Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn FEÐGININ Jakobína Signrðardóttir og Sigurður E. Marinósson í Sælgætisgerðinni Mónu. SYSTKININ SEXI SÆLGÆTINU SÆLGÆTISGERÐIN Móna er fjölskyldufyrirtæki í orðsins fyllstu merkingu. Ekki er það einungis í eigu Sigurðar E. Marinóssonar, Ágústu Kristínar Sigurjónsdóttur og barna þeirra sex heldur vinna • þau öll við fyrirtækið. Segja má að börnin hafi verið að tínast inn á undanförnum árum í fullt starf, en Ágústa hefur frá upphafi starf- að með manni sínum í rekstrinum. Gunnar hóf fyrstur störf hjá Mónu árið 1981 eftir lok vélfræði- náms, en Emilía, Hjalti og Sigur- jón voru fastráðin 1992 þegar systkinin keyptu sinn hlut í fyrir- tækinu. Þau síðustu tvö hófu störf nú í haust, Jakobína 1. október og Ágúst 1. desember. Reyndar lét Emilía af störfum 1. október vegna veikinda, en hún er illa haldin af gigtarsjúkdómi. Táknrænt upphaf „Upphaf fyrirtækisins er tákn- rænt fyrir það hvernig menn fóru að því í gamla daga að ná sér í aukavinnu til að framfleyta fjöl- skyldunni,“ sagði Sigurður þegar Morgunblaðið hitti hann og Jakobínu á skrifstofu Mónu nú í vikunni. Á þeim tíma var Sigurður loft- skeytamaður í Gufunesi, kvæntur og fjögurra barna faðir. Hann og vinur hans, Sigurður Oskarsson, verslunarmaður höfðu verið að íhuga hvernig þeir gætu unnið sér inn aukapening þegar þeir sáu auglýst þrotabú sælgætisgerðar- innar Nönnu árið 1959. „Við keyptum sælgætisgerðina, þar sem hún var í kjallaraherbergi á Tunguvegi og þar með byrjaði ævintýrið,“ segir Sigurður. BRÆÐURNIR Gunnar (t.v.) og Sigurjón Sigurðssynir. VIÐSKIPri AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► SIGURÐUR E. Marinósson, annar stofnanda Sæl- gætisgerðarinnar Mónu, fæddist 1929 í Vestmannaeyj- um. Hann lauk prófi frá Loftskeytaskólanum 1948 og starfaði sem loftskeytamaður í Gufunesi til ársins 1961 en stofnaði Mónu 1959. Eiginkona hans er Ág- ústa K. Sigurjónsdóttir og hefur hún starfað við rekst- urinn frá upphafi. Árið 1992 urðu börn þeirra meðeig- endur og starfa þau öli hjá fyrirtækinu. Má segja að kynslóðaskipti séu að verða í yfirstjórninni með því að tvö af börnunum eru að hefja þar störf. Eru þau að ljúka námi í viðskipta- og rekstrarfræði við Endur- menntunarstofnun Háskóla íslands. Jakobína fæddist árið 1954, Gunnar árið 1957, Emilíaárið 1958, Ágúst 1960, Hjalti 1965 og Sigurjón 1972. Sælgætisgerðin eingöngu aukavinna fyrstu tvö árin Fyrstu tvö árin fór starfsemin hægt af stað, enda unnu þeir fé- lagar þar aðeins í aukavinnu. 1961 sneru þeir sér alfarið að sælgætis- gerðinni og réðu húsmæður úr nágrenninu í vinnu. I byijun var megnið af framleiðslunni hand- unnið en smám saman jókst véla- kostur fyrirtækisins. Tímamót urðu í rekstrinum þegar ráðist var í byggingu nýs verksmiðjuhús- næðis við Stakkahraun í Hafnar- firði árið 1963. Var það tekið í notkun um áramótin 1965-66. Sig- urður Óskarsson hafði selt sinn hlut í fyrirtækinu nokkru áður, eða 1961, og hafa tveir eigendur kom- ið að því síðan. Starfsmenn Mónu hafa undanfarin ár verið í kringum 20 nema í páskatörninni. „Ég þóttist aldeilis hafa himin höndum tekið þegar pabbi keypti sælgætisgerðina,“ segir Jakobína þegar hún rifjar upp fyrstu komu sína að fyrirtækinu. „Ég man þeg- ar ég smeygði mér inn í þessa súkkulaðiparadís og stakk upp í mig bita. Þá fann ég að þrifið var hraustlega í öxlina á mér. Það var greinilegt að ég átti ekki að venj- ast því að geta farið þarna inn og hámað í mig sælgæti,“ heldur hún áfram hlæjandi. Nú hefur hún hins vegar sterkari stöðu innan fyrir- tækisins og stingur upp í sig sæl- gætismola, sem reyndar er í skál á borðinu. Áherslan á markaðsmál Hlutverk Jakobínu verður fyrst um sinn að sinna markaðsmálum og þá bæði innanlands sem utan. Móna hefur haft nokkra sérstöðu innanlands með bökunarvörur eins og tertuhjúp, súkkulaðispæni og slíkt, en á. undanförnum árum hafa samkeppnisaðilar verið „að klípa af þeirri köku,“ eins og Jak- obína orðar það. Hún segir því að leggja verði meiri áherslu á markaðsetningu og vöruþróun á næstunni, jafnt innanlands sem utan. Móna stofnaði árið 1994 dóttur- fyrirtæki í Svíþjóð undir nafninu „Móna & Marinosson“ og verður töluverð vinna verði lögð í sænska markaðinn á næstunni. „Eftir reynslu þessa fyrsta árs munum við fara ofan í kjölinn og kanna hvernig best verður að útflutn- ingnum staðið,“ segir Jakobína og vekur máls á því að athyglisvert sé að heyra hvaða ímynd ísland hafi í augum Svía. „Þeir telja Is- land vera hreint, heilbrigt og bjóða upp á mikil gæði.“ Þá hafa Færeyingar sóst eftir viðskiptum við Mónu og fór fyrsta sendingin utan fyrir þremur vik- um. „Sá útflutningur er á algjöru tilraunastigi. Færeyski markaður- inn er svo lítill að það er ekki hægt að nota sömu aðferðir við að markaðssetja vöruna þar og í Svíþjóð.“ Ávaxtahlaup vinsælt Þegar þau eru spurð hvaða vör- ur séu vinsælastar hér á landi segja þau það árstíðabundið hvað seljist best, en nefna bökunarvörur fyrir jólin, páskaegg á vorin og smávörur allt árið. Þau benda á að sælgætismark- aðurinn hafi breyst töluvert á undanförnum árum með tilkomu „blands í poka“. Nú sé krafan í auknum mæli framleiðsla á smá- vöru af ýmsu tagi. „Við tókum þá stefnu að fara meira inn á þennan hlaup-markað því þar hefur skort íslenska framleiðslu. Megnið af hlaupinu var innflutt og ég er það stoltur íslendingur að ég tel að við verðum að leggja okkar af mörkum ef við ætlum að búa hér á landi. Okkur hefur tekist býsna vel upp,“ segir Sigurður. Erlendur sérfræðingur var fenginn til að koma framleiðslunni á rekspöl og við hlið hans vann Siguijón, yngsti sonurinn. Hann kom til starfa vorið sem eigna- breytingin átti sér stað, en þá var hann að ljúka stúdentsprófi. „Sig- uijón er eiginlega heilinn á bak við þróun hlaupsins, sem hefur verið vaxtarbroddur í fyrirtækinu síðustu ár. Hann fékk dýrmæta starfsreynslu hjá sérfræðingnum,“ segir Jakobína. Samnýttir kraftar Þess má geta að systkinin koma hvert með sína reynslu inn í fyrir- tækið sem nýtist vel þegar saman kemur. Jakobína er sjúkraþjálfari og er að ljúka námi í viðskipta- og rekstrarfræði frá Endurmennt- unarstofnun Háskóla íslands. „Ég hef alltaf haft gaman af öllu því sem snýr að viðskiptum enda alist upp í viðskiptaumhverfi. Ég ákvað að fara út í þetta nám hvert svo sem framhaldið yrði. Það var síðan í súmar að ég tók þá ákvörðun í samráði við pabba og systkini mín að hefja störf hjá Mónu sem hægri hönd framkvæmdastjóra,“ segir hún. Ágúst er efnaverkfræðingur og hóf nám í viðskipta- og rekstrar- fræði samtímis Jakobínu. „Ef námið hefði ekki komið til er ekki víst að við hefðum farið að vinna hjá Mónu,“ segir Jakobína sposk á svip. Ágúst mun hafa yfirumsjón með gæðamálum, sem Jakobína telur eitt það mikilvægasta í nútíma- rekstri fyrirtækja. Þar nýtist menntun hans til hins ýtrasta. Gunnar er vélfræðingur og hef- ur yfirumsjón með öllu því er við- kemur vélakosti fyrirtækisins. Emilía vann fyrst við sölustörf og síðan á skrifstofu og Hjalti er prentsmiður og nýtist reynsla hans vel í öllu því, sem viðkemur um- búðum og samskiptum við auglýs- ingastofur og prentsmiðjur, en hans aðalstarf er sölumennska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.