Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gagnrýni á skýrslu um réttindi barna á íslandi Heymarlausir eru minni- hlutahópur vegna tungumáls HEYRNARLAUSUM börnum með táknmál að móðurmáli er gróflega misboðið með fullyrðingu um að engir minnihlutahópar varðandi tungumál séu hér á landi eins og fram komi í skýrslu stjórnvalda um réttindi barna á íslandi í tengslum við Bamasáttmálann svokallaða að sögn Gunnars Salvarssonar skóla- stjóra Vesturhlíðarskóla, skóla heyrnarlausra og heyrnarskertra. Textinn er saminn með tilvísun í 30. grein sáttmálans og á við minni- hlutahópa með eigin menningu og tungumál að sögn Bjargar Thorar- ensen lögfræðings í dómsmálaráðu- neytinu. í texta vegna 30. greinar segir að íslendingar séu ein þjóð í einu og mjög afmörkuðu landi þar sem allir tali sömu tungu án teljandi mállýskumunar og deili sama menn- ingararfj. Þjóðin sé fámenn og hafi vegna legu Iandsins verið skýrlega afmörkuð án þess að blandast öðr- um þjóðum. Þannig sé íslenskt sam- félag í reynd tiltölulega einsleitt og engir minnihlutahópar til staðar hvað varði þjóðhætti eða tungumál. Yfir 40 tungumál Gunnar sagði dapurlegt að lesa í opinberri skýrslu um réttindi barna að engir minnihlutahópar hvað varð- aði tungumál væru hér á landi. Hann hefði haldið að á flestra vit- orði væri að börn í íslenskum grunn- skólum töluðu yfír 40 tungumál. „Maður spyr sig að því hvenær fólk- ið í ráðuneytinu ætli að skilja að tuggan um að hér sé ein þjóð í einu landi sé hrein bábilja," sagði Gunn- ar og vakti athygli á að heyrnarlaus- ir, sem málminnihlutahópur í ís- lensku samfélagi, hefðu ekki fengið opinbera viðurkenningu á því. Það sem mér finnst alvarlegast í skýrsl- unni er þessi fullyrðing þar sem látið er eins og heyrnarlaus böm séu ekki til. Ekki einu sinni látið svo lítið að viðurkenna, sem auðvit- að væri heiðarlegast, að íslensk stjórnvöld hafi lítið sinnt heyrnar- lausum sem málminnihlutahópi, segja að málið væri í skoðun. í stað- inn er þessu sópað undir teppi og látið líta svo út að hér tali allir sömu tunguna." Gunnar sagði að Islendingar væru þarna langt á eftir hinum Norðurlandaþjóðunum. Hins vegar sagði hann jákvæða vísbendingu að í framhaldsskólafrumvarpinu væri talað um að þrír hópar ættu rétt á sérstakri kennslu í íslensku enda hefðu þeir annað tungumál en íslensku að móðurmáli, þ.e. nýbúar, íslendingar sem hefðu dvalið langdvölum erlendis og heyrnarlausir. Hjá Gunnari kom fram að beiðni um að kanna réttarstöðu heyrnar- lausra barna hefði verið komið til umboðsmanns barna. Svar við beiðninni hefði ekki borist. Samfélög í samfélögum Björg Thorarensen, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, sagði að textinn sem Gunnar gagnrýndi væri saminn til að skýra aðstæður á ís- landi miðað við 30. grein Barnasátt- málans. í greininni segði að í ríkjum þar sem minnihlutahópar hefðu myndast vegna sérstakra þjóðhátta, trúarbragða eða tungumála, eða þar sem frumbyggjar væru, skyldi barni sem heyrði til slíks hóps ekki mein- að að njóta eigin menningar, játa og iðka eigin trú, og nota eigið tungu- mál í samfélagi með öði*um í hópnum. Sem dæmi um slíka hópa nefndi Björg Baska á Spáni og Sama í Noregi. Skýrslan er gerð í tengslum við Barnasáttmálann. Nefnd um sátt- málann fer yfir hana, aflar upplýs- inga hjá fleiri aðilum - t.d. hefur verið óskað eftir upplýsingum um ástandið hjá Barnaheill - og skilar frá sér áliti. Harður árekstur á gíitna- mótum ÞRENNT var flutt á slysadeild eft- ir harðan árekstur tveggja bíla á mótum Sæbrautai' og Kleppsmýrar- vegar laust eftir hádegi á mánudag. Meiðsli fólksins eru ekki talin alvarleg, að sögn lögreglu. Leiðir bílanna skárust á gatnamótunum, þar sem umferð er stýrt með um- ferðarljósum. Annar bíllinn valt við áreksturinn. Tækjabíll slökkviliðs- ins var kallaður til að losa einn hinna slösuðu úr flakinu. Islandskort gefin Þj óðarbókhlöðu BANKAR landsins og greiðslukorta- fyrirtæki hafa sameinast um að færa Landsbókasafni íslands - Háskóla- bókasafni í Þjóðarbókhlöðunni að gjöf um 70 verðmæt íslandskort á eins árs afmæli safnsins. Kortin eru úr eigu Kjartans Gunn- arssonar lyfsala, sem hóf söfnun ís- landskorta fyrir um 30 árum og hef- ur víða leitað fanga, einkum þó í London, Frakklandi og Skandinavíu. Þannig dró hann saman eitt stærsta kortasafn í einstaklingseigu hér á landi, yfír 80 verðmæt kort. Elsta kortið í safninu kom út í Númberg 1544, en hið yngsta, jarðfræðikort Þorvalds Thoroddsens, var gefíð út í Kaupmannahöfn 1901, segir í frétt frá Landsbókasafni íslands - Há- skólabókasafni. Kjartan ákvað fyrir nokkru að láta safn sitt falt og því var það að Sam- band íslenskra sveitarfélaga minntist 50 ára afmælis síns í júní sl. með því rn.a. að færa þjóðbókasafni okkar 12 íslandskort úr safni Kjartans. Nú hafa sjö bankar og greiðslukortafyr- irtæki - Seðlabankinn,_ Landsbank- inn, Búnaðarbankinn, íslandsbanki, Sparisjpðabankinn, Kreditkort og VISA Island - keypt það sem eftir lifði af safni Kjartans um 70 kort, og gefið þau Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni á ársafmæli þess, 1. desember 1995. Kortin komu innrömmuð í góðu standi frá hendi Kjartans. Þau eru öll til sýnis á sýningarrými Þjóðar- bókhlöðu á sama tíma og safnið er opið, virka daga kl. 9-19 (til kl. 22 fram í miðjan des.) og laugardaga kl. 10-17. Morgunblaðið/Árni Sæberg EINAR Sigurðsson landsbókavörður þakkaði Kjartani Gunnars- syni lyfsala fyrir langa og árangursríka söfnun á Islandskortum við afhendingu þeirra. MEÐAL þeirra sem skoðuðu íslandskortin af áhuga voru Jóhann- es Nordal, fyrrum Seðlabankastjóri, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi. Morgunblaðið/Steinn Kárason 15 rjúpur áþaki STÓR rjúpnahópur gerði sig heimakominn á Flúðum fyrir skömmu. Að sögn heimamanna voru 40-50 rjúpur í hópnum og 15 röðuðu sér á mæninn á þaki eins húss á staðnum. Rjúpnaveið- in stendur nú yfir sem kunnugt er. Þessar íjúpur hafa kosið að leita sér skjóls fyrir veiðimönn- um heim við hús. Ekki er vitað annað en að allir íbúar á Flúðum hafi boðið þær velkomnar. Framlag nkisins til heilsuhælisins 200 millj. HEILSUSTOFNUN Náttúrulækn- ingafélags Islands hefur sent út bréf til tiltekins hóps í Félagi eldri borgara þar sem boðin er dvöl á heilsuhæli félagsins í Hveragerði fyrir allt frá 800 kr. nóttina. Hlutur ríkisins í kostnaðinum er að jafnaði 3.700 kr. fyrir hvern dvalargest. Arni Gunnarsson framkvæmda- stjóri segir að venjulega dragi úr starfseminni þegar fer að nálgast jól. „Við viljum nýta fjármuni ríkis- ins og reyna að hafa einhverjar tekjur af þessum rúmum um leið,“ sagði Árni um þetta markaðsátak Heilsustofnunarinnar. Árni segir að viðbrögð við bréfunum hafi verið mjög góð. Einnig sé von á fólki frá Flateyri til hvíldar og áfallahjálpar. 160 sjúkrarúm eru á heilsuhæl- inu og 2.400 sjúklingar dvelja á stofnuninni á hverju ári. Þar fer fram endurhæfing fyrir krabba- meins-, hjarta-, gigtsjúklinga, þá sem þjást af sjúklegri offitu, konur sem hafa verið í brjóstaskurði og með þvaglekavandamál og einnig sjúklinga sem eru að koma úr skut'ðaðgerðum. Hlutur ríkisins í dvalarkostnaðinum er úm 200 millj- ónir kr. á ári. „Við rekum þessa stofnun fyrir u.þ.b. 5.000 kr. á hvern sjúkling á sólarhring. Við tökum m.a. við fólki sem er að koma úr sjúkrarúmum sem kosta 18 þúsund kr. á sólar- hring. Þessi stofnun leggur ríkinu til endurgjaldslaust alla varmaorku. Reksturinn er hagkvæmur í öllu tilliti enda er þetta rekið sem einka- stofnun og menn þar af leiðandi afskaplega ábyrgir gagnvart pen- ingum og hvernig þeim er eytt,“ sagði Árni. Tveir sérfræðingar í endurhæf- ingarlækningum eru starfandi á heilsuhælinu og sérfræðingur í hjartalækningum auk sjúkraþjálf- ara, sjúkranuddara, sálfræðinga, næringarfræðinga, félagsfræðinga og sérmenntaðra hjúkrunarkvenna. 30 rúm af 160 voru endurgjalds- laus til dvalargesta, þ.e.a.s. ríkið greiddi kostnað fyrir þau að fullu. Frá og með 1. september var þetta ákvæði afnumið. Árni segir að framlag ríkisins hafi ekki breyst í þrjú ár. Þrátt fyrir vaxandi tilkostn- að hefði tekist að halda í horfinu í rekstrinum með ýtrasta sparnaði. Það hefði þó síður en svo komið niður á þjónustunni því hún hefði verið aukin á sama tíma. Þar sem framlag ríkisins til stofnunarinnar hefði ekki aukist á þessum tíma hefði hún fengið leyfi til að auka eigin tekjur með því að taka einnig gjald af þeim 30 rúmum sem áður voru endurgjaldslaus. „Þetta er eðlilegra fyrirkomulag heldur en áður var. Þeir sem nutu endurgjaldslausu rúmanna voru flestir að koma úr skurðaðgerðum. Það er samt enginn kominn til með að segja að sá sem kemur úr skurð- aðgerð sé efnaminni en sá sem hingað kemur vegna jgigtar eða annarra kvilla,“ sagði Árni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.