Morgunblaðið - 06.12.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.12.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 21 Forseti rússneska þingsins í vafa um lögmæti þingkosninganna Nýjar efasemd- ir um 5%- þröskuldinn Moskvu. Reuter. ÍVAN Rybkín, forseti rússneska þingsins, sagði í gær, að vafi léki á um lögmæti kosninganna 17. þessa mánaðar vegna ákvæða um 5%-þröskuldinnen en hann sker úr um hvort flokkar koma manni á þing.. Grígoríj Javlínskíj, einn helsti leiðtogi umbótasinna á rússneska þinginu, segir augljóst, að kommún- istar muni vinna sigur í kosningun- um og lýðræðissinnar verða í mikl- um minnihluta. Rybkín sagði í viðtali við dag- blaðið Pravda, að hugsanlega yrði lögmæti þingkosninganna vefengt að þeim loknum vegna ákvæðis um, að flokkur þurfi að fá minnst 5% atkvæða til að koma manni á þing. 43 flokkar bjóða fram og komist aðeins fáir yfir þennan þröskuld þá er jafnframt líklegt, að þingmanna- tala þeirra verði miklu hærri en kjörfylgið segir til um. Sumir ráðgjafar Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, hafa nefnt, að muni nýtt þing ekki endurspegla vilja kjósenda í aðalatriðum, megi líta svo á, að það sé ekki í sam- ræmi við stjórnarskrána. Stjórnar- skrárdómstóllinn hefur hins vegar neitað að breyta ákvæðinu um 5%- þröskuldinn en talið er, að annað geti orðið uppi á teningnum eftir kosningar. Stefnuleysi gagnvart NATO Andrei Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði í gær, að Moskvustjórnin gæti ekki ákveðið hvort hún ætti að hafa samvinnu við Atlantshafsbandalagið, NATO, eða snúast gegn því. Sagði hann þetta þegar hann var á leið til Brussel til að ganga frá s'amkomu- lagi um þátttöku Rússa í_friðar- gæslunni í Bosníu. Sjálfur kvaðst hann vilja samvinnu og sagði, að fyrr eða síðar yrði Jeltsín að höggva á þennan hnút. Talið er, að andstað- an við samvinnu við NATO sé mest hjá Pavel Gratsjov varnarmálaráð- herra. Grígoríj Javlínskíj, leiðtogi Jab- loko, helsta flokks umbótasinna á rússneska þinginu, sagði í gær, að ljóst væri, að kommúnistar myndu vinna mikinn sigur í kosningunum 17. desember. „Lýðræðissinnar munu verða í minnihluta eins og þeir raunar eru,“ sagði hann. Fimm þingflokkar? Búist er við, að kommúnistar, þjóðernissinnar, bændaflokksmenn, Jabloko og flokkur Víktors Tsjerno- myrdíns forsætisráðherra, Rúss- neska föðurlandið, muni komast yfir 5%-mörkin. Helmingur þing- manna í dúmunni, 225, verða kosn- ir af flokkslista en hinir 225 í ein- menningskjördæmum. Sprenging varð á skrifstofu þing- manns í rússneska þinghúsinu í gær og olli nokkrum skemmdum en engu manntjóni. í gær var ekki ljóst af hvetju hún stafaði en skrifstof- una hefur Níkolaj Lysenko, þing- maður Lýðveldisflokksins, afar hægrisinnaðs flokks. Minnir merki hans mjög á hakakrossinn. Lysenko sagði, að „Kákasus-mafían" hefði verið að verki en sumir þingmenn aðrir létu að því liggja, að hann hefði sjálfur komið lítilli sprengju fyrir til að vekja á sér athygli. Vofur vægja ekki London. Daily Telegraph. DÓMARI í Hemel Hempstead i Englandi tók ekki til greina máls- vörn Anthonys Cooper, 43 ára fyrr- verandi lögregluþjóns, er hann dæmdi hann sekan að því að hafa valdið fjölda kvenna ónæði með dónalegum símhringingum. Cooper sagði að illir andar Pet- ers Wilsons, sem lést fyrir öld síð- an, hafi stjórnað þessari áráttu sinni. Hafí hann enga stjórn haft á röddu sinni eða orðavali. Geð- læknir skrifaði upp á það en dómar- inn sagði þá yfirlýsingu ekki gagna. Cooper var lögreglumaður og síðan öryggisvörður í stórverslun. Hann hefur stundað að hringja í konur og kynnt sig sem rannsókn- arlögreglumaður er væri að vara þær við sóðalegri upphringingu. Síðan hringdi hann nokkrum mínútum síðar, kynnti sig sem Wilson og viðhafði saurugt orð- bragð. Reuter GRÍGORÍJ Javlínskíj, leiðtogi Jabloko eða „Eplisins", á fundi með fréttamönnum í gær. Sektfyrir ósvikna smíð FORELDRAR sjö ára gamals drengs í Bretlandi keyptu nýlega handa honum búmerang eða bjúg- verpil. Beið strákur ekki boðanna með að reyna nýja leikfangið og viti menn, það kom til baka og beint í höfuðið á honum. Foreldrarnir fóru í mál við fram- leiðandann og héldu því fram, að um stórhættulegt tæki væri að ræða. Var hann dæmdur til að greiða stráksa rúmar 400.000 kr. í sárabætur og breytti engu þótt hann héldi því fram, að þetta væri einmitt náttúra bjúgverpilsins, að koma aftur til þess, er. kastaði. Skeljungsbúöin Reykjavík sími 560 3878 • Akureyri sími 462 2850 Keflavík sími 4213322 • Vestm.eyjum sími 4811115 GJ0 E. BACKMAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.