Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 1
160SIÐURB/C/D *ttttmHaMfe STOFNAÐ 1913 277. TBL. 83. ARG. SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Takið mark á mittismálinu FUNDIN hefur verið leið, sem læknar segja nokkuð örugga, til að meta lík- urnar á hjartaáföllum og heilablóðfalli. Hún er einfaldlega sú að athuga mittís- málið. Ef það er á uppleið, þá er svo einnig með hættuna á áðurnefndum sjúkdómum. Konur, sem eru meira en 80 sm í mittið, og karlar, sem eru meira en 94, ættu að fara í megrun. Michael Lean, prófessor við háskólann í Glasgow, segir í grein í breska lækna- blaðinu, að við þessi mörk sé hættan um það bil helmingi meiri en ella og við hvern sm, sem við bætist, eykst hún stöðugt og getur orðið allt að fimmföld á við það, sem er hjá fólki í eðlilegum holdum. Þessi niðurstaða var fengin með rannsóknum á 5.000 Hollending- um, konum og körlum. Meðal þess, sem tekið var tillit til eða mælt, var líkams- þyngd, aldur, áfengisneysla, reykingar, hreyfing og menntun. Sex og hálfs árs fangelsi Singapore. Reuter. NICK Leeson, sem setti Baringsbank- ann breska á hausinn með því að tapa um 90 miUjörðum ísl. kr. í spákaup- mennsku, var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í Singapore í gær. Var dómurinn harðari en sumir lögfræð- ingar höfðu spáð en virtist ekki koma sakborningnum á óvart. Brosti hann breitt þegar hann var leiddur úr rétt- arsalnum. Dómarinn sagði, að Leeson hefði spunnið mikinn blekkingarvef í kringum viðskipti sín en viðurlögin við ákæruatriðunum tveimur voru átta ára fangelsi mest. Frá dóminum drag- ast níu mánuðir í gæsluvaðhaldi og líklegt þykir, að Leesons losni eftir hálft fjórða eða fjögur ár hagi hann sér vel. Leeson var dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa blekkt end- urskoðunarfyrirtækið Coopers and Lybrand og í sex ára fangelsi fyrir að hafa leikið sama Ieik gagnvart yfir- völdum í Singapore. Verjendur Lee- sons létu ekkert hafa eftir sér um dóminn eða hvort þeir ætluðu að áfrýja honum. Til þess hafa þeir 10 daga. Leeson verður fyrst um sinn í Tanah Merah-öryggisfangelsinu í Sin- gapore en verður líklega fluttur í ann- að síðar. Farið er vel með fanga í Singapore en aðstæður eru afar fá- brotnar og ekki dekrað við þá að neinu leyti. Engin loftkæling er í klefum og beðurinn er þunn strámotta. Leeson getur þó fengið vestrænan mat biðji hann um hann. Morgunblaðið/RAX SMÍÐI húss Karlakórs Reykjavíkur í Öskjuhlíðinni hefur miðað vel áfram og hér eru smiðir í óðaönn að ganga frá þakinu. Handan við sundin sér til Skarðsheiðar. Bill Clinton með hermönnum sem sendir verða til Bosníu „Erum staðráðnir í að gera skyldu okkar" Ramstein. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, kvaddi í gær írland og hélt til Þýskalands þar sem hann að ávarpaði þúsundir bandarískra her- manna, sem sendir verða til friðargæslustarfa í Bosníu. Fullvissaði hann þá um, að þeir gætu svarað fyrir sig af fullum krafti ef á þá yrði ráðist. Aðfinnslur Frakka og áróður gegn Dayton-samkomulaginu eru farin að valda nokkrum áhyggjum. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, tók á móti Clinton þegar hann kom til Ramstein- herflugvallarins fyrir utan Kaiserslautern í Suðvestur-Þýskalandi. í Baumholder-herstöð- inni skammt frá Ramstein eru 11.000 banda- rískir hermenn og margir þeirra verða sendir til Bosníu um miðjan desember eftir að friðar- samningarnir hafa verið undirritaðir í París. Hlakka þeir ekki til að eiga jól í Bosníu en biðu komu Clintons með eftírvæntingu. „Hér bíða allir spenntir eftir komu forset- ans," sagði Fred Armstead liðþjálfi. „Það er vissulega nokkur kvíði í mönnum en við erum staðráðnir í að gera skyldu okkar." Friðarf ör til Bosníu Clinton sagði í ávarpi sínu til hermann- anna, að þeir hefðu heimild til að svara fyrir sig af fullum krafti ef á þá yrði ráðist. Kvaðst hafa staðið gegn því í þrjú ár, að bandarísk- ir hermenn yrðu sendir til Bosníu en nú færu þeir þangað til að tryggja frið. Ekki væri unnt að útiloka, að einhverjir féllu í valinn, en hann kvaðst vilja fullvissa hermennina um, að allt hefði verið gert til að tryggja, að áhætt- an yrði sem minnst. Clinton hefur heitið að senda 20.000 her- menn til Bosníu, þriðjung friðargæsluliðsins, en honum hefur þó ekki enn tekist að sann- færa bandarísku þjóðina um réttmæti þess. Er um helmingur hennar andvígur því en það var þó verulegur sigur fyrir hann þegar Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild, ákvað í vikunni að styðja stefnu forsetans í þessu máli. Búist var við, að Clinton kveddi formlega 700 bandaríska hermenn, sem senda átti til Bosníu í gær, en þeir og 1.900 hermenn aðr- ir eiga að búa í haginn fyrir komu meginher- aflans. Verður hann fluttur til Bosníu á nokkr- um vikum. Gagnrýni Frakka Stöðug gagnrýni Frakka á Dayton-sam- komulagið um frið í Bosníu er farin að vekja ótta um, að friðargæsla NATO kunni að ein- kennast af sömu óeiningunni og einkennt hefur friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. w Island þarf ódýr og trygg fjarskipti Vinnuálag er áhættu- f þáttur í meðgöngu 16 Gengið á veggi B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.