Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Reuter BILL Clinton leiðir þá Yasser Arafat, leiðtoga PLO, og Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, sam- an við Hvíta húsið í september 1993 og fær þá til að takast í hendur. Sættir þessara fornu fjenda reyndust mikill sigur fyrir Bandaríkjaforseta sem lagði sig mjög fram um að treysta persónuleg sam- skipti þessara tveggja leiðtoga. Vonir hafa nú vaknað um að heimsókn Clintons geti þokað málum á Norður-írlandi í átt til friðar. PAVEL Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands (t.v), í höfuð- stöðvum Atlantshafsbandalagsins eftir að náðst hafði sögulegt samkomulag um að rússneskir friðargæsluliðar í Bosníu skyldu lúta stjórn NATO. Við hlið hans er Silvio Balanzino, starfandi framkvæmdastjóri NATO. Bill Clinton Bandaríkja- forseti hefur unnið nokkra merka sigra á undanfomum vikum og staða hans styrkst mjög. Asgeir Sverris- son fjallar um forsetann sem fékk umboð þjóðar- innar til að vinna að grundvallarbreytingum í samfélagi Bandaríkja- manna en virðist ein- ungis ná árangri á vett- vangi utanríkismála. BILL Clinton Bandaríkja- forseti hefur unnið þrjá merka sigra á undanförn- um tveimur vikum; sigra sem hann treystir á að komi að gagni í kosningabaráttunni sem hann á fyrir höndum. Allir eiga sigr- ar þessir það sameiginiegt að þeir hafa unnist á sviði utanríkismála, sem hlýtur að teljast athyglisvert í ljósi þess að Clinton lagði alla áherslu á bandarísk þjóðmál er hann var kjörinn forseti haustið 1992 og hlaut þá umboð þjóðarinn- ar til róttækra breytinga á þeim vettvangi. Forsetinn hefur að auki undirstrikað á ný forystuhlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi, sem mun vafalítið reynast söguleg ákvörðun þótt hún kunni að hafa ákveðnar hættur í för með sér. Stærsta sigur sinn á sviði utan- ríkismála frá því hann tók við emb- ætti forseta vann Bill Clinton er leiðtogar Bosníu, Króatíu og Serbíu samþykktu að binda enda á átökin í fyrrum Júgóslavíu á fundi sínum í Dayton í Ohio-ríki. Því fer vitanlega fjarri að friður- inn hafi verið tryggður en þessi niðurstaða og þá ekki síst milli- ganga Bandaríkjamanna mun reyn- ast söguleg fyrir ýmsar sakir. Þeg- ar til lengri tíma er litið verður hennar minnst sökum þeirrar skuld- bindingar sem hún felur i sér af hálfu Bandaríkjamanna gagnvart þróun mála í Evrópu. Þessar skuld- bindingar töldu margir að senn myndu heyra sögunni til bæði vegna vaxandi einaúgrunarhyggju í Bandaríkjunum og eins vegna samrunaþróunarinnar í nafni Evr- ópusambandsins. Sambandið reyndist hins vegar öldungis ófært um að miðla málum í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu og í ljós kom að það gat ekki staðið undir því for- ustuhlutverki sem leiðtogar Evr- ópuríkja höfðu talið sér trú um að þeir gætu axlað. Nú þegar Clinton forseti hefur náð að knýja fram samkomulag og ákveðið hefur verið að senda 20.000 bandaríska her- menn tii friðargæslu í fyrrum Júgó- BILL Clinton Bandaríkjaforseti ávarpar 50.000 manns í Belfast á fimmtudagskvöld. Opinber heim- sókn forsetans til írlands þótti takast sérlega vel og talið er að friðarboðskapur hans eigi eftir að hafa umtalsverð áhrif í viðræðum stríðandi fylkinga á Norður-Irlandi. Clinton á sigurbraut slavíu fer ekki á milli mála að Bandaríkjamenn gegna enn for- ystuhlutverki í evrópskum öryggis- málum og að þeir telja sig enn hafa skuldbindingar gagnvart Evr- ópumönnum á her- og stjórnmála- sviðinu. Og forsetinn hefur með þessu hnykkt á því áliti Bandaríkja- manna að þeir séu með réttu stór- veldi sem hafí hagsmuna að gæta - og geti komið fram sem málsvarar lýðræðis og mannréttinda - um allan heim. Rússar gefa eftir Clinton náði einnig að knýja fram athyglisverða tilslökun af hálfu Rússa er Pavel Gratsjov, vamar- málaráðherra Rússlands, féllst á að Atlantshafsbandalagið (NATO) stjómaði friðargæslunni í fyrrum Júgóslavíu og hefði yfirumsjón með aðgerðum rússneskra gæsluliða þar. Bandaríkjamenn lögðu þunga áherslu á nauðsyn þess að NATO stjórnaði aðgerðum þessum og vís- uðu til fyrri reynslu af afskiptum í Júgóslavíustríðinu sem lutu stjórn Sameinuðu þjóðanna. NATO mun hafa ákveðið samráð við Rússa á vettvangi Atlantshafsráðsins en William Perry, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fór ekki dult með það á fundi í Brussel á þriðjudag að yfirstjórnin yrði í höndum NATO. í ljósi stjórnmálaástandsins og yfirvofandi þingkosninga í Rúss- landi kom nokkuð á óvart að Gratsjov skyldi samþykkja þennan ráðahag. Samþykki stjórnvalda í Rússlandi liggur enn ekki fyrir og ætla má að þessi skipan mála veki litla hrifningu í neðri deild þings- ins, Dúmunni, þar sem þjóðernis- sinnar og kommúnistar eru fyrir- ferðarmiklir. Þótt ráðherrann hafi mjög reynt að halda því á lofti að samkomulag þetta leggi grunn að nýju öryggiskerfi í Evrópu - í anda áróðurs sem á rætur að rekja til Sovétríkjanna sálugu - fer ekki á milli mála að þessi samvinna Rússa og NATO er merkur viðburður sem hefur sterkar sögulegar tilvísanir. Fimmtíu árum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar eru Banda- ríkjamenn og Rússar á ný banda- menn á blóðvöllum Evrópu. Spum- ingin er sú hvort þessi nýja sam- vinna hefur sömu áhrif og áður og hvort grunnur hefur verið lagður á ný að róssnesku áhrifasvæði í álf- unni austanverðri. Því má a.m.k. halda fram að hin foma markalína sé tekin að skerpast á ný og má í því samhengi vísa annars vegar til stuðnings Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins, einkum Þjóð- veija, við hina katólsku Króata og hins vegar til sambands Serba og trúbræðra þeirra Rússa. Söguleg heimsókn til N-frlands Þriðja sigurinn vann Clinton for- seti síðan á miðvikudag er hann kom í opinbera heimsókn til Bret- lands. Daginn áður höfðu forsætis- ráðherrar Bretlands og írlands sent frá sér sameiginlega ályktun þar sem kveðið er á um að viðræður um friðinn og framtíðina á Norður- írlandi verði teknar upp á ný. Clint- on hefur mjög beitt sér í þessu efni og til marks um afgerandi áhrif Bandaríkjamanna má geta þess að bandarískur þingmaður, George Mitchell, mun stýra umræðum um fyrirkomulag afvopnunar stríðandi fylkinga á Norður-Irlandi sem verið hefur einn helsti ásteytingarsteinn- inn. Heimsóknin til Norður-írlands á fimmtudag reyndist mikil sigurför en þetta er í fyrsta skipti sem starf- andi forseti Bandaríkjanna sækir þennan hluta Eyjunnar grænu heim. Clinton forseti hefur sýnt mikla kænsku hvað málefni Norður- írlands varðar og vera kann að þetta frumkvæði komi honum til góða. Auk þess sem forsetinn hefur enn á ný vakið athygli á því ein- staka hlutverki sem Bandaríkja- menn geta gegnt á vettvangi al- þjóðamála hefur hann náð að höfða mjög til íra sem eru fjölmennur og áhrifamikill hópur í bandarískum stjórnmálum. Eigi forsetinn ekki vísan stuðning bandarískra íra í nokkrum lykilríkjum á austurströnd Bandaríkjanna getur hann tæpast gert sér vonir um að ná endurkjöri næsta haust. NAFTA,GATT,Haítí... Sú staða blasir því við nú að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur náð miklum árangri í utanríkis- og alþjóðamálum. Hann náði að knýja fram samþykki við NAFTA-samn- inginn um fríverslunarsvæði Norð- ur-Ameríku. Hann náði að þröngva fram niðurstöðu í GATT-viðræðun- um, sem staðið höfðu frá 1986. Bandaríkjamenn hafa gegnt lykil- hlutverki í að knýja fram friðarvið- ræður í Mið-Austurlöndum og Clin- ton átti stóran þátt í því að fá þá Yitzhak Rabin heitinn, forsætisráð- herra fsraels, og Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu (PLO,) til að sættast. Persónuleg framganga forsetans á þeim vett- vangi skipti miklu um þróun þeirra viðræðna. Clinton náði að þvinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.