Morgunblaðið - 06.12.1995, Síða 22

Morgunblaðið - 06.12.1995, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Ámi. Sæberg EINLEIKARARNIR á tónleikunum, Haydn tilbrigði á sinfóníutónleikum TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar íslands í gulri tónleikaröð verða í Háskólabíói fímmtudaginn 7. des- ember kl. 20. Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari. Einleikarar eru Zbigniew Dubik fiðla, Richard Talkowsky selló, Daði Kolbeinsson óbó ojg Rúnar H. Vilbergsson fag- ott. A efnisskránni eru verk eftir Johannes Brahms, Josef Haydn og Richard Strauss. Tónleikarnir hefjast á Haydn til- brigðunum eftir Johannes Brahms. Brahms var eitt merkasta tónskáld rómantiska tímans. Verk hans byggðust þó á klassískum form- hugmyndum og hann hafnaði al- gjörlega hinu nýja formi rómantík- urinnar s.s. tónljóðum. Stefið sem Brahms samdi tilbrigðin um nefnist „Kórall heilags Antoníusar" og má finna það í Divertimento fyrir átta blásara. Þó stef þetta sé eignað Haydn er eins víst að það tilheyri öðru tónskáldi þ.e. Ignaz Pieyel. Tilbrigðin sem samin voru árið 1873 eru til í tveim útgáfum ann- ars vegar fyrir tvö píanó og hins vegar fyrir sinfóníuhljómsveit. Sinfonia concertante, fyrir fjóra einleikara og hljómsveit samdi Haydn árið 1792. Hann var þá í sinni frægu Lundúnaferð á vegum J.P. Salomons. Salomon þessi var fiðluleikari og umboðsmaður tón- listarmanna. Hann var mjög hrifínn af verkum Haydns og hafði lengi haft áhuga á að kynna verk hans í Englandi og helst að fá hann sjálf- an þangað. Þegar Salomon var á ferðinni í Vínarborg árið 1790 bar hann erindið upp við tónskáldið. Haydn tók boðinu en skilmálarnir voru að hann skyldi semja sex sin- fóníur sem hann sjálfur myndi stjórna í Lundúnum veturinn 1791-1792. Þetta gekk eftir og vinsældir Haydns meðal Lund- únabúa urðu afar miklar. Frum- flutningi á Sinfonia Concertante sem fram fór 9. mars 1792 var tekið með kostum og kynjum. Richard Strauss samdi alls átta tónaljóð á árunum 1,888—1898. Sjö þeirra fjalla um hetjuímyndir fyrri alda en eitt þeirra „Ein Heldenleb- PETRI Sakari en“ fjallar um tónskáldið sjálft. „Tod und Verklárung“ fjallar um mann sem hefur alla tíð keppt að háleitum markmiðum. Nú liggur hann banaleguna og hann gerir sér grein fyrir því að þau markmið sem hann áður stefndi að verða ekki uppfyllt í þessu lífí. Dauðastundin nálgast, sálin yfírgefur líkamann og í æðri veröld finnur hann afreks- verk sin sveipuð dýrðarljóma. Einleikararnir fjórir Daði Kol- beinsson, Richard Talkowsky, Rún- ar Vilbergsson og Zbigniew Dubik eru tónleikagestum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar kunnugir, því þeir hafa allir um árabil leikið með hljóm- sveitinni. Daði Kolbeinsson er fæddur og uppalinn í Skotlandi. Árið 1973, að loknu námi í heimalandi sínu og í Lundúnum, réðst hann sem óbó og englahornsleikari hjá SÍ. Daði sem er óbóleikari Blásarakvintetts Reykjavíkur hefur víða komið fram sem einleikari. Richard Talkowsky lauk námi frá háskólanum í Boston í Banda- ríkjunum. Áður en hann réðst sem annar leiðandi sellóleikari til Sin- fóníuhljómsveitar íslands lék hann í Sinfóníuhljómsveit Equador og síðan Sinfóníuhljómsveit Barcelona á Spáni, auk þess sem hann þar lék um árabil með kammersveitinni „Soliste de Catalunya". Richard er einn af stofnendum „Trio Borealis". Rúnar H. Vilbergsson stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykja- vík en hélt síðan í framhaldsnám til Sweelinck Conservatorium í Amsterdam í Hollandi. Rúnar hefur leikið með ýmsum hljómsveitum og hljóðfærahópum. Hann hefur verið fastráðinn fagottleikari hjá Sinfón- íuhljómsveit Islands frá 1988. Zbigniew Dubik kemur frá Gdansk í Póllandi þar sem hann stundaði nám við Tónlistarakadem- íuna. Árið 1982 varð hann konsert- meistari Pólsku fílharmóníusveitar- innar og ferðaðist með henni um Evrópu og Ameríku. Zbigniew fluttist til íslands árið 1988 og hefur síðan starfað hjá Sinfóníu- hljómsveitinni. Hann var konsert- meistari íslensku óperunnar frá 1989-1994. Petri Sakari er ekki heldur ókunnur tónleikagestum Sinfóníu- hljómsveitar íslands þar sem hann var aðalstjórnandi hljómsveitarinn- ar um fimm ára skeið. Petri hefur tekist að skapa sér nafn í hinum alþjóðlega tónlistarheimi og stjóm- ar hljómsveitum víða um heim. Hann er nú aðalhljómsveitarstjóri Lohja hljómsveitarinnar í Finnlandi og aðalgestastjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Krafta- karl BOKMENNTIR Sögu r SAGAN AF GRETTISTERKA Einar Kárason endursagði. Myndir: Jiiri Arrak. Umbrot og skreytingar á textasíðum: Margrét Laxness. Mál og menning - 30 síður. ÞAÐ ÞARF mikla dirfsku til að ætla sér að segja í fám orðum fornsögur okkar, svo samanreknar sem þær eru, stíll þeirra knappur, - mælgi fjarri. Hættan er sú, að þeim er reynir, fari sem dreng- staula, er eg hitti eitt sinn. Hann taldi sig þekkja ísland vel, hefði séð það allt, - og sem meira var: „Þetta tekur enga stund, eftir að hringvegurinn kom. Eg náði þessu öllu á einni helgi! Keyrði eins og bíldruslan dró, rakst hvergi á löggu sko!“ Einar er vissulega mjög góður sögumaður, því hefði eg kosið, að hann hefði víðar num- ið staðar, - sagt lengri sögu. Það er lofsvert að færa söguna í að- gengileg orð fyrir unglinga í dag, vekja þeim löngunar að kynna sér snilldarverkið sjálft. Útgáfan hefði því átt að gefa Einari lausari taum, leyfa honum að sýna kosti sína alla, rétta honum í hendur alvöru myndavél í stað Polaroid með gamalli rafhlöðu. Þetta segi eg af því að Mál og menning er alvöru útgáfufyrir- tæki, leggur metnað í verk sín, og hefir margt gert snilldarvel. Því eru kröfur mínar til þeirra meiri en þeirra sem eru í þykjustu - útgáfu - leik. Bjóst þvi við lengra máli. En þeir spara ekki til frágangs bókar; velja dýran myndpappír; ráða listakonu til að skreyta síður textans; fá Odda hf. til að prenta verkið. Ekki skal því heldur gleymt, að bókin er myndskreytt af listamanni, svo stundum setti að mér ógn, svo tröllslegar og vel gerðar eru myndirnar. Það sem þessi bók réttir fram er mjög gott, - en eg hefði kosið meira á diskinn. Sigurður Haukur Robertson Davies látinn Var með skáldsögn í smíðum Toronto. Reuter. ROBERTSON Davies, einn virt- asti rithöfundur Kanada, lést um helgina af völdum heilablóðfalls. Davies var tilnefndur til Booker- verðlaunanna bresku árið 1986, auk þess sem talið var að hann hafí verið einn þeirra sem til greina kom að hlytu Nóbelsverð- launin árið 1992. Þrátt fyrir að hann væri orðinn 82 ára vann hann af fullum krafti fram undir það síðasta. Davies sendi yfir þrjátíu bæk- ur frá sér en hann var þekktast- ur fyrir tvær ritraðir, Deptford- trílógíuna, sem út kom á árunum 1970-1975, og bækurnar „Rebel Angels“ (1981), „What’s Bred in the Bone“ og „The Lyre of Orp- heus“ (1988). Síðasta verk Davies, „The Cunning Man“, kom út á síðasta ári. Er hann lést, hafði hann nýja skáldsögu í smíðum, auk þess sem hann hafði nýlokið við að semja texta við óperu. Davies var við ágæta heilsu fram undir það síðasta, hélt m.a. fjölda fyrir- lestra í Princeton-háskólanum. Davies hóf skriftir þegar hann var aðeins ellefu ára. Hann var um árabil ritstjóri héraðsblaðs í Kanada auk þess sem hann var fyrsti rektor Massey College við háskólann í Toronto. Davies þótti hógvær maður og lífsglaður, hann var gagnrýn- inn og honum var mjög umhugað að Kanada glataði ekki einkenn- um sínum vegna nábýlisins við Bandaríkin. Arið 1994 sagði hann að það orð sem færi af Kanadamönnum, að þeir væru leiðinlegir, væri hreint ekki svo slæmt. „Það er til verra hlut- skipti en að vera óspennandi, en það er að vera geggjaður. Og það erum við ekki.“ Andófsmaður vinnur rússnesku Booker-verðlaunin Lítil hollusta við föðurlandið Moskvu. Reuter. The Daily Telegraph. GEORGÍ J Vladimov, rússnesk- ur baráttumaður fyrir mann- réttindum, sem búið hefur í út- legð í Þýskalandi í tólf ár, vann á mánudag til rússnesku Book- er-verðlaunanna. Þau hlýtur hann fyrir bók sína „Hershöfð- inginn og her hans“ en hún þykir bera vitni lítilli hollustu við föðurlandið, þrátt fyrir að henni hafi verið líkt við stór- virki Tolstojs, „Stríð og frið“. Vladimov, sem er 64 ára gam- all, var fimmtán ár að skrifa bókina, sem hann telur þó ekki besta verk sitt. Verðlaunabókin gerist í heimsstyrjöldinni síðari og segir frá sovéskum herfor- ingja sem kallaður er til Moskvu af vígstöðvunum. Er honum gert að útskýra hvers vegna hann hafi svo miklar áhyggjur af lífi og limum hermanna sinna þegar hann eigi að leggja allt kapp á að ná Berlín, hvað sem það kosti. Þetta er talin greinileg gagn- rýni á Georgíj Zhukov marskálk sem náði Berlín en það kostaði líf 78.000 manna auk þess sem 240.000 manns særðust í loka- árásinni. Þrátt fyrir það að Zhukov skyldi hirða lítt um líf sovéskra hermanna er Sovét- menn tóku Berlín, er hann nán- ast þjóðhetja í Rússlandi. Stytta af honum hefur verið reist nærri Rauða torginu og endur- speglar hina síauknu þjóðernis- kennd sem á sér stað hjá stjórn- völdum og á meðal almennings. Valið á bók Vladimovs er enn ein sönnun þess að áhrifamenn í bókmenntaheiminum eru enn einu sinni ósammála stjórnvöld- um. Þetta er í fyrsta sinn sem andófsmaður fær Booker-verð- launin. Aðdáendur Vladimovs hafa líkt bók hans við „Stríð og frið“ þrátt fyrir að hún sé að- eins brot af stærð þeirrar bók- ar. Þjóðernissinnaðir útgefend- ur hafa hins vegar fordæmt bókina og sagt Vladimov endur- skoðunarsinna. Sjálfur dregur höfundurinn ekki dul á að honum finnist margt skylt með blóðbaðinu í beimsstyrjöldinni síðari og þeim átökum sem hafa átt sér stað í Tsjetsjníju, þar sem hundruð hermanna og tugþúsundir al- mennra borgara hafa látið lífið. Vill snúa aftur Vladimov var áður fyrr for- maður Moskvudeildar mann- réttindasamtakanna Amnesty International. f kjölfar ofsókna sovésku leynilögreglunnar, KGB, flúði hann land árið 1983 og settist að í Þýskalandi. Hann var sviptur sovéskum ríkisborg- ararétti en dreymir nú um að snúa aftur til Rússlands og hef- ur sent, umsókn þess efnis til Rússlandsforseta. Ekkert svar hefur borist. Booker-verðlaunin rússnesku tengjast samnefndum breskum bókmenntaverðlaunum. Þau voru fyrst afhent árið 1991 og nema nú sem svarar 800.000 kr. ísl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.