Morgunblaðið - 06.12.1995, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 06.12.1995, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 45 BRÉF TIL BLAÐSINS RJÚPUR Friðum rjúpuna Frá Rósu B. Blöndals: LISTAMAÐURINN Kjarval sagði, „ég banna að skjóta ijúpuna". Nú liggja minkar, refir og fálkar á ijúpustofninum allt árið og mest um vetur. Þess vegna er lífsnauð- syn að alfriða ijúpuna áður en það verður um seinan. Ernir og fálkar voru friðaðir allt of seint og geng- ur illa að ná þeim upp, og eru þó ránfuglar. Rjúpan næðist aldrei upp, ef henni yrði fækkað jafn mikið. Hún hefur ekki hvasst nef og klær til þess að veija sig. Mesti skaðinn sem ísland hefur orðið fyrir í sambandi við að friða of seint, er þegar sjötíu geirfuglar voru reknir til slátrunar, þeir síð- ustu. Sagt var að enginn maður sem framkvæmdi slíkt verk gæti gleymt bænaraugum Geirfuglsins. Frændi hans lundinn er í útrým- ingarhættu. Hann ætti strax að friða. Lögvernda þarf rjúpuna strax Geitlandsdómur, í Borgarfirði, var herfilegur og ósanngjarn. Frá íslands byggð í rúm ellefu hundr- uð ár, hafa allir mátt veiða íjúp- una sem vildu og aldrei verið tak- mörk sett. Nú ætti því að vera tími til kominn að ráðamenn láti dæma rjúpnastofninn allan, sem eign vor friðunarsinna. Hví skyldum við ekki eiga jafn mikið tilkall til rjúpnastofnsins, eins og skotmennirnir? Ég á ijúp- una, eins og þeir, já miklu fremur en þeir. Minn réttur og bændanna í Borgarfirði hefur verið fótum- troðinn. Lífsvernd ætti alltaf að vera meira metin heldur en drápsæðið, eins og ijúpnaveiðin er. Þar sem vér íslendingar höfum umhverfis- verndarráðherra, þá ætti hann að geta, ásamt Össuri Skarphéðins- syni, alþingismanni, og ætla mætti Kvennalista, fengið þessu nauðsynjamáli framgengt, að al- friða ijúpuna. Það mál verður fram að ganga á þessu þingi, að ijúpnablóðbað verði aldrei framar tengt við jólin. Vér meguni ekki missa ijúpuna úr fuglalífi íslands. Rjúpnadrápin sýna best, hvað Islendingar eru langt á eftir öðr- um menningarþjóðum í náttúru- vernd. RÓSA B. BLÖNDALS Góður upplesari Frá Leó M. Bjarnasyni: ÉG HEF verið að bíða eftir því að fleiri, sem höfðu gaman af sögu Hrafns Gunnlaugssonar í útvarpinu á dögunum, þyrðu að láta í sér heyra. Fram að þessu hefur mest borið á hneykslun her- kerlinga og nöldri fýlupoka, sem telja sig hafa einkarétt á því að hafa skoðanir. Sem betur fer var upplestur Hrafns á sögunni endurtekinn; annars hefði ég og fleiri misst af góðri skemmtun, sem er orðin næsta fáheyrð i Ríkisútvarpinu. Aðdragandinn að endutekningu upplestursins er launfyndinn brandari, svona út af fyrir sig. Halldór Laxness lifir í verkum sínum eins og önnur stórskáld. Á grundvelli þeirra verður hann um- talsefni almennings, eins og hann stofnaði til (og hefur sjálfsagt ætlast til). Persónuleg staða hans eða aldur mun þar engu breyta. Ofurmenni á borð við Halldór Lax- ness eru undantekningarlítið um- deild, þótt þau njóti virðingar. Þau, og verk þeirra, eru og verða upp- spretta og viðfangsefni minni spá- manna svo Iengi sem ritfrelsi tíðk- ast í landinu. Og á meðan spámenh eru að þroskast og stækka munu þeir halda áfram að stæla fyrir- myndir, hvort sem það eru önnur skáld, sögur eða texti; Halldór Laxness er þar ekki undanskilinn. í því efni má benda á mepkilegt rit eftir Eirík Jónsson sem nefnist „Föng Halldórs Laxness". Um smekkvísi má alltaf deila, m.a. smekkvísi Halldórs Laxness, Hrafns Gunnlaugssonar og fleiri. Ég minnist þess að hafa hlustað í útvarpinu, mér til skemmtunar og fróðleiks, á Þórberg Þórðarson herma eftir sr. Árna Þórarinssyni. Þar var nú ekki eintómt lof um nafnkunna menn, án þeSs að „at- vinnuhneykslarar“ rykju upp með andköfum! Einhver skemmtilegasti upples- ari í útvarpinu, sem ég man eftir frá því fyrrum, var Helgi heitinn Hjörvar; þ_að voru tilþrif sem mun- aði um. Ég minnist einnig Guð- mundar G. Hagalíns fyrir líflegan upplestur þar sem hann brá sér í ýmis gervi. Þá mætti nefna Stein- þór á Hala, bróður Þórbergs, sem dæmi um útarpsmann sem kunni þá list að segja sögu þannig að eftir var tekið. Hrafn Gunnlaugsson hefur m.a. skrifað ágætar smásögur. Ég vissi hins vegar ekki að hann væri jafn góður upplesari og raun ber vitni. Það er skortur á góðum upplesur- um og því vona ég að maður fái að heyra oftar í Hrafni. Listamenn, sem ekki vekja at- hygli, eiga í vandræðum og því beita menn ýmsum brögðum til að viðhalda eftirtekt. Mér finnst of mikið veður gert út af því sem lista- menn, á borð við Hrafn Gunnlaugs- son og Thor Vilhjálmsson (sá jap- anski með vafninginn á Listahátíð um árið) o.fl. gera til að vekja á sér athygli. Það sem máli skiptir er að þetta eru listamenn að at- vinnu og á þá er hlustað. LEÓ M. JÓNSSON, Höfnum. Ohugnanleg staðreynd? Frá Sigurði Magnússyni: UNDANFARIÐ eins og oft endra- nær hefur verið umíjöllun um af- urðir bænda í fjölmiðlum og hefur mjólkina borið hvað hæst síðustu daga. í framhaldi af því vil ég nú setja fram þá „kenningu“ að mat- vara geymd í plastílátum skaði heilsu manna. Kenningin er unnin upp úr sam- ansafni af niðurstöðum sem finnast í vísindaritum um þessi mál og er því ekki ágiskun, „held- ur virðist vera bláköld og óhugnan- leg staðreynd" Heimildir sem hafa mótað af- stöðu mína mest til þessara mála eru ýmsar sérprentanir úr Lækna- blaðinu1,2 ,Ugeskr. læger1 og eftir- tektarverðar setningar í Sögu Mjólkurbús Flóamanna í 60 ár. Fyrir skömmu uppgötvuðust fyrir „tilviljun efni í plasti“ sem nefnd eru okt- og nónoxýnól3 þessi efni geta myndast, og önnur, við hita og/þrýsting þegar efnið er mótað í umbúðir. „Þessi efni hafa mikil östrógen-áhrif og eru sæðisdrep- andi.“ Það er harkalegt að halda fram að getnaðarvarnarefni séu í matvöru sem geymd er í plastílát- um, en rannsóknir staðfesta þessa ógn. Kenning mín er sú að notkun plastumbúða um matvæli, (og þá sér í lagi um mjólk vegna eigin- leika hennar til að ganga í sam- band við plast) sé hægt og sígandi að útrýma „sæði“ þeirra Iífvera, sem nota plastumbúðir utan um matvæli sín. Ég nefni dæmi um sjúkdóma sem hafa aukist eftir að byijað var að pakka mjólkurvörum í plastílát. Þar bera hæst og er sívaxandi „ófijósemi“ hjá körlum4 kransæða- bilanir í körlum og konum' og aukning á krabbameini hjá konum. Eftir þann samanburð sem ég hef gert á niðurstöðum vísinda- manna víða um heim, þá leyfi ég mér að setja þessa kenningu fram, byggða á þeirri staðreynd að með- al þeirra .fæðutegunda sem við ís- lendingar höfum neytt í nokkuð jöfnum mæli síðustu áratugina eru mjólk, fiskur, kjöt og mjólkuraf- urðir í „plastpakkningu". Niðurstöður þessara rannsókna benda til þess að helstu áhættu- þættir kransæðasjúkdóms séu nán- ast hinir sömu meðal íslenskra karla og kvenna. Hins vegar eru líkur til að konur deyi úr kransæðasjúkdómi næstum fimmfalt lægri en dánarlíkur karla og því er viðbótaráhætta sem teng- ist hveijum áhættuþætti mun lægri meðal kvenna en karla. Á þessu árabili' verður aukning- in hjá körlum, miðað við 100 þús- und íbúa, úr um 90 körlum á ári upp í um 200 á árinu 1966 til um 1985 en þá fer fækkandi. Með sömu mæliaðferð hjá kon- um verða tölurnar um 50 og hækka uppí 90. Kvenhormón í plastbúningi Við þetta má bæta annarri kenn- ingu, sem þó er ekki byggð á rann- sóknum. „Kenning um sátt og ósátt innan hormónakerfis mannsins þegar ókunnir „plasthormónar“ berast inní líkamann." Plasthormónarnir berast inn í líkamann með fæðu, sem hefur verið geymd í plastílátum, og sam- lagast þeir hormónum kvenna sæmilega þar sem þeir eru með líka uppbyggingu. En aftur á móti lendir allt í uppnámi þegar „plastbúinn kven- hormón" hittir karlhormóninn og verða þá líffæri karkynsverunnar fyrir varanlegum skaða eins og danskar rannsóknir sýna4. Tilvitnanir 1. Sérprentun úr Læknablaðinu 1991; 77: 49-58. Þar má sjá hvernig kransæðadauðs- föll fara stígandi frá árinu 1951 til 1966 eru nokkuð jöfn næstu 15 árin en fara svo að minnka úr því. -- 2. í sérprentun úr Læknablaðinu 1992; 78: 267-76 eru niðurstöður úr hóprannsókn Hjartaverndar 1967-1985: 3. Grein í Morgunblaðinu um skaðsemi plastefna, 8.11. 1995 bls.23; í þessari grein er bent á heimildarmynd frá 9. ágúst, sem sýnd var í sjónvarpinu. 4. Ugeskr. Læger. 155 (33): 2530-5, 1993 Aug 16. Einnig Scientific American, októ- ber 1995, bls. 144. SIGURÐUR MAGNÚSSON, Skólavörðustíg 16a, Reykjavík. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! Almennt hlutafjárútboð Útgefandi: Sölutímabil: Forkaupsréttur: Nafnverð hlutabréfanna: Sölugengi: Söluaðilar: Ilaraldur Böðvarsson hf. 6. desember 1995 - 31. maí 1996. Hluthafar hafa forkaupsrétt að hlutabréfum félagsins á tímabilinu 6. desember - 27. desember 1995. Þau hlutabréf sem óseld kunna að verða að loknu forkaupsréttartímabili mun félagið selja á almennum markaði frá 28. desember 1995. 50.000.000 kr. 2,40 á fyrsta söludegi. Gengið getur breyst eftir að forkaupsréttartímabili lýkur. Kaupþing hf., Kaupþing Norðurlands hf., Handsal hf., Landsbréf hf., Samvinnubréf Landsbankans, Fjárfestingarfélagið Skandia hf., Verðbréfamarkaður Islandsbanka hf., og afgreiðslur sparisjóðanna og Búnaðarbanka Islands. Skráning: Óskað er skráningar hins nýja hlutafjár á Verðbréfaþingi íslands. Umsjónaraðili útboðs: Kaupþing hf. Útboðs- og skráningarlýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda. KAUPÞING HF löggilt verðbréfqfyrirtœki Kringlcm 5, 103 Reykjavík - Sími 515-1500, fax 515-1509

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.