Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 32
- 32 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Þrautreyndar uppþvottavélar sem hafa sannab gildi sitt á íslandi. Stærö: 12 manna Hæö: 85 cm Breidd: 60cm Dýpt: 60 cm Einníg: kæiiskápar eldunartækí og þvottavélar á einstöku veröi FAGOR FAGOR LVE-95E Staögreitt kr. Afborgunarverd kr. 51.500 - Visa og Euro raögreiöslur RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI: 562 40 11 adidas íþróttcifatnaður Skór, úlpur, húfur og töskur í miklu úrvali Barnabox: Hamborgari, franskar, kókglas & Pocahontas púsluspíl Hamborgarar Píta m/grænmeti Píta m/buffi Lítið kókglas ^ Kr. 150#- Kr. 200,- 250,- 50,- Kr. Opnunartími 11.30-22. MINNINGAR EINIR JÓNSSON + Einir Jónsson fæddist í Reykjavík 23. janúar 1923. Hann lést í sjúkrahúsinu i Keflavík að kvöldi 21. nóvem- ber síðastliðins og fór útförin fram 30. nóvember. ELSKU pabbi, nú ert þú farinn frá mér og eftir stend ég dofín og fínnst ég eiga svo margt ósagt. Mér finnst ég eiga eftir að þakka þér fyrir svo margt sem þú gerðir fyrir mig meðan þú lifðir. Þú studdir mig ávallt í því sem ég tók mér fyrir hendur og hafðir svo mikla trú á mér, það veganesti er ómetanlegt. Ég finn hvernig minningarnar leita á mig og ég finn hvemig setning- arnar þínar, kímnigáfan og frasarn- ir, sem voru frábærir, lifa áfram. Þú varst svo hlýr og hafðir svo mikið að gefa. Ég finn ennþá hitann af hendinni þinni þegar þú klappað- ir mér síðast á bakið og sagðir „bless góða mín“ í síðustu heim- sókninni þinni til mín. Það minnisstæðasta af öllu er hve góður þú varst við strákinn minn sem dýrkaði afa sinn. Eitt sinn sagði sonur minn upp úr þurru: „Mamma, ég veit að hann afi elsk- ar mig,“ ég vildi að hann útskýrði þetta nánar og þá svaraði hann: „Það er af því að hann leyfir mér alltaf að sitja í stólnum hjá sér.“ Það var ekkert venjulegt sem fólst í því að sitja hjá afa í stólnum því að þú klipptir út karla, teiknaðir og spjallaðir við hann í stólnum, samverustundirnar gátu orðið ansi margar. Pabbi, þér fannst að öll barna- bömin þín yrðu að eignast kofa og þú varst búinn að smíða fjóra fal- lega kofa og áttir eftir einn þegar þú fórst. Þér var í mun að ljúka við kofann sem Steingrímur minn átti að fá og þú leyfðir honum „að aðstoða" þig við smíðarnar, það embætti gladdi hann óskaplega. Ég hélt í fyrstu að hann þvældist fyrir þér en það var unun að sjá hve hlýðinn hann var hjá þér í bílskúrn- um og stoltur þegar þú hældir hon- um í hástert. Hann fékk að sýsla í kringum þig úti í bílskúr og fylgjast með öllu, síðan tókuð þið ykkur pásu frá smíðunum, „fenguð ykkur kaffi- bolla“ eins og þú orðaðir það. Mik- ið voru þetta yndislegir tímar fyrir son minn sem sagðist vera vinnu- maðurinn hans afa. Kofinn stendur tilbúinn í bílskúrnum og kemur hann til með að minna á allar góðu stundirnar sem þið áttuð saman. Fallegri minnisyarða er ekki hægt að hugsa sér. Ég horfi á son minn og hugsa um það hve mikið hann hefur misst og nýfæddu dóttur mina sem aldrei mun kynnast afa sínum. Pabbi minn, þú reyndist mér og minni fjölskyldu svo vel, þú varst svo mikill vinur okkar og mér verð- ur ljósara, með hveijum deginum sem líður, hve mikið við höfum misst. Þú áttir í okkur hvert bein og ég vona að þú hafir fundið það. Ég sé það fyrir mér hvernig þú fagnaðir okkur þegar við komum í heimsókn og hvernig þú tókst utan um okkur þegar við kvöddum, alltaf vissum við að við vorum hjartanlega velkomin. Nú ert þú farinn frá mér og eftir stendur stóllinn þinn auður í stofunni en fallegu minningarnar lifa áfram og koma mér bæði til þess að tárast og brosa í senn. Guð blessi þig, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Asta. ) c/Yío-mmm ’Jrr ^LAHLAÐBORÐ Hádegi: kr. 1.950 - kvöld: kr. 2.650 Skólobrú Veitíngahús við Austurvöll. Borðapantanir í síma 562 44 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.