Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Grettir
Ljóska
Ferdinand
ICg ætla að vinna! Ég Bíddu andartak! Þá það, ger þú...
ætla að vinna! Það er komið að
mér!
I tilefni af snjó-
flóðinu á Flateyri
Frá Guðfínnu og Greipi:
„Kæru Flateyringar.
Okkur hjónin langar til þess að
senda öllum Flateyringum og öðr-
um þeim sem urðu fyrir ástvina-
missi eða tjóni í þeim hrikalegu
hamförum, sem yfír okkar kæra
litla þorp dundu þann 26. október
síðastliðinn, innilegar samúðar-
kveðjur. Við biðjum góðan guð að
styrkja ykkur og leiða á þessum
erfíðu tímum. Kvæðið ort af vin-
konu okkar hjóna í tilefni atburð-
anna, sem við vonumst til að geti
verið örlítil hjálp af. Guð blessi
ykkur öll.
Nú drúpir höfði dalsins byggð,
í djúpri samúð og helgri tryggð.
Og landsins böm nú bjóða lið
þau benda í trú á drottins hlið.
Enginn máttur í mannsins hönd
megnar að græða þau sára bönd.
En aftur mun hlýna á grænni grand,
því guð mun rétta fram sína mund.
Við q'áum nú auðn, þar sem blómleg var byggð
og brostin þau tengsl, sem við héldum svo
tiyggð.
Þar áttum við gleði og gæfan var mild
og góðvildin lýsti þar kærleika skyld.
Um óttu það helkaldri gerðist á grand,
sem grandaði lífi á örfleygri stund.
En morguninn bíður með birtu og yl,
ef böm jarðar stefna á ljósvakans hyl.
í minningarsjóði við margt eigum gott,
sem muna við hljótum um kærleikans vott.
Þá blessun við þökkum, hún gleður vort geð
og gefur oss rósimar lífinu með.
I muna hún lifir sú lífsfyliing heit,
að lifandi drottinn um neyð vora veit.
Hann leiðir oss síðar í laufgrænan reit,
í lífsgeislum vonanna hefjum við leit.
í lausnarans skjóli við lifum hvem dag.
Hann læknar öll sárin og bætir vom hag.
Og ástvini liðna hann leiðir á braut,
með líknandi hendi frá erfíðri þraut.
Þeir lifa og búa við ijósvakans störf,
í ljósinu gera þau verkin svo þörf.
Er ferð vor er hafin, við förum vort skeið
og fögnum, því vinina sjáum á leið.
Höf. Bergþóra Pálsdóttir frá
Veturhúsum.
GUÐFINNA og GREIPUR
frá Flateyri.
Iðnaðarháskóli
Islands
Frá Kristjáni Karlssyni:
TÆKNIFRÆÐINGFÉLAG ís-
lands og Verkfræðingafélag ís-
lands gengust fyrir ráðstefnu um
framtíð æðri tæknimenntunar á
íslandi föstu-
daginn 24. nóv-
ember 1995
undir yfirskrift-
inni „Verður
Tækniháskóli Ís-
lands veruleiki
fyrir aldamót?"
Á ráðstefnu
þessari voru
fluttir fyrirlestr-
ar og í lok þeirra
voru pallborðs-
umræður. Undirritaður hefur farið
yfír málið í ljósi þess sem fram
kom á þessari ráðstefnu ásamt
öðru sem hefur verið í umræðunni
um æðri tæknimenntun á ísiandi.
Þær hugmyndir um sameiningu
skóla og rannsóknastofnana til að
ná fram betri skilvirkni í þessu
kerfi með stofnun Tækniháskóla
íslands telur undirritaður ekki
vænlegar til árangurs. Hlutverk
og markmið skólans yrði svo
margþætt og sveigjanleiki tii að
mæta tæknibreytingum og þörf-
um atvinnulífsins á hveijum tíma
yrði hverfandi. Ef breyta á þeirri
skipan mála sem er á æðri tækni-
menntun og rannsóknum í þágu
atvinnuveganna er vænlegra að
skipta háskólastiginu eftir at-
vinnuvegum en eftir fræðigrein-
um. Með því má setja fram ein-
föld og skýr markmið fyrir hvern
atvinnuveg bæði hvað varðar
menntun og rannsóknir. Nú er
stefnt _ að stofnun Verslunarhá-
skóla íslands með þátttöku sam-
taka innan verslunarinnar. í fram-
haldi af því má sjá fyrir sér stofn-
un Landbúnaðarháskóla íslands,
Sjávarútvegsháskóla íslands,
Heilbrigðisháskóla íslands og Iðn-
aðarháskóla íslands.
Yerður Iðnaðarháskóli
Islands veruleiki fyrir
aldamót?
Með því að sameina Tækni-
skóla íslands, Iðntæknistofnun
íslands og Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins í eina stofn-
un, Iðnaðarháskóla íslands, með
skýrum markmiðum í æðri
menntun og rannsóknum í þágu
iðnaðarins mætti ná fram hag-
ræðingu og aukinni skilvirkni
sem leitað er eftir með hugmynd-
inni að stofnun Tækniháskóla
Islands. Hefja þarf byggingu
húss á lóð þeirri sem TI á í
Keldnaholti þannig að nálægð
menntunar og rannsókna skapi
nauðsynlegt upplýsingaflæði
milli þessara þátta ásamt sam-
nýtingu tækja til rannsókna og
kennslu. Samtök iðnaðarins
þurfa að koma að þessu máli á
einn eða annan hátt, t.d. mætti
hugsa sér að Iðnaðarháskóli ís-
lands verði sjálfeignarstofnun
með aðild samtakanna.
KRISTJÁN KARLSSON,
raforkutæknifræðingur og lektor
við Tækniskóla Islands.
Kristján
Karlsson
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.