Morgunblaðið - 06.12.1995, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Rekstur ýmissa stofnana tekinn til endurskoðunar
Bæjarstjóri boðar áframhald
á sölu hlutabréfa á næsta ári
Starfshópur á veg-
um bæjarstjórnar
Fíkniefna-
notkun ungi-
inga könnuð
TEKJUR bæjarsjóðs Akureyrar-
bæjar verða um 14,4 milljónum
krónum lægri á næsta ári en áætlað
hafði verið miðað við endurskoðun
fjárhagsáætlunar á þessu ári, en á
sama tíma hafa komið fram óskir
um aukna starfsemi sem kalla á
aukin rekstrargjöld að því er fram
kom í máli Jakobs Björnssonar
bæjarstjóra á Akureyri við fyrri
umræðu um fjárhagsáætlun bæjar-
sjóðs og stofnana hans á fundi bæj-
arstjórar í gærkvöld.
„Það liggur því í augum uppi, að
erfítt er að fá dæmið til að ganga
upp án þess að auka álögur á bæj-
arbúa, auka tekjur, endurmeta þjón-
ustuframboð og greiðslur notenda
fyrir þjónustuna og eða ná niður
rekstrarkostnaði," sagði Jakob.
Gagnger endurskoðun á
rekstrarþáttum bæjarins
Á næsta ári verður haldið áfram
að endurskoða ýmsa rekstrarþætti
í bæjarkerfinu og mun fara fram
gagnger endurskoðun á rekstri
Tónlistarskólans á Akureyri og tón-
listarkennslu í bænum, rekstri
Strætisvagna Akureyrarbæjar,
starfsemi vélasjóðs, gatnagerðar og
verklegum framkvæmdum bæjar-
ins, einnig á skipulagi og starfsemi
tómstundamála og á reglum um
4 ►
< ►
EIGNAMTOLONIN %
- Abyrg þjónusta í áratugi. íf
Sími: 588 9090 - Fax 588 9095
Síðumúla 21. Sverrir Krislinsson, löggiltur fasteignasali.
Hótel, gistiheimili eða einb. (tví-, þrí-, fjórbýli) óskast.
Traustur kaupandi (getur staðgreitt) óskar eftir húseign með 15-30
herbergjum. Svæði: Pingholt, vesturbær, gamli bærinn. Hér er um að
ræða traustan, öruggan og ákveðinn kaupanda.
Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. 1,1.
Þverás. Vorum að fá í sölu um 170
fm eign á tveimur hæðum m. innb. bfl-
skúr. Eignin þarfnast lokafrágangs. Áhv.
ca 10,7 m. byggsj. + húsbr. V. 12,5 m.
4959.
Einarsnes. Gullfallegt 2ja herb.
parhús. íb hefur verið standsett á
smekklegan hátt. Óinnr. ris með mikla
möguleika. Stór garöur. V. 5,7 m. 4600.
Dalbraut — eldri borgarar.
2ja herb. 65 fm falleg og björt íb. á 3.
hæð í lyftuhúsi. íb. snýr til austurs og
suðurs. Reykjavíkurborg rekur þjón-
ustusel í húsinu. Áhv. 3,4 m. byggsj.
Laus strax. 4954.
Laugarnesvegur - bílsk. 4ra
herb. séríbúð í járnklæddu timburhúsi.
Um 26 fm bílskúr. V. 6,8 m. 4814.
Þönglabakki. Glæsilegt um 330 fm skrifstofu- og þjón ustuhúsnæði á 2. hæð
í nýlegu og vönduðu húsi. Gott verð og kjör í boði. 992.
Stapahraun - gott verð. Vorum að fá í sölu vandað atvinnuhúsnæði sem
er þrjár hæðir, hver hæð 245 fm og bakhús 400 fm. Fernar innkeyrsludyr. Góð
lofthæð. Selst saman eða í hlutum. Upþl. gefur Stefán Hrafn. 5281.
Funahöfði. Mjög gott um 300 fm atvinnuhúsnæði á götuhæð ásamt 180 fm
efrí hæð. Möguleiki á 6 m. lofthæð. Innkeyrsludyr. 5279.
fjárhagsaðstoð. Þá verður mótuð
stefna um hiutfall sértekna í rekstri
þjónustustofnana bæjarins og
gjaldskrár endurskoðaðar með tilliti
til þeirrar stefnu.
Bæjarstjóri vék að Fram-
kvæmdasjóði Akureyrarbæjar sem
er eigandi hlutabréfa bæjarins í
ýmsum fyrirtækjum, en fjárhags-
áætlun sjóðsins lá ekki fyrir á fund-
inum þar sem unnið er að umtals-
verðri eignasölu um þessar mundir,
m.a. hlutabréfum í Krossanesi og
Skinnaiðnaði.
Málin munu skýrast við síðari
umræðu um fjárhagsáætlunina og
ættu áhrif eignasölunnar að endur-
STARFSFÓLK íþróttamannvirkja
Akureyrarbæjar fjölmennti á fund
bæjarstjórnar Akureyrar í gær
vegna tillagna um breytt vakta-
fyrirkomulag starfsfólks í íþrótta-
húsum og sundlaugum Akureyrar-
bæjar, en tillögurnar hafa í för með
sér minni yfirvinnu starfsfólks.
Mikiar umræður urðu á fundinum
um þetta mál.
Þórarinn E. Sveinsson, Fram-
sóknarflokki, formaður Iþrótta- og
tómstundaráðs, sagði að hagdeiid
bæjarins og starfsmaður sem ráðinn
var til að hagræða í rekstri hefðu
unnið að tillögum um breytt vakta-
fyrirkomulag og vissulega væri um
þær verulegur ágreiningur. Þórar-
inn minnti á að mál þetta hefði
ekki verið afgreitt.
Farið fram með offorsi
Þórarinn B. Jónsson, Sjálfstæðis-
flokki, sagði að farið hefði verið
fram í málinu af miklu offorsi og
hinum mannlega þætti gjörsamlega
gleymt. Ekki væri ráðiegt að þjösna
því í gegn á stuttum tíma, heldur
finna aðrar og mýkri leiðir.
Gísli Bragi Hjartarson, Alþýðu-
speglast í ijárhagsáætlun fyrir
næsta ár.
„Það er stefna meirihluta bæjar-
stjórnar að halda áfram á þeirri
braut, að selja hlutabréf Akureyrar-
bæjar í atvinnufyrirtækjum og
markmiðið að það gerist á árinu
1996.
Söluandvirði hlutabréfanna verði
fyrst og fremst varið til niður-
greiðslu skulda hjá Framkvæmda-
sjóði og bæjarsjóði,“ sagði Jakob.
Það svigrúm sem skapast verður
nýtt til verkefna á sviði atvinnuþró-
unarverkefna, menningarmála,
íþrótta- og tómstundamála, um-
hverfismála og viðhalds eigna.
flokki, sagði að allir væru sammála
um að gæta þyrfti sparnaðar í
rekstri og fara ætti vel með fé skatt-
borgaranna. Hann lagði til að unn-
ið yrði að því að ná fram hagræð-
ingu í rekstri íþróttamannvirkja í
samráði við starfsfólkið.
Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu-
bandalagi, sagði ekki einsdæmi að
fyrirkomulag vinnu á ákveðnum
sviðum væri skoðað og nefndi að
slík skoðun hefði haft hagræðingu
í för með sér í leikskólum og við
öldrunarþjónustu. Það væri hins
vegar afar slæmt ef fólki fyndist
að sér vegið eins í tilviki starfsfólks
íþróttamannvirkja. Nefndi Sigríður
að yfirvinna í öllu bæjarkerfinu
væri almennt of mikil.
Jakob Björnsson bæjarstjóri
sagði að þegar væri verið að skoða
hagræðingu í rekstri væri óhjá-
kvæmilegt að staldra við stærsta
póstinn, laun. Hann skildi vel óró-
leika fólks sem væri að hugsa um
afkomu sína, en vitanlega næðist
árangur aðeins ef sátt ríkti milli
aðila. Málið væri enn í vinnslu og
engar ákvarðanir teknar áður en
rætt yrði við starfsfólk.
TILLAGA Sigríðar Stefánsdóttur,
Alþýðubandalagi, um skipun
starfshóps til að afla upplýsinga
um stöðu mála hvað varðar fíkni-
efnanotkun unglinga á Akureyri
og í landinu var samþykkt á fundi
bæjarstjórnar Akureyrar í gær.
I tillögunni er gert ráð fyrir að
starfshópurinn miðli þeim upplýs-
ingum sem hann aflar og leggi til-
lögur fyrir bæjarstjórn um hugsan-
legar aðgerðir til varnar.
Tillaga Sigríðar er til komin
vegna áskorunar stjórnar Sain-
bands íslenskra sveitarfélaga um
að taka til sérstakrar umijöllunar
sívaxandi fíkniefnanotkun ungl-
inga.
------» ♦ »------
Kór Tónlistarskólans
Fyrstu tón-
leikarnir
FYRSTU tónleikar Kórs Tónlistar-
skólans á Akureyri verða haldnir í
kvöld, miðvikudagskvöldið 6. des-
ember kl. 20.30 í Akureyrarkirkju.
Á efnisskránni er Gloria eftir
Vivaldi og óbókonsert eftir Hándel.
Einsöngvarar eru Björg Þórhalls-
dóttir mezzósópran og Hildur
Tryggvadóttir sópran. Einleikari er
Jacqueline F. Simm. Stjórnandi
kórsins er Michael Jón Clarke.
Kórinn var stofnaður í haust og
hefur á að skipa 45 söngvurum.
Með kórnum kemur fram kammer-
sveit skipuð kennurum og nemend-
um við Tónlistarskólann.
------» ---------
Bókakaffi í
Glerárskóla
NEMENDUR unglingadeilda Gler-
árskóla koma saman á bókasafni
skólans og lesa úr nýútkomnum
íslenskum barna- og unglingabók-
um í kvöld, miðvikudagskvöldið 6.
desember kl. 20.30.
Léttar veitingar verða á boðstól-
um og gott næði gefst til að skoða
nýjar bækur, hluta á unglingana
og ræða við þá um bókmenntir.
Allir eru velkomnir meðan húsrúm
leyfír.
Starfsfólk íþróttahúsa á fundi bæjarstjórnar
Agreiningnr um
breyttar vaktir
Sunna Borg formaður LA hefur dregið umsókn sína til baka
Sökudólgurinn leikhúsráð
SUNNA Borg for-
maður leikhúsráðs
Leikfélags Akureyrar
hefur dregið umsókn
sína um starf leikhús-
stjóra LA til baka og
hefur hún þegar til-
kynnt leikhúsráði
ákvörðun sína. Sunna
var ein átta umsækj-
enda um stöðuna, eft-
ir að hún var auglýst
í annað sinn.
I yfirlýsingu frá
Sunnu Borg segir:
„Ástæður fyrir því að
ég sótti um stöðu Ieik-
hússtjóra á síðasta
degi umsóknarfrests-
ins voru margvíslegar. Það eru
erfiðir tímar framundan hjá
leikfélaginu þar sem sitjandi leik-
hússtjóri sagði upp samningi sín-
um áður en ráðningartími hans
var útrunninn. Til að fyrirbyggja
röskun sem því getur fylgt taldi
ég að sú reynsla sem ég hef öðl-
ast hjá leikfélaginu í 16 ár og þar
af 8 ár sem formaður,
yrði gott veganesti.
Einnig styrktu áskor-
anir bæjarbúa ákvörð-
un mína og það traust
sem ég hef fundið að
þeir bera til mín og
ekki fannst mér það
verra að vera innan-
bæjarkona.
Það að ég dreg
umsókn mína til baka
núna helgast af því að
mér þefur ekki fallið
það inoldviðri sem
þyrlast hefur upp í
kjölfar umsóknarinn-
ar. Sökudólgurinn er
að mínu áliti fyrst og
fremst leikhúsráð en ég steig úr
stóli formanns um leið og öllum
var ljóst að ég var einn af umsækj-
endum.
Fréttatilkynningar sem komu
frá leikhúsráði og birtust í fjöl-
miðium oftsinnis og sem sífellt var
hamrað á að ég hafi ekki tjáð
ráðinu fyrirætlun mína og að ég
hafi veitt upplýsingar um starfið,
hefur dregið langan dilk á eftir
sér. Þær upplýsingar sem ég veitti
tveimur umsækjendum hefðu allt
eins getað verið á símsvara svo
léttvægar voru þær.
Leikhúsheimurinn er viðkvæm-
ur, því það tekur ekki langan tíma
fyrir sögur að fá vængi. Vængja-
slátturinn magnaðist og að lokum
var hann farinn að valda mér
óþægindum. Þetta mál allt hefur
svo gjörsamlega farið úr böndun-
um, að ég sækist ekki Iengur eftir
stöðu leikhússtjóra en eftir sem
áður hef ég alltaf borið hag leik-
hússins fyrir brjósti og mun það
ekki breytast.
Það hefur því miður allt of oft
viðgengist að þeir sem telja sig
hafa einhver völd einblína einung-
is á smámunina en ekki það sem
skiptir höfuðmáli. Ég mun ekki
blanda mér í ráðningu á nýjum
leikhússtjóra, það gerir leikhús-
ráð sem hefur haft þetta í sínum
höndum frá byrjum," segir Sunna
í yfirlýsingu sinni.
Sunna Borg