Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 45
I DAG
BBIDS
Umsjón GuAmundur Páll
Arnarson
Á MÓTI 15-17 punkta
grandi eru 8 punktar með
fímmlit nægur efniviður til
að hugleiða þijú grönd.
Þeir varkáru gefa áskorun,
hinir . glaðbeittu göslast í
geimið. En það er óvarlegt
að halda áfram með sömu
8 punkta ef makker vekur
á 13-15 punkta grandi. í
síðasta spili Reykjavíkur-
mótsins í tvímenningi opn-
aði suður á grandi út um
allan sal:
Austur gefur; NS á
hættu:
Norður
♦ 986
▼ Á5
♦ DG764
♦ G32
Vestur
♦ ÁD53
7 G932
♦ 98
♦ 874
Austur
♦ GIO
V K1076
♦ Á532
♦ D106
Suður
♦ K742
V D84
♦ KIO
♦ ÁK95
Fyrir síðustu umferð
voru Ásmundur Pálsson og
Aðalsteinn Jörgensen efst-
ir, en þetta spil reyndist
þeim dýrkeypt og þeir féllu
niður í þriðja sæti. Þeir spila
15-17 punkta grand og
enduðu í þremur slíkum eft-
ir opnun á einu og stökk
norðurs í þijú. í vestursæt-
inu var Hjalti Elíasson og
hann lagði af stað með
hjartatvist. Austur fékk
fyrsta slaginn á hjartakóng
og spilaði meira hjarta. Þar
með gat Ásmundur gleymt
tígullitnum í borði og mátti
þakka fyrir að sleppa tvo
niður. Sú niðurstaða gaf
NS 3 stig af þeim 14 sem
til skiptanna voru.
Sigurvegarar mótsins,
Bjöm Eysteinsson og
Sverrir Ármannsson, sátu
einnig í NS og uppskáru
ríkulega í þessu spili. Bjöm
opnaði í suður á 13-15
punkta grandi, sem Sverrir
passaði. Björn hefði vænt-
anlega tekið sjö slagi með
hjarta út, en útspilið var
spaði. Þar með fékk hann
á spaðakóng og gat auk
þess sótt tígulinn upp á
fjóra slagi. Hann spilaði tíg-
ulkóng og meiri tígli. Aust-
ur drap, tók spaðatíu, og
spilaði síðan enn tígli. Björn
átti nú tvær innkomur til
að tvísvína í laufínu, sem
hann gerði. Fékk þannig
10 slagi í allt og 14 stig.
Arnað heilla
QrKÁRA afmæli. í dag,
í/V/sunnudaginn 3. des-
ember, er níræð Sigríður
Ásgeirsdóttir, fyrrver-
andi ljósmóðir, frá Fossi
á Skaga, nú til heimiiis í
Brúnalandi 38, Reykjavík.
Hún tekur á móti gestum á
heimili sínu milli kl. 15 og
18 á afmælisdaginn.
(\/\ÁRA afmæli. Á
í/vrmorgun, mánudag-
inn 4. desember, verður ní-
ræð frú Ragnheiður Jóns-
dóttir, frá Þrúðvangi í
Vestmannaeyjum, nú til
heimilis að Kleifarhrauni
3D, Vestmannaeyjum.
Hún verður að heiman á
afmælisdaginn.
fT/kÁRA afmæli. Á
I V/morgun, mánudaginn
4. desember, verður sjötug
Anna Dagmar Daníels-
dóttir, Hringbraut 9,
Hafnarfirði. Anna og eig-
inmaður hennar Sigurður
Kristinsson taka á móti
gestum í Golfskálanum í
Hafnarfirði milli kl. 17-19
á afmælisdaginn.
Ást er.
/?/VÁRA afmæli.
Ov/Þriðjudaginn 5. des-
ember nk. verður sextugur
Árni Ingólfsson, húsa-
smiður, Grjótaseli 17,
Reykjavík. Hann og eigin-
kona hans Þóra Kristins-
dóttir taka á móti gestum
á heimiii sínu eftir kl. 20
á afmælisdaginn.
... einsogvegasalt,
upp og niður til skiptis.
TM Rog. U.S. Pat Ofl. — all rights raMrvad
(c) 1888 Lo* Angales Tlmos Syndécat*
Pennavinir
20 ÁRA svissnesk kona,
sem hefur áhuga á sundi,
lestri, tónlist og bréfaskrif-
um:
^ Corinne Schupbach,
Grundacherstr. 25,
8108 Diillikon,
Switzerland.
16 ÁRA norskur frímerkja-
safnari óskar eftir kynnum
við íslendinga með frí-
merkjaskipti í huga:
Johnny FriskilS,
Beisfjordveien 59,
8500 Narvik,
13 ÁRA sænsk stúlka vill
skrifast á við íslendinga á
aldrinum 11-14 ára:
Anita Ikonen,
Granöv&gen 7BV,
15164 Södertalje,
Sweden.
51 árs bandarískur karl-
maður, búsettur í Kalifor-
níu, vill skrifast á við karla
og konur:
Dan Goss,
3435 Ocean Park
Boulevard,
206-K,
Santa Monica,
California 90405,
U.S.A.
29 ára Tékki, sem hefur
áhuga á póstkortasöfnun:
Michal Svenka,
Kubelikova,
130 00 Praha 3,
Czech Republic.
COSPER
STJÖRNUSPA
cftir Franccs Drakc
BOGMAÐUR
Afrtiælisbarn dagsins:
Þegar þú hefur fundið þér
starf sem hentar, vegnar
þér vel.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Nú gefst tækifæri til að ná
samningum við aðila sem þú
hefur átt viðræður við um
viðskipti. Farðu sparlega með
fjármuni þína.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú færð góða hugmynd í
dag, sem getur fært þér vel-
gengni. Vinur veldur þér von-
brigðum með ósanngjörnum
kröfum sínum.
Tvíburar
(21. niáí - 2Ö. júni)
Þér berast mikilvægar upp-
lýsingar sem geta auðveldað
þér að taka ákvörðun varð-
andi vinnuna. Frestun getur
orðið á ferðalagi.
K*1
/|ÁRA afmæli. A
O V/morgun mánudaginn
4. desember verður fimm-
tug Bryndís Brynjólfs-
dóttir, umboðsmaður
Sjóvá-Almannatrygginga
hf., Selfossi. Bryndís og
maður hennar Hafsteinn
Már Matthíasson taka á
móti gestum í tilefni dags-
ins í Tryggvaskála, Selfossi
frá kl. 18 til 21 á afmælis-
daginn.
DÖMUR mínar og herrar. Nú kemur hin stórkost-
lega nektarsýning sem allir hafa beðið eftir.
Krabbi
(21. júnf — 22. júlí)
Þér er fullljóst hvað þú þarft
að gera í dag, og ef þú ein-
beitir þér reynist það auð-
velt. Hugsaðu svo um fjöl-
skylduna í kvöld.
Ljón
(23. júlf — 22. ágúst) <ef
Þú íhugar þátttöku í nám-
skeiði, sem getur greitt götu
þína í vinnunni. I kvöld gefst
tækifæri til að skemmta sér
í vinahópi.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þér finnst kominn tími til að
hefja umbætur og breytingar
heima fyrir og nýtur til þess
stuðnings allrar íjölskyld-
unnar.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Eitthvað óvænt gerist í dag,
sem á eftir að reynast þér
vel. í kvöld tekur þú á þig
aukna ábyrgð gagnvart fjöl-
skyldunni.
Sporödreki
(23. okt. - 21. nóvember) mfS
Einhver nákominn gefur þér
góða hugmynd í dag. Notaðu
daginn til að hugsa um fjöl-
skylduna og sinna þörfum
bamanna.
Bogmaöur
(22. nóv. - 21. desember)
Einhver, sem þú hefur ekki
heyrt frá lengi, hefur sam-
band við þig í dag, og hefur
góðar fréttir að færa. Vertu
heima í kvöld.
Steingeit
(22. des.-19.janúar)
Þér gefst lítill tími til að
blanda geði við aðra í dag
vegna verkefnis úr vinnunni,
sem þú þarft að leysa heima.
Vatnsberi
(20.janúar— 18. febrúar) ðh
Vinur veldur þér einhverjum
vonbrigðum i dag. Þú ættir
ekki að bjóða heim gestum í
kvöld. Betra væri að fara út
með ástvini.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú færð góða hugmynd, sem
getur létt þer störfín í vinn-
unni. Þegar kvöldar ættir þú
að hlusta á það sem ástvinur
hefur að segja.
Stjörnuspána á ad lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vísindalegra staðreynda.
Álfaskeið - Hf. - bílskúr. 2ja herb. tæp-
lega 57 fm íb. á 2. hæð í góðu fjölbýli ásamt bílskúr.
Hagstæð greiðslukjör og ýmis skipti, jafnvel „Skódann"
upp í. Áhv. byggingasj. o.fl. 3,5 millj. 1915.
ÁS3YRGI fasteignasala,
Suðurlandsbraut 54,
s. 568-2444 f. 568-2446.
iiÓLl
Skipholti 50B, 2. hæð t.v.
511-1600
- í jólaskapi!
Raðhús fFossvogi
Stórt og glæsil. raðh. á þremur
pöllum, staðs. neðan við götu,
mikið endurn. Heitur pottur o.fl.
Verð 15Í4 millj. 6002.
OPIÐ HUS - I DAG KL. 14-17
Alfatún 23 - Kóp., 1. hæð
Gullfalleg 92 fm íb. á þessum frábæra stað í Kóp. Fallegar
innr. og gólfefni. Útsýni yfir Fossvoginn. Þessi fer fljótt.
Verð 8,3 millj. Magnús og Sunna taka ykkur opnum örmum
í dag kl. 14-17. 3007.
Víkurás 8,1. hæð
Sérlega hugguleg 2ja herb. 59 fm íb. á þessum frábæra
stað. (b. er laus nú þegar. Verð 4.950 þús. Áhv. 1,6 millj.
í byggsj. Sigga tekur vel á móti öllum i opnu húsi í dac
(bjalla merkt „opið hús“}. 2508.
ATVIIMNUHUSNÆÐI
511-1600
Fax 5622330
Opið í dag kl. 14-17
Sölumenn atvinnuhúsnæðis
Guðlaugur Örn Þorsteinsson,
rekstrarverkfræðingur
og Viðar Kristinsson.
Til sölu
Skútuvoaur - heild III
Skipholt. Vel staðsett og fallegt
skrifstofuhúsnæði á efstu hæð í
lyftuhúsn. Góð lofthæð. Mótttaka,
5-6 skrifstherb., opið vinnurými,
fundarherb., eldhús, geymsluro.fi.
Skipti á öðrum atvhúsn. koma til
greina.
Viðarhöfði. Óinnr. 340 fm
súlulaust skrifstofuhúsn. á 3. hæð
með um 170 fm svölum og fráb.
útsýni yfir borgina. Raf- og hita-
lögn er til staðar. Hægt er að skila
húsnæðinu lengra komnu ef vill.
Mikið áhv. Leiga kemur einnig til
greina.
Jólagjöfin íár!
Gott 311 fm skrifstofu- og lager-
húsn. Tilvalið undir heildverslun
eða léttan iðnað. Lager með ca
5,5 metra lofthæð og stórri rafdrif-
inni innkeyrsludyr. Á millilofti, ca
52 fm, er skrifstofa og kaffiað-
staða. Mjög góð útiaðstaöa.
Gámastæði og næg bílastæöi.
Skipholt. Um 230 fm heild-
verslunarhúsnæði með inn-
keyrsludyrum. Húsnæðið er þrí-
skipt þ.e. lager, skrifstofur og
verslun. Verð 13,5 millj.
Fyrir athafnarmenn. Ein-
stakl. vel staðsett ca 250 fm gott
verslunarhúsnæði í austurborg-
inni. Verslunarhúsnæðinu getur
fylgt 190 fm stórgl. íb. á efri hæð.
Selst saman eða sem sér eining-
ar. Teikn. á skrifst. Góð fjárfesting
sem vert er að skoða nánar.
Verslunarhúsnæði. Höfum
fengið í sölu ca 600 fm verslunar-
hæð við Gerðuberg. Um er að
ræða verslunareiningar frá 70 upp
í 170 fm. Húsnæðið stendur við
verslunartorg þar sem m.a. er að
finna bókasafn, heilsugæslu, apó-
tek og ýmsa aðra þjónustu. Gott
húsnæði á góðu verði.
Vel staðsett lóð. Lóðin er
375 fm við eina aðal verslunar-
og umferðargötu Hafnarfjarðar á
milli bensínstöðvarinnar Esso og
verslunarmiðstöðvarinnar Fjarð-
artorgs. Lóðin liggur vel við um-
ferð og er tilvalin undir verslunar-
húsnæði, bifreiðaþjónustu o.fl.
Bíldshöfði. Snyrtil. og vel um-
gengið 300 fm lager- og skrifstofu-
húsn. á tveimur hæðum sem hent-
ar vel fyrir heildverslanir eða léttan
iðnað. Malbikað útisvæði og snyrt-
il. umhverfi. Langtimaleigusamn.
getur fylgt.
Verslunarhúsnæði. Litiðog
snoturt 120 fm verslunarhúsn. við
Þverholt í Mosfellsbæ. Húsnæðið
er með góðum verslunargluggum
og nægum bílastæðum og sést frá
einni aðal umferðaræð Mosfells-
bæjar.
Um 700 fm iðnaðarhúsn. á tveimur
hæðum efst í götunni við Bygg-
garða á Seltjarnarnesi. Tilvalið fyr-
ir þá sem þurfa að þjónusta
Reykjavíkurhöfn. Efri hæðin er um
500 fm, þar af eru 100 fm skrifst-
húsn. með sérinng. og opinn
vinnusalur með tveimur hleöslu-
dyrum. Neðri hæðin er um 200 fm
með innkdyrum. Ekkert áhv.
Vagnhöfði. Mjög gott 431 fm
iðnhúsn. á tveimur hæðum. Efri
hæðin er að hluta til nýtt sem lag-
ar. Fullinnr. aðstaða f. starfsfólk.
Öflugt hita- og loftræstikerfi.
Þjófavörn. Gott útipláss. Verð 16,2
millj. Áhv. 6,0 millj.
Bíldshöfði. Á jarðh. er 148 fm
skrifstofuhúsn. sem hægt er að
nýta undir verslun. Á efri hæð er
333 fm skrifstofuhúsn. með 12
skrifstofuherb., móttöku, kaffi-
stofu o.fl. Jarðhæðin og efri hæðin
eru samtengdar en hægt að að-
skilja þær og/eða jafnvel bæta við
300-400 fm í viðbót. Leiga kemur
einnig til greina.
Fiskverkunarhús
Um 430 fm iðnaðarhúsn. á Smiðju-
vegi sem uppfyllir allar venjulegar
EES-kröfur. I húsinu er vinnusalur
með léttum skilrúmum, 150 fm
kælir, skrifstofa og kaffistofa. Gólf-
lögn er í góðu ástandi með niöur-
föllum. Rafdrifnar innkeyrsludyr.
Verð 13,2 millj. Ekkert áhv.
Lækjargata - Hf. 115 fm
verslhúsn. í nýl. húsi m. lagerað-
stöðu. Hleðsludyr og einkabíla-
stæði í lokaöri bilageymslu. Næg
bílastæði eru fyrir framan húsið
sem sést vel frá götu. Verð 5,6
millj. Ekkert áhv. Leiga kemur til
grelna.
Hringdu núna - viö skoðum strax!