Morgunblaðið - 06.12.1995, Page 19

Morgunblaðið - 06.12.1995, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 19 ERLENT einhvetjum víti til varnaðar. Ætlunin er að gera myndband um örlög Leah sem sýna á unglingum. Þar getur að líta þessa ungu og lífsglöðu stúlku skömmu fyrir átján ára afmælið sitt, dagana fjóra sem hún lá í dái og frá jarðarför hennar. Fimmtíu dauðsföll á ári En house-æðið deyr ekki út með Leah. A house-klúbbunum í iÆndon er ekkert áfengi til sölu, aðeins vatn. Flaska af vatni kostar álíka mikið og bjór, tæpar 200 ísl. kr. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hversu mörg dauðsföll megi rekja til alsælu- neyslu en sérfræðingur hjá bresku rannsóknarlögreglunni telur að þau séu að minnsta kosti 50 á þessu ári. Ástæðan sé oftar en ekki sú að lyfs- ins sé neytt með áfengi eða öðrum lyfjum sem hafa áhrif á miðtauga- kerfið. Að minnsta kosti þrjátíu ólíkar tegundir af alsælu eru í boði og í Skotlandi hafa verið útbúnir svokall- aðir partípakkar sem innihalda ai- sælu, amfetamín, LSD og tiletamín. Efnið berst aðallega frá Amsterdam og Austur-Evrópu en er einnig fram- leitt í Bretlandi. Erfitt að gera sér grein fyrir því hversu mikið er í umferð en á síðasta ári gerði breska lögregian 466 kg af alsælu upptæk. Hingað til hefur baráttan gegn þess- ari tegund eiturlyfja ekki haft for- gang hjá lögreglu og tollayfirvöldum en mál Leah kann að breyta ein- hverju þar um. Fjöldi ungmenna var viðstaddur útför Leah í Lachtington í Essex. Tónlist poppsveitarinnar Oasis hljómaði úr hátölurum og bróðir hinnar látnu, Willam, lýsti systur sinni sem fagurri rós sem borið hafi af öðrum. „En rósin óx of nærri ill- gresinu, sem hóf að vefja sig um hana og þegar rósin reyndi að losna undan illgresinu kæfði það hana.“ house- og rave-æðið svokallaða hafi hafist í London árið 1988 og þar með hafi alsæla komið til sögunn- ar. Átta árum síðar er notkun henn- ar orðin útbreidd á Bretlandi, ung- lingum þykir nánast sjálfsagt að neyta hennar. Dauði Leah hefur beint athyglinni að þessari miklu notkun og vona foreldrar hennar að hann muni verða FORELDRAR Leah Betts þegar þeir tilkynntu blaðamönnum lát dóttur sinnar. Hún lá í dái i fjóra daga áður en hún lést. Andlát á myndbandi öðrum til varnaðar HÖRMULEGT dauðsfall 18 ára breskrar stúlku hefur dregið upp ljóta mynd af neyslu eiturlyfsins al- sælu (ecstasy). Stúlkan fékk skyndi- lega þá flugu í höfuðið í alsæluvímu að líkami hennar myndi ofhitna og drakk þrjá lítra af vatni í einum rykk. Það var meira en líkaminn þoldi, stúlkan féll í dá og lést fjórum dögum síðar. Foreldrar hennar hyggjast nú gera myndband um dauða hennar svo að það megi verða öðrum ung- lingum víti til varnaðar. Blöð og sjónvarp voru uppfull af myndum af Leah Betts, sem sýndar voru að ósk foreldranna. Þau töldu að þær myndu verða ungu fólki þörf áminning um mögulegar afleiðingar eiturlyflaneyslu. Faðir hennar var lögregluþjónn til margra ára og móðir hennar hafði upplýst unglinga um áhrif eiturlyfja er hún starfaði í félagsmiðstöð. Foreldrarnir vissu ekki að Leah hefði nokkurn tíma neytt eiturlyfja en eitt af því síðasta sem hún sagði áður en hún féll í dá var að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem hún hefði tekið alsælu þegar hún var úti að skemmta sér. I frétt í Aftenposten segir að ÍBÚÐARLÁN Hl SPARISIÓÐUR REYKJAVÍKUR OC NÁGRENNIS ÍS SPARBJÓÐUR VÉLSTJÓRA SPARISJOÐUR HAFNARFJARÐAR Sparisjóöur Reykjavíkur og nágrennis, Sparisjóður vélstjóra og Sparisjóöur Hafnarfjarðar bjóða nú íbúðarlán til 15-25 ára. Lánin eru ætluð til kaupa, endurbóta eða viðhalds á húseignum eða til endurfjármögnunar skammtímalána. Um er að ræða verðtryggð jafngreiðslulán (annuitet) með mánaðarlegum afborgunum sem taka mið af vísitölu neysluverðs. Vextir eru fastir, á bilinu 6,8% - 8,5% og miðast við veðsetningarhlutfall og áhættumat. Allar nánari upplýsingar veita þjónustufulltrúar í viðkomandi sparisjóðum. Þú átt góðu láni að fagna hjá sparisjóðunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.