borgarkringlunnl. FRÉTTIR: EVRÓPA Harðnandi deilur um EMU Bonn. Reuter. UMRÆÐAN um peningalegan samruna Evrópuríkja í Þýskalandi verður sífellt harðari. Stjórn og stjórnarandstaða hafa á síðustu dögum deilt hart um hvenær sam- runinn eigi að eiga sér stað og að hvaða skilyrðum uppfylltum. Hafa jafnaðarmenn haldið á lofti þeim sjónarmiðum að frekar eigi að fresta EMU en slaka á skilyrðum. Hefur stjórn Helmuts Kohls kansl- ara gagnrýnt þessa afstöðu harð- lega og m.a. bent á að ekki er langt um liðið síðan jafnaðarmenn sökuðu stjórnina um að fara sér of hægt í þessum málum. Deilan hófst um helgina er Rud- olf Scharping, leiðtogi Jafnaðar- mannaflokksins (SPD) sagði að ekki ætti að fóma þýska markinu fyrir „einhveija hugmynd" á borð við sameiginlegan gjaldmiðil ef ekki væri öruggt að efnahagslegur stöðugleiki væri tryggður. Scharping gekk skrefí lengra í gær er hann lýsti því yfír á fundi í Berlín að skilyrði fyrir sameigin- legum gjaldmiðli væri að tekin yrði upp sameiginleg efnahags- og vinnumálastefna Evrópusam- bandsríkjanna. Kohl hefur sakað SPD um að grafa undan Evrópu- samrunanum með því að kynda undir ótta margra Þjóðveija við peningalegan samruna. Nýjan sáttmála Þá sagði sagði Heidemarie Wieczorek-Zeul, varaformaður SPD, að Evrópusambandið yrði að gera aukasáttmála við hlið Maastricht-sáttmálans þar sem aðildarríkin myndu skuldbinda sig til að tryggja aðhald í ríkisfjármál- um. „Við verðum einnig að sjá til að þegar sameiginlegur gjaldmiðill verður tekinn upp eigi eins mörg ríki og mögulegt er aðild að honum og að þau uppfylli skilyrðin," sagði hún jafnframt í viðtali við blaðið Express. Samkvæmt skoðanakönnunum eru tveir Þjóðveijar af þremur andvígir sameiginlegum gjald- miðli. SPD segir að flokkurinn sé einungis að uppfylla skyldu sína sem stjórnarandstöðuflokkur og þvinga stjórnina til að svara þeim spurningum er brenna á fólki, t.d. hvaða áhrif EMU hefði á sparnað, lífeyri og laun. Vill komast framhjá jafnréttisdómi Brussel. Reuter. PADRAIG Flynn, sem fer með félagsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, segist vilja leita leiða til að gera að engu áhrif úrskurðar Evrópudómstólsins í Kalanke-málinu svokallaða í Bremen í Þýzkalandi. Þar dæmdi dómstóllinn forgang kvenna um- fram karla í störf hjá hinu opin- bera ólöglegan og sagði slíka ,já- kvæða mismunun" stangast á við lög ESB um jafnrétti kynjanna. „Við verðum að snúa aftur til þess ástands, sem ríkti áður en dómurinn féll, að því er varðar jákvæða mismunun,“ sagði Flynn á blaðamannafundi. „Það er mitt leiðarljós í málinu.“ Flynn sagðist hafa staðið í þeirri trú að jafnréttistilskipun Evrópu- sambandsins frá 1976 leyfði að konur væru teknar fram yfír karla við ráðningu í störf, þar sem þær hefðu verið í minnihluta. Dómur- inn hefði hins vegar hleypt öllu í uppnám. Hægt að breyta tilskipuninni Framkvæmdastjórn ESB gæti lagt til að tilskipuninni yrði breytt. Flynn sagðist þó ekki hafa ákveð- ið hvort sú leið yrði farin; fyrst myndi hann leggja málið fyrir fund framkvæmdastjórnarmanna, sem hafa með jafnréttismál að gera. „Ýtarleg greining þarf að fara fram á því hvernig [dómurinn] hefur áhrif á ástandið í öðrum aðildarríkjum og hvaða kostir okk- ur standa til boða til að leysa málið,“ sagði Flynn. „Hins vegar er það ætlun mín að gera það, sem er bráðnauðsynlegt til að hverfa aftur til þess ástands að hvert aðildarríki geti beitt jákvæðri mis- rnunun." Evrópskur veruleiki Landsframleiðsla á mann árið 1993 þús. dollarar 0 5 10 15 20 KORTIÐ er endurbirt vegna mistaka við filmuvinnslu, sem gerðu það allsendis óskiljanlegt í blaðinu í gær. Vitsmunaflótti til stofnana ESB SÆNSKA utanríkisráðuneytið sér nú fram á að missa fimmtán af hæfustu embættismönnum sínum. Þeir hafa fengið vinnu hjá fram- kvæmdastjóm Evrópusambands- ins í Brussel, eftir að hafa staðið sig afburðavel á inntökuprófi. Þetta kom fram í morgunþætti sænska ríkisútvarpsins í gær. Utanríkisráðuneytið stendur frammi fyrir eins konar vitsmuna- flótta eftir að Svíþjóð gekk í ESB og að erfítt reynist að manna stöð- urnar á ný með jafnhæfu fólki. Embættismaður í utanríkis- ráðuneytinu, sem fær stöðu á einu af lægri stjórnstigum fram- kvæmdastjórnarinnar, getur þre- faldað útborguð laun sín með því að flytja til Brussel — úr um 146.000 krónum í nærri 440.000. Þeir, sem hreppa hærri stöðu, geta fimmfaldað launin og fengið um 730.000 krónur útborgaðar. Aukinheldur eru lífeyrisréttindi og risna embættismanna stofnana Evrópusambandsins miklu betri en sænskra ríkisstarfsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.