Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI:
RITSTJÓRAR:
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
LEIFUR HEPPNI
LEIFUR heppni Eiríksson var
fæddur að Eiríksstöðum í
Haukadal í Dölum. Hann lagði
leið sína sem landkönnuður, fyrst-
ur norrænna manna, til Norður-
Ameríku, árið 990 eða þar um
bil. Fáeinum árum fyrr hafði
Bjarni Herjólfsson frá Eyr-
arbakka, sem hraktist af leið til
Grænlands, greint lönd í vestri en
lét ókönnuð. Eiríkur rauði Þor-
valdsson, faðir Leifs heppna, fór
landkönnunarferð frá íslandi til
Grænlands árið 981 eða 982 og
gaf landinu nafn, sem það enn
ber. Hann og fylgdarlið festi síðan
byggð á suðvesturströnd Græn-
land 986 eða 987 í Eystribyggð
[Julianehaab] og Vestribyggð
[Godthaab]. Eiríkur rauði og Þjóð-
hildur kona hans bjuggu í Bratta-
hlíð í Eystribyggð og reistu þar
kirkju, „Þjóðhildarkirkju".
Magnús Jónsson, fyrrv. skóla-
stjóri, bendir á það í grein hér í
blaðinu, að Norðmenn hafi á
markvissan hátt unnið að því að
festa þá skoðun í Bandaríkjunum
að Leifur heppni Eiríksson hafi
verið Norðmaður. Hann hvetur
íslendinga til að halda á lofti
minningu Leifs heppna, ekki sízt
íslenzku ætterni hans, og bendir
á ýmsar leiðir til þess. Það er
verðugt verkefni. Islenzkt ætt-
erni fyrsta norræna mannsins
sem steig á land í Norður-Amer-
íku hefur mikið gildi fyrir land-
kynningu vestan Atlantsála.
Fæðingarstaður Leifs, Eiríks-
staðir hjá Vatnshorni í Hauka-
dal, getur og orðið segull á ferða-
menn frá Vínlandi hinu góða, ef
rétt er að málum staðið.
Árið 2000 minnumst við þús-
und ára afmælis kristnitöku þjóð-
arinnar. Þess atburðar er Þorgeir
Ljósvetningagoði kvað upp sátta-
gjörð á Þingvöllum við Oxará,
þess efnis, að íslendingar „hafi
ein lög og einn sið“. Það fer vel
á því að minnast samtímis með
einhveijum hætti feðganna Eiríks
rauða, sem reisti Þjóðhildarkirkju
í Grænlandi, og Leifs heppna úr
Haukadal, sem fyrstur norrænna
manna steig fæti á land í Norður-
Ameríku.
Það er engin ástæða til að láta
Norðmenn eigna sér Leif heppna!
MYNDLIST OG
MARKAÐUR
ATHYGLISVERÐAR upplýs-
ingar koma fram í frétta-
skýringu hér í Morgunblaðinu í
gær um markaðsstöðu myndlist-
arinnar, ef svo má að orði komast.
Þar er frá því skýrt, að nemendur
í aðferðafræði við Háskóla íslands
hafi undir handleiðslu kennara síns
gert könnun á stöðu íslenzkra
myndlistarmanna með tilliti til
tekna, menntunar, starfsaðstöðu
o.s.frv. í könnun þessari kom í ljós,
að um 25-30% myndlistarmanna
höfðu meiri kostnað en tekjur af
listsköpun sinni á árunum 1993
og 1994. Um 45% myndlistar-
manna höfðu minna en 100 þúsund
krónur í tekjur af list sinni á árinu
1993 og um 40% árið 1994.
Könnunin er staðfesting á því,
að mjög hefur dregið úr kaupum
á myndverkum síðustu árin. Aug-
ljóst er að efnahagskreppa und-
anfarinna ára á hér hlut að máli.
Eðlilegt er að ríki, sveitarfélög
og opinberar stofnanir kaupi
myndverk með reglubundnum
hætti. Jafnframt er ljóst, að mörg
einkafyrirtæki hafa að eigin
frumkvæði keypt myndverk og
komið sér upp myndarlegum
listasöfnum. Fyrir nokkrum árum
tóku um fjörutíu einkafyrirtæki
höndum saman um stofnun lista-
sjóðs atvinnulífsins, sem kaupir
myndverk reglulega.
Ætla verður að í þeirri stöðu,
sem íslenzk myndlist er nú, séu
það helzt einkafyrirtækin, sem
eru líkleg til að rétta myndlistinni
örvandi hönd. Reynsla undanfar-
inna ára hefur sýnt að það er
þeim sjálfum til framdráttar.
alræði að búa og þess vegna hafa
þeir m.a. leitað sjáfsmyndar sinnar í
örlagavef þessa listræna og sérstæða
bókmenntaverks sem er alltaf nýtt,
hvað oft sem það er lesið; og hversu
gamalt sem það er.
Þannig eru fom listaverk íslenzk
endurtekin í lífi okkar nú um stundir
og við getum margt af þeim lært því
þau eru ómetanleg skáldverk og
ástæða til að draga af þeim ályktanir
um samtíma okkar. Þessi verk eru
ekki dauður bókstafur, heldur mark-
verð tíðindi úr reynsluheimi þeirra sem
þurft hafa að horfast í augu við harðn-
eskjulegt alræði samtímans og það
úthellta blóð sem pólitískar hugmynd-
ir og hefndarverk hafa skilið eftir í
okkar eigin slóð. Stundum eru þessi
verk unnin í skjóli mikilla hugsjóna,
já raunar oftast. En hugsjónir sem
leiða til hefndarverka eru vondar hug-
sjónir. Slíkum hugsjónum þarf að
breyta. Og kannski þarf helzt að
breyta þeim sem boða þessar hugsjóii-
ir eins og kristnir menn gerðu uppúr
miðöldum þegar ofstækismenn frömdu
hryðjuverk sín í skjóli þess kærleiks-
boðskapar sem engu er líkur.
En mér er til efs að íslendingar,
jafnvel þeir, geri sér nægilega grein
fyrir mikilvægi þessa forna arfs okk-
ar, hvað þá aðrar þær þjóðir sem horf-
ast í augu við háskalegan heim. En
það getur varla verið tilviljun hvað
suður-amerískir höfundar hafa
hneigzt að þessum skáldverkum, með
Borges í fararbroddi. Og ekki getur
það heldur verið tilviljun þegar ljóð-
skáld eins og írinn Seamus Heaney
dregur mikilvæga ályktun af þessum
verkum í brýnum og hastarlegum skír-
skotunum og minnir t.a.m. á örlög
njálssöguhetjunnar Gunnars á Hlíðar-
enda einsog hann hefur gert í eftir-
minnilegu ljóði. Gunnar leiðist út í
átök sem eru honum ekki að skapi
og ferst í grimmilegum hryðjuverkum
og blóðhefndum sem voru snar þáttur
af hugsun og hugmyndum samtíma
hans, rétt einsog hryðjuverk á írlandi
eiga rætur í sjúku hugarfari ofstækis-
fulls umhverfis. í Njálu sjáum við það
betur en annars til hverra hörmunga
slík ógn og óbilgimi og slíkt hatur
leiðir. Blint tillitsleysi er arfasátan og
upphaf bálsins. Það er augljóst að
Heaney sér örlög þjóðar sinnar ( blóð-
ugum átökum Njáls sögu, svo brýnt
erindi sem hún á við umhverfi okkar
og samtíð.
QQ ÞAÐEREKKI
í/0*einhlítt að list
höfundar verði óhjá-
kvæmilega endingar-
góð þótt hann uppgötvi
nýtt form eða nýjan stíl,
það er meira að segja
heldur ósennilegt eins hratt og tímam-
ir breytast og viðhorf okkar til um-
hverfisins. Það sem hefur einna sízt
úrelzt er sú óviðjafnanlega list sem
við þekkjum úr fomum bókmenntum
— og svo ijóðaleikir eins og Pétur
Gautur og verk Shakespeares. Ég hef
oft velt því fyrir mér hvað það er í
leikritum hans sem gerir þau jafn
mikilvæg og raun ber vitni. Ég held
það séu, auk mikillar ljóðlistar, þessar
nútímalegu persónur sem koma manni
ávallt jafnmikið á óvart vegna þess
hve þær hugsa og tala líkt og við.
Og samt tala þær allt öðmvísi en allir
aðrir. En það er sú stóra og óviðjafnan-
lega list Shakespeares að breyta held-
ur hversdagslegu fólki í skáldskapar-
legan veruleika ef svo mætti segja.
Við uppgötvum eitthvað nýtt um okk-
ur sjálf í hvert skipti sem við sjáum
þessi verk. Samt em þau gömul. En
hinn ljóðræni strengur gerir þau síung.
Við segjum að eitthvað sé nýtt einsog
Passíusálmamir, það segir raunar alla
söguna. Það segir alla söguna um
manninn sem er alinn upp við þau
guðlegu fyrirheit að unnt sé að gera
alla hluti nýja. Þroski er endumýjun,
það er allt og sumt. Samt emm við
gömul einsog verkin sem ég hef nefnt
og ættum í raun að vera dauður bók-
stafur. En það er nú eitthvað annað(!)
f raun hefur enginn uppgötvað neitt
nýtt, hvorki Shakespeare né höfundar.
íslendinga sagna eða hellensku leik-
skáldin sem era engu lík og taka öllu
öðm fram, rétt einsog íslendinga sög-
ur (ég hef nýverið séð yfírgengilegar
leiksýningar í Bretlandi á Medeu, Fön-
ikísku konunum og Konunum í Troju).
Samt er það óendanlega mikilvæg
uppgötvun að þessi verk voru samin
og þau fjalla um ævintýrið kringum
manninn. Um skáldskapinn Maður.
Q 4 VIÐ VITUM ALLT SEM
•stendur í bókmenntum. Vit-
um jafnvel ýmislegt sem stendur þar
ekki. Uppgötvunin felst einfaldlega í
listinni sjálfri; hvernig að er farið;
vinnubrögðum. Við sjáum þetta í verk-
um meistaranna miklu í tónlist og
málaralist. Við sjáum þetta í list Hall-
dórs Laxness. Hún er mest þegar
HELGI
spjall
hann fellir almenna
reynslu að sérstæðri list
sinni. Uppgötvar sem-
sagt skáldið í sjálfum
sér. Það er list hans
einstæð sem kemur
okkur við, ekki yfirlýs-
ingar hans sem em ekkert merkilegri
en aðrar yfírlýsingar eða skoðanir. Það
er handbragðið á vefnaðinum sem
hefur síðasta orðið. Þess vegna era
mörg skáldverk, sem hampað er nú
um stundir, harla lítils virði.
QpT HEIMURINN GETUR ÝMIS-
í/1/ *legt sótt til fornrar íslenzkrar
menningar. Bókmenntimar em sér-
stæðar, þær em ekki einsog gamail
texti handa stúdentum, heldur mikil-
vægar og brýnar bókmenntir sem eiga
erindi við manneskjuna nú á dögum.
Rótgrónar menningarþjóðir einsog
Tékkar gera sér t.a.m. grein fyrir
því. Þegar Njáls saga kora út í Tékk-
aslóvakíu var henni tekið af þeirri al-
vöm sem slíkt stórvirki á skilið. Tékk-
ar fundu jafnvel í henni samsvöran
við eigin sögu á erfíðum tímum. Njáll
var þeim minnisstæður fyrir margra
hluta sakir, hefur Hermann Pálsson
sagt mér, og þá ekki sízt vegna þess
þeir töldu hann í svipuðum spomm
og prestinn sem þýzku nazistamir
buðu frelsi þegar þeir jöfnuðu þorpið
Lidice við jörðu og tóku alla karlmenn
af lífi í hefndarskyni fyrir drápið á
Heydrich. En presturinn neitaði einsog
Njáll forðum.
Þegar Grettla kom út í Tékkóslóv-
akíu fyrir allmörgum ámm varð hún
metsölubók. Tékkar sem hafa ger-
manska menningu og slavneska að
bakhjarli hugmynda sinna og bók-
mennta og hafa þurft að horfast í
augu við harðræði sáu þegar í stað
að Grettis saga átti brýnt erindi við
nútímann; að hún ijallar um sjálfræði
mannsins og frelsi hans í samfélaginu.
Viðureign Grettis er barátta einstakl-
ings við umhverfi sitt. Barátta eins
manns fyrir hugmyndum sínum og
sjálfum sér í óvinveittu umhverfi.
Hugsjón hans um það hvemig eigi að
lifa af. Hann neyðist til harðrar and-
stöðu. Hann er drepinn að lokum. Og
hann veit að ber er hver að baki nema
sér bróður eigi. Það er mikilvægur
þáttur í þessari baráttu. Það er einnig
reynsla allra þeirra sem beijast gegn
harðræði; beijast gegn ofstæki; beij-
ast við alræði.
Þetta skilja þeir sem hafa átt við
MORGUNBLAÐIÐ
|4~
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 29
FYRIR SKÖMMU VAR
frá því sagt, að Halldór
Blöndal, samgönguráð-
herra, hefði fallizt á upp-
sagnir meiri hluta flug-
umferðarstjóra, sem sagt
höfðu upp störfum frá
áramótum, en sú upp-
sögn var þáttur í launabaráttu þeirra. Jafn-
framt kom fram, að samgönguráðuneytið
mundi leita annarra leiða til þess að
tryggja, að flugumferðarstjóm á Norður-
Atlantshafi yrði sinnt af íslands hálfu,
jafnvel með því að fá erlent verktakafyrir-
tæki til þess að taka verkið að sér um sinn.
Slík viðbrögð af hálfu stjómvalda hefðu
verið óhugsandi hér á íslandi fyrir áratug.
Þau eru þáttur í því allsheijar endurmati,
sem farið hefur frám um skeið á Vestur-
löndum og snýst í grundvallaratriðum um
afstöðuna til einstaklingsins og ríkisvalds-
ins og birtist okkur í ýmsum myndum.
Flugumferðarstjórarnir eru meðal nokk-
urra starfshópa, sem hafa gert og gera
tilraun til að nýta sér sérstaka aðstöðu,
sem byggist á sérhæfðu starfi og sérþekk-
ingu, til að knýja fram úr hendi skattborg-
ara launakjör, sem flugumferðarstjórarnir
telja sig eiga rétt á en fulltrúar skattborg-
ara vilja ekki greiða þeim m.a. vegna þess,
að þau launakjör mundu kalla fram kröfur
annarra með alkunnum víxlverkunum.
Hótun flugurhferðarstjóra er sú að stöðva
flugumferðarstjórn á því svæði, sem ísland
ber ábyrgð á og við höfum verulegar tekj-
ur af. Þeim er auðvitað ljóst, að flugum-
ferðarstjóm yrði ekki látin falla niður,
heldur yrði henni hugsanlega sinnt af öðr-
um þjóðum, en þeir treystu á það, að ís-
lenzk stjórnvöld mundu semja við þá til
að komast hjá því að verða af fyrrnefndum
tekjum og þeim álitshnekki, sem það yrði
fyrir ísland að missa flugumferðarstjórn-
ina til annarra landa.
í fyrsta sinn í langan tima a.m.k. er
skyndilega sagt við slíkan starfshóp: hing-
að og ekki lengra. Mjólkurfræðingar eru
þekktastir þeirra hópa hér á íslandi, sem
hafa beitt þeim aðferðum að hagnýta sér
sérstöðu til þess að knýja fram launahækk-
anir umfram aðra í skjóli þess, að ekki
væri hægt til langframa að stöðva mjólkur-
framleiðslu í landinu. Kannski kemur að
því í næstu umferð að menn segi: gott og
vel, þá flytjum við mjólkina inn.
Flugmenn og sumir aðrir starfshópar
Flugleiða hafa beitt sömu aðferðum en
yfirleitt hafa Flugleiðamenn samið við þá
og þess vandlega gætt að skýra nánast
aldrei frá því um hvað var samið. Báðir
aðilar eru á þeim vettvangi sammála um
að gefa út almennar yfírlýsingar án þess
að upplýsa nokkru sinni hver raunveruleg
efnisatriði samkomulags voru. Og út af
fyrir sig má segja, að það komi engum
við, svo lengi sem slíkir samningar leiða
ekki beint til hækkana á fargjöldum.
Heilbrigðisstéttir á borð við hjúkrunar-
fræðinga, sjúkraliða, lækna, meinatækna
o.sv. frv. hafa í vaxandi mæli beitt þessum
aðferðum í skjóli þess, að um væri að
ræða þjónustu, sem með engu móti mætti
fella niður.
Smátt og smátt hefur samfélagið misst
þolinmæðina gagnvart þessum sérhæfðu
starfshópum og eftirtektarvert er, að
ákvörðun Halldórs Blöndals gagnvart flug-
umferðarstjórunum mælist yfirleitt vel fyr-
ir. Líklegt má telja, að stjómvöld leiti í
vaxandi mæli leiða til að koma í veg fyr-
ir, að sérhæfðir starfshópar geti með þess-
um hætti stillt skattborgurunum upp við
vegg og sagt: annað hvort eða.
Flugumferðarstjórar standa nú frammi
fyrir því að geta hugsanlega misst vel laun-
að starf. Til þess kann að koma að löggjaf-
arvaldið, sem hefur sett ýmiskonar lög til
að tryggja starfsréttindi einstakra hópa,
telji óhjákvæmilegt að breyta þeirri löggjöf
og koma þannig í veg fyrir einokunarvald
ákveðinna stétta á ákveðnum starfssvið-
um.
Það er enginn munur á því, hvort ríkis-
fyrirtæki beitir einokunarvaldi sínu til að
umgangast neytendur eins og því sýnist,
Einstakling-
urinn og
einokunar-
valdið
REYKJAVIKU RBREF
Laugardagur 2. desember
hvort einkafyrirtæki, sem er nánast í ein-
okunarstöðu beitir sér með sama hætti eða
hvort starfshópur, sem hefur skapað sér
einokun á ákveðnu starfssviði notar það
vald til að kúga skattborgarana til að
borga.
í samtali við fulltrúa ritstjórnar Morgun-
blaðsins fyrir skömmu, sagði Ruth Ric-
hardson, fyrrverandi fjármálaráðherra
Nýja-Sjálands, að það væri bara eitt verra
til en ríkisrekin einokun og það væri einka-
rekin einokun. Það mætti bæta því við,
að ekki sé einokun fámennra starfshópa
á afmörkuðum starfssviðum betri.
Aðferðin til að bijóta á bak aftur ríkis-
rekna einokun er að sjálfsögðu sú, að rík-
ið hætti afskiptum sínum af þeim þáttum
atvinnulífsins, sem einstaklingar geta séð
um og þau svið eru fá, sem einkafyrirtæki
geta ekki séð um, eins og nú er komið.
Aðferðin til að bijóta niður einkarekna
einokun er auðvitað sú að tryggja aukna
samkeppni og leiðin til þess að bijóta nið-
ur einokun fámennra starfshópa á vinnu-
markaði hlýtur m.a. að vera sú að tryggja
aukna samkeppni á þeim sviðum m.a. með
því að afnema lögvarin forréttindi eða
sérréttindi. Auðvitað er það ekkert annað
en lögvarin einokun, sem islenzkum bænd-
um hefur verið tryggð á búvörumarkaðn-
um og baráttan fyrir auknum innflutningi
á búvörum er ekkert annað en viðleitni til
að bijóta niður þá einokun neytendum til
hagsbóta.
Ronald Reagan braut á bak aftur boðað
verkfall flugumferðarstjóra í Bandaríkjun-
um fyrir einum og hálfum áratug með því
að reka þá alla heim og gefa hernum fyrir-
skipun um að stjórna flugumferð í land-
inu. Halldór Blöndal hefur að vísu ekki
yfir her að ráða en hann getur keypt þjón-
ustuna annars staðar frá. Það sem er eftir-
tektarvert í báðum tilvikum er, áð aðgerð-
ir viðkomandi ráðamanna nutu almanna
stuðnings. Fólk vill ekki láta fara svona
með sig.
Þetta eru gjörbreytt viðhorf frá því, sem
áður var, og aðeins partur af þeirri við-
horfsbreytingu, sem orðið hefur meðal al-
mennings á Vesturlöndum á undanförnum
árum.
Á SKÓLAVÖRÐUHOLTI
Morgunblaðið/Þorkell
FYRIR ALDAR-
fjórðungi var fátítt,
að einstaklingar
deildu við dómar-
ann. Yfírleitt tók
fólk því, sem að því
var rétt af hálfu rík-
isvaldsins. Ákvarð-
anir stjómmálamanna og embættismanna
voru sem lög. Fólk kvartaði undan ósann-
girni eða ranglæti en fylgdi því ekki eftir
á nokkurn hátt. Þetta átti einnig í ríkum
mæli við í viðskiptum almennings við stofn-
anir á borð við banka eða einkafyrirtæki,
sem vora ráðandi á sínu sviði.
Þetta hefur líka breytzt. Einstaklingur-
inn sækir nú rétt sinn á hendur hvaða ein-
okunarveldi, sem er, hvort sem um er að
ræða opinbera aðila eða einkaaðila. Þetta
getur fólk gert m.a. í skjóli löggjafar, sem
sett hefur verið á allmörgum undanfömum
áram. Réttur einstaklingsins er betur
tryggður en hann var. Umboðsmaður Al-
þingis á hér vaxandi hlut að máli. Mann-
réttindadómstóll Evrópu hefur hér mikla
þýðingu. Sá árangur, sem einstaklingar
hafa náð með málskoti til mannréttinda-
dómstólsins hefur áreiðanlega haft fyrir-
byggjandi áhrif á mörgum sviðum stjórn-
sýslu.
íslenzkir dómstólar koma hér einnig við
sögu. Þeir hafa í auknum mæli dæmt ein-
staklingum í vil, hugsanlega vegna þess,
að almenn viðhorfsbreyting meðal almenn-
ings hafí orðið til þess að breyta lagatúlk-
un á einn eða annan veg.
Almúgamaðurinn tekur ekki lengur því,
sem að honum er rétt. Glöggt dæmi um
það var viðleitni bankakerfísins til að koma
á debetkortum, sem strandaði um skeið á
þeirri tilfinningu fólks, að um leið ætti að
koma á óhóflegri gjaldtöku.
Staða einstaklingsins gagnvart einokun-
arveldinu, hvort sem það birtist í mynd
ríkisvaldsins, einkafyrirtækja, sem búa við
fákeppni, fámennra starfshópa eða sam-
taka bænda, er orðin svo sterk, að allir
þessir aðilar hugsa sig um tvisvar áður
en þeir stíga einhver þau skref, sem geta
orðið til þess að vekja upp reiði almenn-
ings í þeirra garð.
Alþingismennimir sjálfir horfðust í augu
við þennan veraleika, þegar þeir breyttu
fyrri ákvörðunum um skattfrelsi kostnað-
argreiðslna til þingmanna. Almennir laun-
þegar knúðu fram kjarabætur þegar í ljós
kom að aðrir höfðu fengið meira. Bændur
og samtök þeirra gera sér grein fyrir, að
þeir geta ekki lengur staðið gegn innflutn-
ingi á búvöra.
Umræðumar um skylduaðild að lífeyris-
sjóðum eða verkalýðsfélögum snúast um
sömu grandvallaratriði. Hvers vegna eiga
vinnuveitendur og verkalýðsleiðtogar að
geta samið um það sín í milli, að ákveðinn
einstaklingur skuli vera í ákveðnu stéttar-
félagi? Hvernig geta vinnuveitendur og
verkalýðsleiðtogar samið um það, að
vinnuveitandinn skuli draga félagsgjaldið
til stéttarfélagsins frá launum starfs-
mannsins? Hvað kemur vinnuveitandanum
þetta yfirleitt við?
Er ekki eðlilegt, að starfsmaður í fyrir-
tæki ákveði það sjálfur, hvort hann vill
vera í stéttarfélagi og þá í hvaða félagi?
Er ekki eðlilegt, að það sé mál á milli
hans og stéttarfélagsins, hvemig hann
greiðir félagsgjald til félagsins?
Greiðslur í lífeyrissjóði af launum starfs-
manna eru ekkert annað en sparnaður
þeirra til efri ára. Þá gildir einu, hvort um
er að ræða svonefnt framlag vinnuveitand-
ans eða launþegans. Auðvitað er framlag
vinnuveitandans ekkert annað en hluti af
þeim kjörum, sem hann hefur samið um
að greiða starfsmanni sínum og skiptir þá
ekki máli, hvort hann greiðir hluta þeirra
kjara beint í lífeyrissjóðinn en hluta þeirra
í gegnum launareikning starfsmannsins!
Kjami málsins er sá, að öll upphæðin er
hluti þeirra kjara, sem vinnuveitandinn
hefur samþyklrt að greiða starfsmanni sín-
um.
Með hvaða rökum geta vinnuveitendur
og forystumenn verkalýðsfélaga ákveðið í
hvaða sjóð starfsmaðurinn leggur spamað
sinn til efri ára? Auðvitað era engin rök
fyrir því. Þetta á starfsmaðurinn að ákveða
sjálfur og er fullfær um það.
Baráttan fyrir rétti einstaklingsins
gagnvart þessum einokunarveldum stend-
ur enn yfir en einstaklingurinn mun bera
sigur úr býtum í þeim átökum eins og
öðram.
Afstaða
stjórnmála-
flokkanna
hefur
breytzt
ÞAU ALMENNU
viðhorf, sem hér
hefur verið lýst
hafa verið baráttu-
mál Sjálfstæðis-
flokksins frá stofn-
un hans. Þótt
áherzlan hafi verið
mismunandi mikil
hefur krafan um rétt einstaklingsins gagn-
vart ríkisvaldinu og krafan um frjálsa sam-
keppni og einkarekstur alltaf verið grand-
vallarþáttur í stefnu og störfum Sjálfstæð-
isflokksins.
Það sem er nýtt á hinu pólitíska sviði
er hins vegar það, að aðrir stjórnmála-
flokkar beijast ekki lengur gegn þessum
sjónarmiðum, heldur taka undir þau. Þeir
stjórnmálaflokkar, sem áður höfðu þjóð-
nýtingu, ríkisumsvif og almenna opinbera
forsjá á sinni stefnuskrá hafa það tæpast
lengur. Þetta á bæði við um Alþýðuflokk-
inn og Alþýðubandalagið. Það má skrifa
langt mál um þá breytingu, sem orðið
hefur á stefnu Alþýðuflokksins á undan-
förnum áratugum en alla vega er ljóst,
að .þjóðnýting, ríkisumsvif og ríkisforsjá
eru ekki lengur á stefnuskrá þess flokks.
Lengi mátti ekki hrófla við velferðarkerf-
inu að mati flokksins, en á því hefur einn-
ig orðið veraleg breyting.
Alþýðubandalagið hefur heldur ekki
uppi tilburði til að beijast fyrir fyrri stefnu-
málum flokksins, þótt e.t.v. megi segja,
að ný sjónarmið innan hans hafí enn ekki
tekið á sig jafn skýra mynd og í Alþýðu-
flokknum.
Framsóknarflokkurinn hefur ekki leng-
ur því hlutverki að gegna að gæta hags-
muna SÍS, sem er ekki lengur til sem við-
skiptaveldi, en berst enn gegn breytingum
í landbúnaði. Flokksbrot á borð við Þjóð-
vaka og Kvennalista skipta ekki máli í
þessu sambandi.
Er hægt nú orðið að tala um vinstri
flokka á Islandi? Er það ekki úrelt um-
ræða að velta fyrir sér sameiningu svo-
nefndra „vinstri“ flokka? Er nokkur grund-
völlur fyrir því lengur að velta fyrir sér
framtíð Alþýðuflokks og Alþýðubandalags
með tilvísun til sögulegrar fortíðar þeirra
eins og t.d. Morgunblaðið hefur ítrekað
gert?
í raun og veru er allt stjórnmálasviðið
í uppnámi. Sjálfstæðisflokkurinn einn á
því láni að fagna að þeir grundvallarþætt-
ir, sem hann hefur byggt stefnu sína á í
meira en hálfa öld njóta nú meiri stuðn-
ings og viðurkenningar en nokkru sinni
fyrr. Hinir flokkarnir þrír eru allir að leita
að nýjum stað í tilveranni. Sumir þeirra
eru búnir að fínna hann en þora tæpast
að viðurkenna það, aðrir eru enn að leita.
Sennilega eiga allir fjórir stjórnmála-
flokkarnir það sameiginlegt að vera með
einum eða öðrum hætti á eftir þróun og
framvindu almannaviðhorfa. Alla vega end-
urspegla þeir að hluta til sjónarmið þeirra,
sem beijast gegn breytingum f ýmsum efn-
um, sem almenningsálitið hér innanlands
er að sumu leyti að knýja fram en era að
öðra leyti áhrif frá öðram löndum.
„Hvers vegna
eiga vinnuveit-
endur og verka-
lýðsleiðtogar að
geta samið um
það sín í milli, að
ákveðinn ein-
staklingur skuli
vera í ákveðnu
stéttarfélagi?
Hvernig geta
vinnuveitendur
og verkalýðsleið-
togar samið um
það, að vinnuveit-
andinn skuli
draga félags-
gjaldið í stéttarfé-
lagið frá launum
starfsmannsins?
Hvað kemur
vinnuveitandan-
um þetta yfirleitt
við?“
' T' -