Morgunblaðið - 03.12.1995, Side 1

Morgunblaðið - 03.12.1995, Side 1
160 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 277. TBL. 83. ÁRG. SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Takið mark á mittismálinu FUNDIN hefur verið leið, sem læknar segja nokkuð örugga, til að meta lík- urnar á hjartaáföllum og heilablóðfalli. Hún er einfaldlega sú að athuga mittis- málið. Ef það er á uppleið, þá er svo einnig með hættuna á áðurnefndum sjúkdómum. Konur, sem eru meira en 80 sm í mittið, og karlar, sem eru meira en 94, ættu að fara í megrun. Michael Lean, prófessor við háskólann í Glasgow, segir í grein í breska lækna- blaðinu, að við þessi mörk sé hættan um það bil helmingi meiri en ella og við hvern sm, sem við bætist, eykst hún stöðugt og getur orðið allt að fimmföld á við það, sem er hjá fólki í eðlilegum holdum. Þessi niðurstaða var fengin með rannsóknum á 5.000 Hollending- um, konum og körlum. Meðal þess, sem tekið var tillit til eða mælt, var líkams- þyngd, aldur, áfengisneysla, reykingar, hreyfing og menntun. Sex og hálfs árs fangelsi Singapore. Reuter. NICK Leeson, sem setti Baringsbank- ann breska á hausinn með því að tapa um 90 milljörðum fsl. kr. í spákaup- mennsku, var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í Singapore í gær. Var dómurinn harðari en sumir lögfræð- ingar höfðu spáð en virtist ekki koma sakborningnum á óvart. Brosti hann breitt þegar hann var leiddur úr rétt- arsalnum. Dómarinn sagði, að Leeson hefði spunnið mikinn blekkingarvef í kringum viðskipti sín en viðurlögin við ákæruatriðunum tveimur voru átta ára fangelsi mest. Frá dóminum drag- ast níu mánuðir í gæsluvaðhaldi og líklegt þykir, að Leeson' losni eftir hálft fjórða eða fjögur ár hagi hann sér vel. Leeson var dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa blekkt end- urskoðunarfyrirtækið Coopers and Lybrand og í sex ára fangelsi fyrir að hafa leikið sama leik gagnvart yfir- völdum í Singapore. Verjendur Lee- sons létu ekkert hafa eftir sér um dóminn eða hvort þeir ætluðu að áfrýja honum. Til þess hafa þeir 10 daga. Leeson verður fyrst um sinn í Tanah Merah-öryggisfangelsinu í Sin- gapore en verður líklega fluttur í ann- að síðar. Farið er vel með fanga í Singapore en aðstæður eru afar fá- brotnar og ekki dekrað við þá að neinu leyti. Engin loftkæling er í klefum og beðurinn er þunn strámotta. Leeson getur þó fengið vestrænan mat biðji hann um hann. Morgunblaðið/RAX SMIÐI húss Karlakórs Reykjavíkur í Öskjuhlíðinni hefur miðað vel áfram og hér eru smiðir í óðaönn að ganga frá þakinu. Handan við sundin sér til Skarðsheiðar. Bill Clinton með hermönnum sem sendir verða til Bosníu „Erum staðráðnir í að gera skyldu okkar“ Ramstein. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, kvaddi í gær írland og hélt til Þýskalands þar sem hann að ávarpaði þúsundir bandarískra her- manna, sem sendir verða til friðargæslustarfa í Bosníu. Fullvissaði hann þá um, að þeir gætu svarað fyrir sig af fullum krafti ef á þá yrði ráðist. Aðfinnslur Frakka og áróður gegn Dayton-samkomulaginu eru farin að valda nokkrum áhyggjum. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, tók á móti Clinton þegar hann kom til Ramstein- herflugvallarins fyrir utan Kaiserslautern í Suðvestur-Þýskalandi. í Baumholder-herstöð- inni skammt frá Ramstein eru 11.000 banda- rískir hermenn og margir þeirra verða sendir til Bosníu um miðjan desember eftir að friðar- samningarnir hafa verið undirritaðir í París. Hlakka þeir ekki til að eiga jól í Bosníu en biðu komu Clintons með eftírvæntingu. „Hér bíða allir spenntir eftir komu forset- ans,“ sagði Fred Armstead liðþjálfi. „Það er vissulega nokkur kvíði í mönnum en við erum staðráðnir í að gera skyldu okkar.“ Friðarför til Bosníu Clinton sagði í ávarpi sínu til hermann- anna, að þeir hefðu heimild til að svara fyrir sig af fullum krafti ef á þá yrði ráðist. Kvaðst hafa staðið gegn því í þrjú ár, að bandarísk- ir hermenn yrðu sendir til Bosníu en nú færu þeir þangað til að tryggja frið. Ekki væri unnt að útiloka, að einhveijir féllu í valinn, en hann kvaðst vilja fullvissa hermennina um, að allt hefði verið gert til að tryggja, að áhætt- an yrði sem minnst. Clinton hefur heitið að senda 20.000 her- menn til Bosníu, þriðjung friðargæsluliðsins, en honum hefur þó ekki enn tekist að sann- færa bandarísku þjóðina um réttmæti þess. Er um helmingur hennar andvígur því en það var þó verulegur sigur fyrir hann þegar Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild, ákvað í vikunni að styðja stefnu forsetans í þessu máli. Búist var við, að Clinton kveddi formlega 700 bandaríska hermenn, sem senda átti til Bosníu í gær, en þeir og 1.900 hermenn aðr- ir eiga að búa í haginn fyrir komu meginher- aflans. Verður hann fluttur til Bosníu á nokkr- um vikum. Gagnrýni Frakka Stöðug gagnrýni Frakka á Dayton-sam- komulagið um frið í Bosníu er farin að vekja ótta um, að friðargæsla NATO kunni að ein- kennast af sömu óeiningunni og einkennt hefur friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Island þarf ódýr o g trygg fjarskipti Yinnuálag er áhættu- p þátturí meðgöngu ' 6 Gengið á veggi R «

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.