Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 56
Verið tímanlega
með jólapóstinn
'-S&fidgzf- PÓSTUR OG SÍMI
AT&T
SYSTEMAX
Kapalkerfi
fyrir öll kerfi
hússins.
<33>
NÝHERJI
SKIPHOLTI 37 - SIMI 588 8070
Alltaf skrefi á undan
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBIJSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
„Óþolandi að fiskur sé
fhittur ólöglega úr landi“
Sjávarútvegsráðherra beitir sé fyrir úrtakskönnun á útflutningi sjávarafurða
„ÞAÐ ER gjörsamlega óþolandi að verið sé að
flytja fisk ólöglega úr landi og draga þarf þá
til ábyrgðar, sem bijóta lög með þeim hætti.
Þess vegna hef ég óskað eftir því að Fiskistofa
leiti eftir samstarfi við tollayfirvöld um úrtaksat-
huganir á útflutningi sjávarafurða,“ segir Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í samtali
við Morgunblaðið.
Fram hefur komið í Morgunblaðinu að SÍF
hefur verið beðið um að flytja út svokallaðan
svartan saltfisk, það er fisk sem hefur verið ólög-
— lega veiddur og unninn. Forystumenn SÍF segj-
ast ekki taka slíkt í mál, en ljóst sé að þessi
fiskur komist með einhveijum hætti út á markað-
ina. Þá hefur einnig komið fram að hvorki Fiski-
stofa né tollayfirvöld hafa virkt eftirlit með út-
flutningi sjávarafurða.
„Það má alltaf spyrja hvort eftirliti sé
nægjanlega sinnt,“ segir Þorsteinn. „Við höfum
verið að gera grundvallarbreytingar á skipulagi
eftirlits með vinnslu og útflutningi sjávarafurða
á undanförnum árum. Ég hef rætt um það við
fiskistofustjóra að mjög mikilvægt sé að Fiski-
stofa og tollayfirvöld geri sameiginlegar úrtaks-
athuganir á útflutningi sjávarafurða. í fram-
haldi af því hefur verið ákveðið að Fiskistofa
leiti eftir slíkri samvinnu við tollayfirvöld. Ég
tel að þetta verði ekki gert öðruvísi en með
slíku samstarfi og Fiskistofa mun beita sér fyrir
því.
Ekki staðið yfir hveijum fiski
Menn verða líka að gera sér grein fyrir því
að við höfum verið að breyta allri hugmynda-
fræðinni varðandi eftirlit með framleiðslu sjáv-
arafurða. Það er ekki þannig að fulltrúar ríkis-
valdsins standi yfir hveijum einasta fiski, sem
fer í gegnum vinnsluna. Nútímaaðferðir felast
í því að fyrirtækin koma upp innra eftirliti eft-
ir þar til gerðum gæðakerfum og opinbera eftir-
litið er í því fólgið að fylgjast með því að fyrir-
tækin vinni eftir samþykktum gæðakerfum.
Þetta eru þær nýjungar sem hafa verið að ryðja
sér til rúms og við höfum verið að innleiða hér.
Það er mjög mikilvægt að menn átti sig á
því að verið er að vinna þessi mál eftir nýjum
aðferðum og allt annarri hugmyndafræði en
áður. Það breytir hins vegar ekki því að það
þarf að hafa hendur í hári þeirra sem eru bein-
línis að bijóta lög og svindla," segir Þorsteinn
Pálsson.
Tillaga
um nýjan
skólabát
TILLAGA um að stofnuð verði
nefnd til að „kanna forsendur fyr-
ir kaupum og rekstri skólabáts"
var samþykkt til annarrar umræðu
á Alþingi í þessari viku. Ætlunin
er að báturinn verði nýttur til
kennslu í sjómennsku í grunnskól-
um landsins líkt og skólabáturinn
Mímir RE á sínum tíma.
Kristján Pálsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks á Reykjanesi og
fyrsti flutningsmaður þings álykt-
unartillögunnar, sagði í samtali
við Morgunblaðið að verið væri
að hugsa um sýnu stærri bát en
Mími þannig að unnt yrði að sýna
notkun veiðarfæra af flestum
gerðum. 50 til 60 tonn væri góð
stærð.
Vetrarleikur
á Rauðavatni
ÞAÐ viðraði vel til ísknattleiks
á ísilögðu Rauðavatni á dögun-
um. ívar Gíslason (t.v.) og Pálmi
Már Þórarinsson kunnu sannar-
Jega að meta aðstæður þar.
Tíkin Perla fylgist spennt með.
Morgunblaðið/Kristinn
Myndavélar
við gatnamót
Refsa ekki
þeim sem
lenda í um-
ferðarhnút
SIGURÐUR Skarphéðinsson
gatnamálastjóri segir að mynda-
vélar þær sem borgin hefur sett
upp við fjölfarin gatnamót muni
ekki taka myndir af skráningar-
númerum bifreiða sem ekið er inn
á gatnamót á grænu ljósi en kom-
ast ekki yfir vegna umferðar á
móti fyrr en eftir að rautt ljós
hefur kviknað.
Slíkar aðstæður skapast við fjöl-
mörg fjölförnustu gatnamót borg-
arinnar margsinnis á dag.
Dómsmálaráðuneytið vinnur nú
að mótun reglna um hvernig hátt-
að verður notkun myndavélanna.
Að sögn Sigurðar Tómasar
Magnússonar, lögfræðings í ráðu-
neytinu, verður ekki farið að sekta
ökumenn fyrir umferðarlagabrot
sem fest verða á filmu á þessu
ári, og líklega verði einhver aðlög-
unartími eftir að reglur um notkun
myndavélanna liggja fyrir.
-----» ♦ ♦-----
Auknar rann-
sóknir á jarð-
skjálftum
SVEITARFÉLÖG á höfuðborgar-
svæðinu hafa áform um að vinna
sameiginlega að því að auka rann-
sóknir á jarðskjálftum á höfuðborg-
arsvæðinu. Er verkefnið fyrirhugað
í samvinnu við Borgarverkfræðing,
Hitaveitu Reykjavíkur og Veður-
stofu íslands. Ólafur Bjarnason,
yfirverkfræðingur hjá Borgarverk-
fræðingi, segist gera ráð fyrir að
hafist verði handa á næsta ári.
„Ætlunin er að setja upp fjóra
jarðskjálftamæla á Reykjanes-
svæði, i kringum Brennisteinsfjöll.
Engir mælar eru nú á höfuðborgar-
svæðinu, en ástæða þess að Brenni-
steinsfjöll og nágrenni urðu fyrir
valinu er viðvörun um að þetta geti
verið upphafssvæði jarðskjálfta."
Mælarnir verða, að sögn Ólafs,
tengdir Veðurstofu íslands, sem
annast framkvæmd rannsóknarinn-
ar og les því úr upplýsingum sem
berast stöðugt frá mælunum.
Kvaðst Ólafur gera ráð fyrir að
stofnkostnaður yrði um sjö milljónir
króna og rekstrarkostnaður um ein
og hálf milljón á ári.
Reynir Tómas Geirsson, prófessor á kvennadeild Landspítalans
Leng'ing’ fæðing-
arorlofs jákvæð
REYNIR Tómas Geirsson, pró-
fessor á kvennadeild Landspítal-
ans, telur það geta verið þjóðhags-
lega hagkvæmt með tilliti til já-
kvæðra áhrifa á lengd meðgöngu
og heilbrigði barna og mæðra að
gera öllum þunguðum konum
kleift að hætta vinnu fjórum til
átta vikum fyrir áætlaðan fæðing-
ardag án þess að til komi skerðing
á núverandi sex mánaða fæðingar-
orlofsrétti.
Endurskoðun
í gangi
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra hef-
ur nýlega skipað nefnd til að skoða
frumvarp til laga um fæðingarorlof
sem samið var árið 1990. í því
frumvarpi eru gerðar tillögur um
endurskipulagningu fyrirkomulags
fæðingarorlofs þannig að allar kon-
ur, hvar sem þær starfa á vinnu-
markaði, njóti sömu réttinda auk
þess sem þar er gert ráð fyrir að
réttur til fæðingarorlofs nái jafnt
til karla og kvenna.
Sjálfstæður réttur
foreldra
Margir bíða spenntir eftir niður-
stöðum nefndarinnar, m.a. karla-
nefnd Jafnréttisráðs, sem telur að
foreldrar eigi hvort um sig að
hafa sjálfstæðan rétt til fæðingar-
orlofs og greiðslna. Óeðlilegt sé
að réttur annars foreldris sé af-
leiddur af rétti hins þar sem þau
komi að foreldrahlutverkinu sem
sjálfstæðir einstaklingar.
Karlanefnd telur eðlilegt að
stefnt verði að lengingu fæðingar-
orlofs í 12 mánuði. Fjórir mánuðir
verði bundnir föður, fjórir móður,
en fjórum mánuðum geti foreldrar
ráðið hvernig sé skipt. Áhersla
verði lögð á sveigjanleika í töku
orlofs, t.d. að því megi dreifa á
tvö ár. Alger lágmarkskrafa sé
að feður fái tveggja vikna orlof á
launum við fæðingu barns og að
tekjuskerðing í fæðingarorlofi
verði ekki slík að hún standi í
vegi fyrir töku þess.
■ Vinnuálag/16