Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ , Morgunblaðið/Þorkell HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra ætlar að leita eftir heimild hjá Alþingi fyrir því að Póstur og sími fái að færa út starfsvettvang sinn. ÍSLAND ÞARF ÓDÝR OG TRYGG FJARSKIPTI Hröð þróun ij'arskipta og hörð samkeppni á ijarskiptamarkaði hefur verið til umræðu. Guðni Einarsson hitti Halldór Blön- dai, samgönguráðherra og yfirmann fjarskiptamála, og ræddi við hann um framtíð Pósts og síma og samkeppni í ijarskiptum. HALLDÓR var fyrst inntur eftir því hvenær frumvarp um breytingu Pósts og síma í hlutafélag verður lagt fram og hvort hann væntir þess að það verði að lögum á þessum þingi. Hann viídi ekki tjá sig efnislega um frum- varpið því málið hefur ekki verið lagt fyrir ríkisstjóm og heldur ekki endanlega kynnt stjórnum starfsmannafélaga Pósts og síma. En var það skoðað við undirbúning frum- varpsins að skipta Pósti og síma upp í fleiri en eitt félag? „Já, það var gert en ekki talið heppilegt. En það má vera að það verði síðar gert, en fyrst verður að styrkja fjárhagslega stöðu póstsins. Ef þú ert að tala um símann sérstak- íega, þá er samkeppnin á fjarskiptamarkaði það hörð að það dettur engum í hug að bijóta upp fyrirtækin bara til að brjóta þau upp og veikja samkeppnishæfni þeirra. Við erum að tala um alþjóðiega samkeppni og höfum orð- ið mjög rækilega varir við það, bæði Póst- og símamálastofnun, og eins hér í ráðuneyt- inu, að það er áhugi erlendra fjölþjóðafyrir- tækja fyrir því að koma hingað til íslands ef eitthvert tómarúm skapast. Hér er mikil velta á hvem einstakling og því eftir miklu að slægjast. Alþýðuflokkurinn stöðvaði það í síðustu ríkisstjóm að frúmvarp um Póst og síma hf. yrði flutt.“ Sjólfstæð somkeppnisdeild - Samkeppnisstofnun lagði til að stofnað yrði sérstakt félag um samkeppnisrekstur Pósts- og síma. Kom það ekki til greina? „Samkeppnisstofnun hefur ekki gert at- hugasemdir við nýja reglugerð um aðskilnað samkeppnissviðs og einkaréttarsviðs Pósts og síma.“ - Samráðherra þinn lét svo ummælt um daginn að selja beri þau ríkisfyrirtæki sem em í beinni samkeppni við einkafyrirtæki. Gæti það átt við um hluta af Pósti og síma? „Það þjónar ekki íslenskum hagsmunum að veikja samkeppnisstöðu Pósts og síma gagnvart erlendum fjölþjóðafyrirtækjum sem hingað vilja teygja arma sína. Ég sem ráð- herra samgöngumála ber embættislega ábyrgð á að því eigin fé sem er inni í Pósti og síma sé ekki kastað á glæ. Ég er vörslu- maður þessara hagsmuna og þessara fjár- muna. Það sem ég er að beita mér fyrir er að breyta Pósti og síma í hlutafélag í eigu ríkisins til þess að það geti starfað á mark- aðnum með öðrum fyrirtækjum sem þar starfa á fjarskiptasviði eftir þeim leikreglum sem þar gilda. Allir íslenskir athafnamenn og íslenskir verslunarmenn hljóta að láta í Ijós ánægju sína yfir þessu skrefi. Þeir hljóta að skilja það betur en ég hversu mikilvægt það er að hið opinbera sé ekki að krenkja sum fyrirtæki framyfír önnur.“ Sérfræóiþekking í ráðuneytinu Samgönguráðuneytið fer með yfirstjórn fjarskiptamála. Hvemig er ráðuneytið í stakk búið til þess að fylgjast með þróun á fjar- skiptasviði? Gegnir Póstur og sími því hlut- verki að vera sérfræðideild ráðuneytisins? „Hann gerði það eins og sjálfsagt þótti á þeim tíma, en svo er ekki lengur. Sigurgeir H. Sigurgeirsson hagfræðingur hefur tekið við þessu sviði hér í ráðuneytinu. Jafnframt höfum við verkfræðilegan ráðgjafa hjá Fjar- skiptaeftirlitinu. Þeim ráðgjafa hefur verið falinn undirbúningur að því með hvaða hætti við getum boðið út GSM-þjónustu, ef til kem- ur. Það er mikið verk að undirbúa það. Flók- in útboðsgerð og það þarf að taka margar pólitískar ákvarðanir á þeirri leið. Þessi kostn- aður verður að síðustu greiddur af þeim sem reka starfsemina. Af Pósti og síma, sem auðvitað heldur sínu starfsleyfi og þeim fyrir- tækjum eða því fyrirtæki sem inn kæmi.“ - Hvenær verður GSM-þjónusta boðin út? „Ég held að það sé mikill misskilningur sem manni finnst maður lesa í gegnum síður Morgunblaðsins að hver sem er geti farið að reka hér GSM-kerfi, jafnvel strax á morgun. Það er nú ekki þannig. Það hafa tveir sótt um formlega og aðrir verið uppi með fyrir- spurnir. Þeim hefur öllum verið gerð grein fyrir því að fyrsta skrefið sem stíga verði, áður en slíkt sé boðið út, sé að aðgreina einka- leyfisrekstur og samkeppnissvið Pósts og síma og breyta félaginu í hlutafélag. Það tel ég að sé grundvallaratriði til þess að Póstur og sími geti brugðist hratt og vel við slíkri samkeppni, vegna þess að það verða erlend fjölþjóðafyrirtæki sem koma inn í samkeppn- ina, en ekki kaupmaðurinn á horninu." Samkeppni í GSM-rekstri - Hvenær má vænta þess að reglur um farsímarekstur verði gefnar út? „Slíkur undirbúningur hefur tekið eitt eða tvö ár erlendis þegar búið er að ákveða að leyfa samkeppnisrekstur. Það mál hefur ekki verið borið upp í ríkisstjórninni og ekki verið tekin ákvörðun um það. Við höfum hins veg- ar hafið undirbúning og njótum tæknilegrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.