Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
VIKIÐ hefur verið að mis-
jafnri færð á haustdög-
um, svona öðru hveiju.
- „Ófærðin af snjónum
hófst strax í október,"
segir Sigfús Kristinsson í bók þeirra
Vilhjálms Einarssonar Dömur,
draugar og dándimenn (1982). Og
segir frá kaldsömum heyflutningum
á tveimur trukkum allt út að Hóli
í Hjaltastaðaþinghá þetta haust.
Nokkru seinna, 29. nóvember,
var allur snjór hreinsaður af Fagra-
dalsbrautinni. Vörubílar K. H. B.
voru í flutningum til Egilsstaða
þann dag og næstu nótt alla. Ardeg-
is þann 30. var gert hlé. Von var
á Esju að sunnan síðdegis með hey
og fóðurvörur og skyldi þá hlaða
bílana beint úr skipi og flytja til
Egilsstaða áður en færð spilltist.
Allmargir farþegar til Héraðs
komu með Esju og var þeim ætlað
far með flutningabílunum. Björn
Stefánsson tók fóðurbæti og var
snemma ferðbúinn. Með honum fór
Pétur Jónsson á Égilsstöðum og
greiddist vel þeirra för.
Páll Sigurðsson í Sauðhaga iagði
upp á jeppa sínum nokkru seinna
og með honum þrír Esju-farþegar
úr Skriðdal. Þegar þeir höfðu
skammt farið brast á norðan hríðar-
veður. Þeir komust upp fyrir Skrið-
ur. Þar drap bíllinn á sér og fór
ekki í gang aftur. Þá bar að Ingi-
mar Þórðarson á vörubíl með sex
manna húsi. Hann tók upp fjór-
menningana af jeppanum þótt fimm
farþegar væru fyrir.
Afram var haldið og framhjá
„Kofa“ þótt færð versnaði óðum og
skaflar stækkuðu. Á vegi þeirra
varð kyrrstæður vörubíll með brot-
inn hjörulið, bílstjóri Örn Einarsson,
ungur piltur af Reyðarfirði. Hann
bættist í hópinn hjá Ingimar sem
nú varð brátt að láta staðar numið.
Kolófær skafl var framundan og
vonlaust að moka eða ýta sem ann-
ars var ekki sparað. Gengið var til
^aka í Kofa - undan veðrinu - og
'prátt fýrir slaka aðkomu tókst að
loka að sér og kveikja upp eld.
Um miðnætti var barið að dyrum
og þar kominn Hrafn á Hallorms-
stað við þriðja mann að leita Arnar
sem var með kolafarm til Hrafns.
Höfðu þeir orðið að ganga af bíl
sínum í Græfum. Næturgestir í
Kofa voru þá orðnir fjórtán.
Veðrið skánaði að morgni, og
héldu menn áleiðis til Héraðs gang-
andi. Mættu þeir Birni Stefánssyni
við Hnútu. Hann sneri við, tók hers-
inguna á pall og ók í Egilsstaði.
Nú víkur sögunni aftur til Reyð-
arfjarðar. Gunnar Stefánsson og
Steingrímur Bjamason tóku hey-
farm á sína bila - við skipshlið -
og urðu síðbúnir. Var komið vonsku-
veður í byggð þegar lagt var af stað
- með átta farþega, þar af þrenn
hjón, en sex manna hús var á bfl
Steingríms. Þar er skemmst frá að
segja að um Hryggselið, milli
Grænafells og Skriða, var orðið
bráðófært svo snúa varð við og halda
til baka á Reyðarfjörð.
Það náðist ekki símasamband við
Kofa, og enginn vissi hvernig þeim
hefði reitt af sem hríðin skall á.
Varð að ráði að reyna að brjótast
upp á dal á trukki og ýtu Vegagerð-
arinnar sem raunar var geymd í
skemmu ofan við Skriður. Auk
Steingríms bílstjóra fóru ýtumenn-
irnir Steinþór Pálsson og Ingvar.
Ólason, Tómas Emilsson bílstjóri
og Marinó Sigurbjörnsson verslun-
armaður.
Þeir komust á trukknum inn í
Skriður. Ýtumennimir og Stein-
grímur gengu móti veðrinu upp að
ýtu, fleiri en þrír komust ekki inn
í hús ýtunnar. Vélin var gangsett
og haldið af stað. Ganga varð á
undan, en veðrið var oröið óstætt
á köflum og þurfti þá að skríða.
Steinþór ýtumaður sá nánast ekki
glóru og taldi of hættulegt að aka
_ á eftir mönnum móti slíku veðri.
Steingrími tókst nú, þrátt fyrir
fárviðrið, að tengja ferðasíma við
landssímalínuna - og heyra í Hrafni
sem sagði allt í góðu gengi í Kofa.
(Línan. hékk uppi á dalnum en var
slitin beggja vegna.)
Björgunarmönnum létti við þess-
ar fréttir, sneru undan hríðinni,
- 4tomu ýtunni í hús, fundu trukkinn
sem snúið hafði verið í áttina og
GUÐMUNDUR Jónasson og Ari Björnsson við snjóbílinn 1951.
^ Þeir breyttu
Islandssögunni
í nýútkominni bók eftir Vilhjálm Hjálmars-
son, fyrrverandi menntamálaráðherra, Þeir
breyttu íslandssögunni, segir hann annars
vegar frá örlagaatburðum á harðindavetrin-
um 1950-1951 og hins vegar árabátaútgerð
Færeyinga héðan, allgildum þætti í atvinnu-
sögu okkar. Blaðið hefur leyfi höfundar til
að birta brot úr nokkrum köflum bókarinnar.
náðu heim á Reyðarfjörð undir
morgun.
Á Jökuldal
Jökuldælingar höfðu sexu, TD
6, í förum sem fyrr getur. Páll
Hjarðar segist hafa farið norður
yfir Jöklu hjá Fossvöllum og inn
að norðan, lengst að Gilsárgili. Þar
tók snjóbíllinn við og kom stundum
á móti lengra út á Dal. Ófært var
inn að austan fyrir ýtuna áður en
sneiðingar komu í hólana hjá Gili.
Bændur austan ár á Neðra-Dal
sóttu sitt yfir ána á skíðagrindum
eða á annan hátt. Norðan ár lá slóð-
in nærri bæjum og Páll flutti eitt-
hvað á þá bæi sem voru á leið hans
yfir Heiðarenda. Einnig man hann
eftir ferðum á fleiri bæi í Tungu
framan- og norðanverðri og eitt
sinn allt út í Hallfreðarstaði.
Þetta sýnir með öðru að menn
hlupu í skrápana á víxl eftir því sem
þörfin krafði. Ekið var dag og nótt
þegar svo bar undir, segir Páll og
ber þar saman við aðra ökuþóra
þessa vetrar- og vordaga, annar ók,
hinn svaf í heyhlassinu þegar því
varð við komið. Stundum urðu tafir
út af hríðarveðrum, kannski ekki
hægt að hreyfa sig í sólarhing eða
svo. Kom það sér ilia þar sem verst
stóð á og ber heimildum saman um
að svo hafi verið hér og þar á harð-
indasvæðinu. En þetta var talsvert
misjafnt á bæjum af ýmsum ástæð-
um eins og gerist og gengur.
Sums staðar á óþurrkasvæðun-
um bjargaðist hey eftir göngur, oft
í kalsaveðri ogjafnvel norðanhragl-
anda. Þetta var auðvitað hrakning-
ur en gerði gagn sem kviðfylli með
kjarnfóðurgjöf. Sumir gátu nýtt
beit lengur en aðrir, einkum á Efra-
Dal. Þar er einatt þurrviðrasamara
og lengi snöp á holtunum. Og fljótt
tekur úr bröttu bökkunum þegar
vorar. Þurfti fremur lítið að flytja
þangað uppeftir í snjónum og kom
það sér vel. Þörfin var mest utantil
á Dalnum og þar var snjórinn mest-
ur en jafnframt styttra að sækja
bjargræðið. Jökuldælingar höfðu
keypt mikið kjarnfóður um haustið
og flutt heim til sín einkum síldar-
mjöl. Bjargaði það miklu. Páll
Hjarðar telur aðdáunarvert hvernig
til tókst með öflun heys að sunnan
og þá allt í senn: útvegun heysins,
vélbindingu þess því þá voru ekki
bindivélar á hveiju strái, flutning-
ana til Reykjavíkur og svo að fá
skip til flutninganna þaðan. (Hey
er fyrirferðamikill varningur og eru
mér í minni svörin er ég eitt sinn
falaði pláss fyrir nokkra hestburði,
með skipi: „Þetta er í hæsta máta
óvelkominn flutningur!“.)
Nokkrir viðmælenda minna
minntust á mikil snjóalög 1936 og
aðdrætti á hestum og hestasleðum.
Þar á meðal Páll og gat þess að
seint hefði gengið, aðeins hláka í
tæka tíð hefði þá bjargað málum -
þá voru skriðbeltatækin ekki komin
til sögu á íslandi.
Undarleg eru örlög manna. - Það
var búið að ryðja snjó af Fagradals-
braut. Sauðfé náði víða til jarðar
og það var vor í lofti þótt vegir
væru enn undir snjó hér og þar.
Páll Hjarðar lagði upp frá Egils-
stöðum, síðustu ferð á ýtu Jökul-
dæla hið eftirminnilega vor, með
sleðann hlaðinn korni og heyi - og
einn farþega ofan á hlassinu. Það
var þýsk stúlka, ráðin kaupakona
hjá honum sumarlangt. Helga Alma
hét hún, fædd Kleissendorf. Og svo
ég geri langa sögu stutta: „ Ráðn-
ingartíminn" var framlengdur.
Helga var húsfreyja í Hjarðarhaga
rúma ijóra áratugi. - Hún andaðist
5. júlí 1993.
Það var þröngt á
gömlu brúnum
Þegar þetta er párað er ný brú
yfir Jöklu, skammt innan við Foss-
velli, komin í gagnið (þó eftir sé
að klippa borðann). Og um árabil
hefur Gilsárgilið mikla inni við
Múla verið ekið „á jafnsléttu". Að
vonum víkur Páll Hjarðar að vand-
kvæðunum á þessum stöðum í
snjónum 1951. Norðan við brúna
hjá Fossvöllum gerðu ýturnar göng
í skaflinn, býsna djúp, og héldu
þeim við, en að gömlu brúnni í Gils-
árgilinu var þá ófært öllum tækjum.
- Vert er að minna á þetta þvi við
erum oft býsna fljót að gleyma því
sem „einu sinni var“.
Sannleikurinn er sá að það var
hreint með ólíkindum hvernig
mönnum tókst að þumlunga flutn-
ingatækjunum yfir gömlu brýrnar
með þröngu handriðin.
Þórður Sigvaldason var á Eiðum
veturinn 1950-51. Um vorið arkaði
hann heim á leið, þvert yfir Lagar-
fljót og Hróarstungu, um Heiðar-
enda að Hauksstöðum. Þá bar að
Guðmund Jónasson á uppleið og
fékk Þórður far með snjóbílnum
heim í Hákonarstaði.
Ef til vill fór Guðmundur lengra.
En í bakaleiðinni, segir Þórður,
stakk hann snjóbílnum fram af
bröttum snjóskafli ofan á brúna
yfir Jöklu hjá Klausturseli og hélt
svo beint af augum yfir heiði til
Egilsstaða. - Sagt er að snjóbíllinn
hafí verið fýrsta vélknúna tækið
sem fór yfir þá brú. Annars lá leið
snjóbílsins á Efra-Dal norðan Jöklu
uppi á brúnum.
Lífgjafínn Skrúður
Það var oft þröngt setinn bekkur-
inn hjá Færeyingunum á Vattarnesi
eins og víðar. Og Joen Jacob segir
að „undarligt" hafi verið að koma
upp á loftið og sjá ellefu menn í
einni flatsæng. En hann kvartar
ekki, bætir aðeins við:
men ikki var plássið stórt, so
teir máttu royna at búleikast sum
frægast."
Frásögn Joens Jacobs um veið-
arnar og veru hans á Vattarnesi
er afar fróðleg og hann kemur víða
við. Eins og fleiri talar hann um
einhæft fæði sjómannanna. Síðan
farast honum orð á þessa leið:
- En eitt var.gott, við fengum
mikið af fugli. Úti fyrir Fáskrúðs-
firði er lítil eyja sem heitir Skrúður.
Þar er mergð fugla, bæði lundi og
langvía. Bændumir leyfðu okkur að
veiða fugl sem var spakur og frem-
ur auðveldur viðfangs. Veiddist lítið
tóku þeir engan landshlut, aðeins
þegar við veiddum vel. Þeir sem
komu snemma til íslands á vorin
fengu stundum mikið af eggjum.
Eg fór stundum með íslendingum
í Skrúðinn. Einu sinni fengum við
fimm þúsund egg. Þá seig ég í bjarg
í fyrsta sinni. Fimm Islendingar
sátu undir. Sigið var langt, svo
kallað „langa sig“. Ég var óvanur
en íslendingarnir leiðbeindu mér. -
„Ekki klóra," hrópuðu þeir, ég átti
að nota fæturna. Ég komst fljótt
upp á lagið og að lokum þótti mér
gaman að hanga í línunni og sveifla.
Og auk ánægjunnar:
„Ég kann vel siga, at eggini og
fuglurin, sum vit fengu á „Skrúður",
áttu lívið í okkum,“ segir Joen Jacob
á Gerðismörk. (Til lands, bls. 209.)
Veitt og selt
Joen Jacob lýsir tilhögun róðr-
anna, meðal annars hvernig þeir
hagnýttu sjávarföllin og stýrðu
jafnan eftir kompás í björtu til þess
að búa sig undir þokudagana. Þeir
voru margir á þessum slóðum og
ollu sæfarendum erfiðleikum ásamt
með talsvert hörðum straumum og
grynningum nærri landi.
Eftirtektarvert er að Joen Jacob
teiur að aflabrögð hafi verið mis-
jafnari norðanvert á Austurlandi en
sunnanvert. Nyrðra hafi stundum
verið mokafli en stöku ár varla
fiskast fyrir kostnaði. Segir hann
að þetta hafi komið í ljós þegar sjó-
menn báru saman bækur sínar á
heimleið með póstskipunum.
Á seinni stríðsárunum var stór
hluti fisksins fiuttur ísvarinn til
Bretlands. Annars söltuðu menn
löngum sjálfir. Færeyingar sem
aðrir. Kaupmenn á Búðum í Fá-
skrúðsfirði keyptu af Færeyingun-
um árum saman, sóttu fiskinn á
stórum mótorbátum og komu með
salt. Einnig var skipt við Eskifjörð.
Víða er þess getið að Færeyingar
seldu íslenskum báta sína og komu
með nýja að vori. Haft er eftir
ónefndum syni Jóans Peturs að fað-
ir hans hafi flutt til íslands 57 báta.
Suma'notaði hann sjálfur eitt út-
hald. Aðra lét hann smíða fyrir ís-
lendinga, flesta í Leirvík.