Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Vinnuálag er áhættu- þáttur í meðgöngu Morgunblaðið/Sverrir RANNSÓKNINA gerðu Reynir Tómas Geirsson, prófessor kvennadeildar Land- spítalans, og læknarnir Elísabet A. Helgadóttir og Linda B. Helgadóttir. Mikið vinnuálag kvenna í meðgöngu hefur verið talið hafa áhrif á meðgöngulengd og fæðingarþyngd bama. Nýleg íslensk rannsókn styður þessa kenningu og í ljósi niðurstaðna telja íslensku rannsóknar- aðilamir það geta verið þjóðhagslega hagkvæmt að lengja fæðingarorlof allra kvenna um fjórar til átta vikurinn í meðgönguna án þess að til komi skerðing á því sex mánaða fæðingarorlofi, sem fyrir er. Jóhanna Ingvarsdóttlr kynnti sér niðurstöðumar. VINNA á meðgöngu, eink- um ef um er að ræða erfiðisvinnu, er talin vera áhættuþáttur fyrir fyrirburafæðingar og í raun eru margar konur óvinnufærar undir lok meðgöngu. Að mati Reynis Tómasar Geirssonar, prófessors á kvennadeild Landspítalans, gæti það því verið þjóðhagslega hag- kvæmt með tilliti til jákvæðra áhrifa á lengd meðgöngu og heil- brigði barna og mæðra að gera öllum þunguðum konum kleift að hætta vinnu fjórum til átta vikum fyrir áætlaðan fæðingardag. Reynir Tómas byggir þetta mat sitt á rannsókn, sem hann vann að ásamt aðstoðarlæknunum El- ísabetu A. Helgadóttur og Lindu B. Helgadóttur um vinnu og vinnu- forföll íslenskra kvenna í með- göngu, en fram til þessa hafa ekki verið til upplýsingar um hversu algengt er að konur vinni í með- göngu, hvenær og þá hvers vegna þær hætta vinnu, hve margar eiga við vanheilsu að stríða í meðgöngu sem hamlar vinnu og hvemig þeim bætist tekjutap fram til fæðingar. Tilgangur athugunarinnar var sá að afla upplýsinga um þessi atriði ef kæmi til endurmats á hvort og hvemig ætti að koma við umbótum á fæðingarorlofi. Erlendar athug- anir hafa hinsvegar bent til þess að vinna í meðgöngu geti haft áhrif á meðgöngulengd og fæðing- arþyngd bama. I hópi 407 sæng- urkvenna á kvennadeild Landspít- alans í september og nóvember 1993 voru könnuð atriði um með- göngu og fæðingu, störf, starfs- lok, launa- og bótagreiðslur. Fleiri fyrirbura- fæðingar Meirihluti kvennanna, alls 347, var í vinnu á meðgöngu en 304 hættu vinnu að meðaltali 65,3 dögum fyrir fæðingu. Einnig gátu tíu húsmæður ekki sinnt störfum sínum á meðgöngunni. Um 60% hættu vinnu vegna veikinda í með- göngunni, oftast vegna þreytu eða verkja í stoðkerfí. Tæpur þriðjung- ur hafði ákveðið að vinna ekki tii loka meðgöngunnar og af þeim notaði tæpur helmingur sumar- leyfíð í því skyni. Konur, sem hættu vinnu vegna veikinda, gerðu það ekki fyrr í meðgöngunni en þær, sem hættu af öðrum orsök- um. Ástæður fyrir vinnulokum virtust háðar árstíma. Þannig hættu fleiri konur vinnu vegna veikinda ef þær fæddu í nóvember miðað við þær, sem fæddu í sept- ember. Af þeim, sem fæddu í nóv- ember, notaði aðeins ein kona sumarfrí til að þurfa ekki að vinna í lok meðgöngu, en 54 af þeim, sem fæddu í september. Pjölbyijur hættu ekki vinnu umfram þær, sem voru í fyrstu meðgöngu. Konur, sem áður höfðu fætt tvö eða fleiri börn, hættu hinsvegar síður að vinna en frum- byijur og þær, sem aðeins áttu eitt barn fyrir. Konur eldri en 30 ára hættu ekki vinnu umfram hin- ar yngri. Ekki reyndist marktækur mun- ur á fæðingarþyngd barnanna eft- ir því hvort móðirin vann allan meðgöngutímann eða ekki. Aftur á móti reyndist meðgöngutíminn ívið styttri hjá útivinnandi konum, sérstaklega þeim sem unnu fram á síðasta dag, en hinum. Konur í erfíðisvinnu þurftu oftar að hætta vinnu í meðgöngu en hinar og fæddu einnig léttari börn. Böm kvenna, sem ekki unnu erfiðis- vinnu, voru að meðaltali 5,4% þyngri en böm þeirra, sem voru í erfíðisvinnu. Að mati rannsakenda ætti hvíld frá vinnu síðustu mán- uði fyrir fæðingu að stuðla að lengri meðgöngu og meiri næring- artilfærslu til fósturs og ætti þar með að minnka líkur á fóstur- fylgjuþurrð, jafnframt því að Iíkur á eðlilegri fæðingu ættu að vera meiri hjá konu, sem hefur hvílst vel fyrir fæðinguna. Lenging fæðingarorlofs Skv. íslenskum lögum um fæð- ingarorlof er konum tryggt fæð- ingarorlof í sex mánuði. Upphæð fæðingarorlofsgreiðslu miðast við vinnuframlag síðustu tólf mánuði fyrir áætlaðan fæðingartíma og geta greiðslur orlofs hafist mánuði fyrir áætlaðan fæðingartíma. Ef konan veikist í meðgöngu eða get- ur ekki unnið vegna meðgöngunn- ar þarf hún annaðhvort að nota áunnið veikindaorlof þar sem greiðslur frá vinnuveitenda koma til eða hún getur sótt um sjúkra- dagpeninga til Tryggingastofnun- ar. Við veikindi í lok meðgöngu má sækja um framlengt fæðingar- orlof í einn til tvo mánuði ef kon- an hefur ekki haft önnur laun í veikindunum. Hafi hún notið sjúkradagpeninga, koma þeir til frádráttar. Niðurstöður sýndu afrit vott- orða í 15% mæðraskráa. Fjórðung- ur kvennanna var skráður í veik- indafrí, þ.e.a.s. fengu greiðslu frá vinnuveitanda, en 39% voru frá vinnu einhvem tíma fyrir fæðing- una án þess að hafa laun eða aðr- ar greiðslur og 14,7% nutu ein- hverra bóta frá almannatrygging- um. Á hinum Norðurlöndunum, þar sem reglur um fæðingarorlof eru að sumu leyti svipaðar og á ís- landi, hefur komið í ljós að um eða yfír hehningur fæðandi kvenna fá veikindavottorð í meðgöngunni, flestar á síðasta þriðjungi með- göngunnar. Þetta gerist jafnvel í þeim löndum þar sem fæðingaror- lof á síðasta mánuði meðgöngu er auðfengið eða fastákveðið í lög- um. Reynir Tómas segir að ef konum hér á landi yrði gert auðveldara en nú tíðkast að hefja töku fæðing- arorlofs t.d. fjórum til átta vikum fyrir fæðingu, væri álitamál hvort orlof eftir fæðingu ætti að styttast að sama skapi, eins og nú er um sumar starfsstéttir skv. kjara- samningum. Æskilegast væri að skerða í engu núverandi fæðingar- orlof, heldur lengja fæðingarorlof allra kvenna með þeim hætti að láta það einnig taka til síðasta mánaðar meðgöngunnar. Sömu- leiðis yrði að huga að því hvernig samræma ætti slíka töku veikinda- orlofs eða sjúkradagpeninga. Meðgöngukvillar og þreyta íslenska rannsóknin leiddi í ljós að algengt virðist að konur vinni í meðgöngu enda atvinnuþátttaka kvenna mikil hér á landi. Þær verða síðan að hætta vegna með- göngukvilla eða þreytu. Næstum tvær af hverjum þremur konum, sem hættu vinnu, urðu að gera það vegna meðgöngukvilla. Hinar hættu vegna þess að þær höfðu áður ákveðið að hætta vinnu við tiltekna meðgöngulengd eða nýttu sér sumarleyfi. Munur kom í ljós á lengd vinnuframlags í meðgöngu milli helstu starfsstétta, einkum milli þeirra sem unnu erfiðari vinnu og vinnu sem teljast mátti líkamlega auðveld. Reynir Tómas segir að það hafí komið á óvart að níu af hverjum tíu konum hafí hætt að vinna áður en að fæðingu kom og það að jafn- aði tveimur mánuðum fyrir fæð- inguna sjálfa. „Um 10% þeirra hætta áður en 20 vikur eru liðnar af meðgöngu, aðallega vegna blæðinga eða annarra veikinda. Aðrar hætta um miðja meðgöngu, oft vegna stoðkerfísverkjá. At- hyglisvert var að af þeim, sem fæddu í september og hættu vinnu á þessum tíma, voru flestar náms- menn eða kennarar og áttu langt sumarfrí fyrir höndum. Þær, sem fæddu í nóvember, hættu hinsveg- ar nánast allar vegna þreytu og svefnleysis auk stoðkerfisverkja." Háttur nágrannaþjóða Á grundvelli rannsókna, sem sýnt hafa að mikið vinnuálag í meðgöngu tengist aukinni tíðni léttburafæðinga og þar með hærri burðarmálsdauða, hafa verið gerð- ar breytingar á fæðingarorlofí í nágrannalöndum okkar á síðari árum. Þannig eiga allar konur í Dan- mörku rétt á orlofi frá vinnu í fjór- ar vikur fyrir áætlaðan fæðingar- dag og sumar hafa samning um orlof í allt að átta vikur. Stafi fóstri hætta af vinnu móðurinnar eða ef hún veikist sjálf má lengja orlof- ið enn meira inn í meðgönguna. Orlof eftir fæðinguna er sex mán- uðir. í Noregi er fæðingarorlof 33 vikur og möguleiki að lengja það í 42 vikur. Einnig má taka allt að tólf vikur fyrir fæðingu, en þá skerðist orlof eftir fæðingu sem því nemur. Svíar hafa gengið lengst í lög- gjöf um fæðingarorlof. Þar er or- lofið 15 mánuðir, en möguleiki er að hefja töku þess allt að tveimur mánuðum fyrir fæðingu. Þá skerð- ist tíminn með barninu sem því nemur. Til eru lög þess efnis að sé konan í erfiðisvinnu og geti ekki fengið sig flutta til, eigi hún rétt á að vera í orlofi 50 síðustu dagana fram að fæðingu án skerð- ingar á orlofí eftir fæðingu. I Finnlandi er fæðingarorlof 55 vikur eða um 13 almanaksmánuð- ir. Má það hefjast allt að tíu vikum fyrir fæðinguna, en í síðasta lagi sex vikum fyrir hana. Að auki bætist við orlof í meðgöngunni sé konan í erfiðisvinnu. Aðrar rannsóknir Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á Norðurlöndunum til að kanna veikindaforföll kvenna í meðgöngu. í Noregi voru 50,8% útivinnandi kvenna frá vinnu vegna veikinda einu sinni eða oft- ar en einungis 29,3% í meira en 14 daga. Af þessum 29,3% fengu flestar veikindavottorð í 36. viku og þótti það styðja þörfina fyrir möguleika á orlofi í meðgöngu. Þessi athugun var gerð árið 1986 eða áður en orlofsreglur þar voru víkkaðar. í annarri norskri athug- un reyndist 81% kvenna hafa fengið veikindavottorð í með- göngu, oftast á síðasta þriðjungi meðgöngu. í Svíþjóð eru um það bil 70% útivinnandi kvenna frá vinnu í meðgöngu vegna veikinda í að meðaltali 66 daga, en 15% þeirra höfðu möguleika á orlofi í meðgöngu vegna erfiðrar vinnu. í Danmörku kom fram að 43% kvenna voru frá vinnu vegna veik- inda í meðgöngu i að meðaltali 8,4 vikur, til viðbótar rétti á or- lofi í fjórar til átta vikur fyrir fæðingu. Að mati þeirra Reynis Tómasar, Elísabetar og Lindu er athyglis- vert að réttur til orlofs fyrir fæð- ingu virðist ekki draga úr forföll- um frá vinnu í meðgöngu á Norð- urlöndum, enda mundi þá tima- lengd orlofs eftir fæðingu skerð- ast. Fjarvistir frá vinnu bætast við lögboðinn rétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.