Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ t Útför frænda míns, INGÓLFS TH. GUÐMUNDSSONAR fyrrverandi deildarstjóra, Fornhaga 23, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. desember kl. 15.00. Haukur Bachmann. t SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR hjúkrunarfræöingur frá Héðinshöfða, síðast til heimilis Brekkuhvammi, Húsavík, lést 20. nóvember 1995. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Systkini og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir til allra, sem veittu að- stoð og sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS VALDIMARSSONAR, Kjartansgötu 7, Borgarnesi. María Ingólfsdóttir, Helga Ólöf Halldórsdóttir, Lilja Guðrún Halldórsdóttir, Guðmundur Jónsson, Garðar Halldórsson, Guðlaug Sandra Guðlaugsdóttir, Ingólfur Halldórsson, Oddný O. Sigurðardóttir, Ólöf Halldórsdóttir, Sveinn Guðnason, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, sonar, föður, tengdafööur, bróður og afa, SIGURJÓNS HERBERTSSONAR, Efstalandi 20, Reykjavík. Kristfn Helga Hákonardóttir, Herbert Sigurjónsson, Theodór Már Sigurjónsson, Ólöf R. Einarsdóttir, Herbert Bredfjord, Inga H. Sigurjónsdóttir, Þorsteinn Haraldsson, Sigurður Haraldsson, Vigdís Haraldsdóttir, Inga Wessman, Bente Bredfjord, Rögnvaldur Rafnsson, Lookhid Benphad, Fabio Patrizi Ib Wessman og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróður, SIGURÐAR ÞORSTEINSSONAR, og sonar míns, bróður, barnabarns og frænda, ÞORSTEINS SIGURÐSSONAR. Sérstakar þakkir til björgunarfólks og allra þeirra, sem tóku þátt í björgunarstarfinu á Flateyri. Fyrir hönd aðstandenda. Sigrún Magnúsdóttir, Berglind Ósk Sigurðardóttir, Atli Már Sigurðsson, Borgrún Alda Sigurðardóttir, Þorsteinn Gfslason, Ólafía Hagalinsdóttir, Borgrún Alda Sigurðardóttir, Heimir Stígsson, Ingimar Þorsteinsson, Kristfn Þorsteinsdóttir, Steinar Þorsteinsson, (ris Harðardóttir, Helgi Björnsson, Magnús Ragnarsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Magnús Magnússon, Fjóla Þorleifsdóttir, Grétar Magnússon, Baldur Magnússon, Ólöf Gunnarsdóttir. LEIFUR TÓMASSON + Leifur Tómas- son fæddist á Akureyri 5. mars 1932. Hann lést á Akureyri 23. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Nanna Ottósdóttir Tulin- ius, fædd 13. desember 1911, d. 12. mars 1986, og Tómas Steingríms- son, f. 6. nóvember 1909, og býr nú á Akureyri. Börn þeirra voru tvö, Leifur og Ragna, sem gift er í Danmörku Erik Pedersen prentara og eiga þau þrjú börn. Leifur kvæntist 23. september 1955 Erlu Elísdóttur hjúkrun- arkonu, sem fædd er 24. maí 1932._ Foreldrar hennar voru Elís Arnason vélgæslumaður á Reyðarfirði og kona hans Guð- rún Bjamey Valdórsdóttir. Leifi og Erlu varð fimm baraa auðið og eru þau: Tómas, heild- sali, f. 20. janúar 1956, kvæntur Sigríði Gunnarsdóttur. Þóra Elísabet, húsmóðir og bókhaldari, f. 13. apríl 1957, gift Sig- urði Vigfússyni f ramkvæ mdastj óra. Ottó, viðskipta- fræðingur, f. 21. maí 1958, kvæntur Margréti Hall- grímsdóttur. Guð- rún Bjarney, meina- tæknir og húsmóð- ir, f. 23. febrúar 1961, gift Sigurjóni Magnússyni kenn- ara. Nanna, hár- greiðsludama, f. 2. júní 1963, gift Friðriki Friðriks- syni rafmagnstæknifræðingi. Tómas, Þóra og Guðrún Bjaraey eru búsett hér á Akur- eyri, Ottó í Reykjavík en Nanna í Vestmannaeyjum. Barnaböra- in eru nú orðin 15 talsins. Mest- an hluta starfsævi sinnar vann Leifur við heildsölufyrirtæki föður síns hér á Akureyri. Útför Leifs fer fram mánu- daginn 4. desember frá Akur- eyrarkirkju og hefst athöfnin klukkan 13.30. LEIFUR tengdafaðir okkar og afi barnanna okkar er farinn. En minn- ingin um hann mun svo sannarlega ekki fara langt því þetta var einstak- ur maður. Hann var góður og blíður afí. Við getum ekki ímyndað okkur að hægt sé að leggja eins mikla alúð og rækt við bamaböm sín og Leifur gerði. Þær em t.d. ófáar ísferðirnar niður í Brynju eða ferðimar niður á „Leiru“ að skoða selinn Snorra eða ferðimar á „leynistaðinn" sem við vitum reyndar ekki nákvæmlega hvar er eða veiðiferðirnar þar sem bömin voru alltaf númer eitt eða ferðimar ... Hann var óþreytandi að fara með bömin í alls konar ferðir þar sem hann lék við þau, útskýrði, kenndi allt milli himins og jarðar og þá sérstaklega það sem fyrir áugu bar. Fyrir þetta emm við ákaflega þakklátir og munum minnast með bömum okkar í framtíðinni. Leifur var ekki bara tengdafaðir og afí bamanna okkar. Hann var einnig góður félagi okkar og vinur. Þær eru t.d. ómetanlegar allar Keldnaferðirnar þar sem fjölskyldan hefur átt saman nokkra daga á hveiju ári. í þeim ferðum hefur Leif- ur verið hrókur alls fagnaðar við veiðar, fjömferðir, varðelda o.þ.h. Þá em veiðiferðirnar í Hrollu ákaf- lega ofarlega í minningunni þar sem Leifur sýndi oft sínar bestu hliðar. Fyrir það fyrsta var hann frábær veiðimaður, í annan stað var hann góður kennari og í þriðja lagi góður veiðifélagi sem lýsti sér best í því að hann gladdist manna mest yfír annarra veiði. Leifur var góður tengdafaðir með sína kosti og galla eins og allir aðr- ir menn. Kostirnir vom hins vegar miklu, miklu fleiri og meiri en gall- arnir og þeirra munum við minnast um ókomna framtíð. Honum þótti mjög vænt um böm- in sín þótt hann hafí sýnt það á sinn hátt. Þessarar væntumþykju urðum við líka aðnjótandi okkur til mikillar ánægju. Elsku Erla okkar. Þinn er sökn- uðurinn mestur. En þú stendur ekki ein eftir. Þegar erfiðleikar og sorg heija á mann er gott að eiga góða að og þú getur treyst því að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta undir með þér. Tengdasynir. Sorgarfregn barst um Akureyri morguninn 23. nóvember sl. Skyndi- lega var horfinn á braut kunnur samborgari, Leifur Tómasson, dug- andi félagsmálafrömuður og vaskur íþróttamaður. Hann rak heildsölu hér í bæ ásamt föður sínum um ára- tuga skeið. Er að honum mikil eftir- sjá sökum glaðværðar hans og dugn- aðar og þátttöku í hinum ýmsu fé- lagssamtökum í bæjarfélaginu. Leifur lauk gagnfræðaprófi á Akureyri vorið 1949 og veturinn 1949-1950 stundaði hann nám í Grundtvigs folkehöjskole í Hilleröd í Danmörku. íþróttakennarapróf tók hann síðan 1952 á Laugarvatni. Aftur hélt hann út fyrir landsteinana og var um tíma við nám í verslunar- fræðum í London veturinn 1953-54. Þótt hann hefði menntun og hæfni til íþróttakennslu varð hún þó ekki ævistarf hans. Iþróttirnar urðu hins- vegar tómstundaiðja hans og kær- komin tilbreyting frá hinu daglega amstri og söluferðum víða um land. Árið 1955 steig Leifur sitt stærsta gæfuspor er hann gekk að eiga Erlu Elísdóttur frá Reyðarfirði. Hin unga og glæsilega hjúkrunarkona úr austri reyndist honum í hvívetna tryggur og traustur lífsförunautur, sem bjó honum og börnunum hlýlegt og elskulegt heimili. Hún var honum ómetanleg stoð og stytta og í veik- indum hans komu berlega í ljós mannkostir hennar og umhyggju- semi. Ekki er því að undra að fjöl- skyldan og þeir er til þekkja meta Erlu Elísdóttur umfram annað fólk og er það mjög að verðleikum. Að Leifi standa styrkar stoðir at- hafna- og íþróttamanna og þá ekki síður fólks er hlaut leiklistar- og tónlistargáfur í vöggugjöf. Afí hans Otto Tulinius (1869- 1948) og bræður hans, Þórarinn (Thor) og Axel voru landskunnir dugnaðarmenn á sviði verslunar og útgerðar. Axel var einn helsti hvata- maður að stofnun íþróttasambands íslands og varð fyrsti forseti þess árið 1912. Otto var kvæntur Val- gerði Friðriksdóttur Möller. Nanna móðir hans iðkaði fþróttir á yngri árum og var hún ásamt verð- andi mágkonum sínum í hinum fræga fímleikaflokki KA sem sýndi á Alþingishátíðinni 1930. Hún rak um hrið verslunina Ásbyrgi hér í bæ en vann síðan lengst af við heildsölu eiginmanns síns. Tómas, faðir Leifs, var skarpur íþróttamaður og helsti forystumaður KA fyrstu ár félagsins. Hann söng áratugum saman í Karlakórnum Geysi og var formaður hans um skeið og einnig var hann formaður kaupmannasamtakanna hér á Ak- ureyri. Systur Tómasar, Þórhildur, Margrét, Ingibjörg, Brynhildur og Ragnhildur eiga merkan þátt í sögu íþrótta, leiklistar, dans og tónlistar í bænum svo lofsvert er og einstakt má telja. Móðir þeirra, Tómasína (1884-1971) hafði yndi af söng og var hún dóttir Tómasar Jónassonar á Hróarsstöðum sem var einn fyrsti leikritasmiður íslendinga. Bróðir Tómasínu, Jónas, var tón- skáld og organisti á ísafirði í meira en hálfa öld. Maður Tómasínu, Stein- grímur (1881-1962) Þorsteinsson frá Lundi, var bóndi, kennari og organisti í Fnjóskadal uns þau Tóm- asína fluttu til Akureyrar árið 1921. Eftir það vann hann hjá Olíuverslun- inni og tók m.a. virkan þátt í störfum Lúðrasveitar Akureyrar. Leifur varð ekki eftirbátur þess- ara ættmenna sinna í íþróttum og hinum ýmsu félagsstörfum. Afreks- saga hans í íþróttum væri án efa efni í myndarlegan bækling eða jafn- vel bók. Hann var óvenju fjölhæfur og afar snarpur og einbeittur keppn- ismaður. Á átta ára íþróttaferli, 1949-1957, var hann oftar á verð- launapalli en flestir aðrir keppendur hér í bæ. Hann virtist jafnvígur hvort sem keppt var í spretthlaupum, stökkum, grindahlaupum eða jafnvel í fimmtarþraut. Hann var hvað eftir annað Akureyrar- eða Norðurlands- meistari í hinum ýmsu íþróttagrein- um. Leifur var meðal þeirra er hófu iðkun körfuknattleiks árið 1949 og lék í sigurliði KA sem bar ægishjálm yfir keppinauta sína fyrstu árin. Árið 1957 var skyndilega bundinn endi á óvenju glæsilegan keppnisfer- il er hann slasaðist alvarlega í ijúpnaveiði. Lá hann mánuðum sam- an með slæmt lærbrot, en náði smám saman heilsu á ný með seiglu og viljastyrk og ekki síst vegna ein- stakrar umönnunar konu sinnar. Hann var enn í framför er þetta reiðarslag dundi yfir. Hann vann þá 17. júní-bikarinn fyrir framúrskar- andi 100 m hlaup á 11,2 sek. - óæfður, nýkominn úr söluferð. Áhugi Leifs á íþróttum var hreint ekki bundinn við eigin sigurgöngu. Árum saman var hann leiðbeinandi og dómari í körfuknattleik og átti hann ásamt frænda sínum Herði Tulinius verulegan þátt í því að þessi íþróttagrein festi hér rætur. Leifur aðstoðaði við framkvæmd ýmissa íþróttamóta um langt árabil, ekki síst skíðamótanna sem voru honum einkar hugleikin. Það mun í fyrstu hafa verið að áeggjan vinar hans Halldórs heitins Ólafssonar úrsmiðs, en þeir unnu giftusamlega að fram- gangi skíðaíþróttarinnar og síðar að málefnum Flugbjörgunarsveitarinn- ar. Það var Leifur Tómasson sem ýtti úr vör stærsta íþróttamóti sem haldið er hérlendis í einstaklings- keppnum - Andrésar andar skíða- mótunum. Hann kom fram með þessa hugmynd á fundi skíðamanna árið 1973, að halda mót fyrir ungu kynslóðina frá 12 ára aldri niður í 7-8 ára, líkt og Norðmenn gerðu í Kongsberg. Fyrsta mótið fór þó ekki fram fyrr en 1976 eftir talsverðan undirbúning, samninga og heimild frá útlöndum. Fyrsta mótsstjórnin, Leifur, ívar Sigmundsson og Gísli Kr. Lórenzson, sendu þá rösklega 100 broshýr börn niður skíðabrekk- urnar. Nú eru keppendur hinsvegar orðnir um 900 talsins og væru vel á annað þúsund ef starfsmenn, þjálf- arar og fararstjórar væru taldir með. Ærsl og keppnisgleði hinn ungu voru þessum brautryðjendum næg verkalaun. Það var þeim hjónum Leifí og Erlu einnig til óblandinnar ánægju hve börn þeirra skiluðu vel sínum hlut í skíðaíþróttinni. Auk margra sigra og íslandsmeistaratitla ber hæst keppni Tómasar sonar þeirra á Vetrarólympíuleikunum 1976 og Nönnu 1984. Það fyllti foreldrana stolti, þótt þau hefðu ekki mörg orð þar um. Ekki fór hjá því að sótt væri eftir liðsinni Leifs við stjórn ýmissa félaga og jafn bóngóður maður og Leifur sagði sjaldan nei. Hann var alloft í aðalstjórn KA og ýmissa deilda fé- lagsins. Þá var hann um hríð í stjórn Iþróttabandalags AK, oftast gjald- keri. Auk íþróttanna beindist áhugi hans að ýmsu öðru og fjarskyldu. A bernskuárum gekk hann skátastarf- inu á hönd og starfaði þar af dugn- aði fram á unglingsár og var flokks- foringi um tíma. Hann fylgdist ætíð vel með allri framvindu skátastarfs- ins í bænum. Hann mat hugsjónir og stefnu skátanna mikils og bar þeim hvarvetna vel söguna. Hann kom oft inn á hið heilbrigða uppeldis- sjónarmið skátanna, „... að hjálpa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.