Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 15 ALÞJOÐADAGUR FATLAÐRA Sultarlaun og ofurlaun VELFERÐ á Islandi er að verða innantómt hugtak. Síðustu 50 árin höfum við íslendingar getað státað af því að vera velferðarþjóðfé- lag, enda meðal tíu rík- ustu þjóða heims. Nú erum við hins vegar á hraðri niðurleið. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1996 boðar mikil ótíðindi fyrir ör- yrkja og aðra láglauna- hópa. Þar er af mörgu að taka en þijú atriði eru þó öðrum uggvæn- legri. I fyrsta lagi er áformað að aftengja bætur almennri launaþróun í landinu og lækka ein- greiðslur um leið. Þetta á að skila ríkissjóði 450 milljónum króna. I öðru lagi er fyrirhugað að lækka heimildarbætur lífeyrisþega um sam- tals 250 milljónir og í þriðja lagi er áætlað að frá og með 1. janúar nk. skerði fjármagnstekjur bætur al- mannatrygginga með sama hætti og aðrar tekjur. Samtals er þetta ná- lægt einum milljarði. En eru þeir hópar aflögufærir, sem þessar aðgerðir beinast að? Það segir sína sögu að í Reykjavík eru lífeyrisþegar tæpur fjórðungur þeirra, sem þurfa á aðstoð Félags- málastofnunar að halda, eða 22% og auðvitað er þetta aðeins eitt dæmi. Eins og flestir vita, þá er þarna um að ræða fólk sem verður að draga fram lífið af 50 þúsund króna mánað- artekjum eða jafnvel minna. Þar er yfirleitt ekki um að ræða bakhjarl af nokkru tagi. Heimildarbætur Tryggingastofn- Ólöf Ríkarðsdóttir unar hafa í mörgum til- vikum bjargað afkom- unni, en nú á sem sagt að lækka þær um fjórð- ung úr milljón. Aldrei fæst svar við þeirri spumingu hvem- ig fólk eigi að fram- fleyta sér af 50 þúsund króna mánaðartekjum. Það er heldur ekki von vegna þess að þeir sem skammta reyna ekki að setja sig í spor lág- launahópanna og það hvarflar ekki að þeim, að þeir þurfi sjálfír nokkurn tíma að draga fram lífið af slíkum sultarlaunum. Sú fyrirætlun að aftengja bætur almennri launaþróun í landinu er stórhættuleg. Með þessu er verið að reka fleyg á milli þjóðfélagshópa og eyðileggja samkennd þjóðarinnar. Þetta er lítilsvirðing. Öryrkjar eru algjörlega réttlausir. Þeir hafa enga möguleika á að hafa nokkur áhrif á kjör sín, jafnvel ekki óbeint. Þeir skuiu bara taka með þökkum því sem að þeim er rétt. Þá er það fjármagnstekjuskattur- inn. Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest að áætlað sé að fjármagns- tekjur skerði bætur almannatrygg- inga frá 1. janúar nk. Slíkt er svo fráleitt að það tekur ekki tali. En nú sannast eins og svo oft áður, að það er einmitt hópur láglaunafólks, sem kemur fyrst upp í huga ráða- manna, þegar niðurskurður er á döf- inni. Væri nú ekki eðlilegt að byija á því að setja lög um fjármagnstekju- skatt? Aldrei f æst svar við þeirri spumingu segir Ólöf Ríkharðsdóttir, hvernig fólk eigi að framfleyta sér af 50 þúsund króna mánaðar- tekjum. Á sama tíma og niðurskurðarað- gerðir eru boðaðar láglaunahópunum berast fréttir af því að umboðsmenn þjóðarinnar séu sjálfir að skammta sér launahækkanir og það án skatt- töku. Á íslandi er til þó nokkuð fjölmenn ofurlaunastétt, þar sem viðkomandi hafa í sumum tilvikum svipuð mán- aðarlaun og láglaunahóparnir hafa í árslaun. Einn úr ofurlaunastéttinni, sem hefur meira en milljón á mán- uði, segist vinna fyrir kaupinu sínu. Hvflíkt sjálfsálit. Þetta segir meira en mörg orð um það, sem Guðmund- ur Þórðarson læknir hefur margoft bent á í ágætum greinum sínum, að það er engum manni hollt að hafa ofurlaun. Sjálfsmat og dómgreind brenglast. En eitt er það sem ofurlaunastétt- in og láglaunastéttin eiga sameigin- legt. Þær þurfa báðar á fjármála- stjóra að halda. í fyrra tilvikinu er starf hans það, að ávaxta sem best allan launaafganginn, í hinu tilvikinu er það fjármálastjóri viðkomandi fé- lagsmálastofnunar, sem glímir við að reikna út hvað sé það allra minnsta sem þurfí til þess að bægja sultinum frá. Örorkulífeyrisþegar og aðrir lág- launahópar eru ekki að fara fram á ofurlaun. Krafan er aðeins sú, að allir íslendingar geti lifað af launum sínum. í dag er alþjóðadagur fatlaðra. Þann dag á að nota til þess að minna þjóðir heims á hin margvíslegu bar- áttumál fatlaðs fólks. Fyrir nákvæmlega þremur árum samþykkti allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna meginreglur um jafna þátt- töku fatlaðra í þjóðfélaginu, eða nokkurs konar mannréttindaskrá fatlaðs fólks. Reglurnar eru 22 talsins og með þeim beina ríkisstjórnir aðildarlanda Sameinuðu þjóðanna mjög eindregn- um tilmælum til viðkomandi ríkis- stjórna og lögþinga um að tryggja rétt fatlaðs fólks á öllum sviðum, til jafns við aðra þjóðfélagsþegna. Þessar reglur voru eins og áður segir undirritaðar af fulltrúum allra aðildarlanda SÞ, þar á meðal íslands. Að þessu sinni verður ekki fjölyrt um reglumar í heild, aðeins minnst á eina þeirra, áttundu regluna. Upphaf hennar hljóðar svo: „8. regla: Aðildarríki Sameinuðu þjóð- anna bera ábyrgð á því að fötluðu fólki séu tryggðar tekjur til lífsfram- færis, samhliða félagslegu öryggi.“ Eru þetta aðeins orð á blaði, sem engin ábyrgð á að fylgja? Þessari spumingu er beint til ríkisstjórnar Islands. Höfundur er formaður Öryrkja- bandalags íslands. ONDUN OO AREITI Námskeið í slökun Kennt verður: * Sponnulosandi öndunartækni sem nota má hvar og hvenær sem er. * Einfaldar teygjur sem hægt er að gera heima eða á vinnustað. * Hvernig nota má öndun til að mæta áreiti ( daglegu Iffl. NæstU námskeíð: A.7., 9. og 11.desember(3sWpti, 1 1/2 tími f senn.) B. 12., 14. og 16. desember (3 skipti, 1 1/2 tími í senn.) Leiðbeinandi Ásmundur Gunnlaugsson, jógakennarí. Upplýsingar og skráning Voga-studio, Hátúni 6a, símar 5521033 og 552 8550 milli kl. 10 og12 og 20 og 22 daglega^ GULLSMIÐJAN PYRIT-G15 Handsmíðaðir GULLHRINGIR MEÐ EÐALSTEINUM 6 mána&a ábyrgá á notuðum bílum! Gerið verðsamanburð - hagstæð greiðslukjör PEUGEOT 605 SV árg. 1992, 3,0L 6 cyl. vél, FORD EXPLORER SPORT árg. 1991, mikið sjálfskiptur, rafdr. rúður, samlæsingar, o.fl. o.fl. breyttur, t.d. pústflækjur, loftlæsingar framan Toppvagn. Verð kr. 1.690.000. og aftan, loftstýrt demparakerfi, 2" upphækkun, farsfmi. Verð kr. 2.690.000. OPEL ASTRA stw. árg. 1995, 1.400cc 82 hö vél, blár, ekinn 22 þús km. Verð kr.1.250.000. CHRYSLER SARATOGA árg. 1991,3,0 L 6 cyl. vél, sjálfskiptur, rafdr. rúður og læsingar. Verð kr. 1.250.000. PEUGEOT 405 GR árg. 1989, sjálfskiptur, vél 1,9, ekinn 99 þús km., rauður. Verð kr. 740.000. PEUGEOT 205 árg. 1995, 5 dyra, 5 gíra, rauður. Verð kr. 860.000. PEUGEOT 106 XR árg. 1993, 5 dyra, 5 gíra, 1124cc vél. Verð kr. 730.000. JEEP CHEROKEE LAREDO árg. '90, 4,0 L 6 cyl. vél, sjálfsk., rafdr. rúður og læsingar, ek. 84 þús. km. Verð kr. 1.950.000. SKODA FAVORIT árg. 1992, ekinn 30 þús. km. Verð kr. 400.000. SKODA FORMAN árg. 1992, grænn, ekinn 60 þús. km. Verð kr 490.000. TOYOTA COROLLA GLI 4x4 árg. 1994, grænn, ekinn 27 þús km. Sumar- og vetrardekk, allt á felgum. Verðkr. 1.520.000. DODGE ARIES stw. árg. 1988, 2,2 L vél, sjálfskiptur, ekinn 86 þús. km, rauður. Verð kr. 650.000. DODGE VAN B-350 árg. 1989, fullinnréttaður lúxus ferðabíll, ekinn aðeins 44 þús. km. Verð kr. 1.990.000. CHEVROLET CAPRIS CLASSIC árg. 1986, ameriskur eðalvagn fyrir aðeins kr. 790.000. CITROEN BX 19 4x4 árg. 1990, ekinn 104 þús. km, rauður. Verð kr. 590.000. • Lán til allt að 36 mánaða án útborgunar • Fyrsti gjalddagi í apríl 1996 • Visa/Euro-raðgreiðslur Opið mánudaga-föstudaga ki. 9-18 og laugardaga kl. 12-16 NOTAÐIR BILAR Nýbýlavegi 2, Kópavogi, símar 554 2600/564 2610.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.