Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. DÉSEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ I- FRÉTTIR Tvö steinbíts- seiði lifðu ENN eru tvö steinbítsseiði lifandi úr síðasta árs hrygn- ingu hvítu steinbítshrygn- unnar í Náttúrugripasafni Vestmannaeyja. Eru þau orð- in 12-14 sentímetrar að lengd. Steinbíturinn hefur verið í Náttúrugripasafni Vestmannaeyja í fimm ár og hrygnt á hveiju ári. Klakið hefur heppnast en þau 6-7 þúsund seiði sem koma út úr klakinu hafa ávallt drepist 4-5 vikna gömul, þar til nú að tekist hefur að halda lífi í tveimur. Steinbíturinn hrygnir venjulega í byrjun desember og klakið tekur nokkra mánuði. Seiðin eru nú á áttunda mánuði og virð- ast ætla að spjara sig. Krist- ján Egilsson, forstöðumaður safnsins, segist hafa gefið seiðunum lifandi æti fyrstu vikurnar. Eru það þurrkaðar krabbaklær sem vakna til lífsins við ákveðnar aðstæð- ur. Síðan var þeim gefið startfóður sem framleitt er fyrir laxaseiði. Nú eru seiðin farin að éta hvaða fiskmeti sem er. Hrygnan er hvítingi og segir Kristján spennandi að fylgjast með því hvort seiðin verði einnig hvít. MorgunblaðijVSigurgeir Jónasson SEIÐIN eru nú að komast á unglingsaldurinn, orðin 12-14 sentímetrar að lengd. HRYGNAN er enn komin af stað og hér gætir hængurinn hrognanna. STEINBÍTSSEIÐIN voru pínulítil þegar þau voru 3-4 vikna. RLR rann- sakar nekt LÖGREGLAN í Reykjavík sendir Rannsóknarlögreglu ríkisins í dag til rannsóknar hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum hegningarlaga, þeg- ar viðskiptavinir verslunar voru hvattir til að koma þangað naktir. Verslunin Anton Skúlason í Aust- urveri auglýsti að þeir, sem kæmu naktir í verslunina á mánudag, fengju ókeypis GSM-síma. Tuttugu naktir karlmenn komu í verslunina og fengu tíu þeirra síma. Lögreglan í Reykjavík kom í versl- unina og kynnti sér málið, enda gæti framkoma tuttugumenning- anna varðað við ákvæði hegningar- laga. ---------------- 200 þúsund Visa-kort GEFIÐ hefur verið út tvö hundruð þúsundasta VISA-greiðslukortið á Islandi. Fjöldi gildra kreditkorta var á fullveldisdaginn kominn í 99.829 og flöldi Visa Electron-debetkorta í 100.177 þannig að samanlagður íjöldi gildra korta nam 200.006. Dregið var úr öllum umsóknum i frá deginum áður og kom þá upp j nafn Stefáns I. Bjarnasonar, við- skiptamanns íslandsbanka, Háaleit- isbraut, sem sótt hafði um Visa Electron-debetkort, en hann fær ferð til Hawai-eyja í verðlaun. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson STÓÐHESTURINN Dagur frá Mosfellsbæ er nú kominn í eigu hnefaleikakappans fræga Georg Foreman, en hér er það Eirík- ur Guðmundsson sem situr hestinn. Eiríkur er talinn vel að manni en vafalítið smásmíði við hlið heimsmeistarans fyrrver- andi sem er á myndinni fyrir ofan. Foreman á íslenskum fáki HNEFALEIKAKAPPINN kunni Georg Foremann, fyrrverandi heimsmeistari, komst í raðir eig- enda íslenskra hesta þegar hann keypti stóðhestinn Dag frá Mos- fellsbæ. Frá þessu er sagt í nýút- komnu tölublaði af hesfatímarit- inu Eiðfaxa en hesturinn var í eigu hjónanna Jim og Karen Hood á Chapmann Crest Acres í Washington. Þau gefa einnig út tímaritið „Iceland horse“ um ís- lenska hestinn í Bandaríkjunum. Kappinn frægi rakst á mynd af Degi í þessu blaði og hreifst svo af honum að hann rauk til og keypti klárinn ásamt hryssu og geldingi. í Eiðfaxa er haft eftir Jim Hood að hann hafi aldr- ei ætlað sér að selja Dag en látið til leiðast vegna þess hversu mik- il auglýsing þetta væri fyrir ís- lenska hestinn. Taldi hann að með þessu ættu Bandaríkjamenn að sannfærast um að íslenski hesturinn gæti borið fullorðna karlmenn! Ekki liggur ljóst fyrir hversu þungur Foreman er um þessar mundir en ekki er óalgengt að hnefaleikakappar í þungavigt séu kringum 130 kíló. Stykkishólmsbær langt kominn með að greiða niður skuldir sínar Sparað og fram- kvæmdum frestað SKULDIR Stykkishólmsbæjar hafa lækkað um meira en helming á fjórum árum, úr því að vera 162 þúsund krónur á íbúa í árslok 1990 í 54 þúsund í lok síðasta árs. Á þessum tíma hefur Stykkis- hólmur færst úr hópi skuldugustu sveitarfélaga landsins vel niður fyrir meðaltalið. Ólafur Hilmar Sverrisson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, segir að þegar ráðist var í byggingu myndarlegs íþróttahúss hafi sveit- arfélagið sett sig í miklar skuldir. Húsið hafí verið mikil fjárfesting fyrir ekki stærra bæjarfélag og ekki hægt að ráðast í hana nema fjármagna hana með lánsfé. „Síð- an höfum við haldið að okkur höndum í fjárfestingum eins og gert var ráð fyrir í upphafi, auk þess sem rekstur sveitarfélagsins hefur skilað góðum afgangi til að greiða niður fjárfestinguna,“ segir Ólafur. í árslok 1990 námu nettó- skuldir bæjarins 204 milljónum kr. á núgildandi verðlagi en í lok síð- asta árs voru skuldirnar komnar niður í 68 milljónir. Samsvarar þetta á sama verðlagi því að skuld- irnar hafi lækkað úr 162 þúsund á íbúa niður í 54 þúsund kr. og hafa lækkað enn á þessu ári. Við mat á skuldastöðu er oft litið á hlutfallið milli peningalegrar stöðu, það er skulda að frádregn- um útistandandi kröfum, og skatt- tekna ársins. Meðaltalið yfir landið allt er 82% en 90% þegar aðeins er litið á bæjarfélög með yfir 1.000 íbúa. Þetta hlutfall er 50% hjá Stykkishólmsbæ. „Skuldimar lækka áfram á þessu ári og við teljum okkur hafa sýnt fram á að sveitarféiagið ráði við slíkar fjárfestingar. Hins vegar gerum við ráð fyrir því að fara út í nýjar framkvæmdir á næstu árum,“ segir Ólafur. Fyrirhugað er að Ijúka við knattspyrnuvöll á næsta ári og síðan er sundlaugar- bygging næst á dagskrá. Lítil útgjöld Útgjöld Stykkishólmsbæjar eru um 65% af skatttekjum. Skilar reksturinn því mun meiri afgangi til greiðslu vaxta og afborgana en algengast er meðal sveitarfélaga og skýrir það að nokkru leyti lækk- un skulda undanfarin ár. Að meðaltali fara 88% tekna í greiðslu útgjalda hjá sveitarfélögum lands- ins. Ólafur segir að aðhald sé veitt á öllum sviðum rekstrarins og það hafi gefið betri raun að vinna að þessu verkefni hægt og örugglega en með einhveiju allsheijar átaki. Hann telur Stykkishólmsbæ þrátt fyrir þetta veita að minnsta kosti jafn góða þjónustu og önnur sam- bærileg sveitarfélög. Fyrirspum um kjör sendimanna á Alþingi SPURST var fyrir um launakjör íslenskra sendiherra og sendi- manna á Alþingi á mánudag og óskaði fjármálaráðherra eftir fresti til að afla upplýsinga um málið. Mörður Árnason varaþingmaður Þjóðvaka spurði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hvort upplýs- ingar, sem komu fram í Stöð 2 um kjör sendimanna, væru réttar. Mörður sagði að í fréttum Stöðv- ar 2 hefði komið fram að sendi- herra í ákveðnu sendiráði hefði 660 þúsund krónur í mánaðarlaun, þar af 415 þúsund skattfijálsar. Sendi- Fjármálaráðherra óskar eftir fresti til að afla upplýsinga um málið ráðsritari hefði 275 þúsund krónur í laun, þar af 138 þúsund skatt- fijálsar. Að auki fengju sendimenn greiddan stærstan hluta af skóla- gjöldum barna sinna auk annarra fríðinda. Friðrik Sophusson sagðist ekki geta svarað þessu án þess að kanna málið nánar og mæltist til þess að Mörður legði fram skriflega fyrir- spurn á þinginu um málið. Þá sagði Friðrik að greiðslur vegna utanrík- isþjónustunnar færu í einn sjóð sem utanríkisráðuneytið úthlutaði úr og því væri fjármálaráðherra ef til vili ekki rétti aðilinn til að svara þessu. Friðrik sagði að fyrir nokkru hefði komið til tals að skattleggja allar tekjur sendimanna en horfíð hefði verið frá því þar sem í ljós hefði komið að stór hluti þeirra væri ýmiskonar kostnaðargreiðslur. \ ) I i I i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.