Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 13 herforingja á Haítí til að leggja niður völd með friðsamlegum hætti eftir að þeir höfðu fótum troðið lýð- ræðið þar. Nú hafa Bandaríkja- menn, undir forystu Bill Clinton, lagt grunn að friðarsamkomulagi í fyrrum Júgóslavíu og haft afger- andi áhrif á þróunina á Norður- írlandi. Síðast en ekki síst hefur Clinton skilgreint hlutverk Banda- ríkjanna á alþjóðavettvangi á ný, með þeim árangri að fáir efast nú um forystu þeirra. Þetta hlýtur að teljast einstakur árangur á aðeins þremur árum. Mistök og röng forgangsröðun Árangurinn er ekki síst merkileg- ur fyrir þær sakir að lagt var upp með allt annað veganesti. Bill Clint- on var kjörinn forseti Bandaríkj- anna haustið 1992 á grundvelli þeirrar umbóta- og umskiptastefnu sem hann boðaði á vettvangi banda- rískra þjóðmála. Sú afrekaskrá er ekki jafn glæsileg. Forsetanum mis- tókst að knýja fram þá grundvallar- breytingu sem hann ræddi hvað mest um í bandarískum heilbrigðis- málum og forgangsröðunin í innan- ríkismálunum hefur verið í molum frá upphafi. í fyrra náðu síðan and- stæðingarnir, bandaríski Repúblík- anaflokkurinn, að veikja mjög stöðu forsetans er meirihluta demókrata í báðum deildum þingsins var hnekkt í kosningum. Frá því hefur Clinton átt mjög undir högg að sækja í viðskiptum sínum við þing- heim, sem er í raun grundvöllur bandarískra stjómmála. Á efna- hagssviðinu má segja að forsetinn hafi verið heppinn, sá uppgangur sem var tekinn að mælast undir lok stjórnartíðar forvera hans í emb- ætti, George Bush, hefur komið honum til góða, gefið honum aukið svigrúm og jafnframt skapað for- sendur fyrir aðgerðarleysi. Hugsýnir og veruleiki Oft hefur það gerst áður í banda- rískri stjómmálasögu að afrekaskrá forseta hefur reynst allt önnur þeg- ar upp er staðið en ætla mátti í upphafi. Nærtækt er að vísa til Ronalds Reagans en í upphafi ferils hans var ekkert sem gaf til kynna að hann næði þeim sögulegu af- vopnunarsáttmálum við Sovétríkin sem síðar litu dagsins ljós. Hið sama á við um Richard Nixon og að sumu leyti einnig um George Bush, arf- taka Reagans. Allir voru forsetar þ'essir repúblíkanar.sem að öllu jöfnu reka mun afdráttarlausari utanríkis- og varnarmálastefnu en flokksbræður Clintons, demókratar. Því hefur verið haldið fram að þessi harka, þetta afdráttarleysi, hafi verið nauðsynleg forsenda þess að ná samningum við Sovétmenn. Demókratinn Lyndon B. Johnson hafði álíka háleitar hugmyndir og Clinton er hann bauð sig fram í kosningunum 1964 en hann hafði tekið við embættinu árið áður eftir að John F. Kennedy hafði verið myrtur. Johnson, sem var manna fróðastur um starfshætti þingsins, náði að knýja fram samþykki við helstu umbótaáætlanir Kennedys og kynnti nokkrar til viobótar sem kenndar voru við „Þjóðfélagið stór- brotna“ (Great Society). Líkt og Clinton reyndi Johnson í upphafi valdaferilsins að leiða utanríkismál hjá sér eins og frekast var kostur. Johnson hafði hins vegar hlotið vandann í Víetnam í arf frá Kennedy, sem hafði, eftir sérlega erfiðan fund með Níkíta Khrústsjov Sovétleiðtoga í Vínarborg, komist að þeirri röngu niðurstöðu að af- skipti Bandaríkjamanna þar gætu ráðið úrslitum um forsetaferil hans. Svo fór að lokum að Víetnam-stríð- ið eyðilagði Johnson og kom í veg fyrir að sæktist eftir endurkjöri 1968. Ný ímynd Of snemmt er að segja til um hvort sigrar þeir sem Clinton hefur unnið á svið[ BtanilkÍSffiáÍa hýust honum með beinum hætti í kom- andi kosningabaráttu. Almennt og yfirleitt gildir það í Bandaríkjunum að það eru innanlandsmál sem ráða úrslitum í kosningum. Þá er stjórn- arskráin þannig að forsetinn hefur að ýmsu leyti meira svigrúm á sviði utanríkismála og þarf ekki að glíma við þingheim með sama hætti og þegar hann beitir sér á heimavelli. Sigrar Clintons munu hins vegar hressa mjög upp á ímynd hans og gera honum kleift að koma fram sem raunverulegur leiðtogi á al- þjóðamælikvarða. Þegar litið er til þeirra ímyndarvandræða sem for- setinn átti við að etja í upphafi fer- ils síns hljóta það að teljast tölu- verð umskipti. Það ráðaleysi sem einkenndi Clinton, furðuleg for- gangsröðun verkefna og nánast ein- stæðir hæfileikar hSSI til Sð fiæ'kja mál út í hið óendanlega kunna að vera að baki. Úrtöluraddir munu hljóma hátt og friðargæsluverkefnið sem Bandaríkjamenn hafa tekið að sér að stjórna í Bosníu verður borið saman við blóðugar herfarir til Víet- nam, Líbanon og Sómalíu. Af ýms- um sökum stenst sá samanburður ekki fyllilega en því fylgir ávallt áhætta fyrir forseta Bandaríkjanna að senda hersveitir til starfa á er- lendri grund. Líkur eru þó á að forsetinn nái að tryggja yfirgnæf- andi stuðning við þessa ákvörðun sína í Bandaríkjunum og að honum auðnist að koma fram á næstu mánuðum sem ákveðinn leiðtogi öflugasta ríkis veraldar. F^?*~h/?ijrijrhFZjrh/rijriijr 'H LONG HELGI Fjöldi tilboða 10-50% afsláttur Kuldaskór - barnaskór - kvenskór - herraskór Opið laugard. kl. 10-18 - Sunnud. kl. 13-17. Næg bílastæSi - Full búÖ af nýjum vörum - Næg bílastæöi SKOVERSLUN KÚPAVOGS HAMRABORG 3 • SÍMI S54 1754 Timberland eljungsbúðin l Suðurlandsbraut 4 • Sími 560 3878 'á’.5®?- Ti .;•
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.