Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga fyrstu jólamyndina. Það er ein vinsælasta kvikmynd síðustu jóla vestanhafs; The Santa Claus, Algjör jólasveinn, með Tim Allen í aðalhlutverki. SCOTT reynir að afneita því að hann sé að breytast íjólasvein og leitar til læknis þegar hann fer að fitna. SCOTT er orðinn jóalsveinn og kominn með son sinn með sér í hreindýrasleðann. Sannleikurinn um j ólas veininn ALGJÖR jólasveinn þarf ekki að vera í rauðum fötum til þess að börnin þekki hann og segi honum hvað þau langar í í jólagjöf. AÐSTANDENDUR myndar- innar Algjör jólasveinn seg- ir að þetta sé myndin sem íbúar Norðurpólsins vilji ekki að fólk sjái en þetta sé saga sem öll böm í heiminum eigi rétt á að fá að sjá og heyra; þetta er kvikmyndin sem svarar spurningunum: er jólasveinninn til og hver er jóla- sveinninn? Þá er að sjálfsögðu ekki átt við hina íslensku bræður Stekkjastaur, Giljagaur og félaga heldur hinn alþjóðlega nútíma Sánkti Kláus, þennan rauðklædda með hvíta skeggið sem ferðast um á hreindýri. í myndinni er svarað spumingum sem brenna heitt á yngsta fólkinu: Hvemig kemst jólasveinninn niður um strompinn? Hvernig fer hann að ef það er enginn strompur og enginn arinn heima hjá manni? Hvemig fer hann að því að heimækja svona marga krakka á einni nóttu? Hvað þarf maður eig- inlega að hafa stóran poka til að koma gjöfum handa öllum krökk- um ofan í hann? í því skyni að svipta hulunni af þessum leyndardómum og mörgum öðrum sem tengjast manni desembermánaðar, jóla- sveininum, ákvað Walt Disney kvikmyndafyrirtækið að gera kvikmyndina Algjör jólasveinn. í desember í fyrra flykktust banda- rískar fjölskyldur í bíó að komast að hinu sanna og fyrir jólin í ár gefst öllum aðdáendum jóla- sveinsins á íslandi og í öðrum Evrópulöndum tækifæri til að fá svör við spumingunum sem brunnið hafa á yngsta hluta mannkynsins kynslóð fram af kynslóð. Að því er fram kemur í mynd- inni heitir núverandi jólasveinn í raun og veru Scott Calvin (Tim Allen) og var áður ungur maður á uppleið í viðskiptalífínu. Scott fannst meira gaman í vinnunni en heima hjá sér. Hann var frá- skilinn og átti ekki sérstaklega góð samskipti við son sinn, sem heitir Charlie (Eric Lloyd) og gaf sér eiginlega aldrei tíma til að leika við hann og vera með hon- um. En það hefur allt lagast núna eftir að pabbi Charlies breyttist í jólasveininn. Það bar þannig til að eitt að- fangadagskvöldið nýlega varð fyrrverandi jólasveinn fyrir vinnu- slysi. Hann datt ofan af þakinu heima hjá Scott og Charlie. Það heyrðist hár dynkur. Feðgamir hlupu út og komu að jólasveinin- um stórslösuðum. 0g það á sjálft aðfangadagskvöld. Einhvem veg- inn vildi það til að Scott ákvað að máta jólasveinabúninginn. Það var þá sem töfrarnir tóku völdin. Skyndilega voru Scott og Charlie komnir í hreindýrasleða jólasveinsins og á leið á Norður- pólinn þar sem jólasveinninn er með sitt fýrirtæki. í fyrirtækinu vinna mörg hundmð álfar sem líta út eins og böm en em samt mörg hundruð ára gamlir. Verk- smiðjan er ótrúlega nýtískuleg og þar framleiða álfarnir milljónir jólagjafa, sem þeir pakka svo inn. Engir tveir pakkar eru eins. Aðalverkstjórinn í verksmiðj- unni er álfur, sem heitir Bemard. Hann tók á móti Scott og Charlie á Norðurpólnum og fræddi Scott á því að nú væru örlög hans ráð- in. Til væri sérstök klásúla í bind- andi samningi sem kvæði á um það að hver sá sem klæði sig í búning jóiasveinsins verði jafn- framt að takast á hendur allar þær skyldur sem embættinu fyigja. Þannig segir Bemard að þetta hafí verið mann fram af manni í aldanna rás og þetta sé svo sann- arlega ekki í fyrsta skipti sem ríkjandi jólasveinn lendir í vinnu- slysi. Jólasveinninn hefur verið til í mörg hundrað ár og Bemard segir að það hafí alls ekki verið sami maðurinn allan tímann held- ur fjölmargir menn sem flestir lentu í starfínu á svipaðan hátt og Scott. Scott var ekki yfir sig hrifínn af þessari breytingu. Hann vildi miklu heldur halda áfram að vinna sína vinnu og græða pen- inga. Charlie var hins vegar hæst- ánægður með þessar fréttir og TIM Allen á met sem óvíst er að slegið verði nokkurn tímann í bandarískum skemmt- iðnaði. Hann hefur afrekað það að komast í fyrsta sæti vin- sældalista yfir sjónvarpsefni, kvikmyndir og mest seldu bæk- ur þar í landi. Allt á sama tíma. Sjónvarpsþættirnir Home Improvement (Handlaginn heimilisfaðir) hafa undanfarin ár verið meðal allra vinsælasta sjónvarpsefnis vestanhafs og einatt efst á lista yfirþá þætti sem flestir horfa á. Myndin Algjör jólasveinn stökk beint í efsta sæti listans yfir mest sóttu kvikmyndir Bandaríkjanna um jólaleytið í fyrra og halaði inn um 200 milljónir bandaríkjadala á skömmum tíma. Á sama tíma var ævisaga Tim Allens mest selda bókin í Bandaríkjunum og m.a. efst á metsölulista New York Times. Hún heitir Don’tStand Too Close to a Naked Man og vísar fannst frábært að eiga jólasvein- inn fyrir pabba. Svo liðu jólin. Einkennilegir hlutir héldu áfram að gerast. Smám saman fór útlit Scotts að taka miklum breytingum og þeg- ar eitt ár var liðið og jólin farin að nálgast aftur hafði hann þyngst um að minnsta kosti 50 kíló og var kominn með sítt, hvítt skegg. Lengi vel reyndi Scott að láta eins og ekkert væri en það dugði skammt því það fór ekkert á milli mála að hann var að breyt- ast í jólasveininn. Um næstu jól kom svo í ljós að breytingin var ekki bara utan á Scott; hann var líka orðinn jólasveinn í hjarta sér. Á aðfangadagskvöld fór hann með Charlie með sér á tækniv- æddan hreindýrasleðann sem átta hreindýr drógu. Þannig flugu þeir hús úr húsi, frá einum stað á annan. Með þeim vom 12 álfar sem hjálpa jólasveininum við að reyna að gleðja öll börn á jólun- um. Maðurinn sem leikur Scott jóla- svein heitir Tim Allen, sá sem titillinn sennilega til reynslu Allens af dvöl í fangelsi en hann afplánaði á síðasta ára- tug dóm fyrir að hafa talsvert magn af kókaíni undir hönd- um. leikur Handlaginn heimilisföður á Stöð 2. Undanfarin ár hefur Handlaginn heimilisfaðir verið einn alvinsælasti sjónvarpsþáttur- inn í Bandaríkjunum og Tim Allen er þess vegna ein alvinsælasta sjónvarpsstjaman þar í landi. Algjör jólasveinn er fyrsta kvikmyndin sem hann leikur í og handritið var sérstaklega skrifað með hann í huga og byggt á öðm handriti sem Steve Rudnick og Leo Benvenuti höfðu skrifað. Hugmynd þeirra var að búa til kaldhæðnisíega gamanmynd en Disney fyrirtækið keypti þá út og ákvað að nota hugmynd þeirra til þess að segja sögu jólasveins- Það er liðin tíð og Tim Allen er nýr og betri maður, einn vinsælasti skemmtikraftur álf- unnar. Bandaríkjamenn hafa fyrirgefið honum feilsporin og hafa hann nú í hávegum. ins eins og hún er í raun og vem og fá Tim Allen til að fara með hlutverk aðalhetjunnar. Tim fékk svo framleiðanda og leikstjóra sjónvarpsþáttanna sinna, John Pasquin, til þess að leikstýra myndinni, jafnvel þótt hann hefði aldrei leikstýrt kvik- mynd í fullri lengd áður. Strákurinn sem leikur Charlie er 9 ára og heitir Eric Lloyd. Hann hefur unnið fyrir sér sem leikari frá því hann var 18 mán- aða gamall, fyrst í auglýsingum og síðan m.a í sjónvarpi og kvik- myndum. Hann lék m.a. í þáttun- um Bernskubrek. Þegar hann er ekki að leika æfír hann karate og er komirin með blátt belti. Aðrir þekktir leikarar í myndinni em m.a. Judge Reinhold, semlék í Vice Versa og Beverly Hills Cop. Peter Boyle fer líka með aukahlutverk. Tim Allen segir að það hafí verið erfitt að leika jólasveininn, sérstaklega atriðin í síðasta hluta myndarinnar þegar Scott er orð- inn að raunverulegum jólasveini. Það erfíða var að í 30 daga þurfti hann að sitja í allt upp í fimm klukkutíma á dag í stól förðunar- meistarans sem sá um að breyta honum úr Tim Allen 1 jólasvein áður en kvikmyndatökur hófust. Tim er grannur og spengilegur maður, rétt eins og Scott fyrir hamskiptin og í stað þess að láta hann fíta sig til að líkjast full- vöxnum jólasveini var gripið á það ráð að hanna fyrir hann sérstaka búninga. Einn er notaður þegar spikið er að byrja að setjast á hann, sá næsti þegar breytingin er orðin veruleg og sá þriðji þeg- ar verkið er fullkomnað og jóla- sveinn er orðinn til. Mikið lof hefur verið borið á þetta gervi, ekki síst andlitsgervið sem gerir kinnar Scotts/Tims smám saman búlduleitari og jólasveinslegri um leið og leið og hvítu hærurnar og skeggið síkka. Efstur á þremur vinsældalistum TIM Allen eins og hann lítur út daglega og eins og Scott í myndinni leit út áður en hann fór að breytast í jólasvein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.