Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Óraunsæi einkennir sanieiningaráróður Mikið alvöruleysi einkennir málflutning og gerðir þeirra sem hæst hafa um samein- ingu stjórnarandstöðu- flokka. Það er engu lík- ara en þeir hinir sömu vilji gera út af við hug- myndina við fyrstu hentugleika. Dæmi um þetta er nafnlaust blað sem kom út 1. desem- ber sl. og kynnt var sem sameiginleg út- gáfa fjögurra smá- blaða núverandi stjórn- arandstöðuflokka. Þessi „samein- ing“ hafði ekki verið rædd eða kynnt í stofnunum Alþýðubanda- lagsins og því svarað til að hér hafi verið um að ræða frumkvæði þeirra sem starfa á blöðunum. Aðalefni þessa „sameinaða blaðs“ er viðtal við borgarstjórann í Reykjavík en auk þess eru þar greinar eða viðtöl eftir fimm aðrar konur úr Kvennalistanum. Mætti halda að hugmyndin að útgáfunni sé frá Kvennalistanum ættuð en það vilja talsmenn hans ekki kann- ast við. Alþýðubandalagið er í felum í þessu blaði þótt Vikublaðið sé með í hausnum. Formaður Alþýðu- bandalagsins fær þó að svara tveim: ur spurningum í fáeinum línum. í leiðara blaðsins sem enginn er skráður ábyrgðarmaður fyrir kemur ekkert fram um tilgang þessarar út- gáfu. Efni þessa blaðs sætir út af fyrir sig engum tíðindum. Af ýmsu má þó ráða að markmiðið sé að hvetja til títtnefndrar samein- ingar „félagshyggju- flokkanna". Styrkir pólitískur hrærigrautur lýðræðið? Borgarstjórinn í Reykjavík sem Jón Hannibaisson lýsti áhuga á sl. haust að gera að flokksformanni segir sem svar við spurningu um samein- ingu stjórnarandstöðuflokka: „Það eru tveir flokkar í öllum flokkum og samstaða um mál þvert á alla flokka, þannig að misgengið er mikið í þessu öllu saman og póli- tískar markalínur óljósar. Eg hef þá trú að annað hvort verði eitthvað gert í þessu máli núna, einhver al- vöru skref stigin á þessu kjörtíma- bili þingsins eða ekki. Þá gæti biðin orðið löng.“ Þessi málflutningur er dæmi- gerður fyrir það fólk sem fastast knýr á um sameiningu flokka. Svip- aðar áherslur og hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur má heyra hjá í þjóðmálum, segir Hjörleifur Guttorms- son, hafa Alþýðubanda- lag og Alþýðuflokkur ólíka stefnu í veigamikl- um efnum. Ólafi Ragnari Grímssyni og Össuri Skarphéðinssyni, en þessir þre- menningar hafa hæst hver á sínum bæ um sameiningu flokkanna sem þeir nú starfa í. Fullyrt er almenn- um orðum að málefni ættu ekki að standa í vegi fyrir slíkri samein- ingu. Með því að gera mikið úr ágreiningi innan hvers flokks er gefið skyn að betur færi á að sam- eina þá. Slíkt úrræði gæti kannski tímabundið hentað vel metnaðar- fullum einstaklingum sem fengju tækifæri til að deila og drottna með því að vísa til sundurleitra skoðana. En málefnalegur hrærigrautur sem þannig yrði til myndi vart styrkja lýðræðið eða skapa skýrari línur í íslenskum stjórnmálum. Hitt virðist nærtækara úrræði og farsælla fyrir stjórnmálin að fólk sem telur sig hafa svipaða framtíðarsýn og er sammála um helstu þjóðmál skipi sér saman í flokk og reyni að nýta hann sem tæki til að vinna skoðunum sínum brautargengi. Tilfærsla fólks milli flokka hefur líka verið í gangi innan núverandi flokkakerfis, þótt á stundum virðist persónulegur metn- aður ráða meira en málefni um vistaskiptin. Mikið skilur að Alþýðubandalag og Alþýðuflokk Þegar rætt er um samstarf nú- verandi stjórnarandstöðuflokka hljóta menn öðru fremur að líta til Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Það eru einu flokkarnir í stjórnar- andstöðu sem hægt er að tala um sem landsmálaafl. Þjóðvaki er að- eins íjögurra manna þingflokkur sundurleitra einstaklinga með sára- litla fótfestu í kjördæmum landsins. Kvennalistinn er þrátt fyrir allt sýnilegri og hefur sérstöðu sem flokkur femínista. Sjálfsagt er að hlú að samstarfi milli þessara flokka jafnt á AJþingi sem í sveitarstjórnum eftir því sem skoðanir fara saman. Samstarf hef- ur verið milli þeirra allvíða fyrr og síðar í sveitarstjórnum og í verka- lýðshreyfingunni og einnig hafa þeir haft samstarf um framboð með öðrum flokkum. Um þetta hafa menn tekið ákvarðanir í byggðar- lögunum óháð flokksstjórnum og ráða oft tengsl einstaklinga og stað- bundnar aðstæður. Þetta breytir ekki þvi að í þjóð- málum hafa Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur ólíka stefnu í veiga- miklum efnum og ber þar hæst um þessar mundir afstöðuna til Evrópu- sambandsins. Kratarnir vilja þar ganga allra flokka lengst með því að sækja um aðild að ESB, Alþýðu- bandalagið er hins vegar heilsteypt- ast flokka í andstöðu við slíkar hugmyndir. Það er engum til góðs að draga fjöður yfir þennan ágrein- ing eða ætla sér að leggja hann til hliðar. Um þetta mál mun þjóðin Samemingarum- ræða án innihalds Hjörleifur Guttormsson ALMJÐAT BÓKHALDSKEBFI FYRiR WORKGROUPS ffiTKERF! gl KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Strikamerkj alesarar og handtölvur Tilvalið í vörutalningu. Hafðu samband! y -GAGNASTYRING Suðurlandsbraut 46 • Sími 588 4900 • Fax 588 3201 Af himnum ofan boðskap ber OFURVALD hins innantóma afþreying- ariðnaðar yfír lífi fólks er ein mesta ógn við menningu heims: ins nú á tímum. I þrengingum þeirrar vélvæddu tilveru, sem nútíminn skapar í firrtum heimi and- legrar fátæktar og formleysis, fá æðri gildi fortíðar ný hlut- verk. Tónlist Jóhanns Sebastian Bachs reis í lok barrokktímans í þær hæðir fullkomn- unar forms' og anda- giftar, sem vart eiga sér hliðstæðu í sögu tónlistar til þessa dags. Að honum látnum vék list hans fyrir nýjum tískustraumum og féll í gleymsku í heila öld, uns tónskáld- ið Mendelssohn beitti sér fyrir endurvakningu hennar með flutn- ingi Mattheusarpassíunnar. Á ís- landi vissi fólk ekki að þessi tón- list væri til, fyrr en Páll ísólfsson hóf að kynna orgelverk Bachs hér í Dómkirkjunni og Fríkirkjunni, kominn heim úr námi frá höfuð- stöðvum snillingsins í Leipzig, skömmu eftir fyrra stríð. Meist- araverk Bachs fyrir kóra, hljóm- sveit og einsöngvara lágu að ,mestu í þagnargildi hér á landi, þar til Pólýfónkórinn reið á vaðið með Jólaóratóríunni í Kristskirkju árið 1964. Síðan fylgdu hin stór- verkin í kjölfarið hvert af öðru í flutningi kórsins, Jóhannesarpass- ían, Mattheusarpassían, Magnific- at og H-moll messan, þar til starf- semi kórsins lagðist niður í árslok Ingólfur Guðbrandssson 1988 eftir 31 árs starf, en alls flutti hann Jólaóratóríuna 12 sinnum á 25 árum. Öllum tónlistarunn- endum hlýtur að vera fagnaðarefni að eiga þess nú kost að heyra vandaðan flutning Mótettukórsins á þessari perlu jólatón- listar í Hallgríms- kirkju og verður von- andi árviss viðburður um ókomin ár. Mikið skortir enn á að tón- list Jóhanns Sebastian Bachs sé nægilega kynnt og flutt á íslandi, en með stóraukinni iðkun tónlistar, bætt- um hljóðfærakosti og fjölda af nýjum kirkjum, hlýtur það að standa til bóta, þótt enn bóli ekki á tónlistarhúsinu. Engum, sem kann einhver skil á list Jóhanns Sebastian Bachs, blandast hugur um yfirburði hans. í huga hvers einasta manns, sem lætur sig tón- list einhverju varða, er list hans sjálfur kjarninn, inntak hins há- leita og sanna í tónskynjun hans og reynslu. List hans er máttug og óendanleg einsog alheimsork- an og nærir hvern þann, sem legg- ur eyrun við henni. Jóhann Sebastian Bach lauk samningu jólaóratóríu sinnar seint á árinu 1734, og var hann þá á 50. aldursári. Sex kantötur mynda óratóríuna, og er hver þeirra um sig sjálfstætt verk, sem ætlað er til flutnings ákveðinn dag jólahá- tíðarinnar og kirkjuársins, þrjár hinar fyrstu 1., 2. og 3. jóladag, Öllum tónlistarunnend- um hlýtur að vera fagn- aðarefni að heyra vand- aðan flutning Mótettu- kórsins á þessari perlu jólatónlistar í Hall- grímskirkju, segir Ing- ólfur Guðbrandsson, sem kveðst vona að það verði árviss viðburður um ókomin ár. hin ijórða á nýársdag, fimmta er fyrir sunnudag eftir nýár og hin 6. á þrettánda. Þannig er hver kantata um sig ætluð helgihaldi tiltekins dags, og þótt efni þeirra myndi samfellda heild, er verkið of langt til flutnings á einum tón- leikum, enda ekki ráð fyrir því gert í upphafi. Venjulega er því skipt til helminga og þær þijár kantötur, sem fjalla um sjálfa jóla- sögnina, miklu oftar fluttar, eins og hér er gert. Þijár fyrstu kantötur jólaóratór- íunnar fjalla allar um fæðingu Krists og nóttina helgu. Textinn myndar efnislega heild, tengdur saman með sönglesi (resitatíf) guðspjallamannsins, en tónlistin er greypt í ramma hins þríþætta tónlistarforms. Fyrsti þátturinn í D-dúr hefst með viðhafnarmikium skiptast í fylkingar á næstu árum og er sannarlega full þörf fyrir vinstri flokk sem stendur fast í ístaðinu gegn ESB-aðild. Raunar má segja að í ýmsum efnum sé styttra á milli Alþýðubandalags og annarra flokka en Alþýðuflokksins. A-flokka klisjan hefur oftar en ekki reynst innistæðulítil. í „sameinaða blaðinu" svara nokkrir ungir og óflokksbundnir spurningu blaðamanns um hvernig flokkakerfí þeir vilji. Athyglisvert er að flestir leggja þeir áherslu á skýrar línur um málefni og þá annað en dægurmál. Gætu gamlir flokka- flakkarar nokkuð af þeim lært. Vörumst illa undirbúnar sameiningaræfingar Fróðlegt er að fylgjast með mál- flutningi þeirra sem telja að Alþýðu- bandalagið hafi ekki lengur sjálf- stæðu hlutverki að gegna í íslensk- um stjórnmálum. Algengasta stað- hæfingin sem renna á stoðum und- ir þetta sjónarmið er að flokkurinn hafi staðið fyrir stefnu semm hafi orðið úrelt við lok kalda stríðsins. Þeir sem þannig tala þekkja annað hvort ekki til stefnu Álþýðubanda- lagsins undanfarinn aldarfjórðung eða búa sér til klisjur gegn betri vitund. Athyglisvert er raunar að í þessum hópi eru menn sem til skamms tíma voru í Alþýðubanda- laginu. Sjálfsagt er að flokkar í stjórnar- andstöðu hafi sem best samstarf sín á milli ekki síður en þeir sem standa að ríkisstjórn. Það væri hins vegar illa farið ef kraftar manna í stjórnar- andstöðu færu í illa undirbúnar sam- einingartilraunir sem lítil málefnaleg innistæða er fyrir. Æfingarnar „á rauðu ljósi“ fyrir nokkrum árum ættu að vera víti til varnaðar. Höfundur er þingmaður Alþýðu■ bandalags. hljóðfæraslætti, bumbum og lúðrahljóm, en síðan hefst fagnað- arsöngur kórsins: „Jauchzet, froh- locket!“. Síðan skiptast á resitatíf, aríur og lofsöngvar fluttir af kórn- um, og notar Bach þar gömul sál- malög í síbreytilegum raddsetn- ingum með millileik hljóðfæra, lagið „Af himnum ofan boðskap ber“, og lagið „Ó, höfuð dreyra drifið“, sem einnig gengur eins og rauður þráður í gegnum Mattheus- arpassíuna. Önnur kantatan er í G-dúr, til- einkuð öðrum degi jóla og fjallar um fjárhirðana á Betlehemsvöll- um. Hún hefst á hægum hljóð- færaþætti, hinni frægu Pastoral- sinfóníu, sem er ein fegursta hljómsveitarsmíð Bachs. Þunga- miðja þessa þáttar er fúgukaflinn nr. 21, kór englanna, sem syngja dýrð Guði í upphæðum, en raddir kórs og hljóðfæra blandast saman í margslunginn tónavef. Þessum þætti lýkur með hægum en tígu- legum lofsöng kórsins í nýrri raddsetningu lagsins „Af himnum ofan boðskap ber“. Þriðja kantatan er helguð þriðja degi jóla og er í D-dúr einsog hin fyrsta. Hún hefst á hröðum inn- gangi hljómsveitar, en síðan hefja fjárhirðarnir upp raust sína, ákalla konung himnanna og leggja af stað til Betlehem að sjá það und- ur, sem orðið er. Kantötunni lýkur með söng hirðanna, er þeir snúa aftur, lofsyngjandi Guð fyrir allt það, er þeir höfðu heyrt og séð. Ástæða er til að þakka Mótettu- kór Hallgrímskirkju og stjórnanda hans fyrir framtakið að færa okk- ur boðskap jólanna í sínum feg- ursta búningi, flytja okkur birtuna að ofan inn í myrkur skammdegis og lyfta hugum til hæða. Tóhlist Jóhanns Sebastian Bachs hefur ævarandi gildi og hefur öðlast nýtt hlutverk í samtímanum sem andstæða og andóf gegn tómleik- anum. Höfundur er tónlistarfrömuður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.