Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 25 „Heimila átti greiðslu verð- jöf nunargjalda við útflutning á iðnaðarvörum, sem innihalda landbúnadarhráefni, þar með talið sælgæti. Þrátt fyrir allt þetta hefur málið ekki enn ver- ið lagt fyrir Alþingi.“ Konfekt í stórum öskjum á markað í fyrsta sinn Þegar talið berst að nýjum framleiðsluvörum segja þau að vöruþróun sé stöðug. Nú eru til dæmis að koma á markað súkku- laði- og sykurhúðaðar hnetur. Einnig nefna þau að nú sé Móna í fyrsta skipti að setja konfekt á markað í sérstökum umbúðum, en konfektframleiðsla hefur ekki skipað stóran sess í fyrirtækinu fram til þessa. Hefur það aðallega verið framleitt fyrir veitingastaði og innan í páskaegg. „Við ákváð- um að bjóða upp á konfekt nú fyrir jólin og seljum það einungis í 750 gramma öskjum. Konfektinu er ekki raðað, en með því móti getum við selt það á lægra verði.“ Móna framleiðir tólf gerðir af konfektmolum og er sumt ný framleiðsla en annað útfærsla á því sælgæti sem framleitt er. Að- spurð hvort konfektgerð þurfi langa þróunarvinnu segja þau svo vera. „Við nýtum okkur þekking- una sem fyrir er í fyrirtækinu til að koma vörunni á framfæri í öðru formi. Við erum sérstaklega stolt af einum mola sem er uppfinning okkar. Við fundum einfalda aðferð við að súkkulaðihjúpa þrjár hesli- netur, sem hefur fram til þessa verið gert með mjög flóknum vél- um,“ segir Jakobína. Þá segist Sigurður hafa kynnst yfirmanni þróunar- og gæðadeild- ar Cadbury-fyrirtækisins sem kominn sé á eftirlaun. Hann hafi verið sérfræðingur í súkkulaðigerð og fékk því viðurnefnið „Mr. Choc- olate“. Hann hefur komið tvisvar til landsins og gefið góð ráð varð- andi þróunarvinnu. Er Móna enn í samvinnu við hann. . Embættismannakerfið og óútreiknanlegar ákvarðanir Eftir nokkra umræðu um þróun- arvinnu, gæðamál og stöðu iðnað- arins segir Sigurður að mesta vandamál íslensks iðnaðar sé óút- reiknanlegar pólitískar ákvarðanir og tafir hjá embættismönnum. Hann rekur meðal annars vanda sælgætisframleiðenda varðandi mjólkurduft og segir að sú barátta hafi staðið yfir allt frá því að ís- land gekk í EFTA. „Árið 1993 til- kynnti fjármálaráðuneytið bréf- lega að við útflutning á sælgæti fengist allt innlent hráefni á heimsmarkaðsverði. Þegar á reyndi og spurt var um hvernig ætti að snúa sér til þess að fá fyrrnefndar endurgreiðslur feng- ust þau svör að engar slíkar greiðslur fengjust. Ekkert þýddi að vísa fram bréfi ráðuneytisins,“ segir Sigurður og er allnokkuð niðri fyrir. „Eftir miklar viðræður við Sam- tök iðnaðarins var að lokum sam- þykkt á ríkisstjórnarfundi 22. júlí 1994 að leggja fé til þess að bjarga málunum það árið. Á sarna fundi var ákveðið að leggja fram á haustþingi 1994 lagafrumvarp um breytingar á tollalögum. Þar átti að heimila greiðslu verðjöfnunar- gjalda við útflutning á iðnaðarvör- um, sem innihalda landbúnaðar- hráefni, þar með talið sælgæti. Þrátt fyrir allt þetta hefur málið ekki enn verið lagt fyrir Alþingi,“ segir Sigurður og kveðst vona að landbúnaðar- og fjármálaráðherra geti komið sér saman um skjóta efnd þessa 25 ára gamla loforðs. Lítill stuðningur við þróunarvinnu Undir þessa gagnrýni tekur Jakobína og segir að kjarni máls- ins sé sá að íslensk fyrirtæki hafí mjög veika stöðu þegar þa_u reyni fyrir sér með útflutning. „Ég held að þetta sé ekkert einsdæmi. Stjórnvöld eru ekki nógu víðsýn til að sjá ýmsa möguleika sem geta búið í vextí smáiðnaðar og útflutningi iðnaðarvara,“ segir hún og viðrar þá skoðun sína að ef stjórnvöld ýttu undir og styrktu þróunarvinnu mætti sjá fyrir sér aukna atvinnusköpun og meiri vöxt í iðnaðinum. í lok viðtalsins er Jakobína spurð hvort þau systkinin séu sam- rýmd og hvort hún eigi von á góðri samvinnu þeirra á milli. „Jú, ég býst við því að við séum það. Ég sé fyrir mér að við getum öll unn- ið vel saman og þá sér í lagi við tvö sem erum að koma inn núna, því það mun reyna mikið á sam- starf okkar. Ég hef trú á frekari uppbyggingu fyrirtækisins, enda eigum við öll þann draum að láta það vaxa og dafna eins og hvert annað barn. Við höfum alla burði til þess, því við framleiðum góða vöru.“ MÚRARAFÉLAG REYKJAVÍKUR MURARASAMBAND ÍSLANDS MÚRARAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR Að gefnu tilefni vilja Múrarafélag Reykjavíkur, Múrarameistarafélag Reykjavíkur og Múrarasamband íslands vekja athygli almennings á því, að flísalagnir, þ.e. lagning gólf- og veggflísa, er hluti af iðn múrara og nýtur lögverndar sem slík. Þeir, sem láta aðra iðnaðarmenn eða ófaglærða menn vinna slík verk, eru því að taka þátt í broti á iðnaðarlögum.auk þess sem ætla verður að verkkunnátta þeirra sé önnur og lakari en þeirra sem lært hafa þetta fag. tónlist >,un;>U5SOH>\> bari hc \ r/'<//'■ f/ EINAtl KRISTJANSSON I LW'l Ö R fuy aÁ /eukt... Tríó Nordica "Tríóið nálgast Clöru Schumann með miklum kærleik, Felix Mendelson með djúpum tilfinningum og Franz Berwald með ögrandi snilli. Alveg framúrskarandi diskur!" Stig Jacobsson-Svenska Dagbladet 08.10.1995 Einar Kristjánsson - Ó leyf mér þig að leiða “Á þessari tvöföldu geislaplötu leiðir Einar Kristjánsson ykkur inní heim hinna rammíslensku, blíðu en í senn kraftmiklu laga eins og Hamraborgin, Bikarinn og Gígjan. Einnig er að finna erlend Ijóð og aríur á safninu. Ákaflega vandað minningarverk." W7" Grieg Serenade - Pétur Jónasson, Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir “Serenade inniheldur franska og spænska tónlist fyrir flautur og gítar. Verkin á plötunni eru flest frá árunum í kringum aldamótin síðustu og er þar að finna margar perlur franskra og spænskra tónbókmennta m.a. eftir Ravel, Satie og Rodrigo." .TON' I.ETFS Gunnar Kvaran og Gísli Magnússon "Gunnar Kvaran sellóleikari og Gísli Magnússon píanóleikari hafa starfað lengi saman. Á þessari geislaplötu er að finna þverskurð af því besta sem félagarnir hafa haft á efnisskránni hjá sér í gegnum tíðina." -■fyy Jónas Ingimundarson - Við slaghörpuna " Jónas Ingimundarson píanóleikari fer næmum fingrum um slaghörpuna og flytur fjölmörg sígild píanóverk. Platan var tekin upp í Listasafni Kópavogs í júní á þessu ári þar sem hann er nú með tónleikaröð undir sama nafni. Hér er að finna eitthvað fyrir alla." STtlNUNN 8IRNA RACNARSDQITIR Steinunn Birna Ragnarsdóttir - Píanó "Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytur píanókonsert í a-moll op.16 eftir Grieg ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands, svítu úr Pétri Gaut eftir Grieg og Kinderszenen op.15 eftir Schumann. Rómantískur, vandaður og hrífandi geisladiskur sem unnendur sígildrar tónlistar ættu ekki að láta fram hjá sér fara." ' v4\V ICbLAND SV.MÞHONV ORCVILSTttA Sinfóníuhljómsveit íslands: Jón Leifs Saga Symphony (Söguhetjur) "Jón Leifs samdi Sögusinfóníuna (Söguhetjur) á árunum 1941 og 1942. í fyrsta skipti hefur verkið nú verið tekið upp í heiid sinni og er á þessari geislaplötu í flutningi Sinfóníuhljómsveitar íslands undir stjórn Osmo Vanska." Sigurður Bragason og Vovka Ashkenazy - Ljóðakvöld "Sigurður Bragason baritónsöngvari og Vavka Ashkenazy píanóleikari flytja verk eftir Chopin, Rachmaninov, Ravel og Rubenstein. Á plötunni er að finna sígilda tónlist á heimsmælikvarða." Sói lata aOQHqarl Manueta plays FluWConcörios by Þorkell Sigurbjörnsson A' vi n týraópcr4 • >» faíry. t*lc opna !p»»ny Orcno?ra / TamAs V»»i6 H UiH. • M-.-vYi.-.na i'ónuniöttii Kristinn Árnason - Barrios/Tárrega "Svo lék tæknin í höndum gítarleikarans að maður varð varla var viö hana; túlkunin var í fyrirrúmi, mjúk streymandi, plastísk og gegn músíkölsk..." Mbl. 05.09.1995 - Ríkharður örn Pálsson Þorkell Sigurbjörnsson - Liongate "Manuela Wiesler spilar flautukonserta eftir Porkel Sigurbjörnsson. Ný athyglisverð útgáfa." Ævintýraóperan Sónata "Ævintýraóperan Sónata eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Messíönu Tómasdóttur er fyrir fólk á öllum aldri. Tónlistin er grípandi og flýgur frjáls upp í hæðir innsæis..." Japis Brautarholti 2, sérverslun með klassíska tónlist Sendum í póstkröfu sími 562-5290 JAPIS Brautarholti 2 og Kringlunni sími 562 5200 Sendum í póstkröfu sími 562-52Q0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.