Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Matthías Kristiansen Morgunblaðið/Ásdís Grengið á veggi Eitt af stærrí vandamálunum í skólakerfínu er hegðun misþroska bama. Félögunum stendur stuggur af þeim, kennarar vita ekki sitt rjúkandi ráð, foreldramir sitja uppi með vandann. Eftir að bam hefur veríð greint misþroska, segja foreldrar að upphefjist þrautar- ganga milli Heródesar og Pílatusar. Hver læknir vísi á annan, hver stofnun vísi á aðra, hring eftir hring. Úrræðaleysið sé algert. Sús- anna Svavarsdóttir ræddi við Matthías Kristiansen, formann For- eldrafélags misþroska bama, um erfíðleikana sem mæta þessum bömum, og fjölskyldum þeirra, í samfélaginu og kerfínu. MISÞROSKI er truflun á þroskaferli taugakerfisins, sem einkum hefur í för með Sér bresti í sjálfvirkri samhæfingu skynjunar og hreyfíngar. Er þetta einkum áberandi við mikið álag og þegar miklar kröfur eru gerðar til bamsins. Það er erfitt að segja til um ástæður misþroska, en þær má líklega að hluta rekja til smávægilegs skaða sem verður í eða eftir fæð- ingu, og að hluta til efnaskiptatrufl- ana í boðkerfi heilans. Oftast er mis- þroski meðfætt ástand og oft er sterk fjölskyldusaga um misþroska. Greining á misþroska hefst oftast vegna gruns foreldra um að eitthvað sé að. Nokkur ár eru síðan farið var að viðurkenna og greina misþroska hér á landi en meðferðarúrræði eru ruglingsleg, aðstoð við foreldra bág- borin, stuðningur í skóla misjafn eft- ir skólum og í það heila séð, virðast vandræðin fyrst byija þegar bamið hefur fengið greiningu. Árið 1988 var stofnað Foreldrafé- lag misþroska bama. Alls hafa um 400 fjölskyldur verið viðloðandi fé- lagið síðan en núna telja þau um 260-270 fjölskyldur. Formaður fé- lagsins er Matthías Kristiansen og segir hann megintilgang félagsins vera að miðla upplýsingum til for- eidra og standa fyrir fræðslunám- skeiðum- og fundum. En hvert er helsta vandamálið hér á landi þegar misþroska börn em annars vegar? „Helsta vandamálið er að þegar þú leitar hjálpar, gengurðu á vegg. Staðan er eins og hjá eldri borgurum. Það er ekkert hægt að gera fyrr en allt er komið í óefni. Þú þarft eigin- lega að vera dauður til að fá að vera lifandi hér.“ Nú er þetta foreldrafélag. Hvert geta misþroska fullorðnir leitað? „Það má segja að við ættum að breyta heiti félagsins og opna það fyrir einstaklingum sem eiga við þetta vandamál að stríða. Það er mikið til af unglingum og fullorðnu fólki sem ekki hefur verið greint, en þjáist klárlega af þessum vanda. Annars höfum við verið mjög ógagnrýnin á umsóknir um aðild. Okkar mottó er: Ef þú telur þig eiga eitthvert erindi, ertu velkominn. Ef þú kemst að því að svo sé ekki, get- urðu gengið úr félaginu." í hverju felst greiningin? „Til að greina misþroska barn þarf bamalækni, sálfræðing, iðju- þjálfa, sjúkraþjálfa, jafíivel geð- lækni; það er að segja, faglegt teymi sem metur bam. Þannig ætti þetta alltaf að vera. Inn í þessa greiningu ætti að vísa barni eftir fjögurra ára skoðun. Ef grunur leikur á að um misþroska sé að ræða verður að vega og meta getu þess og þroskastig á fjölmörgum sviðum, til dæmis hreyf- ingu, námsgetu, skammtímaminni, eirðarleysi. Og þannig er þetta í ná- grannalöndum okkar. Næsta skref er að foreldrum er leiðbeint með uppeldi bamsins. Það prógram sem er sett af stað fyrir barnið, er í gangi í eitt ár. Þá er greiningin endurtekin til að sjá stöðuna og til að kanna hvernig þroskamynstrið lítur út. Hvað hefur gengið vel og hvað mætti betur fara. Greiningunni er því lokið á meðan barnið er á forskólastigi. Þá á skóla- kerfið að taka við. Þetta er hið eigin- lega greiningarmynstur. Vandinn er hins vegar sá að langfæst börn hér fá svona grein- ingu. Flest þeirra eru að dóla hjá heimilislæknum árum saman og eru greind sem illa upp alin, frek og uppivöðslusöm. Ef þau komast til réttra lækna er hægt að beina þeim á réttar brautir - en þá hefst líka mikil pílagrímsganga til að finna réttu leiðina." Skólinn, einsemd, einelti Þegar barn hefur verið greint mis- þroska, er fötlunin ekki lengur lækn- isfræðilegt vandamál heldur uppeld- isfræðilegt. Yfirleitt má segja að misþroska börnum gangi frekar vel í leikskóla. Það er ekki fyrr en kom- ið er í skólann og ákveðnum árangri þarf að ná meðal félaga að vanda- málin fara fyrir alvöru að skjóta upp kollinum. Þær kröfur sem eðlilegt er að gera til annarra barna, eru oft á tíðum til muna of strangar fyrir misþroska barn. Þess vegna er mjög mikilvægt að skólinn geri sér grein fyrir og sé viðbúinn þörfinni fyrir stuðning og aðstoð. Börn með alvarleg einkenni mis- þroska þurfa oft mikinn stuðning í skólanum. En börn með vægari ein- kenni þurfa einnig stuðning. Misþroska bam á oft í vandræðum með að eignast leikfélaga. Önnur börn eiga bágt með að skilja hvers vegna það skiptir svo ört skapi og er svo óútreiknanlegt sem raun ber vitni. Það sker sig jú á engan hátt úr hvað útlit snertir. Oft er auðveld- ara að skilja og taka sýnilegri fötlun eða skaddaðri sjón. Afleiðingin verð- SJÁ SÍÐU 22 Egerfötluð . . . inni í mér ÓRA KRISTÍN heitir níu ára stúlka sem gengur í sér- deild í Engidaisskóla. Fyrstu tvö skólaárin gekk hún í Setbergs- skóla en þá var orðið ljóst að hún þurfti á kennslu í sérdeiid að halda og því var hún flutt til. Henni finnst skemmtilegt í skólanum, skemmtilegast að föndra, gaman í leikfimi og smíði en leiðinlegt að púsla. Bekkurinn hennar er að setja upp Ieikrit um þessar mundir um birnina þrjá og þar á Þóra Kristín að leika einn húninn. Það er að segja, þegar fríi hennar lýkur. Þóra Kristín hefur verið í fríi síðastiiðna viku „til þess að hvíla skólann,“ eins og móðir hennar orðar það. Húii á það til að fá kast, þótt þeim fækki vissulega með árunum. í síðasta kasti sem hún fékk í skólanum braut hún stóla. „Ég var svo reið inni í mér,“ segir Þóra. „Þegar ég verð reið fínn ég til inni í mér. Það er eins og steinn í hjartanu og þá verður eldgos. Þá á ég að koma til kenn- arans eða mömmu og segja: Viltu hjálpa mér. En það gengur ekki alltaf.“ Sex krakkar eru í bekk Þóru Kristínar og þurfa allir á sér- kennslu að halda. Hún segir hina krakkana stundum missa stjórn á skapi sínu, „en þau eyðileggja ekki stóla. Þau eyðileggja ekki eitthvað sem kostar peninga.“ Þótt Þóru Kristínu fínnist gam- an í skólanum, er hún efíns þegar hún er spurð hvort hún ætli ekki að fara aftur þangað. Hún gerir sér fulla grein fyrir því sem hún hefur gert. Henni líður illa, hún Morgtinblaðið/Jenný Axelsdóttir Þóra Kristín skammast sín og sér eftir þvi að hafa misst stjóm á skapi sínu. „Einu sinni fór ég alltaf að slást en núna er ég hætt því. Núna loka ég bara eyrunum af því að mér líður illa ef ég fer að slást." Hér er Þóra Kristín að tala um viðbrögð sín við skólafélögunum. Henni er strítt og segir að öllum krökkunum í sérdeildinni sé strítt. Eins og allir vita, getur fullkomlega heilbrigðum ein- staklingum reynst æði erfitt að taka stríðni. Þegar böraum er strítt vegna fötlunar sinnar eru þau algerlega vamarlaus - og missa stióra á sér. Sem líklega eru nokkuð heilbrigð viðbrögð við óheilbrigðri framkomu. Bróðir Þóru Kristínar, Sigur- geir, sem er sjö ára, gerþekkir ástand hennar og aðstæður. Hann segir hana verða fyrir mikilli stríðni. Krakkarair kalli hana fitubollu og heimskingja. Það sé ekkert útskýrt fyrir þeim hvernig fötlun hennar sé. „Hún vill ekki fara eftir reglum í leikjum. Krakkarnir stríða henni og lemja hana. Hún fer stundum grátandi heim. Stundum bíður hún grát- andi úti. Stundum verður hún æst. Ég verð oft leiður út af þvi að verið sé að striða henni og lemja hana fyrir að vera fötluð. Krakk- arair stríða ekki þeim sem sést að eru fatlaðir, bara þeim sem eru feitari eða eru seinni að læra en aðrir.“ Þóra Kristín er fluglæs og hef- ur nánast „hrikalegt" minni á smáatriði. Móðir hennar, Jenný, segir hana hafa minni sem maður vill alls ekki hafa. Það verða ótrú- legustu hlutir að þráhyggju og það valdi því að hún fái félaga, skóla og umhverfi upp á móti sér, vegna þess að hún hætti aldr- ei, verði stöðugt æstari. „Það er kaldranalegt að segja það, en það er lán þegar misþroska bara er ofbeldishneigt hér, vegna þess að annars getur greining dregist von úr viti. Vanvirku börnin eiga á hættu að gleymast. En það kemst enginn hjá þvi að taka eftir hin- um. Fötlun þeirra er svo greini- leg.“ Þegar Þóra Kristin er spurð hvort hún sé fötluð dregur hún lengi við sig svarið. Löngunin til að vera eins og aðrir gerir það að verkum að hún myndi gjarnan vilja bara vera óþekk og taka út sína refsingu. Þá væri þessu lok- ið. Óþekkt er hægt að breyta. Ekki fötlun. Pyrst neitar hún að hún sé fötluð, en þegar rætt er við hana um að sjón- og heymar- skert fólk sé með fötlun sem sést ekki, segir hún: „Ég er svona fötluð . . . inni í mér. Það sést ekki.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.