Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 Jólahlaðborð tölvuáhugafólksins B.T.Tölvur bjóða þér í girnilegt jólahlaðborð, hlaðið úrvals tölvum, hugbúnaði, jaðartækjum og aukabúnaði sem er á topplista tölvuáhugafólks um þessi jól. Meöal annars: Stórkostlegt úrval af hverskyns tölvuvörum og viðskiptavinirfá óvæntan jólaglaðning... Jólatilboð! Jólatilboð! 486 DX4/ 100 MHz • Windows 95 uppsett •8 MB minni (>192 MB) • 540 MB harður diskur • 14" S-VGA litaskjár • ísl. lyklaborö og mús •3.5" 1.44 MB disklingadrif • PCI Local-Bus o.fl. Kröftug 100 MHz einka- tölva fyrlr öll íslensk heimili. Taktu Targa á besta B.T.verðinu: Pentium 75 MHz • Windows 95 uppsett • 8 MB minni (>192 MB) • 540 MB harður diskur • 14" S-VGA litaskjár • Isl. lyklaborö og mús •3.5" 1.44 MB disklingadrif • PCI Local-Bus o.fl. Frábær öflug Pentium tölva fyrir Jafnt helmili og fyrirtæki. Framtföareign. Góö fyrlr margmiölun. Tilboösverð stgr.m.vsk. Tilboösverð stgr.m.vsk. Grensásvegi 3 - Sírhi 588-5900 - Fax 588-5905 Verslunin ereinnig á Internetinu. Veffang: HTTP://www.mmedia.is/heimakringlan/ 436 og Pentium tölvur eru ÁTOPPLISTA tölvuáhugafólks um þessijól • Innbyggt útvarpskort FM stereo í PC kr. 3.900 • Innbyggt sjónvarpskort f. allar stöðvar kr. 23.900 • Microsoft Natural Keyboard kr. 11.900 • Microsoft Encarta 96 alfræðibókin o.fl. frá kr. 3.300 jr Allir stórleikirnir komnir: FIFA Succer 96, NHL 96, Need for Speed, Actual Soccer o.fl. frá kr. 3.700 • Flugvélastýri og fótstig kr. 7.900 stk /14.900 saman • Úrval stýripinna fyrir kröfuharða leiki frá kr. 1.100 • Tölvuprentarar m/litaútprentun frá kr. 23.900 • Myndlesarar (skannar) frá kr. 17.600 • Harðir margmiðlunarpakkar í jólagjöf! frá kr. 20.700 MINNINGAR GYÐA GUNNARSDÓTTIR + Gyða Gunnarsdóttir fædd- ist í Borgarnesi 26. janúar 1944. Hún lést á Landspítalan- um 18. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 25. nóvember. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. (E.B.) Þessar ljóðlínur koma í hugann þegar Gyðu er minnst. Þær lýsa vel framkomu hennar við okkur starfs- félaga sína og þannig kristallast lífsganga hennar. Hún geislaði af styrk og góðvild; við eigum henni skuld að gjalda. Við kveðjum hana með söknuði og biðjum góðan Guð að varðveita hana. Fjölskyldunni vottum við samúð ' og biðjum henni huggunar í sorg- inni. Samstarfsfólk í Ljósheimum. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Sá sem hefur hæfileika til þess að glæða líf þitt gleði og hamingju mun í raun og veru ekki deyja, heldur lifa í minningunni um ókomna framtíð. Þannig tilfinning- ar höfum við gagnvart Gyðu frænku sem var æskuvinkona, „besta vin- kona“ móður okkar frá bamæsku. Við munum þá tíð þegar hún og Þröstur voru aufúsugestir á æsku- heimili okkar á Ysta-Skála sumar eftir sumar og tóku þátt í daglegu lífí okkar. Gyða og mamma fengu þá oft „tilfelli", eins og þær kölluðu það. Það var þá sem þær sáu spaugilegu hliðarnar á gömlum tím- um, sem reyndar vom ekki alltaf svo auðveldir, og hlógu þá lengi og innilega. Mamma hefur oft sagt okkur frá ýmsum skemmtilegum uppákomum í lífi þeirra vinkvenna en ein þeirra er okkur altlaf jafnhugleikin. Það er sagan um gamlárskvöldið þegar þær tvær ætluðu að hafa það huggulegt og njóta lífsins fram yfir áramótin. En til þess að tryggja friðinn var ákveðið að koma börn- unum í rúmið. Þær lögðu sig hjá okkur en vöknuðu því miður ekki fyrr en klukkan fjögur eftir mið- nætti. Þá vom öll hátíðahöld löngu liðin og flestir farnir að sofa. Gyða frænka, eins og við kölluð- um hana, skipaði ætíð sérstakan sess í lífi okkar. Hún var þeim hæfileikum gædd að hún gat alltaf komið fólki í gott skap og sá gjarn- an spaugilegu hliðarnar á tilverunni en hún var líka góðhjörtuð og bar umhyggju fyrir öðru fólki. Við minnumst þess að móðir okkar heimsótti Gyðu frænku síðustu dag- ana á spítalanum. Gyða var þá orð- in mjög veik en hafði samt mestar áhyggjur af því hvað mamma var slæm í bakinu. Það sýndi að þrátt fyrir eigin þjáningar, sem voru mjög miklar, hugsaði hún fyrst um þá sem henni þótti vænt um. Með þessum fátæklegu orðum viljum við bræður þakka Gyðu frænku fyrir vináttuna sem hún sýndi móður okkar alla tíð og einn- ig fyrir að hafa auðgað líf okkar með góðmennsku sinni, gleði og hlátri. Elsku Hilmar, Þröstur, Sól- veig, Elías og aðrir aðstandendur, missir ykkar er mikill en munið það að þeir sem þið elskið deyja í raun aldrei heldur lifa þeir áfram í hjört- um ykkar og hafa í raun og veru bara kvatt í mjög stuttan tíma. Jesús sagði: „Eg er upprisan og lífíð; sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sá sem lif- ir og trúir á mig mun aldrei að ei- lífu deyja.“ (Jóh. 11.25-26). Þórarinn og Steindór. Nærveru með hlýju og velvild er sárt saknað en við vitum að þegar frá líður munum við minnast Gyðu Gunnarsdóttur eins og hún var. Alltaf var stutt í hláturinn og bros- ið þitt blíða. Hvar sem ég hitti þig t Elsku hjartans sonur okkar og bróðir, ORRI STEINN HELGASON, Tjarnarmýri 19, verður jarðsunginn frá Seltjarnarnes- kirkju þriðjudaginn 5. desember kl. 13.30. Auður Atladóttir, Atli Helgason, t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, SOFFÍA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavfk, verður kvödd frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 6. desember kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlega bent á Krabba- meinsfélag Islands. Stefán Valur Pálsson, Angela Baldvins, Árni Valur Viggósson, Unnur Þorsteinsdóttir, Elín Hreiðarsdóttir, Davíð Zophoníasson, Geir Hreiðarsson. Þórðarson, ir Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.