Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 40
■'r- 40 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 MINIVIIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐJÓN EMILSSON + Guðjón Emils- son fæddist á Seyðisfirði 4. nóv- ember 1917. Hann lést á heimili sinu á Selljarnarnesi 27. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Emil Theodór Guðjónsson, bóndi í Hátúni á Þórarins- staðaeyrum, og - ; kona hans Guðný Helga Guðmunds- dóttir. Guðjón var næstelstur af tólf systkinum og eru tvö þeirra látin auk hans. Árið 1944 kvæntist Guðjón eftirlifandi konu sinni, Dagrúnu Gunnarsdóttur frá Þverhamri í Breiðdal, f. 29. maí 1923. Börn þeirra eru Emil Theodór, Sveinn Kristján, Gunnar Valur og Anna Guðný. Útför Guðjóns fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Er sumarið kom yfir sæinn og sólskinið ljómaði’ um bæinn og vafði sér heiminn að hjarta ég hitti þig, ástin mín bjarta. Og saman við leiddumst og sungum með sumar í hjörtunum ungum, - hið ljúfasta’ úr lögunum mínum, ég las það í augunum þínum. Er mér barst sú fregn, að mágur minn, nafni, vinur og velgerðarmað- ur, Guðjón Emilsson, væri allur, fór þetta litla, þýða ljóð að guða á glugga. Hvers vegna höfðaði Tómas svo sterkt til mín? Vegna þess að í ljóði hans, sem hið ástsæla tónskáld Sigfús Halldórsson hefur gert ódauð- legt, ómar í tærum einfaldleik flest það er varðar mannleg hjörtu, er líf- ið sjálft í sinni sönnustu mynd - ef að er gáð. Sumar mannsins er byijun lífsbaráttu hans. Þá festir hann sér maka, stofnar bú. Það er sá tími þegar hann lætur mest til sín taka, skilar sínu dagsverki, ekki síst í af- komendunum. Þetta fylgir mannin- um inn í haustið, veturinn - eilífðina. Nú í haustinu, byijun vetrar, kom kallið, jafnt í hlutlægri sem hug- lægri merkingu. Sumar Guðjóns Emilssonar, starfsævi hans, á enda runnin og sú sól er áður ljómaði „um bæinn“ hneig til viðar, hvarf undir hafsbrún, því það „húmaði um hauð- ur og voga“. Sunnudaginn 1. október sl. heim- sóttum við hjónin Guðjón og Rúnu. Þá var hann andlega hress, ræddi um menn og málefni, sagði mér frá skipbroti og hrakningum er hann lenti í í nóvember 1942. Allt var til staðar, glettnin, íhyglin aivaran. Mágur minn var fatlaður frá miðjum fímmta áratugnum, vegna MS-sjúk- dóms. Hann bar fötlun sína af karl- mennsku. Stundum veitti maður henni ekki athygli, en hún var þung- ur kross. Guðjón Emilsson var Austfirðing- "' ur í húð og hár. Fæddur undir hlíð- um seyðfirskra fjalla nánar tiltekið á Hánefsstaðaeyrum. Vagga hans stóð á strönd þess langa og djúpa fjarðar, sem talinn er geyma einna bestu sjálfgerðu höfn heimsbyggð- arinnar. Að Guðjóni stóðu góðar ættir og gáfufólk. Má til nefna Jón- as Guðmundsson alþingismann og ritstjóra, er var móðurbróðir hans. í Seyðisfirði ólst Guðjón upp, átti þar sitt bemskuvor. Stundaði þau störf er til féllu á þeim tíma, bæði til lands og sjávar, enda foreldrar hans útvegsbændur. Þar tók hann þá ákvörðun að verða sjómaður. Sækja björg í unnir hins síkvika sævar, er á sér tvær hliðar, gefur og tekur. Sótti hann frá unglings- árum sjóinn og var um tíma formað- ur á báti er gerður var út frá Há- nefsstaðaeyrum. Eftir nám í Eiðaskóla (1939-41) lá leiðin í Stýrimannaskólann. Þar lauk Guðjón 1. stigs fiskimanna- prófi vorið 1942. Hann hafði kastað teningn- um - en forlögin ætl- uðu honum annað en sjómennsku. Um þetta leyti var hann að bera víurnar í unga stúlku, aust- firska, Dagrúnu Gunn- arsdóttur frá Þver- hamri í Breiðdal. Bar það þann árangur að þau gengu í það heilaga hinn 7. feb. 1944. Nafni minn sagði mér nú á dögunum, að þau hefðu eitthvað verið farin að renna hýru auga hvort til annars á Eiðum - sá neisti varð að stóm báli. Um svipað leyti ágerð- ust veikindi Guðjóns og það svo, að hann neyddist til að hætta á sjónum. MS-sjúkdómur var þá óþekktur. Læknir sem rannsakaði Guðjón sagði: „Ef þessi maður lifir meira en eitt til tvö ár, þá er þetta eitt- hvað sem ég kann ekki skil á. En það geta alltaf gerst kraftaverk." Og kraftaverkið gerðist. Guðjón lifði - en fatlaður í hálfa öld - og lét ekki deigan síga. Og nú hefur þú, kæri mágur, kastað staf og hækjum og staðið upp úr hjólastólnum. Þú hefur sigrað og kvatt. Eftir stöndum við, ástvinirnir og kunningjarnir, söknum - en samgleðjumst. Vitum þig fijálsan sem barn forðum, þá þú last ber og blóm, söngst þitt vor. Er neyðin er stærst er hjálpin næst. Það vildi Guðjóni til happs að hann fékk vinnu í Vélsmiðjunni Héðni. Þar vann hann í 44 ár eða þar til hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir. Lengst af var hann vakt- maður. Það hentaði þokkalega fötl- uðum manni. Þar nýttust mannkost- ir hans, árvekni, dugnaður og sam- viskusemi. Eigendur Héðins kunnu og að meta slíkt. Sýndu þeir Guð- jóni sérstakan höfðingsskap er hann lét af störfum. Leystu hann út með gjöfum, sem siður var höfðingja fyrrum. Nafni var ávallt þakklátur Héðinsmönnum og viidi sýna það í verki - sem og tókst. Ég sá nafna minn og mág í fyrsta sinn um 1950. Þá komu þau hjónin austur. Vitaskuld vissi ég af fötlun hans, án þess að gera mér fulla grein fyrir hvemig hún lýsti sér — ekki fyrr en ég sá það með eigin augum, enda sjón sögu ríkari. Þessa sumardaga fór Guðjón með okkur á engjar, studdist við staf og sóttist ferðin mun hægar en okkur. En hann tók því með stóískri ró. Og hann kunni til verka. Þá fylltist hugur minn djúpri samúð. Og ég ímyndaði mér að með þessari seiglu vænti nafni að hann gæti allt í einu gengið ófatlaður. Þrátt fyrir þessa barnalegu ímyndun, hef ég ef til vill komist að vissum kjarna - það er vonin. Ég trúi því að vonin hafi lengi lyft mági mínum upp úr hvers- deginum, hafí haldið honum gang- andi, ef svo má að orði komast. Kannski slokknaði þessi von hans í upphafi níunda áratugarins. Þá sótti að honum þunglyndi um hríð og 'var sem hann hefði misst eitt- hvað. Var það vonin sem brást? Hvað svo sem það var, vann hann sig út úr þessu og naut þar styrkrar aðstoðar konu sinnar. Eftir það hélt hann andlegri reisn allt fram í andlát- ið. í marz 1948 fluttu Guðjón og Rúna inn í nýtt einbýlishús við Nes- veg 60. Þetta var eitt af þessum sænsku timburhúsum er flutt voru inn á nýsköpunarárunum. Þetta voru góð hús og heppileg ungu bama- fólki. Þar bjuggu þau ævisumarið og fram á haustið eða 34 ár. Á Nesveginum undu þau sér vel, rækt- uðu sinn garð og ólu upp bömin sin fjögur og komu þeim til nokkurs þroska. Arið 1982 flytja þau út á Seltjamarnes, fyrst í Tjarnarból 2 og tíu ámm síðar á Skólabraut 5. Þar er félagsleg aðstaða fyrir eldra fólk. Guðjón var mjög ósáttur við að yfirgefa Nesveginn og sætti sig nánast aldrei við það. Hann var fast- heldinn á margt og gat verið ein- þykkur ef því var að skipta. Eftir að þau hjón fluttust á Skólabrautina, var Guðjón í dagvist hjá félagi MS- sjúklinga. Þá fóm þau með þeim í ferðalög landshorna á milli. Það vom dýrðlegir dagar hjá Guðjóni Emils- syni. Hann var náttúmunnandi. Tvisvar dvaldi ég vetrarlangt á Nesveginum, 1956 og 1961. Þau ár em minnisstæð á margan hátt. í bæði skiptin var húsið þéttskipað, einkum fyrri veturinn. Sofið í nær öllum herbergjum, bæði uppi og niðri, og oftast tveir í hveiju. Nesveg- ur 60 stóð öllum ættingjum og vinum húsráðenda opinn, a.m.k. meðan smuga fannst. Þar birtist hin eina og sanna íslenska gestrisni, enda hjónin alin upp í þeim anda. Þar sem er hjartarými er og húsrými. Á þessum ámm lukust upp fyrir mér mannkostir nafna míns, ósér- plægni hans og jafnaðargeð. Hann átti langan vinnudag. Vann aðra hvora viku frá klukkan hálfátta að morgni og langt fram yfír mið- nætti. Ég hygg að það hafi varla komið fyrir að hann mætti of seint til vinnu. Þrátt fyrir það var skap hans glatt, yfirleitt. Guðjón Emilsson var ekki lang- skólagenginn, en hafði farsælar gáf- ur og las mikið. Hann fylgdist og vel með þjóðfélagslegum hræringum, bæði innan lands sem utan. Var á þessum ámm (1956 og 61) mikill sjálfstæðismaður, fordæmdi rúss- neska kommúnismann og það svo, að hann taldi að geimferð Gagaríns, 1961, væri auvirðilegt skmm. Já, það var gestkvæmt á Nesveginum og glatt á hjalla. Strákamir spiluðu allir, á píanó, harmoníku, gítar, trompett o.fl. í dag skil ég ekki, hvemig húsráðendur réðu við alla þessa gestanauð. Kom þar best í ljós að lífsfömnaut nafna, Dagrúnu syst- ur, var ekki fisjað saman. Hún hefur fram á síðasta dag staðið við hlið bónda síns. Fyrir það ætti að veita henni orðu - en uppskrift slíkra gerða ekki í pappímm orðunefndar. Vafalaust skarst í odda með þeim hjónum, enda saltlitlir réttir lítt lyst- ugir. Og ekki er verra að þeir séu kryddaðir nokkurri suðvestanátt. Guðjón Emilsson var að upplagi listamaður. Hafði gaman af teiknun og málun á yngri ámm og ber heim- ilið þess nokkur merki. En sjórinn kallaði, ástin og afleiðing hennar, börnin, komu til. í þeim og öðmm afkomendum, mörgum, framlengist þessi listþörf, kannski mest í músík. Megi hún blómstra áfram um aldir. Hvað skal segja á kveðjustund? „Mér er tregt tungu að hræra.“ Minningar þyrpast að og af ýmsu að taka. Er ég lít yfir þá vegferð er við nafni áttum saman, er mér efst í huga þakklæti og virðing. Við vitum, kæri mágur, áð dvöl þín á Hótel Jörð er lokið og þú lengstum haft vindinn í fangið, en húmor við hún. Þú hefur skilað góðu búi. Hef- ur lagt lóð á vogarskálar íslensks þjóðfélags og það með sóma. Ef til vill rætast nú þrár þær er þú barst í bijósti. Ef til vill situr þú vestur við Gróttu þá sól sest að unnum og dregur liti fegursta sólarlags á ís- landi á léreft eða pappír. Kannski skreppurðu austur og fangar á blöð fegurst fjöll. Það vitum vér ei, en teljum ekki óraunhæft. Það er liðin sú tíð er við sátum eitt sinn og dreyptum á rommpúnsi. Fórum síð- an í Ingólfscafé til að ná ergelsi úr eiginkonum, vegna þess að við gleymdum uppvaskinu. Allt það og meira flýgur um hugann, skal nú láta nótt sem nemur. Þá er að kveðja. Með vissu vitum við að þú skilaðir þínu í víngarði drottins. Slíkir verkamenn hljóta að eiga góða heimvon að nýrri, sól- bjartri strönd. Far í friði. Við hjónin biðjum Dagrúnu, böm- um hennar og niðjum blessunar. Þó húmi um hauður og voga, mun himinins stjömudýrð loga um ást okkar, yndi og fógnuð, þótt andvarans söngrödd sé þögnuð. Guðjón Sveinsson, Mánabergi. Kær vinur er látinn. Haustið 1954 er undirrituð hóf störf í Vélsmiðj- unni Héðni var Guðjón Emilsson þar starfandi. Hann mun hafa starfað þar í 44 ár. Er maður mætti til vinnu á morgnana og gekk framhjá her- bergi vaktmannsins og sá Guðjón brosandi með tvo síma, þrjá eða fj'óra peningakassa fyrir framan sig, fullt herbergið af fólki sem vantaði alla mögulega fyrirgreiðslu, hugsaði ég: Gott skap hefur þessi maður. Að vísu gat orðið nokkur hávaði í kring um Guðjón, og þá helst ef stjómmál bar á góma, en aldrei ill- indi. Á þessum ámm vom mikil um- svif í Héðni, mikið brautryðjenda- starf var þar unnið undir fomstu Sveins Guðmundssonar forstjóra. Oft var skemmtilega mikið að gera, en aldrei erfitt. í huga minn koma orð danskrar vinkonu minnar sem vann fýrir mig eitt sinn í sumarfríi. Hún sagði: „Hér líður mér vel, hér er góður andi. Ég var henni hjartan- lega sammála." Starfsmannafélagið í Héðni hélt uppi öflugu félagslífi meðal starfs- manna, svo var eigendunum fyrir að þakka, sem létu gott húsnæði til afnota. Guðjón sat í stjóm félagsins í mörg ár, og tók þátt í öllu: ferða- lögum, skák, spilum, söng, á árshá- tíðum o.fl. Var hann ævinlega hrók- ur alls fagnaðar. Synir Guðjóns voru í hljómsveit og létu ekki sitt eftir liggja að spila og syngja á skemmt- unum sem haldnar voru fýrir bömin ár hvert. Margir ágætis starfsmenn voru formenn og í stjórn starfs- mannafélagsins og þakka ég þeim öllum ánægjulegt samstarf. Guðjón Emilsson var heill og sannur í sínu starfí, sem og einkalífi. Dauðinn er kaldur, og skilar ekki aftur. Lífið getur verið dásamlegt í allri sinni mynd, en dauðinn er líkn þeim sem lengi hafa verið sjúkir. Kæra vinkona, Dagrún. Þú hefur skilað þínu hlutverki með miklum sóma, mættu aðrir taka það til fyrir- myndar. Ég þakka ykkur íj'ölskyldunni góð kynni. Með jnnilegri samúð. Ása Sigurðardóttir. Guðjón Emilsson er látinn. Langri og strangri ævi er lokið. Hann gekk með ólæknandi sjúkdóm, MS, frá unga aldri og má nærri geta hve þetta var erfitt en hann heyrðist aldrei kvarta og hélt andlegum styrk til þess síðasta. Guðjón fæddist og ólst upp í Hátúni á Seyðisfirði og voru systk- inin tólf og hann næstelstur. Það var glaðvær og góður systkinahóp- ur. Hann byrjaði að vinna strax og hann hafði krafta til og vann mikið, neytti sinna ungu krafta til hins ýtrasta. Hann fór á Eiðaskóla og var hæstur yfír skólann seinni veturinn. Þar kynntist hann konuefni sínu, Dagrúnu, sem hann hefur búið með í yfir 50 ár í hamingjusömu hjóna- bandi. Þau byijuðu sinn búskap hér í Reykjavík og bjuggu hér síðan. Þegar Guðjón var 25 ára var sjúk- dómurinn orðinn það slæmur að hann varð að fara í land en hann var vélstjóri og fór að vinna í Vél- smiðjunni Héðni. Þar vann hann í tæp 45 ár eða þar til hann varð sjötugur. Hann var mjög ánægður í Héðni, hafði líka góða yfirmenn og átti mjög marga vini þar. Guðjón var þrátt fýrir veikindin hamingju- samur maður. Hann lét þau ekki buga sig og hélt sínu striki með Guðs hjálp, var skemmtilegur og jafnlyndur ekki síst. Hann átti góða konu og fjögur efnileg og góð börn sem öll reyndust honum vel og heim- ilið var til fyrirmyndar. Hann gat verið á heimili sínu til þess síðasta en bundinn við hjólastól mörg síð- ustu ár. Hann fór þijá daga í viku á MS-heimilið frá kl. 8-16. Innileg- ar þakkir til hjúkrunarfólksins þar sem annaðist hann frábærlega. En fyrst og fremst var það þó konan hans sem bar svo mikla umhyggju fyrir honum og vildi aldrei láta hann fara á dvalarheimili. Ég og vanda- menn mínir áttum heima hjá Dag- rúnu og Guðjóni í mörg ár. Það voru góð ár og skemmtileg og minn- ist ég þess oft og hefði helst alltaf viljað eiga heima í návist þeirra. Það var svo gaman. Innilegar kveðjur og þakkir til ykkar frá okkur öllum og kæra þökk fyrir samveruna. Nanna og fjölskylda. Nú þegar Guðjón vinur okkar er allur, viljum við minnast hans með nokkrum línum. Við teljum það stærstu gæfu Guðjóns þegar hann á Eiðaskóla kynntist sínum lífsföru- naut, Dagrúnu Gunnarsdóttur ætt- aðri úr Breiðdal. Þau gengu í hjóna- band árið 1944 og eignuðust fjögur mannvænleg böm. Árið 1948 urðum við nágrannar er við eignuðumst svonefnd sænsk hús við Nesveg. Þessi ellefu ár sem við bjuggum þar var mikill sam- gangur á milli heimilanna. Hús- bændurnir báðir Seyðfírðingar, ekki var talið eftir að sækja okkur í síma meðan við höfðum hann ekki en þá var tveggja ára bið eftir síma. Þau hjón höfðu bæði sérlega Ijúfa fram- komu og vildu hvers manns vanda leysa enda fannst okkur oft eins og um hótel væri að ræða hjá þeim, svo mikill var gestagangurinn, en þau áttu bæði stóran frændgarð utan af landi sem gisti þar meira og minna. Um þetta leyti fór að bera á und- arlegum sjúkdómi hjá Guðjóni sem truflaði jafnvægisskynið og lækna- vísindin kunnu ekki skil á, en greindist síðar MS-sjúkdómur. Þetta voru erfiðir tímar þar sem þau voru komin með fjögur lítil böm og reyndi þetta mikið á þau bæði, en þau létu ekki bugast þótt læknirinn teldi lífs- líkurnar ekki miklar. Þegar við fluttum af Nesveginum seldum við þeim píanóið okkar og minntust þau oft á hversu heillaríkt það hefði verið fyrir börn þeirra sem eru mikið tónlistarfólk. Frá árinu 1945 var Guðjón starfs- maður í Héðni. Fyrst starfaði hann þar sem lagermaður, en síðar við símann og var eftir því tekið hversu glöggur og minnugur hann var, sannkölluð „tölva“ þess tíma, enda maðurinn vel gefínn og vel liðinn af samstarfsfólki. Guðjón vann allan sinn starfsaldur hjá Héðni en heilsu hans hrakaði stöðugt. Síðustu árin hefur hann verið bundinn hjólastól og það hefur verið aðdáunarvert hversu Dagrún kona hans hefur ver- ið dugleg við að aðstoða hann við ferðalög bæði innan lands og utan. Guðjón hefur dvalið nú síðustu ár í dagvistun á heimili fyrir MS-sjúkl- inga og naut þar góðrar hjálpar. Þáttur Dagrúnar hefur verið stór í þessu veikindastríði. Þegar komið var í heimsókn til þeirra hjóna var alltaf tekið á móti okkur með bros á vör og Guðjón sagði góða brand- ara sem kættu viðstadda, því Guðjón kunni mikið af þeim og sá ávallt spaugiiegu hliðarnar á tilverunni. Við sendum Dagrúnu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning góðs drengs. Ingunn og Guðmundur Jónsson. Sem unglingur í skóla bjó ég einn vetur hjá Dagrúnu frænku minni og Guðjóni við Nesveginn. Það var góður tími. Þar var heimili í þess orðs fyllstu merkingu. Þau hugsuðu vel um börn sín sem og „fóstur- börn“, kannski full vel, við vorum nú að verða fullorðið fólk. Svo vel kunni ég við mig á Nesveginum að ekki kom til greina hjá mér að setj- ast að annars staðar en í Vestur- bænum eða á Nesinu eftir að ég varð fullorðin og flutti á höfuðborg- arsvæðið. Varla man ég eftir að Guðjón skipti skapi þennan vetur. Hann var alltaf eins, glaður, góður og sífellt með glens á vör, Það kom gjarnan í hlut okkar, félaganna, að þvo upp og ganga frá eftir kvöldmatinn. Ekki hefur mér þótt það starf sérlega skemmtilegt, en þessar stundir með Guðjóni voru aldrei leiðinlegar, þær liðu hratt við spjall og grín. Síðustu árin skaust ég stundum, þó alltof, alltof sjaldan, yfír Skóla- brautina til þeirra hjóna. Þar ríkti sama glaðværðin og hlýjan og á Nesveginum forðum. Ég dáðist allt- af að lífsgleðinni sem einkenndi þau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.