Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 26/12-2/12. ÉIÉma ►ÞRÍR sparisjóðir bjóða nú íbúðarlán til 15-25 ára, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Sparisjóður Hafnarfjarðar og Spari- sjóður vélstjóra. Lánin, sem bera 6,8%-8,5% vexti, eru verðtryggð jafngreiðslulán með mánaðarlegum af- borgunum. ► HÆSTIRÉTTUR í Ank- ara i Tyrklandi vísaði for- ræðismáli Sophiu Hansen enn á ný til undirréttar með þeim fyrirmælum að hann skili endanlegri niðurstöðu í byrjun apríl á næsta ári. ►MINNSTA atvinnuleysi, sem mælst hefur síðan 1991, mældist i vinnumark- aðskönnun Hagstofu ís- lands í nóvember. Könnun- in leiddi í ljós að 3,9% vinnuafls voru án atvinnu i nóvember. ►NÝ lög um innflutning og heildsöludreifingu áfengis tóku gildi 1. desem- ber og mega allir heildsal- ar, sem hafa tilskilin leyfi, nú flytja inn og dreifa áfengi til veitingahúsa og verslana ÁTVR. ►AÐ minnsta kosti 10% grunnskólabarna fóru hvorki til skólatannlæknis né einkatannlæknis á síð- asta ári. Hafa Félag skóla- tannlækna og Tannlækna- félag íslands nú gert tillög- ur sem gera ráð fyrir að skólatannlæknar skoði tennur grunnskólabarna reglulega. Jólauppbót verði hækkuð LAUNANEFND Alþýðusambands ís- lands og Vinnuveitendasambandsins komst að þeirri niðurstöðu að frávik frá forsendum kjarasamninga sem gerðir voru í febrúar, væru ekki mark- tæk. Lagði nefndin til að jólauppbót yrði hækkuð úr 13 þúsund kr. í 20 þúsund kr. í ár og úr 15 þúsund kr. í 24 þúsund kr. á næsta ári. Jafnframt yrði desemberuppbót iðnnema hækkuð í 13 þúsund kr. á þessu ári og 15 þús- und kr. á því næsta. Tillaga var send aðildarfélögum ASÍ til umfjöllunar og berist vinnuveitendum ekki synjun fyr- ir 8. desember skoðast hún samþykkt. Kaupmáttur eykstum5,5% SÝNT þykir að febrúarsamningamir leiði til þess að kaupmáttur meðallauna ASÍ-félaga aukist um 5,5% á samnings- tfmanum og sagði Gylfí Ambjömsson, hagfræðingur ASÍ, að þessi aukning væri tveimur prósentustigum hærri en reiknað var með í samningunum. Stærstu félögin sögðu upp samningi 23 FÉLÖG innan Verkamannasam- bands íslands, með um 22 þúsund laun- þega, sögðu upp kjarasamningum þótt launanefnd ASÍ og vinnuveitenda kæm- ist að samkomulagi um framlengingu þeirra. Haft var eftir Bimi Grétari Sveinssyni, formanni VMSÍ, að leiðrétt- ingar sem nefndin hefði náð samkomu- lagi um, væru víðsfjarri þvf að duga til að jafna muninn á febrúarsamning- um og samningum þeirra sem sömdu síðar. Á föstudag sigldu læknafélög íslands og Reykjavíkur í kjölfarið og sögðu upp samningum sjúkrahúslækna frá áramótum. Clinton ífriðar- för á N-írlandi BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, kom í opinbera heimsókn til Bretlands og Norður-írlands í vikunni og var ákaflega vel tekið. Daginn áður en heimsóknin hófst tilkynntu þeir John Major, forsætis- ráðherra Bret- lands, og John Bru- ton, forsætisráð- herra írlands, að náðst hefði sam- komulag um að hefja aftur viðræð- urnar um frið á Bill Clinton Norður-írlandi. Hefur því að vísu verið tekið heldur fálega en vonast er til, að koma Clint- ons blási nýju lífi í friðarumleitanim- ar. Clinton kom til Belfast og London- derry og var fagnað af fleira fólki en þar hefur komið saman um áratuga- skeið. NATObýsttö friðargæslu FASTAFULLTRÚAR Atlantshafs- bandalagsins, NATO, samþykktu á fímmtudag að senda 2.600 hermenn til Bosníu til að undirbúa komu 60.000 manna herliðs þangað. Verður þriðj- ungur þess frá Bandaríkjunum en um það er þó deilt á Bandaríkjaþingi og er andstaðan mest í röðum repúblik- ana. Bob Dole, leiðtogi þeirra í öld- ungadeildinni, sagði þó á fimmtudag, að hann myndi styðja áætlun Clintons. Bosníu-Serbar, sem áður höfðu í hótun- um vegna komu friðargæsluliðsins, hafa nú snúið við blaðinu og segjast nú fagna því og bandaríska herliðinu. ► RÁÐHERRAR 27 ríkja, Evrópusambands- og Mið- jarðarhafsríkja, hafa náð samkomulagi um friðsam- lega sambúð og fijálsari viðskipti. Var það undirrit- að í Barcelona eftir tveggja daga fund. Skuldbinda ríkin sig til að virða landamæri, trúarbrögð og mannrétt- indi. Á móti ætlar ESB að veija 390 milljörðum ísl. kr. til að efla menntakerfi og samgöngur í Miðjarðarhafs- ríkjum. ►SÆNSKA og finnska ör- yggislögreglan unnu saman á striðsárunum og sú síðar- nefnda kom upplýsingu frá þeirri sænsku á framfæri við íjóðveija. Meðal annars veitti sænska lögreglan Þjóðveijum upplýsingar um dönsku andspymuhreyfing- una. Kemur þetta fram í finnskum skjöluni. ►KENNETH Clarke, fjár- málaráðherra bresku sljóm- arinnar, lagði fjárlögin fram í vikunni en íhaldsmenn höfðu vonað, að boðskapur þeirra myndi bæta nokkuð úr fyrir ríkisstjóminni. Sú verður þó Hklega ekki raun- in svo nokkm nemi þvi að fjárlögin einkennast af mik- illi varkámi. Á fjármála- mörkuðum er óánægja vegna aukinna, opinberra lántakna á næsta ári og skattalækkanir til almenn- ings em taldar of litlar. FRETTIR Stækkun Járnblendiverksmiðjunnar Akvörðun verði tekin í febrúar EKKI var tekin ákvörðun um stækkun Jámblendiverksmiðjunnar á Gmndartanga, með því að bæta við þriðja ofninum, á fundi stjómar fyrirtækisins í gær, en búist er við að stefnumarkandi ákvörðun í þess- um efnum verði tekin á næsta fundi stjórnarinnar sem verður í febrúar. Stefán Ólafsson, formaður stjórnar fyrirtækisins, sagði að ekki hefði verið markmiðið að taka ákvörðun um stækkun á fundinum í gær. Hins vegar hefði verið farið yfir ítarlega úttekt á hagkvæmni stækkunar. Niðurstaðan væri sú að stækkun væri um margt fýsilegur kostur vegna lægri framleiðslu- kostnaðar og betri nýtingar á fjár- festingunni. Ennþá væm hins vegar margir lausir endar. Bæði þyrfti að ræða við Landsvirkjun um raforku- verð vegna þeirrar viðbótarorku sem þyrfti ef ráðist yrði í stækkun og kanna fjármögnun og lánstíma sem í boði væri og leiðir til þess að smíða þennan þriðja ofn með lægri tilkostnaði en fyrirliggjandi áætlanir gerðu ráð fyrir. Kostnaður 3 miHjarðar króna Stefán sagði að kostnaður við byggingu þriðja ofns verksmiðjunn- ar væri áætlaður um þrír milijarðar króna. Eigendur fyrirtækisins gerðu miklar kröfur til arðsemi af fjárfestingunni og ekki yrði ráðist í hana nema hún væri tryggð. Ef ráðist yrði í stækkun væri stefnt að því að framleiðsla gæti hafíst vorið 1999. Skoðanakönnun DV Fylgis- aukning til hægri Sjálfstæðisflokkur nýtur nú 46% fylgis samkvæmt skoð- anakönnun, sem Dagblaðið Vísir birti í gær, og hefur bætt við sig tæplega tíu pró- sentustiga fylgi frá kosningum í apríl, en 20,5% aðspurðra kváðust styðja Framsóknar- flokk, eða tæplega þremur prósentustigum færri en kusu flokkinn í kosningunum. Margir óákveðnir Tölur DV taka aðeins mið af þeim, sem tóku afstöðu, og ber að geta að það gerðu 51,7% aðspurðra, 42,3% kváð- ust óákveðin og 6,0% gáfu ekki upp afstöðu sína. Sam- kvæmt könnuninni er fylgi Alþýðuflokks 12,9%, en flokk- urinn fékk 11,4% í apríl, 13,7% kváðust myndu kjósa Alþýðubandalag, en 14,3% kusu það í kosningunum, 1,9% kváðust fylgja Þjóðvaka, sem fékk 7,2% í kosningunum, og 4,3% studdu Kvennalista, en hann fékk 4,3% atkvæða í apríl. Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar fengju stjóm- arflokkarnir, Sjálfstæðisflokk- ur og Framsóknarflokkur, 67% atkvæða yrði kosið nú. Úrtak DV náði til 1200 manns og sagði að skekkju- mörk í könnun af þessu tagi væru tvö til þijú prósentustig. Áherslan er lögð á markaðssókn erlendis EGILL Jónsson, varaformaður land- búnaðamefndar Alþingis, segist vera ánægður með þær breytingar sem gerðar vom á búvörulagafrum- varpi ríkisstjómarinnar í landbúnað- amefnd. Orðið hafí grundvallarvið- horfsbreyting gagnvart framtíð sauðijárræktar í landinu með því að horfíð hafí verið frá áformum um úreldingarstefnu og í staðinn lögð áhersla á markaðssókn erlendis sem gæti ef vel tækist til skapað nýja möguleika fyrir sauðflárbændur. Betra skipulag á útflutning Þessi viðhorfsbreyting kemur fram með ýmsum hætti, að mati Egils. Með reglugerð yrði hægt að tryggja betra skipulag á útflutningi kindakjöts, meðal annars í þeim til- gangi að koma í veg fyrir að útflytj- endur byðu kjötið niður hver fyrir öðmm. Hann segir að í fmmvarpinu eins og það lá fyrir hafí verið gert ráð fyrir algerri verðjöfnun, þannig að allir fengju sama verð fyrir af- urðirnar. I því kerfí hefði ekki fal- ist neinn hvati fyrir menn að standa sig í sölu afurðanna. „Nú eiga fram- leiðendur að geta notið þess ef þeir ná árangri. Og sláturhúsin verða virkilega að spjara sig því þau geta ekki treyst því að peningamir sem upp á vantar komi annars staðar frá,“ segir Egill. Hann bendir á að öllum sláturhúsum landsins sé gert Egill Jónsson, varaformaður landbúnaðar- nefndar Alþingis, segir að nýir möguleikar geti skapast fyrir sauðfjárbændur á grund- velli breytinga sem orðið hafa á búvörulögum í meðförum Alþingis skylt að taka þátt í útflutningi, hvort sem þau eru með viðurkenn- ingu til útfiutnings til Evrópusam- bandslanda eða ekki. Þau geti sam- ið sín á milli um að leysa slík mál en þetta þrýsti þó enn frekar á skipulagsbreytingar. Egill segir að með þessum breyt- ingum sé væntanlega fyrir því séð að hægt verði að selja birgðir kinda- kjöts áður en núverandi verðskrán- ing fellur niður eftir tvö ár og verð- lagningin verður gefín fíjáls. Það sé gert með því að fé sem áður var eingöngu ætlað til að kaupa fram- leiðslurétt af bændum megi nú nota að hluta til markaðsstarfs, auk þess sem gjald sem innheimt er af bænd- um, svokallað verðskerðingargjald, og ætlað er til að standa undir markaðsstarfí, muni hækka. Loks segir Egill að ákvæði um að bændum verði mismunað eftir því hvort þeir eru orðnir sjötugir eða ekki hafí verið fellt út og það sé góð staðfesting á viðhorfsbreyt- ingunni. Gengið verði rösklega til verks „Það gildir einu hvað stendur í búvörusamningnum ef markaðs- og sölumálin eru ekki í lagi og fram- leiðslan þar með í stöðugum þreng- ingum með að losna við vöruna á markaði. Ef okkur tekst að byggja upp erlendan markað sem gefur bændum gott verð fyrir framleiðslu sína léttir það mjög á þessari eilífu baráttu á innanlandsmarkaðnum. Árangurinn ræðst síðan af því hvort bændaforystan áttar sig á þeim nýju aðstæðum sem breyting- arnar stuðla að. Hann næst ekki nema landbúnaðarráðuneytið og forystumenn Bændasamtakanna gangi rösklega til verks á grund- velli þeirra nýju tækifæra sem gef- ast,“ segir Egill Jónsson. T»T*T«T»T«T»Te1 •T.T r*T*TéTéÝ*T*T*T*T*T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.