Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
P
Einn mánuður í leikfimi
og 10 tíma Ijósakort
aðeins kr. 4.590
F 0 R M
- staður með markmið -
Smiðjuvegi 1, sími 554-2323.
IDAG
Skemmtifundur
Félag harmonikuunnenda heldur skemmtifund í dag
kl. 15.00 í Templarahöllinni við Eiríksgötu.
Meðal harmonikuleikara sem fram koma má nefna
Braga Hlíðberg sem leikur af sinni alkunnu fágun tónlist
sem tengist jólunum.
Einnig koma fram Gunnar Kr. Guðmundsson, Sigurbjörn
Einarsson og Grétar Geirsson kemur að austan.
Auk þeirra margir fleiri harmonikuleikarar.
Allir velkomnir.
Skemmtineindin.
Rannsóknarstyrkur
úr Minningarsjóði
Bergþóru Magnúsdóttur
og Jakobs J. Bjarnasonar
Ákveðið hefur verið að auglýsa til umsóknar styrki úr ofan-
greindum sjóði.
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er tilgangur hans:
1. Að styrkja kaup á lækninga- og rannsóknartækjum til
sjúkrastofnana.
2. Að veita vísindamönnum í læknisfræði styrki til fram-
haldsnáms eða sjálfstæðra vísindaiðkana.
Rannsóknir á krabbameinssjúkdómum sitja að jafnaði fyrir
um styrkveitingar.
Umsóknum, ásamt ítarlegum greinargerðum, skal skila til
landlæknis, Laugavegi 116,150 Reykjavík, fyrir 1. mars 1996.
Sjóðsstjórn.
Ábendingar á mjólkurumbúðum. nr. 40 af 60.
Lifandi
mál!
í slangri er merking þekktra orða stundum teygð og toguð
á gamansaman hátt. Hér eru fáein dæmi:
jámbrautarslys
„kjötkássa"
fatahreinsun
„vasaþjófnaður“
fá á lúðurinn
„fá á kjaftinrí*
gluggapóstur
„(óþægileg) sending
í gluggaumslagi"
húsbréf
„blað úr eldhússrúllu"
Málið er skemmtilegt leikfang!
MJÓLKURSAMSALAN
íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar,
íslenskrar málnefndar og Málrxktarsjóðs.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Kynlífskynslóðin
ÉG HLUSTAÐI aftilviljun
á síðdegisþátt f útvarpi
einn föstudag um daginn.
Umsjónarmaður þáttarins
spilaði nýjustu dægurlögin
Og talaði við r.okkfá ungi-
inga inn á milli. Umræðu-
efnið var tónlist og svo
hvort ekki ætti að fara eitt-
hvert út að djamma um
helgina, detta í það og ná
sér í vin eða vinkonu. I lok
þáttarins kvaddi hann eitt-
hvað á þessa leið: „Hafið
góða helgi. (!) En munið
að hafa með ykkur smokk-
inn. Það er svo sem í iagi
að taka einhvem sjens, en
ekki of mikinn." Þetta var
í sama anda og allir út-
varpsþættir snerast um
fyrir verslunarmannahelg-
ina. Alls staðar var verið
að ræða við ungt fólk, sem
út af fyrir sig er ekki skrít-
ið, en umræðuefnið var alls
staðar það sama: Nýjasta
popp-tónlistin, áfengi og
kynlíf.
Ég hitti konu nýlega
sem sagðist hafa átt þess
kost að hlusta á sálfræðing
sem var að tala við nem-
endur í einum af fram-
haldsskólum borgarinnar.
Og hvað var umræðuefnið:
Jú, það var auðvitað kyn-
líf. Sálfræðingurinn lagði
áherslu á að tileinka sér
bæði tungumál og hugsun-
arhátt æskufólksins enda
sjáifur ungur að árum. Það
var ekki spurning hvort
unga fólkið myndi eða viidi
lifa ftjálsu kynlífí heldur
var gengið út frá því sem
sjálfsögðum hlut. Það gerir
allt ungt fólk sem vill fylgj-
ast með. Auðvitað. Annað
er gamaldags. Heft. Bælt.
Ósjálfstætt. „Out.“
Nýlega var rætt við
aldrað fólk í sjónvarpinu
og það spurt um unga
fólkið.-Ein konan sagði að
það hlyti að vera erfitt að
vera unglingur í dag (nú
á dögum). Því er ég sam-
mála. Það er líka erfitt að
vera foreldri unglings. Sú
venja virðist t.d. ríkja í
flestum grunnskólum að
tólf ára krakkar (og jafn-
vel yngri) hittist í partíi
hvert hjá öðru, helst án
þess að nokkur fullorðinn
sé náíægur. Foreldrar eru
reknir að heiman. Það á
að undirstrika fijálslyndan
hugsunarhátt. Þeir nem-
endur sem ekki koma og
þeir sem bara drekka
„kók“ eru dæmdir „out!.
Enginn tíu Ara strákur er
maður með mönnum nú-
orðið nema hann hafi boð-
ið stelpu í bíó. Annars yrði
hann (og stelpa sem ekki
hefur farið í bíó með strák)
lögð í einelti í skólanum.
Þau yrðu dæmd „out“.
Fyrir nokkrum dögum
sá ég nýjasta tölublaðið
af Æskunni. Ekki veit ég
hve margir yfir fermingu
lesa Æskuna, en lengi var
litið svo á að þetta blað
væri þroskandi og upp-
byggilegt fyrir unga ies-
endur. Hægt er að skrifa
blaðinu og fá góð ráð við
vandamálum. Og hver ætli
séu helstu vandamál hinna
ungu lesenda? Jú, þau leita
m.a. svara við tvíkyn-
hneigð og samkynhneigð,
getnaðarvörnurr. ög fíkni-
efnum!
Ég geri mér grein fyrir
að þjóðfélög breytast,
hugsunarháttur almenn-
ings og hugmyndir um sið-
gæði og manngildi. En
hvar eru mörkin? Það er
annað að fræða ungt fólk
um kynlíf, en er ekki of
langt gengið að í skólanum
sé gengið út frá því sem
sjálfsögðum hlut að allir
eigi að lifa fijálsu kynlífi
(í tíma og ótíma)? Ég veit
að margir ungir foreldrar
hafa áhyggjur af þeirri
þróun sem uppeldismál
hafa tekið, en telja sig of-
urliði bomir. Áhrif fjöl-
miðla eru geysisterk og
hvað geta foreldrar gert
þegar kennarar, sálfræð-
ingar og uppeldisfræðingar
spila aðra strengi en þeir.
Áhyggjufull móðir.
SKAK
limsjón Margcir
Pétursson
Hvítur leikur
og vinnur
STAÐAN kom upp í
þýsku Bundesligunni í haust.
Lettinn Aleksei Shirov
(2.685), 8. stigahæsti skák-
maður heims, hafði hvítt og
átti leik gegn Þjóðveijanum
Gerald Hertneck (2.570)
var með svart.
21. Rb5!! - cxb5 22. Bxb5
og Hertneck sýndi reikni-
hæfileika sína með því að
gefast upp án þess að þurfa
að sjá leikjaröðina 22. —
De7 23. Dxg6 -
Kc7 24. Hxd6 -
Dxd6 25. Dxg7+ —
Kb6 26. Dxh8 -
Ddl+ 27. Bfl á
borðinu.
Shirov teflir fyrir
Empor Berlín eins
og vinur hans Rúss-
inn Kramnik. Þeir
slógu TR út úr Evr-
ópukeppni taflfé-
laga í París í haust.
Atkvöld Hellis er
" annað kvöld kl. 20 í
Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi. Tefldar verða
sex umferðir eftir Monrad-
kerfi, fyrst þijár hraðskák-
ir en síðan þrjár atskákir.
Á atkvöldum Hellis er not-
ast við Fischer/FIDE-
klukkurnar nýju og er Hell-
ir eina taflfélagið sem býð-
ur upp á slík áhöld.
HOGNIHREKKVISI
t, EinhverstórLax ercL (eiðinaó
hingqð i dcfinqqs töðirux •
Víkveiji skrifar...
ÞRJÚ ERU lífbelti landsins,
homsteinar lífskjara lands-
manna: miðin umhverfis eylendið,
gróðurkraginn umhverfis hálendið
og vatnsauðlindin, heit og köld.
Miðin hafa lengi verið blóðmjólk-
uð. Landbúnaðurinn framleiðir um-
fram eftirspurn. Vatnsauðlindin er
á hinn bóginn vannýtt. Ná má mun
fleiri störfum og lífskjarabata úr
jarðvarmanum og vatnsföllunum!
Orkufrekur iðnaður leysir ekki
allan vanda, hvorki atvinnulegan
né efnalegan. Hann er hins vegar
kjörin leið til að ná störfum, verð-
mætum og gjaldeyri úr auðlindinni.
Sá möguleiki kann-og að opnast
að hægt verði að flytja raforku um
streng til Evrópu. En það minnir
dulítið á útflutning óunninna hrá-
efna.
ALDARFJÚRÐUNGUR hefur
liðið án þess þjóðin hafi stigið
umtalsvert stóriðjuskref. Við glöt-
uðum, að mati Víkveija, ýmsum
tækifærum á þessum vettvangi,
fyrr á tíð, vegna þröngsýni úrtölu-
manna, sem komust alla leið í ráð-
herrastól þessa mikilvæga mála-
flokks.
Nú er bati í sjónmáli. Til stendur
að stækka álverið í Straumsvík,
þ.e. að auka afkastagetu þess um
rúm 160 þúsund tonn. Fjárfesting
á árunum 1996 og 1997 eykst um
ríflega 8 milljarða króna hvort árið,
að því er fram kemur í grein Þor-
steins M. Jónssonar í fréttabréfi
Samtaka iðnaðarins. Þar af eru um
14 milljarðar vegna stækkunar ál-
versins og hafnaraðstöðu en 3 millj-
arðar vegna fjárfestingar í raforku-
mannvirkjum.
ÞORSTEINN segir í grein sinni
að 35% þessarar eftirspurnar
fari til innlendra aðila. Það svarar
til um 0,7% af landsframleiðslu
1996 og 1997. Ársverk vegna fram-
kvæmdanna verða alls 750. Árs-
verkum í byggingariðnaði fjölgar
um 2 til 3%. Föstum starfsmönnum
við álverið verður síðan fjölgað úr
430 í 500. Síðan kemur margfeldið;
hvert starf í frumframleiðslu þýðir
tvö til þijú í hliðargreinum.
Velferðarbrúnin ætti að lyftast á
landanum við þessi tíðindi. Örugg-
asta leiðin til að tryggja velferð í
landinu er að búa henni kostnaðar-
lega undirstöðu.
ÞORSTEINN M. Jónsson segir
í tilvitnaðri grein:
„Áætlanir Þjóðhagsstofnunar
benda til að framlag viðbótar ál-
framleiðslu að meðtöldum greiðsl-
um fyrir orku og önnur innlend
aðföng verði 3,2 til 4,2 milljarða
króna ...
Sé gert ráð fyrir 5 prósenta
reiknivöxtum verður framlag til
þjóðarframleiðslu á bilinu 2,4 til 3,5
milljarðar króna ...
Umframorka sú, sem nú er í raf-
orkukerfi Landsvirkjunar, nýtist öll
við stækkun álversins ... Einnig
hefur verið ákveðið að hraða endur-
bótum Sogsvirkjana og styrkja
orkuflutningskerfið ...
Af þessu má ráða að stækkun
álversins í Straumsvík hefur veru-
lega þýðingu fyrir þjóðarbúið. Nú
er gert ráð fyrir að framkvæmdir
hefjist í lok þessa árs og fer áhrif-
anna að gæta á næstu mánuðum."
ÞETTA LAND á ærinn auð, ef
menn kunna að not’ann. Við
verðum í senn að lifa í sátt við
umhverfið og á auðlindum þess.
Þetta gildir jafnt um land og haf.
Þriðja auðlindin, vatnsauðlindin,
heit og köld, nýtist á margan hátt.
Raforkan er afurð þessarar auðlind-
ar — og allt það sem henni fylgir
og af leiðir. Sömuleiðis hitaveitur
vítt og breitt um landið, húshitun,
ylrækt o.sv.fv. Jöklarnir eru ekki
einvörðungu augnakonfekt, séðir
úr byggð, eða leikvangur ofurhuga.
Þeir eru vatnsbankar jökulfljóta,
sem framtíðin sækir raforku til.
Þetta land á ærinn auð — en einn-
ig hættulegan óvin, ágirndina.