Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framkvæmd varnarsamningsins Formlegar viðræður fyrir jólin FORMLEGAR viðræður fslands og Bandaríkjanna um endurskoð- un samkomulags ríkjanna um framkvæmd varnarsamningsins munu fara fram fyrir jól að sögn Halldórs Asgrímssonar utanríkis- ráðherra. Samkomulagið, sem gert var í byijun janúar 1994, kveður á um varnarviðbúnað Bandaríkjanna hér á landi og þátt- töku íslands í rekstri varnarstöðv- arinnar í Keflavík. Ljúka ber end- urskoðun þess fyrir áramót. Hugmyndir um „minniháttar breytingar“ Halldór segist líta svo á að við- ræður um endurskoðun samkomu- lagsins séu í eðlilegum farvegi að hans mati. „Óformlegar undirbún- ingsviðræður hafa fyrst og fremst átt sér stað, en þessa dagana er verið að undirbúa formlegri við- ræður. Það er of snemmt að segja til um niðurstöðu þeirra en ég tel enga ástæðu til annars en að ætla að það mál geti fengið farsælar lyktir," segir Halldór. Eftir fund sinn með Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fyrir rúmum mán- uði, sagðist Halldór hafa ástæðu til að ætla að hægt væri að ná samkomulagi við Bandaríkjamenn um að hafa áfram svipaðan varn- arviðbúnað og herafla hér á landi og verið hefði undanfarin tvö ár. Halldór segir að ýmsar hugmyndir hafi komið fram um „minniháttar breytingar" á samkomulaginu, en viðræður miði að því að fram- lengja samkomulagið frá því í jan- úar 1994. Halldór segir að stefnt sé að því að ljúka endurskoðun sam- komulagsins fyrir áramót eins og kveðið er á um. Aðspurður segist hann eiga von á að formlegar við- ræður hefjist fyrir jól, „alveg á næstunni“. Samningar um skipið Sambro á lokastigi Hefur legið 150 daga við bryggju í Vestmannaeyjum TOGARINN Sambro, sem er í eigu Færeyinga en skráður í Belize, hef- ur legið við bryggju í Vestmannaeyj- um í um 150 daga. Togarinn var kyrrsettur að kröfu færeysks dótt- urfyrirtækis norska ríkisolíufyrir- tækisins Statoil. Staðfestingarmál vegna kyrrsetningarinnar og vörslu- sviptingar er nú fyrir Héraðsdómi Suðurlands og er dóms að vænta í vikunni. Áður gætu þó náðst samn- ingar um lausn deilunnar, að sögn lögmannsins, sem farið hefur með málið fyrir hönd Statoil. 2 krónur á tonn á dag Ágreiningur er um hvort útgerð skipsins hafí staðið í skiium með greiðslur til Statoil, en olíufyrirtækið lánaði tugi milljóna króna svo hægt væri að út.búa skipið til veiða, auk fyrirgreiðslu vegna eldsnejhis. Tog- arinn sótti á Reykjaneshrygg og var útgerðin með löndunarsamning við fískvinnsluhús á AustQörðum, en hugðist hefja veiðar í Smugunni. Ólafur Kristinssón, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði að Sambro hefði verið dreginn til hafnar í Vest- mannaeyjum með bilaða vél í júní, en togarinn hefði svo verið kyrrsett- ur að kröfu Statoil. Áhöfnin, sem var færeysk, hafi haldið til síns heima eftir að sýslumaður sam- þykkti vörslusviptingu. Aðspurður hve há hafnargjöld legðust á togara, sem lægi svo lengi við bryggju, sagði Ólafur að þau væru 2 krónur á dag á hvert tonn. Sambro er rúm 800 tonn og hafnar- gjöldin því rúmar 1.600 krónur á dag. Þar við bætist svo eftirlits- kostnaður, auk þess sem vélsmiðja hafi tekið að sér að fylgjast með búnaði um borð. Kostnaður nemur því hundruðum þúsunda króna nú þegar. Jón Hauksson, lögmaður útgerð- ar Sambro, sagði að Statoil hefði gjaldfellt lán til útgerðarinnar til að koma í veg fyrir að togarinn færi í Smuguna. „Þetta er auðvitað fisk- veiðipólitískt mál, sem kostar Stat- oil háar íjárhæðir, hvernig sem málið fer.“ Erlendur Gíslason, lögmaður Statoil, sagði undir kvöldmat í gær að samkomulag í deilunni væri í sjónmáii. „Ég á von á að farsæl lausn fínnist á málinu, sem vænt- anlega þýðir að dómsmálið verður fellt niður.“ -----» ♦ ♦----- Ekiðá tvö hross EKIÐ var á tvö hross í Húnavatns- sýslu í gærkvöldi. Annað hrossið drapst strax, en aflífa varð hitt. Óhöppin urðu í Langadai og á Vatnsskarði. Mikið eignatjón varð á bílunum sem lentu í þessu. Ann- ar var t.d. óökufær. Ökumenn sluppu hins vegar við meiðsl. Dómsmálaráðuneytið vinnur að mótun reglna um notkun myndavéla á gatnamótum Dounreay Beygjuljós skerða af- kastagetu SIGURÐUR Skarphéðinsson gatnamálasljóri segir að ástæða þess að sérstök beygjuljós fyrir vinstri beygju séu ekki sett upp við allar akbrautir fjölförnustu gatnamóta í borginni sé sú að slíkt mundi skerða flutnings- getu gatnamótanna og auka á umferðarteppur. Við nokkur fjölfarin gatna- mót geta þeir sem hyggjast taka vinstri beygjur þurft að bíða þijár til fjórar umferðir við umferðarljósin áður en þeir komast yfir, og aka þá oft yfir eftir að rautt ljós hefur kvikn- að. Þeir sem aka Kringlumýrar- braut og hyggjast taka vinstri beygju inn á Miklubraut og þeir sem aka Hringbraut eða Miklu- braut og hyggjast beygja inn Snorrabraut eða Bústaðaveg í vinstri beygju lenda t.d. daglega í töfum af þessum sökum á annatímum. Við þessi gatnamót hefur ver- ið komið upp eftirlitsmyndavél- um sem mynda skráningarnúm- er bila sem ekið er yfir gatna- mótin eftir að rautt Ijós kviknar. K *MU4»W> C M<"' M* • MEÐ blaðinu í dag fylgir 16 síðna auglýsingablað frá Kringlunni, „Jóla-Kringlan“. Morgunblaðið/Ásdís Á ÞESSUM gatnamótum eru engin beygjuljós fyrir þá, sem koma akandi eftir Miklubraut og Hringbraut og hyggjast beygja til vinstri inn Bústaðaveg eða Snorrabraut og er því hætt við að bílstjórar verði strandaglópar á miðjum gatnamótunum. Silfurlita bílnum til vinstri á þessari mynd var ekið yfir gatnamótin í vesturátt á rauðu ljósi og á meðan beið bílsljórinn á rauða bílnum þess með stefnuljós að komast inn á Snorrabraut. Undirbúningur sekta skammt á veg komiiin DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ vinn- ur nú að mótun reglna um hvernig háttað verður' notkun myndavéla sem settar hafa verið upp við gatnamót í höfuðborginnni og eiga að festa á filmu þá ökumenn sem fara yfir á rauðu ljósi. Að sögn Sigurðar Tómasar Magnússonar, lögfræðings í ráðuneytinu, var haldinn fundur með lögregluyfir- völdum í gær og ákveðið að setja saman vinnuhóp til að vinna að þessu máli í samráði við Reykjavík- urborg. Sigurður Tómas sagði að undir- búningur þessa máls væri mjög skammt á veg kominn og ýmislegt vantaði til að hægt væri að fara að sekta ökumenn fyrir umferðar- lagabrot, sem fest verða á filmu. Meðal þess, sem þarf að meta áður en hægt er að sekta, er kostn- aður. Sigurður Tómas sagði að ein myndavél gæti upplýst um 40 þús- und brot á ári, en um þessar mund- ir væru sennilega um þúsund manns teknir árlega fyrir að aka yfír á rauðu ljósi. Ef allir yrðu sektaðir myndi því verða gífurlegt álag á kerfinu. Fyrst og fremst fælandi áhrif „Þetta er auðvitað talsvert öðru- vísi löggæsla en gengur og gerist, og það er ýmisiegt sem þarf að festa niður, t.d. á hvaða metrum á að taka menn, hvernig á að fara með upplýsingar úr þessu, svo sem eins og myndir af ökumönnum og farþegum, hvernig sönnunarbyrðin liggur við og hvort eigandi ökutæk- isins eða ökumaður verður talinn ábyrgur,“ sagði Sigurður Tómas í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði myndavélarnar fyrst og fremst vera hugsaðar til að hafa fælandi áhrif á ökumenn, og ekkert lægi fyrir um hvenær yrði byijað sekta samkvæmt myndum fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. „Err menn þurfa að fara að venj- ast þeirri tilhugsun að það verði gert. Við erum búnir að afla okkur upplýsinga frá grannlöndunum um hvernig tekið er á þessu þar, en borgin er einfaldlega á undan okkur í þessu með uppsetningu myndavél- anna. Það er allt í lagi þar sem fólk þarf ákveðinn tíma til að venj- ast þessu og síðan þyrfti ef til vill einhvern aðiögunartíma eftir að þetta er komið í gagnið. Jafnvel einhvern tíma sem menn fá sendar viðvaranir í stað sekta áður en þessu er skellt á af fullum þunga, t.d. eins og var með öryggisbeltin á sínum tíma,“ sagði Sigurður Tóm- as. Geisla- vamir meta auk- in umsvif UMHVERFISRÁÐUNEYTINU hef- ur borist greinargerð breskra stjórnvalda um fyrirhugaða aukna starfsemi í kjarnorkuendurvinnslu- stöðinni í Dounreay. Hún er nú til umsagnar hjá Geislavörnum ríkisins og umhverfisráðuneyti annarra Norðurlanda hafa einnig fengið af- rit af henni. I síðasta mánuði var skýrt frá því að auka ætti endurvinnslustarf- semi í Dounreay. Umhverfisráðu- neytið óskaði þá eftir því við utan- ríkisráðuneytið, að það aflaði nán- ari upplýsinga breskra stjórnvalda. „Við höfum nú fengið greinar- gerð frá breskum stjórnvöldum," sagði Hugi Ólafsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu, í samtali við Morgunblaðið. „Þessa greinargerð höfum við sent til Geislavarna ríkisins, þar sem menn búa yfir mestri fagþekk- ingu á þessu sviði. Þá höfum við einnig sent greinargerðina til um- hverfisráðuneyta annarra Norður- landa, enda viljum við helst að Norðurlöndin séu samstiga í hugs- anlegum mótmælum. Við höfum mótmælt starfseminni í Dounreay áður og viljum byggja öll ný mót- mæli á traustum grunni." Gegn íslenskum hagsmunum Sigurður M. Magnússon, for- stöðumaður Geislavarna ríkisins, hafði ekki fengið greinargerðina í hendur í gær. Hann sagði að mót- mæli vegna starfsemi í Dounreay væru ekki fyrst og fremst til komin , vegna heilsufarslegra áhrifa af starfseminni. „Auðvitað er ávallt fyrir hendi hætta á slysi og af því hafa menn áhyggiur> ekki síst vegna þess hvaða áhrif jafnvel minni háttar slys gæti haft á sölu okkar á sjávar- afurðum, þótt geislavirknin væri ekki metin hættuleg. Hún gæti ver- ið nijög lítil, en Islendingar hafa lagt megin áherslu á að öll starf- semi, sem geti valdið megnun sjáv- ar, se andvíg íslenskum haorsmun- um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.