Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Reuter
BILL Clinton leiðir þá Yasser Arafat, leiðtoga PLO, og Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, sam-
an við Hvíta húsið í september 1993 og fær þá til að takast í hendur. Sættir þessara fornu fjenda
reyndust mikill sigur fyrir Bandaríkjaforseta sem lagði sig mjög fram um að treysta persónuleg sam-
skipti þessara tveggja leiðtoga. Vonir hafa nú vaknað um að heimsókn Clintons geti þokað málum á
Norður-írlandi í átt til friðar.
PAVEL Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands (t.v), í höfuð-
stöðvum Atlantshafsbandalagsins eftir að náðst hafði sögulegt
samkomulag um að rússneskir friðargæsluliðar í Bosníu skyldu
lúta stjórn NATO. Við hlið hans er Silvio Balanzino, starfandi
framkvæmdastjóri NATO.
Bill Clinton Bandaríkja-
forseti hefur unnið
nokkra merka sigra á
undanfomum vikum og
staða hans styrkst
mjög. Asgeir Sverris-
son fjallar um forsetann
sem fékk umboð þjóðar-
innar til að vinna að
grundvallarbreytingum
í samfélagi Bandaríkja-
manna en virðist ein-
ungis ná árangri á vett-
vangi utanríkismála.
BILL Clinton Bandaríkja-
forseti hefur unnið þrjá
merka sigra á undanförn-
um tveimur vikum; sigra
sem hann treystir á að komi að
gagni í kosningabaráttunni sem
hann á fyrir höndum. Allir eiga sigr-
ar þessir það sameiginiegt að þeir
hafa unnist á sviði utanríkismála,
sem hlýtur að teljast athyglisvert í
ljósi þess að Clinton lagði alla
áherslu á bandarísk þjóðmál er
hann var kjörinn forseti haustið
1992 og hlaut þá umboð þjóðarinn-
ar til róttækra breytinga á þeim
vettvangi. Forsetinn hefur að auki
undirstrikað á ný forystuhlutverk
Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi,
sem mun vafalítið reynast söguleg
ákvörðun þótt hún kunni að hafa
ákveðnar hættur í för með sér.
Stærsta sigur sinn á sviði utan-
ríkismála frá því hann tók við emb-
ætti forseta vann Bill Clinton er
leiðtogar Bosníu, Króatíu og Serbíu
samþykktu að binda enda á átökin
í fyrrum Júgóslavíu á fundi sínum
í Dayton í Ohio-ríki.
Því fer vitanlega fjarri að friður-
inn hafi verið tryggður en þessi
niðurstaða og þá ekki síst milli-
ganga Bandaríkjamanna mun reyn-
ast söguleg fyrir ýmsar sakir. Þeg-
ar til lengri tíma er litið verður
hennar minnst sökum þeirrar skuld-
bindingar sem hún felur i sér af
hálfu Bandaríkjamanna gagnvart
þróun mála í Evrópu. Þessar skuld-
bindingar töldu margir að senn
myndu heyra sögunni til bæði vegna
vaxandi einaúgrunarhyggju í
Bandaríkjunum og eins vegna
samrunaþróunarinnar í nafni Evr-
ópusambandsins. Sambandið
reyndist hins vegar öldungis ófært
um að miðla málum í lýðveldum
fyrrum Júgóslavíu og í ljós kom að
það gat ekki staðið undir því for-
ustuhlutverki sem leiðtogar Evr-
ópuríkja höfðu talið sér trú um að
þeir gætu axlað. Nú þegar Clinton
forseti hefur náð að knýja fram
samkomulag og ákveðið hefur verið
að senda 20.000 bandaríska her-
menn tii friðargæslu í fyrrum Júgó-
BILL Clinton Bandaríkjaforseti ávarpar 50.000 manns í Belfast á fimmtudagskvöld. Opinber heim-
sókn forsetans til írlands þótti takast sérlega vel og talið er að friðarboðskapur hans eigi eftir að
hafa umtalsverð áhrif í viðræðum stríðandi fylkinga á Norður-Irlandi.
Clinton á
sigurbraut
slavíu fer ekki á milli mála að
Bandaríkjamenn gegna enn for-
ystuhlutverki í evrópskum öryggis-
málum og að þeir telja sig enn
hafa skuldbindingar gagnvart Evr-
ópumönnum á her- og stjórnmála-
sviðinu. Og forsetinn hefur með
þessu hnykkt á því áliti Bandaríkja-
manna að þeir séu með réttu stór-
veldi sem hafí hagsmuna að gæta -
og geti komið fram sem málsvarar
lýðræðis og mannréttinda - um
allan heim.
Rússar gefa eftir
Clinton náði einnig að knýja fram
athyglisverða tilslökun af hálfu
Rússa er Pavel Gratsjov, vamar-
málaráðherra Rússlands, féllst á að
Atlantshafsbandalagið (NATO)
stjómaði friðargæslunni í fyrrum
Júgóslavíu og hefði yfirumsjón með
aðgerðum rússneskra gæsluliða
þar. Bandaríkjamenn lögðu þunga
áherslu á nauðsyn þess að NATO
stjórnaði aðgerðum þessum og vís-
uðu til fyrri reynslu af afskiptum í
Júgóslavíustríðinu sem lutu stjórn
Sameinuðu þjóðanna. NATO mun
hafa ákveðið samráð við Rússa á
vettvangi Atlantshafsráðsins en
William Perry, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, fór ekki dult með
það á fundi í Brussel á þriðjudag
að yfirstjórnin yrði í höndum
NATO.
í ljósi stjórnmálaástandsins og
yfirvofandi þingkosninga í Rúss-
landi kom nokkuð á óvart að
Gratsjov skyldi samþykkja þennan
ráðahag. Samþykki stjórnvalda í
Rússlandi liggur enn ekki fyrir og
ætla má að þessi skipan mála veki
litla hrifningu í neðri deild þings-
ins, Dúmunni, þar sem þjóðernis-
sinnar og kommúnistar eru fyrir-
ferðarmiklir. Þótt ráðherrann hafi
mjög reynt að halda því á lofti að
samkomulag þetta leggi grunn að
nýju öryggiskerfi í Evrópu - í anda
áróðurs sem á rætur að rekja til
Sovétríkjanna sálugu - fer ekki á
milli mála að þessi samvinna Rússa
og NATO er merkur viðburður sem
hefur sterkar sögulegar tilvísanir.
Fimmtíu árum eftir lok síðari
heimsstyrjaldarinnar eru Banda-
ríkjamenn og Rússar á ný banda-
menn á blóðvöllum Evrópu. Spum-
ingin er sú hvort þessi nýja sam-
vinna hefur sömu áhrif og áður og
hvort grunnur hefur verið lagður á
ný að róssnesku áhrifasvæði í álf-
unni austanverðri. Því má a.m.k.
halda fram að hin foma markalína
sé tekin að skerpast á ný og má í
því samhengi vísa annars vegar til
stuðnings Bandaríkjamanna og
Evrópusambandsins, einkum Þjóð-
veija, við hina katólsku Króata og
hins vegar til sambands Serba og
trúbræðra þeirra Rússa.
Söguleg heimsókn til N-frlands
Þriðja sigurinn vann Clinton for-
seti síðan á miðvikudag er hann
kom í opinbera heimsókn til Bret-
lands. Daginn áður höfðu forsætis-
ráðherrar Bretlands og írlands sent
frá sér sameiginlega ályktun þar
sem kveðið er á um að viðræður
um friðinn og framtíðina á Norður-
írlandi verði teknar upp á ný. Clint-
on hefur mjög beitt sér í þessu efni
og til marks um afgerandi áhrif
Bandaríkjamanna má geta þess að
bandarískur þingmaður, George
Mitchell, mun stýra umræðum um
fyrirkomulag afvopnunar stríðandi
fylkinga á Norður-Irlandi sem verið
hefur einn helsti ásteytingarsteinn-
inn.
Heimsóknin til Norður-írlands á
fimmtudag reyndist mikil sigurför
en þetta er í fyrsta skipti sem starf-
andi forseti Bandaríkjanna sækir
þennan hluta Eyjunnar grænu
heim. Clinton forseti hefur sýnt
mikla kænsku hvað málefni Norður-
írlands varðar og vera kann að
þetta frumkvæði komi honum til
góða. Auk þess sem forsetinn hefur
enn á ný vakið athygli á því ein-
staka hlutverki sem Bandaríkja-
menn geta gegnt á vettvangi al-
þjóðamála hefur hann náð að höfða
mjög til íra sem eru fjölmennur og
áhrifamikill hópur í bandarískum
stjórnmálum. Eigi forsetinn ekki
vísan stuðning bandarískra íra í
nokkrum lykilríkjum á austurströnd
Bandaríkjanna getur hann tæpast
gert sér vonir um að ná endurkjöri
næsta haust.
NAFTA,GATT,Haítí...
Sú staða blasir því við nú að
Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur
náð miklum árangri í utanríkis- og
alþjóðamálum. Hann náði að knýja
fram samþykki við NAFTA-samn-
inginn um fríverslunarsvæði Norð-
ur-Ameríku. Hann náði að þröngva
fram niðurstöðu í GATT-viðræðun-
um, sem staðið höfðu frá 1986.
Bandaríkjamenn hafa gegnt lykil-
hlutverki í að knýja fram friðarvið-
ræður í Mið-Austurlöndum og Clin-
ton átti stóran þátt í því að fá þá
Yitzhak Rabin heitinn, forsætisráð-
herra fsraels, og Yasser Arafat,
leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu
(PLO,) til að sættast. Persónuleg
framganga forsetans á þeim vett-
vangi skipti miklu um þróun þeirra
viðræðna. Clinton náði að þvinga