Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR SIG URBJORN HERBERTSSON 4- Sigurbjörn * Herbertsson fæddist 2. febrúar 1965 í Reykjavík. Hann lést í Land- spítalanum að morgni 20. nóv- ember síðastliðinn. Sigurbjörn var sonur Herberts Jónssonar, f. 29. ágúst 1936, d. 5. nóvember 1985, og Æjteinunnar Felix- * dóttur, f. 5. mars 1942. Föðurfor- eldrar Sigurbjörns eru Lína Dalrós Gísladóttir, f. 22. september 1904, og Jón Ásgeir Jónsson, f. 9. júlí 1911. Móðurforeldrar hans eru Sig- urbjörg Guðmundsdóttir, f. 1. september 1918, og Felix Þor- steinsson, f. 30. nóvember 1912. Sigurbjörn átti eina syst- ur, Elísabetu Her- bertsdóttur, f. 5. janúar 1964, gift Vilhjálmi Eggerts- syni, f. 19. maí 1961. Börn þeirra eru Herbert, f. 11. desember 1987, Hulda, f. 2. júní 1989, og Hanna, f. 5. september 1994. Sigurbjörn kvænt- ist 2. maí 1992 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Hildi Jóhann- esdóttur, f. 25. febrúar 1966, og þau dótturina 26. febrúar 1990. Sigurbjörn var lærður húsa- smiður og starfaði við iðn sína. Útför hans verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. eignuðust Bylgju, f. VIÐ OTIMABÆRT fráfall Silla frænda míns vil ég minnast hans með örfáum kveðjuorðum. Frá því að sjúkdómur sá, er lagði Silla frænda að velli, uppgötvaðist '^frið 1994, fylgdist ég með hetju- legri baráttu hans. Við höfðum vitað hvor af öðrum lengi. Hann lærði húsasmíði eins og ég. En það var fyrst árið 1993 að við fórum að vinna á nálægum slóðum. Þetta var á erfiðum tíma í mínu eigin lífi og lögð var nótt við dag í vinnu. Árið 1994 unnum við báðir hjá og fyrir sömu aðila. Þannig fylgdist ég með Silla þegar veikindi hans komu fyrst í ljós. Ég dáðist að hugrekki hans og karlmennsku í baráttu við illvígan sjúkdóm. Seint á árinu 1994 hafði Silli náð sér svo að hann ætlaði að byija að starfa hjá mér eftir áramótin 1994/5. Silli kom til starfa og vann hluta úr degi í nokkra daga. En síðan að morgni vinnudags reið annað áfallið yfir. Silli frændi hafði feng- ið heilablóðfall. Ég átti tæpast von á að Silli risi af sjúkrabeði eftir það. En iífs- vilji hans var óbugaður. Silli bjó sig undir önnur léttari störf og lærði á tölvur með góðum árangri. Mánudaginn 20. nóvember sl. barst mér svo fregnin um andlát •§ill_a frænda míns. Á kveðjustund ungs manns verður flestum orða vant. Ég votta Hildi eiginkonu hans, Bylgju, 5 ára dóttur, móður hans og systur mína innilegustu samúð. Þakka ég að lokum frænda mínum fyrir samfylgdina. Örn Felixson. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Hann Silli er dáinn. Þó aðdrag- andinn hafi verið langur vonuðust allir eftir kraftaverki, en Guð hefur ætlað honum æðra hlutverk. Við kynntumst honum þegar hann kom með Hildi fyrst heim til foreldra hennar. Okkur leist strax vel á þennan unga, myndarlega mann, sem geislaði af krafti og lífsgleði og hann stóð svo sannar- lega undir væntingum. Hann háði harða baráttu við veikindi sín af þeirri bjartsýni og kjarki sem svo mjög einkenndu hann. Hildur stóð sem kiettur við hlið hans, hún og Bylgja litla tóku fullan þátt í þeirri baráttu en verða nú að leita hugg- unar í ljúfum minningum um góðan dreng og vissu um að nú hefur Guð linað þjáningar hans og veitt honum frið. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Hildur, Bylgja og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Þorgils og Katrín. Ekkja syrgir eiginmann. Ástrík dóttir tregar hann. Móðir saknar sonar hljótt. Systir hvíslar sofðu rótt. (J.S.) Þessi orð flugu mér í huga þeg- ar Elísabet systir Sigurbjörns Her- bertssonar tilkynnti mér andlát hans. Kallið var komið, en maður hrekkur alltaf við, ekki síst þegar ungt fólk á í hlut. Það var gífur- legt áfall þegar það kom í Ijós að Silli væri með krabbamein. Þessi stóri sterki, glæsilegi ungi maður, sem átti allt lífið framundan, ný- kvæntur með unga dóttur. Þetta gat ekki verið satt. En það var staðreynd því miður og hann hefur mátt þola erfíðar aðgerðir í langan tíma. En hann lét ekki bugast, vildi beijast, en að lokum þvarr máttur- inn. Maðurinn með ljáinn sigraði. Það var sárt að horfa upp á hann svona sjúkan, en nú líður honum vonandi vel. Pabbi hans sem hvarf á burt allt of snemma fyrir 10 árum hefur tekið á móti honum. Elsku Hildur, Bylgja, Steina mín /og Beta, afar ömmur og annað venslafólk, guð styrki ykkur í sorg- inni. Það birtir á ný. Ykkar Jóna. í dag er borinn til hinstu hvílu æskuvinur minn, Sigurbjöm Her- bertsson. Mig langar að segja í stuttu máli frá kynnum okkar Silla, eins og hann var alltaf kallaður. Leiðir okkar lágu fyrst saman þeg- ar við vorum sjö ára gamlir í 1-C í Fellaskóla árið 1972. Þennan fyrsta vetur okkar saman í skóla fléttuðust þeir þræðir saman úr sálum okkar sem kallaðir eru vina- bönd. En hvað er vinur, fyrir hvað stendur þetta orð? Ég get ekki út- skýrt það, eil það veit ég að hann Silli minn gaf þessu orði merkingu, þá merkingu mun ég ávallt geyma í minningu minni. Saman gengum við allan grunnskólann og gagn- fræðaskólann og þann tíma kynnt- umst við á þann hátt sem ekki margir þekkja. Ofarlega í huga mínum eru þær stundir þegar við sátum löngum stundum saman inni í litla herberginu hans Silla og spjölluðum saman um drauma okk- ar og hvað við vildum fá út úr líf- inu, eða þegar við sátum bara sam- an og hugsuðum í hljóði. Silli hafði þannig áhrif á þá sem hann umgekkst að öllum leið vel nærri honum. Margir þræðir flétt- uðust við þessi bönd okkar, en ein- hvern veginn er það svo að þessir þræðir eru mistraustir þegar á þá reynir. Einn af okkar stærstu draumum þegar við vorum rétt fermdir var að eignast seglbát og gekk það svo langt að við áttum aðeins eftir að festa kaup á skútunni þegar ein- hver úr vinahópnum treysti sér ekki í þessi kaup og lögðust þessi áform okkar í dvala. Kannski er best að ekki rætist allir okkar draumar. En eftir stóð alltaf draumurinn um skútuna okkar. Þegar ég var síðast í heimsókn hjá Silla dró hann upp gömlu bækling- ana um skúturnar, sem hann hafði geymt allan þennan tíma og rifjuð- um við þá upp þessa drauma okk- ar úr æsku. Eitt var það sem Silli hafði mik- ið gaman af, og eru óteljandi þær stundir í okkar stóra vinahópi þeg- ar hann var að segja hrakfarasög- urnar af mér, sem allar voru sann- ar. Ég held að hann einn hafi get- að, með frásögnum sínum, gefið þeim það líf að meira að segja mestu húmorleysingjar hefðu oltið af stólum af hlátri þegar hann sagði frá þeim. Því er nú einu sinni þannig far- ið, að þegar kallið er komið til annarra starfa, er það fátt sem mannlegur máttur getur ráðið við. Þó veit ég það fyrir víst að þau störf sem Silli hefur verið kallaður til nú verða leyst af sömu vand- virkni og þeirri eljusemi sem hann er þekktur fyrir. Élsku Hildur, Bylgja, Steinunn og Elísabet, ég vona að ykkur verði veittur sá styrkur sem til þarf til að vinna á sorg sem þessari. Ég vona að þessi fáu orð lýsi á ein- hvern hátt þeim vinskap og kær- leika sem ríkti alla tíð okkar á milli. „Maðurinn er aldrei meiri en þegar hann lýtur fyrir Guði.“ (L. Venillot.) Ykkar vinur, Valgeir. Elsku Silli. Með söknuði í hjarta fylgjum við þér síðasta spölinn. Loksins hefur þú fengið hvíld eftir langa og harða baráttu við illskeyttan sjúkdóm. Við trúðum því og vonuð- um, að þú myndir vinna baráttuna og ganga áfram lífsins braut frísk- ur og hress með Hildi og Bylgju. Það var erfitt að horfa á þegar þú svona stór og sterkur þurftir að beygja þig fyrir sjúkdómi og gast ekki lengur gert það sem þú varst vanur að gera. En það var líka ánægjulegt að sjá hvemig þú stóðst alltaf upp aftur eftir hvert áfallið af öðru. Þú áttir mikla ást, trú og von og hafðir óbilandi kjark til að takast á við aðstæður sem hefðu bugað marga aðra. Allt þetta fleytti þér yfir érfiðustu tímabilin. Það er sárt að horfa á eftir frænda og vini og finna hversu vanmáttug við í raun erum gagnvart almætt- inu. Nú hefur Hann tekið þig til sín og veitt þér blessunarlega hvíld. Við vitum að þér líður vel núna og að þið feðgarnir eruð nú saman eftir tíu ára aðskilnað. Við sem eftir sitjum eigum margar minn- ingar um góðan og traustan dreng, minning sem ylja okkur á erfiðum stundum sem þssum. Silli minn, hvíl þú í friði. Margs er að minnast, margt ef hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Við biðjum góðan Guð um styrk okkur öllum til handa á þessari sorgarstund. Kjartan og Þóra Björg. • Fleiri minningargreinar um Sigurbjörn Herbertsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ISBJORG HALLGRÍMSDÓTTIR + ísbjörg Hall- grímsdóttir fæddist á Felli í Mýrdal 19. október 1908. Hún lést á Landspítalanum 16. nóvember síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjónin Sigurveig Sveinsdóttir og Hallgrímur Brynj- ólfsson, bóndi á Felli í Mýrdal. Hún átti 13 systkini og eru fjögur þeirra á lífi. Árið 1933 giftist ísbjörg Þor- steini Halldórssyni, f. 2.12. 1908, d. 3.10. 1988. Þeirra börn eru Ragnheiður, gift Jóni Krist- inssyni, Hallgrímur, kvæntur Rósu Jónsdóttur, og Sigurleif Brynja, gift Sigurði Hlöðvers- syni. Barnabörnin eru fjögur og barnabarnabörnin þijú. Útför Isbjargar fór fram frá Fossvogskirkju 24. nóvember. „ÞEGAR þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Okkur langar, með nokkrum orð- um, að minnast ísbjargar Hall- grímsdóttur, sem er látin 87 ára að aldri. Þó að dauðinn sé óumflýjanlegur og eitt af því fáa, sem við getum verið viss um í þessu lífi, er hann alltaf sár og alltaf jafn erfitt að horfast í augu við hann. Þrátt fyrir það geymum við góðu minningarnar og reynum að rækta þær með gleði í huga því við trúum að hvert það bros og hvert það tár, sem við grát- um, snerti þá sem liðnir eru. ísbjörg var hlý og gefandi mann- eskja. Hún var mjög trúuð og aldr- ei talaði hún illa um nokkurn mann. Þá bað hún góðan Guð um styrk handa þeim sem eitthvað bjátaði á hjá og þegar litla nafna hennar, Katrín ísbjörg, fæddist bað hún oft á dag fyrir litla sólargeislanum sín- um. Það var okkur mikil blessun að ísbjörg skyldi kynnast dóttur okkar og stoltið sem skein úr and- liti hennar þegar hún hélt nöfnu sinni undir skírn síðastliðið vor sagði meira en mörg orð fengju sagt. Isbjörg ætlaði að kenna dóttur okkar bænirnar en nú munum við sjá um þann þátt uppeldisins. Þegar við munum lesa bænirnar saman mun ísbjörg vera í huga okkar og hjarta. Þá mun nafna hennar fá að heyra um allar stundirnar sem við áttum saman og hve yndisleg manneskja langamma hennar var. Þegar við hugsum til baka um allt það, sem við gerðum saman, er okkur ofarlega í huga sumarfríið okkar síðastliðið sumar í sumar- bústaðnum á Þingvöllum. Veður- guðirnir voru eitthvað að stríða okkur þá dagana og gátum við ekki annað en verið innandyra vegna mikillar rigningar og roks. Þrátt fyrir óveðrið þá leið okkur vel saman og það gerði okkur alltaf, því þar sem ísbjörg var var gott að vera. Þessarar hlýju og góðu nærveru hennar söknum við einna mest. Síðustu mánuði dvaldist ísbjörg á dvalarheimilinu Felli í Skipholti og viljum við þakka starfsfólkinu þar fyrir þá einstöku góðvild sem það sýndi_ henni. Elsku ísbjörg okkar mun alltaf eiga stórt rúm í hjarta okkar og okkur er huggun að vita að henni líður vel og er nú komin til Steina og annarra vina og ættingja, sem á undan henni hafa farið. í harmanna helgilundum hugur minn unir sér. Þar líða í laufinu bleika ljóðin, sem kvað ég þér. í harmanna helgilundum hugur minn unir sér. Ég krýp þar á hveiju kvöldi í kyrrðinni og bið fyrir þér. (Tómas Guðm.) Guð geymi elsku ís- björgu okkar. Ari, Guðrún og Katrín Isbjörg. Mig langar í fáum orðum að minnast þín, elsku ísbjörg mín. Þú varst ekki búin að vera vistmaður á Felli lengi þegar ég hóf þar störf. Strax er ég kynntist þér fannst mér eins og við hefðum þekkst í mörg ár. Það sama sagðir þú við mig. Ég tók strax eftir þér, hversu góð, falleg og hjálpsöm þú varst. Það mátti oft halda að þarna væri starfsmanrteskja en ekki vistmaður þar sem þú varst, því þú vildir allt- af vera að hjálpa til. Hvort sem það var okkur stelpunum eða gamla fólkinu. Ekki trúði ég mínum eigin eyrum þegar ég frétti aldur þinn, því ég hélt að þú værir mun yngri. Það er nú einu sinni þannig á svona litlum vinnustað að maður kemst ekki hjá því að tengjast ykkur vist- mönnunum nánum tengslum. Manni fer að þykja vænt um ykkur nánast eins og börnin sín. Og þann- ig var það með þig. Þú varst svo gefandi og góð manneskja að mér fór strax að þykja svo mikið vænt um þig. Mér finnst mikið vanta eftir að þú fórst og sakna ég þín mikið. Það eru margar góðar minningar sem ég á um þig. Við brölluðum ýmislegt saman. Ég veit að ég á aldrei eftir að gleyma sviðakjamma- nóttinni okkar, eins og við kölluðum hana, sem var aðfaranótt 29. októ- ber sl. Það sem við gátum hlegið mikið inni í eldhúsi. Það skilur þetta enginn nema við tvær, eða hvað við og fleiri áttum oft góðar stundir í smugunni okkar, þú að spá í bolla og ég með vatnsglasið mitt. Svona • gæti ég lengi talið upp, en ég ætla bara að geyma þessar minningar fyrir mig. ísbjörg mín, þú áttir góða að, börnin þín þijú, Rögnu, Sillu og Hallgrím, sem öll reyndust þér vel. Að öllum ólöstuðum get ég ekki annað en minnst á Ara, dótturson þinn, hvað hann reyndist þér vel og ræktaði sambandið á svo falleg- an hátt við þig, þegar hann og Guðrún, unnusta hans, skírðu litlu stúlkuna sína í höfuðið á þér. Hvað þú varst stolt, þegar þú sagði mér frá_ því, og alltaf þegar ég minntist á ísbjörgu litlu ljómaðir þú öll af gleði. Elsku Isbjörg mín, ég kveð þig og þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar okkar, sem við áttum saman. Enginn mér óskyld manneskja hef- ur sagt jafn fallegt við mig sem þú gerðir. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kristófer Pét.) Guð blessi sálu þína. Þín vinkona, Elín. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-tcxtaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.