Morgunblaðið - 06.12.1995, Síða 23

Morgunblaðið - 06.12.1995, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 23 Jóíagjafir fyrir heiisuna og útiitið Þrekstigar, gigtarlampar, neistatæki, hei Isukoddar, hristl- og nuddbelti, náttúrulegar snyrtivörur, hitaeinangrandi sokkar og vettlingar, meðferðarbuxur gegn appelsínuhúð Mjódd simi 557-4602 Opið virka daga 13-18 « Laugard. 13-16 Póstverslun sími 566-7580 frá ki. 9-18 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR myndum sínum. Eitthvað eru hin nýju harðari en þau gömlu, kannski njóta þau sín síður á staðnum, eða einfaldlega ekki í nágrenni við hin, sem eru svo stórum lífrænni, safarík- ari og þróaðri. „Lífsgleði njóttu“ Mcnningarstofnun Itandaríkjanna ÞÓRÐUR HALLDÓRSSON FRÁ DAGVERÐARÁ Opin frá 9-17. Um helgar 14-18. Til 8. desember. Aðgangur ókeypis. MARGT býr undir Jökli, eins og sagt er, og frá þeim slóðum hefur margur kynngimagnaður persónu- leikinn komið, einn þeirra er þjóð- sagnapersónan Þórður refaskytta frá Dagverðará. Hann hefur lifað öldina alla, að undanskildum fimm fyrstu árunum, sem máttarvöldin hafa vafalítið notað til aðlögunar endurbornum Snæfellsás, sé tekið mið af afmælisgreinum um mann- inn. í öllu falli er hér um rammís- lenzkan öldung og Snæfelling að ræða, sem hertur er í stórsjóum 30 vertíða, á tímum er sjósókn var giska önnur en gerist í dag. í tilefni tímamótanna heldur Þórð- ur þrettándu málverkasýningu sína, en hann er einn þeirra sem bera í sér mjúk gildi af ýmsu tagi, þrátt fyrir óvægna lífsbaráttu, harðan og stórskorinn skráp. Eitt af því, sem margur tekur sér til dundurs á miðjum aldri hér á landi, er að munda pentskúfinn, og það hefur Þórður gert með fulltingi duldu aflanna frá Jöklinum. Þau tekur hann fram yfir hvers konar skólun hjá lærðum, en ætli vinnu- brögðin dragi ekki í og með dám af þjóðarlistamanninum, sem málaði svo margar snjallar myndir frá Snæ- fellsnesi, og þá ekki síst Jöklinum. í öllu falli voru það myndirnar af náttúruundrinu magnaða sem vöktu helst athygli mína fyrir dul og kynngi, svo sem „Héluhlíðar" (11), „Sólsetur á Jökulhálsi" (12) og „Ný- ársnótt á Jöklinum“ (14). Þá er tilfinning fyrir gró- og jarð- armögnum í myndum eins og „Litróf náttúrunnar" (2), „Fegurð hausts- ins“(16), sem gæti allt eins heitið skóhljóð haustsins eða spor á hausti, og „Sumarlitir hraunsins" (18). Þórður kemur til dyranna eins og hann er klæddur, honum er mikið niðri fyrir, á ekki ódýran streng í sér, er allt í senn opinn, sannur og bernskur. Það eru afar verðmætir eiginleik- ar hveijum þeim sem hantérar pentskúfinn og setur þumalinn í málaraspjaldið. Bragi Ásgeirsson Getur þú horfst í augu við þetta barn án þess að rétta fram hjálparhönd ? Með500kr. framlagi er hægt að fæða hann í mánuð. Með öðrum 500 kr. er hægt að búa honum heimili. Með enn | einum 500 kr. § getum við boðið I honum skólavist. f KIRKJA Óháða safnaðarins Jólatónleikar Snæfellingakórsins JOLATONLEIKAR Snæfell- ingakórsins í Reykjavík verða haldnir í kirkju Oháða safnaðar- ins á morgun, fimmtudag, kl. 20.30. Stjórnandi kórsins er Þóra V. Guðmundsdóttir og undir- leikari er Péter Máté. Kaffiveitingar eru í boði kórs- ins að tónleikunum loknum. Sljórnsetrin MYNPLIST_____________ Listhúsið Foid VATNSLITAMYNDIR Katrín H. Ágústsdóttir. Opið rúm- helga daga frá 10-18. Sunnudaga 14-18. Til 10. desember. Aðgangur ókeypis. HÚSIN þrjú — Stjórnsetrin, nefn- ir Katrín H. Ágústsdóttir sýningu sína á 25 vátnslitamyndum í Listhús- inu Fold við Rauðarárstíg, eða rétt- ara húsasamstæðunni númer 118 við Laugaveg. Katrín hefur sérhæft sig á sviði vatnslitatækni og haldið margar sýningar á höfuðborgarsvæðinu. Jafnan hafa myndir hennar stuðst við hlutveruleikann í næsta ná- grenni, og ekki bregður hún út af þeirri venju að þessu sinni, því húsin þijú blasa við sjónum borgarbúa er leið eiga um miðbæinn. Málar hún þau frá ýmsum sjónarhornum, iðu- lega einungis hluta og/eða brotabrot bygginganna. Vatnslitatæknin er ein hin erfið- asta í allri málun, svo sem margur veit, og krefst mikillar nákvæmni og yfirlegu. Einkum er það mikil- vægt að einkenni litanna komi vel fram, bæði áferð þeirra og styrkur. Skiptir þá máli að hræra litinn lengi vel og gaumgæfilega, svo að pensill- inn sjúgi í sig sem mest litmagn, og hér er algengt að meistararnir noti stóra pensla með þykkum hár- brúsk en fínum löngum oddi. Menn sjá það strax á áferðinni ef annars vegar hefur verið of mikið vatn í litnum en hins vegar of lítill litur, því þá vill hann verða full daufur og ósannfærandi. Þetta hef ég lengi álitið að sé helsti ljóðurinn á vinnu- brögðum Katrínar, og loðir enn við hana eftir sýningunni að dæma, á stundum í þá veru að hún virðist beinlínis hrædd við liti. Ég er hér ekki endilega að vísa til sterkra lita, því að hinir daufu geta einnig verið ríkir og mettaðir, en hér skortir ein- faldlega efnismagn í litinn. Menn taki einungis eftir hve lit- urinn kemur vel til skila í myndunum „Geislar" (1) og „Undir sól“ (12), og það sem meira er um vert, að auður pappírinn verður einnig að lit, en það er stóri galdurinn í vatnslita- tækninni. Þessar tvær myndir eru í sérflokki, og listamaður sem hefur tækni og getu til að mála þær, ætti að halda sig við slík vinnubrögð, en gefa hin upp á bátinn. - I kynningarhorni verzlunarinn- ar sýnir Ásdís Sigurþórsdóttir nokk- ur eldri og nýrri verk, en hún hefur skapað sér nokkra sérstöðu með hin- um kostulegu mjóu og aflöngu ÞÓRÐUR frá Dagverðará KATRÍN H. Ágústsdóttir Afborgunarverö kr. 51.500 - Vlsa ogEuro raögreiðslur FAGOR Þrautreyndar uppþvottavélar sem hafa sannað gildi sitt á íslandi. Stærð: 12 manna Hæð: 85 cm Breidd: 60cm Dýpt: 60 cm Einnig: kæiiskápar eldunartæki og þvottavélar á einstöku verði FAGOR LVE-95E Staögreltt kr. Síðasta sýningar- vika Þórðar „HÉR hefur rnargt stórmennið komið til að líta á myndirnar mínar," segir Þórður Halldórs- son frá Dagverðará. „Einn rýndi í þær vel og lengi og sagði síðan: „Þær verða dýrar þessar, þegar þú ert dauður!“ Ég var nú ekki seinn að segja honum að hann mætti bíða lengi eftir því!“. Sýning Þórðar frá Dagverð- ará í Menningarstofnun Bandaríkjanna, Laugavegi 26, er opin þessa viku frá kl. 9 á morgnana fram til 5 síðdegis, Bílastæði og inngangur er Grettisgötumegin. Sýningunni lýkur föstudag- inn 8. desember. £VTw%í11 MfJMP HPflH OTRULEGT VERÐ w ■ IlvMiln ■ w MnHP j RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI: 562 40 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.